Morgunblaðið - 28.09.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.09.2003, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Það hafa víða verið aðspretta upp asískir veit-ingastaðir á undanförnumárum. Þeir eru misjafn-lega góðir. Sumir stíla fyrst og fremst inn á hádegismark- aðinn og þar getur fólk komið til að seðja sárasta hungrið með núðlum og hrísgrjónum án þess að borga mikið fyrir það. Síðan kemur það fyrir að maður dettur inn á staði þar sem maður fær alveg glettilega góðan mat. Einn slíkan er að finna í Hlíðarsmára í Kópavogi. Það fer ekki mikið fyrir staðnum. Hann heitir Galbi og sér- hæfir sig í kóreskri matargerð eða réttara sagt kóreskri grillmatar- gerð. Þetta er dæmigerður lítill fjölskyldustaður, eigandinn Örn seg- ist hafa starfað fyrir ÍS á Kamtsj- atka í Rússlandi og þar hafi mat- argerðin ekki verið upp á marga fiska. Það hafi því ávallt verið mikill léttir að komast til Seoul í Suður- Kóreu í frí og njóta af veitingastöð- unum þar. Þegar heim var komið lét hann sig dreyma um að opna veit- ingastað í kóreskum anda. Það reyndist hins vegar hægara sagt en gert. Á kóreskum grillveitingastöðum grilla gestirnir réttina sjálfir við borðið á sjóðandi heitri plötu sem hituð er með gasloga. Kerfið sem sett var upp á Galbi er mjög full- komið og er gas tengt með leiðslum við hvert borð þannig að þar sé hægt að tendra logann. Það kostaði víst nokkra baráttu að fá þetta uppsett, ekki síst vegna þess að fyrst þurfti að fá Evrópustimpil á tækið þar sem það var það fyrsta sinnar tegundar er var flutt inn á Evrópska efna- hagssvæðið. En öllum kröfum kerf- isins var fullnægt að lokum og Galbi varð að veruleika. Staðurinn lætur lítið yfir sér, er svolítið heimilislegur og borðin fá. Matseðillinn er heldur ekki langur enda óþarfi að flækja hlutina um of. Í forrétt er boðið upp á blandað sashimi (hljómar betur en hrár fisk- ur) og fengum við disk með krabba, rækjum og túnfiski auk ýsu sem vaf- ið hafði verði inn í nori-þang. Þetta var ágætt, fiskurinn ferskur. Með þessu kom wasabi og maríneraður engifer. Það er hins vegar grillið sem gerir Galbi að lítilli gersemi. Í fyrsta lagi er það tilbreyting og félagslega skemmtilegt að sitja saman við borðið og skella matnum á grillið líkt og þeir þekkja eflaust sem heimsótt hafa kóreska veitingastaði í öðrum löndum. Og þá eykur það enn á ánægjuna hvað réttirnir hjá Galbi eru fjölbreyttir og bragðgóðir. Sérstakan plús fær staðurinn fyrir að þora að krydda réttina og láta þá bragðast í stað þess að laga þá að einhverri meðalmennsku. Einn og einn réttur var töluvert heitur! Ekki spillir fyrir að vita af því að allar kryddblöndur og allir kryddlegir eru gerð á staðnum. Réttirnir koma í litlum skálum sem láta ekki mikið yfir sér, þegar upp er staðið er maður hins vegar orðinn yfir sig saddur án þess að hafa klárað úr þeim. Þarna er líka allt: grænmeti, fiskur, kjöt og hrís- grjón. Í fyrstu skálinni var eggaldin og kúrbítur krydduð í legi með kóríand- er, papriku, púrrulauk og sojasósu. Næst steinbítur, skemmtilega myntukryddaður og þá skötuselur í teriyaki-sósu með flórsykri og hesli- hnetum. Svínakjötið vakti mikla lukku gesta kryddað í legi með stjörnuanís og ostrusósu. Lambið bar mikinn keim af hvítlauk úr leginum og með nautakjötinu var það engifer sem var ríkjandi. Kjúklingalundir svolítið „heitar“ með fersku chili og engifer. Með þessu var margvíslegt salat, til dæmis hið klassíska kilsí sem er grænmetisréttur úr kínakáli, púrru og maríneraður í kryddjurtalegi. Fínn á grillið. Þá var gulrótarsalat (sem fór ekki á grillið) með engifer, myntu og sítr- ónusafa. Stór jöklasalatblöð voru með sem hægt var að fylla með hrís- grjónum, salati og grillgóðgætinu. Staðurinn er barnvænn og þótt krakkarnir hafi tekið kóreugrillinu með varúð var boðið upp á þann kost að börnin fengju litlar kjúklingakúl- ur sem þau gátu haft á grillinu með hinum matnum og verið þannig með. Galbi er einfaldur staður. And- rúmsloftið er hins vegar vinalegt og maturinn, ekki síst grillveislan, vel þess virði að gera sér ferð í Kópa- voginn. Kóresk grillveisla Morgunblaðið/Jim Smart Galbi. Hlíðarsmára 8, Kópavogi. Sími: 544 4448. Heimasíða: www.galbirestaurant.com. Andrúmsloft: Íslenskur fjölskyldu- staður með asísku ívafi í innrétt- ingum og skrautmunum. Einfaldur, vinalegur og heimilislegur. Mælt með: Kóresku grillréttunum. Takið pakka með sem flestum rétt- um. Vín: Það eru ekki mörg vín á listan- um en á móti kemur að kóresk mat- argerð er ekki mjög vínvæn. Bjór er yfirleitt bestur eða þá arómatískt hvítvín að ekki sé nú minnst á vatn. Hins vegar til fyrirmyndar að hægt skuli vera að fá flöskur í kringum tvö þúsund krónur. Galbi Einkunn Viðunandi Góður Mjög góður Frábær Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags.    ÞAU eru ekki mörg þýsku vínin sem hafa komið inn á markaðinn síðustu ár enda hafa þýsk vín átt frekar erf- itt uppdráttar á Íslandi. Sem fyrrverandi íbúi í Móseldaln- um hlýjar það mér hins veg- ar um hjartaræturnar að sjá að ekki er öll nótt úti enn því nýlega komu þrjú ný Mósel- vín inn í vínbúðirnar. Þau eru frá framleiðand- anum Moselland sem er vín- samlag bænda á svæðinu Mosel-Saar-Ruwer. Moselland er mjög stórt samlag og lætur nærri að um helmingur vínbænda á þessu ræktunarsvæði tengist því. Greinilegt er að þeir bændur sjá ástæðu til að breyta til því umbúðir utan um þessi vín eru öðruvísi en maður á að venjast af Móselvínum, sumar flöskurnar jafnvel blá- ar og undarlegar í laginu. Moselland Riesling Spätlese er hið þokkalegasta Riesling- vín. Þetta er í dæmigerðum, léttum Móselstíl, áfeng- ismagnið einungis 7,5% og vínið því mjög ávaxtaríkt, græn epli, perur og þrúgna- safi. Létt með mildri sætu. Þægilegt til dæmis sem kald- ur fordrykkur. 840 krónur. 15/20 Moselland Mahlzeit Riesling er fyllra vín enda áfengis- magnið 11,5%. Vínið milt, þurrt með grænum ávaxta- og möndlukeim. Þokkaleg- asta Móselriesling fyrir verðið. 1.140 krónur. 15/20 Moselland Avantgarde Riesling Lieblich slær mann strax um- búðanna vegna. Það er í skærblárri, þríhyrningslaga flösku með silfurlituðum flöskumiða. Innihaldið er hins vegar ekki eins avant- garde og flaskan. Léttur, fremur sætur ávöxtur. Lime, grænar þrúgur og gul epli. Uppbygging fremur létt og sætan ekki of áberandi ef vínið er kælt. 1.140 krónur. 14/20 Frá Chile koma vínin Oro frá Casa de Los Toneles sem einnig hafa nýlega bæst við flóruna. Oro Chardonnay 2002 er milt, fremur hlutlaust. Ávöxt- urinn er feiminn og mætti vera meira afgerandi. Hlut- leysi vínsins gerir hins vegar að verkum að það ætti engan að stuða. 1.180 krónur. 13/20 Oro de Chile Cabernet Sauv- ignon 2002 er ungt og þægi- legt ávaxtavín. Dæmigerður og mikill sólberjaávöxtur, svolítið grænn og einnig má greina krækiber. Mjúkt og þægilegt. 1.240 krónur. 15/20 Moselland og Oro Morgunblaðið/Ásdís Einkunnagjöf vína byggist á heild- stæðu mati á gæðum, upp- runaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.