Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLINGUR Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handknattleik, heldur því fram að það vanti eft- irfylgni hjá dómurum landsins. „Það þarf að þjálfa þá eins og við erum að þjálfa leikmenn. Eins og þessir dómarar hérna í dag, [í gær gegn HK] þá eru þetta ungir og efnilegir strákar en hver er að þjálfa þá? Við eigum eitt besta dóm- arapar í heiminum en hvar eru þeir, eru þeir að miðla til yngri dómara? Eftirlitsdómararnir, hvað gera þeir? Við erum að horfa upp á sömu dómarapörin að dæma hérna í þrjú ár en hjá þeim eru engarframfarir. Ég veit að menn eru að reyna og gera sitt besta en það er bara lé- legt,“ sagði Erlingur og var ómyrkur í máli í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær að lokn- um leik ÍBV og HK. Erlingur sagði ennfremur að til þess að hjálpa þessum strákum sem vilja dæma þurfi einhver að vera þeim innan handar til að segja þeim til og skamma þá ef það þarf. „Öðruvísi taka þeir engum framförum. Strax og við förum að sjá ein- hver markviss vinnubrögð þá förum við að bera meiri virðingu fyrir þeim,“ sagði Erlingur enn- fremur. Erlingur sagði að handboltinn á Íslandi væri í háum gæðaflokki og liðin væru að skila af sér mjög góðum leikmönnum. „Við sjáum það á ár- angri Gróttu/KR og Hauka í Evrópukeppninni, landsliðinu okkar og nýkrýndum Evrópumeist- urum undir 18 ára. Við erum að skila flottum leikmönnum en þurfum að skila betri dómurum svo það sé einhver mælikvarði á það hver er bestur og hver er lélegastur.“ Erlingur spyr sig líka að því hvort sömu dóm- ararnir séu alltaf að dæma hjá sömu liðunum. „Ég hef svo sem ekkert fyrir mér í því en maður hefur það á tilfinningunni, við sjáum sum dóm- ararapörin aldrei. Ég held að menn þurfi að taka til þarna eins og við erum að reyna að gera með leikmenn.“ Það þarf að taka til í dómara- málum í handboltanum SUÐUR-Kórea tryggði sér um helgina farseð- ilinn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Aþenu í karlaflokki og verður þar með fulltrúi Asíu í keppninni. Suður-Kóreumenn háðu harða keppni við Japani um sætið og tryggðu sér keppnisréttinn með því að hafa betri markatölu en Japanir þegar upp var staðið, en þjóðirnar gerðu jafntefli í innbyrðisleik, 22:22. Þar með hafa ellefu þjóðir tryggt sér sæti á í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, aðeins eitt sæti Evrópu er óráðstafað og það skýrist ekki fyrr en á Evrópumótinu í Slóveníu í byrj- un næsta árs hvaða þjóð það verður. Þjóðirnar ellefu eru; Króatía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Rússland, Ungverjaland, Ísland, Egyptaland, Brasilía, Suður-Kórea og gestgjaf- arnir Grikkir. Suður-Kórea tryggði sér ÓL-farseðil CIUDAD Real, lið Ólafs Stefáns- sonar, heldur sínu striki í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Um helgina vann það sinn fjórða leik er það mætti Cantabria á heimavelli, lokatölur, 28:18. Ciudad er þar með eitt í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga, átta. Barcelona fylgir fast á eftir með sjö stig. Ólafur skor- aði 4 mörk, þar af tvö úr vítakasti auk þess sem hann var rekinn einu sinni af velli. Bidasoa, lið þeirra Heiðmars Fel- ixsonar og Patreks Jóhannessonar á hinsvegar á brattan að sækja. Það tapaði á heimavelli fyrir Teucro, 31:24, eftir að hafa verið 16:13 undir í hálfleik. Bidasoa var undir allan leikinn og tókst aðeins að minnka muninn einu sinni í eitt mark, 19:18. Fyrst og fremst var slakur varnar- leikur Bidasoa að falli. Patrekur Jóhannesson er meidd- ur á hné og kom hann ekki við sögu í leiknum fyrr en á 24. mínútu af þeim sökum. Eftir því sem vefútgáfa spænska dagblaðsins Marca greinir frá þá breytti innkoma Patreks öllu til hins betra í sóknarleik Bidasoa þrátt fyrir að hann væri meiddur. Hann var hinsvegar tekinn af velli snemma í síðari hálfleik sökum meiðslanna og þá hrundi leikur Bidasoa algjörlega. Patrekur skor- aði fjögur mörk í leiknum og sömu sögu er að segja af Heiðmari, hann gerði einnig fjögur mörk. Bidasoa er í þriðja neðsta sæti með eitt stig. Gestirnir úr Kópavoginum vorumeð forystuna mest allan fyrri hálfleik en Eyjamenn gerðu hvað þeir gátu til að ná þeim og kannski heldur til of ákafir á köflum, alltént var Davíð Óskarssyni sýnt rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir ljótt brot á Samúel Árnasyni. Reyndar vísaði annar dómari leiksins Davíð út af í tvær mínútur en eftir stutta rekistefnu um gang mála sýndi hinn dómarinn Davíð rauða spjaldið. Haukur Sigur- vinsson fór mikinn í liði HK í fyrri hálfleik og skoraði helming marka HK-liðsins í fyrri hálfleik. Eyjamenn mættu mjög ákveðnir til síðari hálf- leiks og söxuðu hægt og rólega á for- skot gestanna. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, skoraði mikið á þessum kafla og áður en Árni Stefánsson tók leikhlé voru Eyjamenn komnir tveimur mörkum yfir. „Þá fór um mig, enda þeir komnir yfir og með stemninguna með sér en okkur tókst að komast aftur yfir með góðri mark- vörslu Björgvins og skynsemi í sókn- arleiknum. Við höfðum verið heldur stressaðir í sóknarleiknum en svo fórum við aðeins að hugsa og róa þetta niður og klára sóknirnar af skynsemi,“ sagði Árni og gerði mikið úr hlut Björgvins Gústavssonar markvarðar á lokakaflanum. „Hörð- ur Flóki fór í sprautu eftir síðasta leik og var ekki tilbúinn en þá koma þessir strákar bara inn í staðinn, við höfum þrjá frábæra markverði úr að velja og það er góð staða fyrir þjálf- ara.“ Eyjamenn voru yfir 27:26 og rétt rúmar tíu mínútur eftir, gest- irnir skoruðu næstu fjögur mörk og eftir það létu þeir forystuna ekki af hendi og sigruðu 34:32. Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjamanna, var ekki sáttur eftir leikinn. „Ég er ekki sáttur við stiga- leysið hjá okkur en það var ákveðin stígandi í þessu, seinni hálfleikurinn var miklu betri. Það var jákvætt að ná að jafna svona snemma í seinni hálfleik en það vantaði svolítið upp á þetta í dag. Markvarslan var til að mynda ekki nógu góð.“ Spurður hvort það séu ekki vonbrigði að vera aðeins með eitt stig eftir þrjá heima- leiki segir hann það vissulega vera „Ég tel að við séum aðeins búnir spila einn leik sem er einhver mæli- kvarði á getu okkar, fyrsti leikurinn var algjör skandall hjá dómurunum, fyrri hálfleikur í dag segi ég var al- veg það sama. Það hallar virkilega á okkur í dómgæslunni og sérstaklega hérna á heimavelli og það er spurn- ing hvort sumir dómarar þoli ekki pressuna að vera hérna fyrir framan 200 manns. En þeir dæmdu vel seinni hálfleikinn núna, það var eins og svart og hvítt.“ Hann sagði einnig að leikmenn ÍBV séu að láta þetta fara of mikið í skapið á sér. „Við verðum bara að fara að átta okkur á því að annar hver leikur verður svona,“ sagði Erlingur. Eins og létt æfing hjá Haukum Íslandsmeistarar Hauka töpuðu ádögunum fyrir HK en í gærkvöldi tóku þeir hitt Kópavogsliðið í netta kennslustund á Ás- völlum þar sem þeir gjörsigruðu slakt lið Breiðabliks, 39:24. Eins og úrslitin gefa til kynna voru yfirburðir Hauka al- gjörir og þeir gátu leyft sér að hvíla lykilmenn og til að mynda sat fyr- irliðinn Halldór Ingólfsson á vara- mannabekknum allan leikinn. „Það er lítið um leikinn að segja. Við gerðum það sem við þurftum að gera og þetta var bara spurning um þolinmæði. Við fengum kannski full mikið af mörkum á okkur en strák- arnir gerðu margt gott í leiknum. Við lékum illa á móti HK en í kvöld spiluðu menn á fullu og lögðu sig í verkefnið,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið eftir leikinn. Haukarnir verða ekki dæmdir af þessum leik. Til þess var mótspyrn- an allt of lítil frá afar slöku Breiða- bliksliði. Blikarnir héngu í Haukun- um fyrstu 10–12 mínúturnar en um leið og Haukarnir keyrðu upp hrað- ann kom styrkleikamunurinn glögg- lega í ljós. Haukar stungu gesti sína af undir lok fyrri hálfleiks og byrjun þess síðari. Á meðan Birkir Ívar Guðmundsson varði hvert skotið á fætur öðru í marki Hauka skoruðu Haukarnir grimmt úr hraðaupp- hlaupum og ná 15 marka forskoti. Þessi munur hélst allt til leiksloka en Viggó var duglegur að gefa yngri og óreyndari mönnum tækifæri í síðari hálfleik sem varð til þess að Blikar náðu að halda í horfinu. Birkir Ívar var bestur í jöfnu liði Hauka. Þó svo að sum skot leik- manna Breiðabliks hafi ekki verið merkileg þá hélt Birkir einbeitingu allan leikinn og áður en yfir lauk hafði hann varið 30 skot, þar af fjög- ur vítaköst og mörg skot úr dauða- færum. Af útileikmönnum Hauka voru Dalius Rasikevicius, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Stefan fremstir á meðal jafningja. Ekki var mikið spunnið í leik Breiðabliksmanna og með álíka spilamennsku fá þeir varla mikið fleiri stig í deildinni. Sóknarleikur- inn var afar tilviljunarkenndur og ómarkviss, vörnin götótt og mark- varslan döpur. „Kunnum að spila handknattleik“ Við spiluðum illa síðustu tíu mín-úturnar í fyrri hálfleik – gerðum ódýr sóknarmistök – og töpuðum leiknum á því,“ sagði Haraldur Þorvarð- arson, leikmaður Selfoss, en hann skoraði ellefu mörk fyrir lið sitt þegar það sótti Stjörn- una heim í Ásgarð. Lokastaðan varð 27:25, og var sigurinn sá fyrsti hjá Stjörnunni á Íslandsmótinu. Selfyss- ingar eru hins vegar enn án stiga. Stjarnan fór með sex marka forskot inn í búningsklefann í hálfleik, 16:10, eftir góðan tíu mínútna leikkafla þar sem liðið skoraði níu mörk en fékk aðeins eitt á sig. Bjuggust þá flestir við auðveldum síðari hálfleik fyrir Stjörnuna en annað kom á daginn. Selfyssingar sóttu í sig veðrið og höfðu jafnað leikinn, 19:19, þegar 12 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Við tók spennandi leikur. „Það mun- aði litlu í kvöld og ég er ánægður með hversu vel við komum til baka,“ sagði Haraldur og bætti svo við; „Við ætluðum að sýna fram á það að við kunnum að spila handbolta og ég tel okkur hafa verið betri aðilann í leikn- um.“ Stjörnumenn mega þakka mark- manni sínum, Jacek Kowal, fyrir sig- urinn því hann varði nítján skot í leiknum, þar af tvö vítaskot. Ásamt Jacek spiluðu Arnar Jón Agnarsson og Gústaf Bjarnarson vel. „Við vorum með góða stöðu í hálf- leik og það kom mér á óvart hversu værukærir við komum í seinni hálf- leikinn. Við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Það er búið að vera mikið mótlæti hjá Selfyssingum þannig að ég bjóst við þeim brjál- uðum í þennan leik og þeir voru ekki á því að gefast upp. Ég er ánægður með að við héldum haus í lokin, það er gott að hafa unnið fyrsta leikinn,“ sagði Gústaf. HK sterkari á lokakaflanum „ÉG er mjög ánægður og er hreinlega feginn að sleppa héðan með tvö stig. Þeir sýndu það hérna í dag að þeir eiga eftir að stríða öllum liðunum í riðlinum,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari HK, eftir að hafa hrósað sigri í Eyjum í gær, 34:32. Það var boðið upp á ágætis hand- knattleik í leiknum. Sigursveinn Þórðarson skrifar Guðmundur Hilmarsson skrifar Andri Karl skrifar Ciudad heldur sínu striki  RÓBERT Gunnarsson þótti leika afar vel þegar lið hans, Århus GF, tapaði naumlega, 37:36, fyrir dönsku meisturunum Kolding á þeirra heimavelli. Það var Claus Flensburg sem tryggði Kolding sigur þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Ró- bert skoraði 7 mörk og var marka- hæstur liðsmanna Århus GF. Tjörvi Ólafsson var með þrjú mörk, þótti leika vel og vera traustur í vinstra horninu. Þetta var fyrsta tap Århus GF á leiktíðinni.  PETER Gentzel, landsliðsmark- vörður Svía, segist alvarlega vera að íhuga að hætta að leika með landslið- inu strax og vera ekki með á EM í Slóveníu. Landsliðið taki orðið of mikið af frítíma hans.  HELGA Rut Svanbergsdóttir varð í áttunda sæti á Norðurlanda- móti áhugamanna í golfi í Noregi um helgina. Helga lék á 237 höggum og var 22 höggum á eftir Mineu Blom- qvist, Finnlandi, sem varð Norður- landameistari. Blomqvist hafði mikla yfirburði og var t.d. þrettán höggum á undan löndu sinni sem hafnaði í öðru sæti.  HELENA Árnadóttir varð í 14. sæti á 245 höggum, Nína Björk Geirsdóttir varð í átjánda sæti á 252 höggum og Kristín Rós Kristjáns- dóttir rak lestina af nítján keppend- um á 271 höggi.  TINNA Jóhannsdóttir hreppti sjötta sætið í stúlknaflokki á Norð- urlandamótinu, lék á 238 höggum, var 13 höggum á eftir Christine Frick frá Svíþjóð sem varð Norður- landameistari í þessum flokki.  MARÍA Ósk Jónsdóttir hlaut 9. sætið á 241 höggi og Arna Rún Oddsdóttir varð í 14. sæti á 255 höggum. Súsanna Sævarsdóttir varð í 19. sæti á 281 höggi.  EFTIR góða byrjun á mótinu náði Magnús Lárusson sér ekki á strik tvo síðari keppnisdaga á Norður- landamóti pilta og varð í 15. sæti sem var besti árangur íslensku piltanna. Magnús lék á 235 höggum. Rikard Karlberg, frá Svíþjóð, varð Norður- landameistari á 210 höggum.  HJÖRTUR Brynjarsson hafnaði í átjánda sæti á 245 höggum. Næstur á eftir honum kom Kristján Þór Ein- arsson sem einnig lék á 245 höggum. Sigurður Pétur Oddsson varð síð- astur 20 keppenda á 246 höggum.  ÖRN Ævar Hjartarson var með forystu eftir tvo hringi í karlaflokki á Norðurlandamóti áhugamanna. Hann lék á 78 höggum á föstudag, en var á 69 höggum á laugardag og var samtals á 147 höggum. Örn hafnaði í öðru sæti þegar upp var staðið að keppni lokinni í gær en því miður var ekki hægt að nálgast nánari upplýs- ingar um árangur hans né annarra íslenskra kylfinga í þessum flokki. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.