Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 9
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 B 9 SNORRI Steinn Guðjónsson var besti maður Grosswallstadt þegar lið hans fékk skell á heimavelli gegn Nordhorn, 28:19, eftir að hafa verið 15:9 undir í hálfleik. Sænski markvörðurinn Peter Gentzel hjá Nordhorn, reyndist leikmönnum Grosswallstad einkar óþægur ljár í þúfu. Snorri skoraði 6 mörk, þar af voru tvö úr vítakasti í þessum fyrsta tapleik liðsins á leiktíðinni. Nordhorn er hins vegar í hópi efstu liða með fullt hús stiga úr fimm leikjum. Guðjón Valur Sigurðsson var með 3 mörk þegar Essen vann fyr- irhafnarlítinn sigur á Minden á heimavelli, 27:23, þrátt fyrir að Oleg Velyky, helsta skytta Essen hafi ekki leikið með vegna meiðsla. Essen er í sjöunda sæti með sex stig. Gunnar Berg Viktorsson og Róbert Sighvatsson hjá Wetzlar áttu á brattann að sækja í heimsókn sinni til Kiel. Heimamenn, sem voru vel studdir af 10.000 áhorfendum, réðu lögum og lofum frá upphafi til enda. Unnu þeir öruggan ellefu marka sigur, 38:27, eftir að hafa verið 19:11 yfir í hálfleik. Gunnar Berg skoraði 4 mörk og Róbert þrjú. Göppingen, lið Jaliesky Garcia fyrrverandi HK-manns, tapaði fimmta leik sínum í þýsku 1. deild- inni þegar það heimsótti Hamburg. Heimamenn unnu með tveimur mörkum, 21:19, og tróna á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki. Garcia skoraði eitt mark. Sex mörk hjá Snorra Steini dugðu skammt GUÐLAUGUR Hauksson, handknattleiksmaðurinn efni- legi úr ÍR, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna slæmra hnémeiðsla. Þetta var tilkynnt á heimasíðu ÍR um helgina. Guðlaugur, sem er 21 árs, var valinn efnilegasti leik- maður Íslandsmótsins fyrir tveimur árum en þá lék hann með Víkingi. Hann varð jafn- framt markahæsti leikmaður 1. deildar þann vetur, skoraði 185 mörk í 26 leikjum. Guð- laugur gekk til liðs við ÍR fyrir síðasta tímabil og spilaði tals- vert með liðinu, auk þess sem hann var í 21-árs landsliði Ís- lands fyrr á þessu ári. Guðlaugur hættur vegna meiðsla Liðin skiptust á að skora fyrstumínúturnar en leikurinn var samt ekki mikil skemmtun, hægur og varla merkjan- legur baráttuandi. Eftir nokkrar mín- útur tóku markverð- ir sig til og hófu að verja og það kom niður á skapi leik- manna, harka jókst og dómarar byrjuðu að tína leikmenn útaf. Hafnfirðingar náðu samt að halda naumri forystu en hún var tæp og þegar ÍR-ingar brettu aðeins upp ermarnar dugði það til að skora fimm mörk í röð. Taflið snerist því við og nú þurftu FH-ingar að bretta upp ermar en gerðu það ekki og ÍR hafði 15:11 í leikhléi. Fyrstu tíu mínútur síðari hálf- leiks fór Magnús Sigmundsson á kostum í marki Hafnfirðinga, varði oft vel en félagar hans voru ekki al- veg með á nótunum því ÍR-ingar náðu alltaf boltanum þegar hann hrökk af Magnúsi. Það dugði samt til að FH-ingar næðu forystu ÍR niður í tvö mörk, 18:16. Þá kom hrina brottrekstra hjá FH og ÍR- ingar notuðu tækifærið til að skora fjögur mörk í röð. En FH-ingar lögðu ekki árar í bát, þegar fjölgaði í liði þeirra á ný tókst þeim með ær- inni fyrirhöfn að saxa forskot ÍR aftur niður í tvö mörk, 24:22. En þar við sat, þeir gerðu nokkur slæm mistök í sókninni og heimamenn gengu strax á lagið með sex mörk- um í röð án þess að gestirnir úr Hafnarfirði fengju rönd við reist. Vörnin og markvarslan hjálpuðu okkur mest „Ég held að vörn okkar og mark- varsla hafi hjálpað okkur mest í gegnum þetta,“ sagði Júlíus Jón- asson leikmaður og þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við áttum góða kafla í sókninni og héldum haus þrátt fyrir að það hafi hitnað í kolunum um tíma. Við náðum fjögurra marka forystu með góðum kafla þegar FH- ingar eru með mörg ótímabær skot og hjálpuðu okkur þannig mikið að komast inn í leikinn. Komnir með þetta forskot vorum við staðráðnir í að bæta við það og það gekk. Fyrst og fremst var það þessi kafli sem hjálpaði okkur að ná yfirhöndinni.“ Breiðhyltingar hafa unnið alla fjóra leiki sína í suður-riðlinum. „Lið mitt er í fínu formi, að vísu eru einhver meiðsli en við spilum með þá menn sem við höfum. Við misstum Guð- laug Hauksson endanlega í meiðsli, sem er slæmt fyrir okkur en þó verst fyrir hann sjálfan,“ sagði Júl- íus. Ólafur H. Gíslason markvörður var góður og Hannes Jón Jónsson dreif liðið áfram af krafti. Einar Hólmgeirsson átti að venju nokkur þrumuskotin en sást á köflum lítið. Það skipti sköpum þessum leik að ÍR-ingar náðu að einbeita sér betur að leiknum og rífa upp baráttuna þegar slaknaði aðeins á henni. „Við áttum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn því þegar við vorum að nálgast að jafna kom syrpa með brottrekstrum,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Dómgæsla getur verið misjöfn á milli dómararpara og það er í lagi en ef dómarar vilja reka svona ört útaf verða þeir að dæma eins á bæði lið. Svo var ekki í dag, það hallaði mikið á okkur og með svona dómgæslu áttum við aldrei möguleika. Okkur tókst að minnka muninn niður í tvö mörk þegar sex mínútur voru eftir en höfðum ekki orku í meira,“ bætti Þorbergur við, en telur að liðið muni ná sér á strik. „Við komumst eiginlega aldrei almennilega í gang en ég hef engar áhyggjur af því að við náum okkur ekki á strik. Þessi leikur var ágætis lexía útaf fyrir sig en þurfti samt ekki að fara svona.“ Magnús markvörður var bestur Hafnfirðinga. Nokkur deyfð var yf- ir liðinu og leikmönnum tókst ekki að komast í gang. Að vísu fengu þeir margar brottvísanir, sumar hverjar tæplega réttlætanlegar en áttu að taka sér tak. Hjörtur Hin- riksson og Guðmundur Pedersen gerðu stundum góða hluti úr horn- unum. Morgunblaðið/Kristinn Logi Geirsson, leikmaður FH, í klóm Fannars Þorbjörnssonar, í viðureign ÍR og FH í Austurbergi. ÍR hristi FH af sér og tók efsta sætið ENGINN má við margnum og það fengu FH-ingar að sannreyna í heimsókn sinni til ÍR í Breiðholtið í gærkvöldi. Þeim var vísað af velli við minnstu yfirsjón og oft einum eða tveimur færri en hvort það felldi þá eða einbeitingarleysi í sóknarleiknum er erfitt að segja. Það verður samt ekki tekið af ÍR-ingum að þeir lögðu sitt af mörk- um, náðu að einbeita sér meira að leiknum og unnu 31:23 með góð- um endaspretti. Fyrir vikið tylltu Breiðhyltingar sér ósigraðir á topp suður-riðils Íslandsmótsins eftir fjórar umferðir en Hafnfirðingar eru í öðru sæti. Stefán Stefánsson skrifar ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/B10  GYLFI Gylfason skoraði fjögur mörk þegar lið hans, Wilhelmshav- ener HV, tapaði fyrir Eisenach á úti- velli, 28:26, í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik á laugardaginn. Þetta var fyrsti sigur Eisenach á leiktíðinni. Wilhelmshavener HV hefur hins veg- ar unnið tvo leiki en tapað fjórum.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, og samherjar hans í þýsku 1. deild- arliðinu Kronau/Östringen unnu sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þegar þeir lögðu Pfullingen á heima- velli, 34:25, á laugardaginn. Fram til þessa hafði Kronau/Östringen tapað fimm fyrstu viðureignum sínum á leiktíðinni. Pfullingen hefur hins veg- ar unnið tvo leiki en tapað fjórum. Guðmundur stóð í marki Kronau/ Östringen að vanda.  HALLDÓR Sigfússon skoraði 2 mörk, þar af annað úr vítakasti, þeg- ar lið hans Friesenheim vann Erlangen, 26:19, í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik á laugardaginn. Friesenheim er í 9. sæti með 3 stig.  ALEXANDERS Petersons átti stórleik og skoraði 10 mörk þegar Düsseldorf lék við Bayer Dormagen í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar á sunnudaginn. Stórleikur Petersons dugði þó ekki til því Düsseldorf tap- aði í fyrsta sinn á leiktíðinni, 26:23, og það á heimavelli. Leikmenn Dorm- agen skoruðu fjögur síðustu mörkin í leiknum. Düsseldorf er í öðru til þriðja sæti í deildinni með 6 stig eftir fjóra leiki.  RAGNAR Óskarsson og samherjar hans í Dunkerque gerði jafntefli, 19:19, við Créteil í frönsku 1. deild- inni í handknattleik í gær. Ragnar var markahæstur hjá Dunkerque, skoraði 8 mörk. Dunkerque er í 8. sæti af 14 liðum en Créteil er í öðru sæti.  DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz, skoraði tvö mörk þegar lið hans vann UHK Krems, 29:24, á útivelli í austurrísku 1. deild- inni í handknattleik. Bregenz hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa á leiktíðinni.  ÁSDÍS Sigurðardóttir, fyrrver- andi leikmaður KA/Þórs, var í liði TuS Weibern sem gerði jafntefli við HC Leipzig, 20:20, í þýsku 1.deildinni í handknattleik. Ásdísi tókst ekki að skora. TuS Weibern hefur fengið þrjú stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni en það er nýliðinn í henni.  DAGNÝ Skúladóttir skoraði fjög- ur mörk fyrir Lützellinden í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar liðið lagði Buntekuh Lübeck, 27:21 á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Lützellinden á leiktíðinni en það hef- ur tapað þremur leikjum. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.