Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 B 3 „ÞAÐ eru mikil vonbrigði að tapa þessum leik því eftir erfiða byrjun fyrri hálfleiks, þegar þeir fengu nokkur færi, náðum við okkur á strik og spiluðum betri knatt- spyrnu. Það átti að skila okkur mörkum en okkur tókst ekki að skapa nóg af færum og fá góð skot,“ sagði Allan Borgvardt, hinn skæði danski framherji hjá FH, sem sá að mestu um að hrella varn- armenn ÍA. Hann tók þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik á Laug- ardalsvellinum á laugardaginn og varð að sætta sig við tap fyrir Skagamönnum, 1:0. „Ég veit ekki hvort við vorum óstyrkir í byrjun. Við vorum góðir á tveimur þriðju hlutum vallarins en þegar við nálguðumst vítateiginn vorum við ekki nógu góðir. Okkar lið er frekar ungt og aðeins Heimir hefur spilað bikarúrslitaleik áður – svo að þetta var frekar mikill leikur fyrir flesta leikmenn okkar. Akra- nes hefur átján sinnum spilað úr- slitaleik og örugglega fleiri hjá þeim spilað svona leiki. Það skipti samt ekki máli, við áttum að skora mörk til að vinna og ég óska Skaga- mönnum til hamingju með sigurinn. Ég er samt ánægður með sumarið að öðru leyti. Mér skilst að þetta sé besta lið sem FH hefur teflt fram síðustu árin og því sérlega sárt að hafa ekki landað titli.“ „Náðum ekki að skapa okkur færi“ FÓLKÞAÐ virtust lengi vel vera álög á Skagamönnum að þeir gætu ekki unnið bikarúr- slitaleiki. Þeir biðu lægri hlut í fyrstu átta tilraunum sínum, frá 1961 til 1976. En frá árinu 1978, þegar Pétur Pétursson tryggði Skaga- mönnum sigur á Val, 1:0, í úrslitaleiknum, hafa þeir verið nánast óstöðvandi. Sig- urinn á FH-ingum á laug- ardaginn var þeirra níundi í tíu úrslitaleikjum frá þessum tíma. Eini ósigurinn frá 1978 var árið 1999, þá gegn KR- ingum, 3:1. Með sigrinum á laugardag komust Skagamenn í annað sætið yfir sigursælustu bik- arliðin frá upphafi. KR hefur oftast unnið bikarinn, 10 sinnum, Skagamenn 9 sinn- um, Valsmenn 8 sinnum og Framarar 7 sinnum. Þar á eftir koma síðan Eyjamenn sem fjórum sinnum hafa orð- ið bikarmeistarar. Níundi sig- urinn í tíu úr- slitaleikjum AÐSÓKNIN á leik ÍA og FH, 4.723 áhorfendur, er sú besta á úrslitaleik bikarkeppninnar í fjögur ár. Árið 1999 sá 7.401 áhorfandi KR sigra ÍA 3:1 á Laugardalsvellinum en undan- farin þrjú ár hafa þeir verið færri. Í síðustu 20 bikarúrslitaleikjum hafa áhorfendur fimm sinnum verið fleiri en 5.000. Næstflestir voru þeir árið 1997 þegar 6.260 manns sáu Keflavík og ÍBV skilja jöfn, 1:1, en síðan mættu aðeins 3.741 fimm vikum síðar þegar lið- in mættust aftur og Keflavík vann, 1:0. Árið 1993 sáu 5.717 áhorfendur ÍA vinna Keflavík 2:1, árið 1994 sáu 5.339 áhorfendur KR vinna Grindavík 2:0 og árið 1996 sáu 5.200 manns ÍA vinna ÍBV, 2:1. Besta aðsókn í fjögur ár Ólafur sagði áætlanir sínar hafagengið upp. „Byrjunin var al- veg eins og við höfðum ætlað okk- ur, við ætluðum að taka FH-inga strax í byrjun leiks og pressa á þá framar- lega á vellinum því það gekk vel á móti þeim í fyrri leikjum okkar í sumar þó að við höfum ekki gert út um þá leiki. Við vorum vissir um að við myndum vinna þennan leik með því að halda áfram því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik. Við verðum að hafa í huga að sóknarmenn okkar hafa komið sterkari inn eftir því sem lið- ið hefur á sumarið og við treystum á að þeir myndu gera út um leikinn með þessari pressu. FH-ingar voru svolítið óöruggir í byrjun og það hefur verið erfitt fyrir þá að missa Sverri út úr vörninni í fyrri hálfleik svo að skipulag þeirra riðlaðist en mér fannst við vera sterkari í heild- ina þó svo að leikurinn hafi verið jafnari í seinni hálfleik,“ sagði Ólaf- ur, sem verður að öllum líkindum áfram við völd hjá Skaganum. „Ég er með samning í eitt ár í viðbót – nema þeir reki mig eftir þetta. Við erum þokkalega sáttir við árangur okkar í sumar, að vera í bikarúrslitum og öðru til þriðja sæti í deildinni. Við unnum líka deildabikarinn í vor. Auðvitað hefði verið hægt að uppskera meira en ef við skoðum hvernig staðan var á miðju Íslandsmótinu, þegar við vor- um mjög neðarlega og ekki gengið nógu vel að skora mörk þó að við höfum verið að spila vel fram eftir sumri. Það fór að ganga þegar leið á tímabilið og við stóðum uppi sem besta liðið í lok tímabilsins. Það er alltaf ljúft að vera á Skaganum þegar búið er að vinna bikar, þegar það kemur enginn bikar er líka ljúft, bara ekki alveg eins ljúft. Fyrst við unnum þennan bikar get ég verið ánægður með sumarið. Auðvitað hefði ég viljað halda öðru sæti deildarinnar en því miður held ég að menn hafi verið farnir að hugsa of mikið um þennan leik,“ sagði Ólafur. ■ Enn bætist…/B6 Morgunblaðið/Kristinn Stefán Þórðarson hefur tekið frænda sinn Ólaf Þórðarson, þjálfara Skagamanna, á háhest. „Við höfðum meiri vilja til að sigra“ „VIÐ ætluðum að fara út á völl og njóta dagsins eins og menn,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir að bikarinn var kominn í höfn á Laugardalsvellinum á laugardaginn, þar sem Skaga- menn lögðu FH-inga í bikarúrslitaleik, 1:0. „Við höfðum meiri vilja til að sigra, þessi titill veltur á því og við sýndum það frá fyrstu mínútu. Við spáðum ekkert í hefð og slíkt, þessir strákar þekkja þetta allt saman og menn vinna ekkert á hefðinni, hún getur hjálpað eitthvað til að taka stressið úr manni en þegar í leikinn er komið vinnur sá sem gefur meira í leikinn.“ Stefán Stefánsson skrifar Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var ánægður með sína menn  BRYNJAR Björn Gunnarsson var fjarri liði sínu, Nottingham Forest, þegar það gerði jafntefli við Derby, 1:1, í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Enginn Íslendingur lék í deildinni um helgina því Lárus Orri Sigurðsson hjá WBA og Heið- ar Helguson hjá Watford eru báðir frá keppni næstu vikur og mánuði.  GUÐJÓN Þórðarson og læri- sveinar hans í Barnsley töpuðu á útivelli fyrir Plymouth, 2:0. Eftir ágæta byrjun í 2. deildinni þá er Barnsley nú fallið niður í 8. sætið.  HELGI Kolviðsson var í liði Kärnten sem tapaði, 3:0, fyrir Austria Vín í austurrísku úrvals- deildinni í gær. Hann fór af velli 8 mínútum fyrir leikslok. Illa hefur gengið hjá Kärnten að undanförnu og liðið er komið í næstneðsta sæti deildarinnar.  ANDRIY Shevchenko skoraði tvö mörk fyrir Evrópumeistara AC Milan þegar þeir lögðu Lecce í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Daninn Jon Dahl Tomasson gerði síðan þriðja mark AC Milan en það var jafnframt hans fyrsta mark á leiktíðinni.  VINCENZO Montella, Franc- esco Totti og Marco Delvecchio tryggðu Roma öruggan sigur á Ancona, 3:0, og um leið efsta sæti deildarinnar ásamt Juventus og AC Milan. Öll hafa liðin tíu stig.  JUVENTUS vann Reggina 2:0 á útivelli á laugardaginn með mörk- um frá Marco Di Vaio á 12. mínútu og Tékkanum Pavel Nedved á 50. mínútu. Andrea Sottil leikmaður Reggina var rekinn af leikvelli sex mínútum fyrir leikslok.  EKKERT mark var skorað í leik Udinese og Inter Milan en hins- vegar fékk einn leikmaður í hvoru liði að fjúka út af með rautt spjald á baki. Siqueira Luciano, leikmaður Inter, var aðeins inn á fyrstu 17 mínútur leiksins og kollegi hans hjá Udinese, Per Billeskov Kroldrup, var rekinn af leikvelli þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Int- er er í fjórða til fimmta sæti ítölsku 1. deildarinnar ásamt Parma.  LEITE Adriano jafnaði metin á 78. mínútu fyrir Parma gegn Siena þar sem Nikola Lazetic kom Siena yfir í Parma á 40. mínútu.  DEJAN Stankovic skoraði eina mark Lazio í sigri liðsins á Empoli á útivelli. Stankovic skoraði mark sitt á 37. mínútu.  NIKOLA Lazetic tryggði Samp- doria 2:1 sigur á Brescia á heima- velli með marki úr vítaspyrnu. Tveimur mínútum áður hafði Fabio Bazzani jafnaði metin fyrir heima- menn. Stefano Mauri hafði komið gestunum yfir á 69. mínútu. Þegar vítaspyrnan var dæmd á síðustu mínútu leiksins var Fabio Petruzzi, leikmanni Brescia, vikið af leik- velli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.