Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 8
8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ Þurrkur í hálsi og óstyrk rödd geta verið óæskilegir fylgifiskar þess að lesa ræðu á opinberum vettvangi, hvort sem er í stór- veislu eða brúðkaupi. Ljóð geta verið ágætur kostur til að tjá til- finningar sínar við slík tækifæri, segir Soffía Jakobsdóttir, sem er kennari á námskeiðinu Að flytja tækifærisljóð sem Mímir stendur fyrir. Námskeiðið hefst 29. september og er kennt tvisvar í viku í tvær vikur. „Námskeiðið er fyrir fólk sem ætlar að halda tækifærisræðu og langar til að krydda ræðuna sína með vísukorni. Mörgum vex það í augum að flytja eitthvað sem er í bundnu máli. Þetta er hugsað til að losa fólk við hræðsluna og gera ljóðalestur að- gengilegri,“ segir Soffía og leggur áherslu á að lesturinn eigi ekki að vera svona mikið mál. „Það geta allir flutt ljóð svo vel sé ef þeir hyggja svolítið að grundvallaratriðunum.“ Soffía er til í að miðla þessum grundvallaratriðum. „Maður þarf fyrst og fremst að skoða söguna, sem ljóðið inniheldur. Ég tala líka alltaf um myndir sem ljóðið inniheldur og maður þarf að vera alveg viss um það með sjálfum sér hvað maður ætlar að segja með þessu ljóði.“ Hún segir að formið komi svo til sögunnar. „Síðan notar maður form ljóðsins, hrynjandina, stuðla og höfuðstafi og rímið. Maður hefur það til hliðsjónar en má ekki vera of bundinn forminu. Það er aðallega innihald ljóðsins sem flytjandinn þarf að hugsa um,“ segir hún en bætir við að þetta tvennt haldist auðvitað í hendur. Aðspurð vill hún ekki nefna neitt eitt ljóð umfram annað fyrir fólk til að æfa sig á heima en er meira en til í að gefa góð ráð. „Það er mikilvægt að fólk skilji við fyrsta lestur við hvað er átt, að ljóðin séu myndræn og hafi hreina sögu, að þau sé ekki mjög tor- skilin. Maður þarf alltaf að hafa í huga að maður ætlar að segja frá. Þetta er frásögn. Þegar maður flytur ljóð gerir maður það fyrir einhvern annan. Frásagnargleðin þarf að vera með.“ Hún segir að fólk geti spurt sig hvort þessi saga sem ljóðið segi höfði til sín. „Ef hún gerir það þá er bara byrja. Skoða ljóðið frá öllum hliðum og lesa það aftur og aftur. Þá kemur skilning- urinn til manns.“ En hún varar við því að lesa ljóð sem fólk er vant að syngja. „Maður festir sig svo í laginu,“ segir hún. „Ef fólk finnur eitthvert ljóð sem segir það sem fólk er að reyna að segja, þau gera það svo oft ljóðin, þá er upplagt að lesa það. Skáldin eru svo flink að koma tifinningum í þetta knappa form. Það á ekki að hugsa um þetta sem flókið mál heldur skemmti- legt.“ |ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell LJÓÐ ER frásögn SKÁLDIN ERU FLINK að koma tilfinningum í knappt form, segir Soffía Jakobsdóttir, SEM HELDUR NÁMSKEIÐ hjá Mími í flutningi tækifærisljóða ÞETTA ER HUGSAÐ TIL AÐ LOSA FÓLK VIÐ HRÆÐSLUNA OG GERA LJÓÐALESTUR AÐGENGILEGRI, SEG- IR SOFFÍA JAKOBSDÓTTIR LEIKKONA UM LJÓÐANÁMSKEIÐIÐ SITT. Morgunblaðið/Þorkell Pabbastrákur – Þú ert í fleiri hlutverkum í vetur í Þjóðleik- húsinu. – Já, ég verð í jólasýningunni og fleiri verk- um. Ég er fastráðinn. Þeir eiga mig, – þangað til þeir fá nóg af mér eða ég af þeim, segir hann og hlær. Ef þeir henda mér í ruslið vona ég að einhver tíni mig upp og dusti af mér ryk- ið. Gefi mér peninga. Nú eigum við barn og þá er mikilvægt að eiga peninga, segir hann og hlær innilega. – Hverjum er litli Búdda líkur? – Margir segja að hann líkist mér, en sumir að hann líkist Örnu. Það eru flestallt vinkonur hennar. Vinir mínir segja að hann líkist mér. – Segja þeir svoleiðis hluti? – Já, já, þeir segja að hann sé með skásett augu eins og pabbi hans. Amma og afi kom- ust hins vegar að því að hann væri eins og konan mín fyrir ofan mitt andlit, en neðri helmingurinn af andlitinu væri eins og á mér. |pebl@mbl.is – Geturðu eitthvað í körfu? – Ég er ágætur. Ég hætti að æfa þegar ég komst í Leiklistarskólann. En byrjaði aftur í fyrra eftir að ég útskrifaðist. Þá loksins með Þrótti. Við spiluðum gegn KFÍ í úrslitum í fyrstu deild, en töpuðum og þeir komust í úr- valsdeildina. – Ætlarðu að halda áfram? – Ég ætlaði að æfa í vetur, en svo kom krakkinn. Ég held ég hafi ekki alveg verið búinn að reikna út hvernig ég ætlaði að gera allt og eignast krakka. Fjölskyldan er mér svo mikils virði. Hæ, litli kútur, segir Ívar og horfir á strákinn sem opnaði augun rétt sem snöggvast. – Er hann pabbastrákur? – Hann er mjög öruggur hjá mér og hættir alveg að gráta þegar ég staulast fram úr rúm- inu úrillur á nóttunni og legg hann við bringuna. Ég held hann skilji nú ekki; hann skynjar bara. – Nú verðið þið auðvitað að fá ykkur skutbíl, segir blaðamaður og kímir. Útihurðin er bleik og í anda þess kemur pabb- inn til dyranna með nýfæddan son í fanginu, sem hann kallar litla Búdda. Ívar Örn Sverr- isson leikari tekur á móti blaðamanni, en Arna Ösp Guðbrandsdóttir kærastan hans notar tækifærið til að skreppa á kaffihús. Í íbúðinni er ennþá heldur tómlegt um að lit- ast, enda eru þau nýflutt inn. Melódísk tónlist Tindersticks ómar um íbúðina. – Þetta er nýi diskurinn. Ég fór út í búð til að kaupa nýja tónlist fyrir nýju íbúðina. Við vorum að … Litli strákurinn, sem er þriggja vikna, ropar og ælir pínulítið á pabba sinn. Ívar Örn þurrk- ar æluna eins og ekkert sé og heldur áfram: – Við fluttum hingað tveim dögum áður en hann fæddist. Hann kom þremur vikum fyrir tímann, þannig að þetta rétt slapp. – Var það skilyrði að flytja í KR-hverfið? – Nei, reyndar spilaði ég körfubolta með KR, en fyrst spilaði ég með ÍR og það var bara vegna þess að Þróttur var ekki með körfuboltalið. – Nei, mig langar ekki í skutbíl, segir Ívar Örn með áherslu. Við kaupum bara bíl með skotti sem hægt er að setja barnavagn í. Það er engin ástæða til að kaupa skutbíl! – Eru þá bílakaup í bígerð? – Já, það var keyrt á mig á leiðinni upp á fæðingardeild. Ég hélt ég væri að fara að ná í Örnu, en allt í einu var ég á ónýtum bíl. Við er- um núna á bílaleigubíl frá tryggingafélaginu. – Þú ert að leika í leikritinu Pabbastrákur, sem fjallar einmitt um feðga? – Já, það fjallar um ást milli feðga, sem truflast af því að einkasonurinn er ekki eins og pabbinn bjóst við. Í þessu tilfelli er hann hommi. Flakkað er fram og til baka í sam- skiptum þeirra og skoðað hvernig líf þeirra fer úr skorðum. Þetta endar svo með voveifleg- um hætti. ÞAÐ VAR KEYRT Á MIG Á LEIÐINNI UPP Á FÆÐINGARDEILD Í HEIMSÓKN HJÁ ÍVARI ERNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.