Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 B 5 Heimir var eini leikmaður FH,sem hafði spilað bikarúrslita- leik á Íslandi. „Fyrir utan mig og Tommy Nielsen er þetta ungt lið. Það hefur enginn nema ég í okkar liði spilað bikarúrslitaleik og því mikil viðbrigði fyrir þá að koma í svona stemningu með næstum fimm þúsund manns á vellinum enda tók tuttugu mínútur að komast í gang. Fram að þeim tíma vorum við heppnir að þeir voru ekki búnir að skora en baráttan fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar var í lagi og menn lögðu sig fram. Við vorum því mjög slakir fyrsta hálftímann og þeir miklu sterkari og við vorum heppnir að lenda ekki undir en í seinni hálfleik náðum við að spila boltanum meira með jörðinni og vor- um sterkari fannst mér. Fótboltinn eins og við leikum hann best er þeg- ar við erum að láta boltann ganga og nota vængina. Við náðum okkur ekki á strik að þessu sinni. Auðvitað verðum við að hrósa Skaganum fyrir að loka vel á spilið okkar. Í heildina spiluðum við því miður ekki eins vel og við getum,“ sagði Heimir. Samningur hans við FH er að renna út en hann hefur enn fullan hug á að koma bikar í Hafnarfjörð- inn. „Auðvitað langar mig að vera áfram hjá FH. Markmið félagsins er að koma einum titli í hús og ég væri alveg til í að taka þátt í því. Miðað við hverju okkur var spáð er sum- arið í heild sinni gott en hjá FH snýst allt um að koma titli í hús – það gerðum við ekki svo að mínu mati er árangurinn ekki nógu góður. Að vísu munaði ekki miklu en við komum sterkari til leiks á næsta ári.“ „ÞAÐ sýndi sig strax að það vor- um við sem ætluðum að fara með þennan bikar heim og það gekk eftir,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Akuresinga, eftir sigurinn á FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum, 1:0. „Mér fannst FH-ingar ekki koma alveg klárir í leikinn og aldrei ná takti í fyrri hálfleik svo að við áttum að gera út um leikinn þá eða ná að minnsta kosti tveggja marka for- skoti. Við vorum hins vegar alveg klárir í leikinn, það sýndi sig fyrir hlé að við vorum miklu betri en þeir hafa greinilega jafnað sig í hálfleik því við áttum erfitt um miðbik seinni hálfleiks. Ef maður spilar vörnina skipulega gegn All- an Borgvardt þá er ekkert erfið- ara að eiga við hann frekar en aðra. Hann sýndi ekki mikið í dag og fékk engan frið,“ bætti fyrirlið- inn við og fær aldrei nóg af sig- urtilfinningu. „Uppskeran eftir sumarið er nokkuð góð eins og hún leit út á tímabili. Við náðum þriðja sæti með jafnmörg stig og FH og bikarmeistaratitli sem í raun og veru bjargar sumrinu því við erum í þessu til að vinna. Mað- ur venst þessari tilfinningu ágæt- lega og um leið og menn eru búnir að finna fyrir henni eru þeir til- búnir til að leggja mikið á sig til að fá hana aftur.“ Morgunblaðið/Kristinn Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna, kyssir hér nýja bik- arinn sem VISA gaf. Við hlið hans er Ólafur Þórðarson þjálfari. „Ætluðum með bikar- inn heim“ Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, eftir bikar- rimmuna við Skagamenn á Laugardalsvellinum Náðum okkur ekki á strik „MÉR fannst alltaf að úrslitin myndu ráðast á einu marki og þeir skoruðu það,“ sagði Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, eftir leikinn. „Við lögðum upp með að bakka í byrjun og vinna okkur síðan inn í leikinn því við vissum að við hefðum ekki mikla reynslu fyrir svona leik og Skagamenn voru sterkir fyrstu tuttugu mínúturnar. Það átti að halda hreinu í þann tíma en svo vissum við að við fengjum tæki- færi til að spila boltanum. Það gekk ekki í fyrri hálfleik en við vorum aðeins betri eftir hlé og hefðum getað skorað en því miður gekk það ekki.“ Eftir Stefán Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.