Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ENN EINN BIKARINN Í SAFN SKAGAMANNA / B3, B5, B6, B7, B8 RIVALDO, brasilíski knatt- spyrnumaðurinn sem var leystur undan samningi sínum við AC Mil- an í síðustu viku, lýsti því yfir í við- tali við enska blaðiðið Sunday Her- ald í gær að hann vildi ganga til liðs við Chelsea. Verði það raunin, harðnar enn á dalnum hjá Eiði Smára Guðjohnsen sem þarf að bít- ast við Hernan Crespo, Adrian Mutu og Jimmy Floyd Hasselbaink um sæti í framlínunni hjá Chelsea. „Það yrði mjög auðvelt fyrir mig að falla inn í lið Chelsea, því þar eru fyrir margir frægir leikmenn og suma þeirra þekki ég vel. Þetta yrði kannski besti kosturinn fyrir mig, því ef ég fæ góða samherja sem þekkja hvernig ég spila, er nánast gulltryggt að ég myndi standa mig vel. Chelsea er því afar áhugaverð- ur kostur en ég get ekki sagt meira um það í bili. England er hinsvegar mjög rökréttur áfangastaður fyrir mig, ég hef fengið svo mörg tilboð þaðan að það yrði einfaldast að fara þangað og ná góðum árangri. Nú mun ég skoða vel fjögur til fimm af þeim tólf ákveðnu tilboðum sem ég hef fengið frá Frakklandi, Eng- landi, Spáni og Brasilíu og mun velja það sem ég tel að mér muni henta best,“ sagði Rivaldo. Hann upplýsti að Middlesbrough og Newcastle væru í hópi þeirra liða sem hefðu haft samband við sig en hann þyrfti að skoða betur hvort það væri heppilegt fyrir sig að fara á þær slóðir. EGGERT Stefánsson, knatt- spyrnumaður úr Fram, fer í vik- unni til enska 1. deildarfélagsins Stoke City og verður þar til reynslu um skeið. Að sögn Stefáns Geirs Þórissonar, stjórnarmanns í Stoke, hefur félagið fylgst vel með Eggerti í leikjum með Fram í alllangan tíma og vill skoða hann betur með mögulegan samning í huga. Eggert er 23 ára varnar- maður og spilaði 15 leiki með Fram í úrvalsdeildinni í sumar. Enginn Íslendingur er í röðum Stoke um þessar mundir, sem eru mikil viðbrigði því þar hafa jafn- an verið íslenskir leikmenn und- anfarin tíu ár. Áhugi er á að bæta úr því. „Við höfum hug á að fá til okkar efnilega íslenska stráka og bjóða þeim góðar aðstæður þar sem þeir geta samræmt það að spila með unglingaliðum okkar og stundað um leið fjarnám við sína skóla á Íslandi. Þetta er allt á byrjunarstigi ennþá en við von- umst til þess að geta fengið nokkra til okkar á þennan hátt áður en langt um líður,“ sagði Stefán Geir Þórisson. Eggert til reynslu hjá Stoke City Ríkharður er jafnframt kominninn í myndina hjá íslensku landsliðsþjálfurunum á nýjan leik eftir góða byrjun með Fredrikstad. Hann hefur skorað þrjú mörk í fjór- um leikjum eftir að hann gekk til liðs við félagið fyrr í haust. Ríkharður er í 22 manna hópi sem tilkynntur hefur verið til UEFA vegna landsleiks Ís- lands og Þýskalands 11. október, og í þeim hópi eru einnig Tryggvi Guð- mundsson, Bjarni Guðjónsson og Gylfi Einarsson, sem ekki hafa leikið með landsliðinu að undanförnu. „Við tilkynntum 22 menn fyrir þennan leik til að hafa vaðið fyrir neðan okkur þar sem nokkrir okkar lykilmanna eru frá vegna meiðsla og aðrir tæpir. Endanlegi 18 manna hópurinn verður ekki valinn fyrr en rétt áður en við förum til Þýska- lands. Ríkharður hefur farið vel af stað með sínu nýja liði og við munum fylgjast mjög vel með honum. Það er afar ánægjulegt að hann skuli vera farinn að spila og skora mörk á ný, og það eru góðar fréttir fyrir okkur að hann hafi skorað þessi mörk í dag,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið í gær. Ríkharður lék síðast með landslið- inu fyrir rúmu ári, þegar það tapaði, 0:2, fyrir Ungverjum í vináttuleik á Laugardalsvellinum. Nokkrum dög- um áður skoraði hann tvívegis í 3:0 sigri Íslands á Andorra og hann er í 2.–3. sæti yfir markahæstu A-lands- liðsmenn Íslands með 14 mörk. Hjá Fredrikstad eru menn afar stoltir yfir því að Ríkharður skuli jafnvel vera á leið í leik með íslenska landsliðinu. Félagið hefur ekki átt A-landsliðsmann í 17 ár, eða frá árinu 1986 þegar Per Egil Ahlsen, leikmaður Fredrikstad, lék með norska landsliðinu. Fjórtánda mark Haraldar Ríkharður var ekki einn Íslend- inga um að skora í norsku 1. deild- inni í gær. Haraldur Ingólfsson skor- aði eitt af mörkum Raufoss sem vann Haugesund, 4:1. Raufoss er í fjórða sæti með 46 stig og getur enn bland- að sér í toppbaráttuna. Þetta var 14. mark Haraldar í ár og hann er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Ríkharður Daðason er kominn inn í myndina hjá íslensku landsliðsþjálfurunum á nýjan leik. Ríkharður Daðason skoraði tvö mörk RÍKHARÐUR Daðason skaut Fredrikstad á topp norsku 1. deildar- innar í knattspyrnu í gær. Ríkharður skoraði tvö mörk þegar Fred- rikstad sigraði HamKam, 4:1, í uppgjöri tveggja af efstu liðum deildarinnar og lið hans hefur nú sett beina stefnu á sæti í úrvals- deildinni eftir að hafa leikið í 2. deild í fyrra. Fredrikstad er með 53 stig, Hönefoss 51 og HamKam 50. Rivaldo vill til Chelsea STJÓRN knattspyrnudeildar Víkings hefur gengið frá samkomulagi við Sigurð Jónsson um að hann þjálfi liðið næstu þrjú árin. Sig- urður tók við Víkingum fyrir nýliðið tímabil og undir hans stjórn unnu þeir sér sæti í úr- valsdeildinni eftir fjögurra ára fjarveru. „Það er mikil ánægja í okkar röðum með störf Sigurðar sem sýndi og sannaði hæfileika sína sem þjálfari hjá okkur í sumar,“ sagði Gísli Sváfnisson, formaður knattspyrnudeild- ar Víkings, við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að Víkingar hygðust styrkja lið sitt fyrir slaginn næsta sumar. „Við munum þó fara rólega í sakirnar og byrjum á að ganga frá samningum við okkar leikmenn. Ég á von á því að þeir verði allir áfram, nema hvað við vitum ekki hvernig verður með láns- mennina sem við fengum seinnipart sumars, Jón B. Hermannsson frá Fylki og Jón Skafta- son frá KR. En við þurfum að fá meiri reynslu í okkar lið og reyna að koma í veg fyrir að það sama gerist hjá okkur og Val og Þrótti, sem ekki styrktu sín lið að ráði og féllu strax aftur úr deildinni. Við munum vanda okkur og leggjum áherslu á að fá menn sem passa inn í okkar lið,“ sagði Gísli Sváfnisson. Sigurður semur við Víking til þriggja ára Valinn í Þýska- landshópinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.