Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 12
Sif skoraði í lokin og Ísland í milliriðil ÍSLAND er komið áfram í milliriðil í Evrópukeppni unglingalandsliða kvenna, undir 19 ára, eftir sigur á Tékklandi, 1:0, í Slóvakíu á laugardaginn. Það var þriðji og síðasti leikur ís- lenska liðsins, sem þar með vann alla þrjá leiki sína í riðlinum. Áður höfðu stúlk- urnar borið sigurorð af Lettum, 4:0, og Slóvökum, 5:3. Það var Sif Atladóttir sem skoraði sigurmarkið gegn Tékkum, einni mínútu fyrir leikslok. Milliriðillinn verður leik- inn dagana 19.–25. apríl næsta vor og þar verður Ís- land í riðli með Þjóðverjum, Pólverjum og Ungverjum. Pólverjar urðu í öðru sæti í sínum riðli um helgina, á eftir Svíum en á undan Tyrkjum og Slóvenum. Ung- verjar urðu í öðru sæti í sín- um riðli, á eftir Sviss en á undan Ísrael og Búlgaríu. Þjóðverjar fara hins vegar beint í milliriðilinn. Íslandsmeistarar ÍBV áttu ekki íteljandi vandræðum með FH á laugardaginn í 1. deild kvenna í handknattleik, 24:15. Gestirnir mættu þó ákveðnar til leiks og héldu forystu fyrstu fimm mínúturnar í leiknum. Eyjastúlkur skelltu svo vörninni hjá sér í lás og skoruðu sjö mörk í röð og breyttu stöðunni úr 3:4 í 10:4. Sá munur hélst svo út hálfleik- inn og staðan 14:7 í leikhlé. Íslands- meistararnir héldu svo áfram að auka við forskot sitt hægt og rólega út leikinn og þegar flautað var til leiksloka var munurinn níu mörk, 24:15. Guðbjörg Guðmannsdóttir fann sig vel í leiknum, þó sérstaklega í síð- ari hálfleik þar sem hún skoraði fimm af sínum sex mörkum í leikn- um. Yfirburðamanneskja í liði gest- anna var fyrirliði þeirra, Kristín Guðjónsdóttir markvörður, sem varði oft á tíðum glæsilega og til að mynda sex sinnum í leiknum varði hún í stöðunni einn á einn. „Þetta var frábært og gekk loksins upp það sem við ætluðum okkur. Við vorum að spila kerfin rétt og vörnin gekk upp í dag,“ sagði Guðbjörg Guðmanns- dóttir kampakát eftir leikinn. Eftir frekar rólegan fyrri hálfleik var hún öflug í þeim síðari og raðaði inn mörkum eftir hraðaupphlaup. „Þetta var ágætt hjá mér, við erum með sterkan og góðan bekk þannig að maður verður bara að standa sig.“ Átakalítill Eyjasigur Sigursveinn Þórðarson skrifar  KR-INGAR sigruðu bandarískt úrvalslið, 90:73, á alþjóðlega körfu- knattleiksmótinu í Kaupmanna- höfn á laugardaginn. Reyndar eru KR-ingar sagðir vera aukalið á heimasíðu mótsins, níunda liðið í átta liða móti, og þeir léku ekki um sæti á mótinu í gær þegar spilað var um sæti eitt til átta. Chris Woods var stigahæstur gegn bandaríska liðinu, skoraði 29 stig, og Baldur Ólafsson gerði 25.  WOODS var líka atkvæðamestur á föstudagskvöldið þegar KR vann danska úrvalsdeildarliðið Glostrup, 107:78, á föstudagskvöldið. Hann gerði 16 stig og Steinar Kaldal 13.  PAUL Tergat, frá Kenýa, náði besta tíma sögunnar í maraþon- hlaupi karla í gær þegar hann rann skeiðið um götur Berlínar á 2 klukkustundum, 4 mínútum og 55 sekúndum. Með því bætti hann tíma Bandaríkjamannsins Khalids Khannouchi, sem sett var í Lund- únum á síðasta ári, um 43 sekúnd- ur.  TERGAT var aðeins einni sek- úndu á undan landa sínum Sammy Korir en þeir hlupu nánast samsíða allt hlaupið. Tergat, sem oft hefur endað í öðru sæti í helstu maraþon- hlaupunum, tókst að halda Korir fyrir aftan sig þegar hann kom í mark við Brandenborgarhliðið. Yasuko Hashimoto frá Japan vann í kvennaflokki á tímanum 2:26.32 og er þetta fjórða árið í röð sem jap- önsk kona vinnur þetta hlaup.  ENSKI kylfingurinn Lee Westwood sigraði á stórmótinu í golfi sem lauk á St. Andrews í Skotlandi í gær. Hann lék loka- hringinn á 67 höggum og lék á sam- tals 21 höggi undir pari keppnis- dagana fjóra og var einu höggi á undan Ernie Els, sem varð annar. Þetta var í annað sinn í þessum mánuði sem Westwood fagnar sigri, en hann vann óvænt á Opna þýska mótinu í byrjun mánaðarins. FÓLK Jafnræði var með liðunum í fyrrihálfleik en Haukar voru þó lengst af með yfirhöndina. Valsliðinu gekk illa að eiga vð Ramune Pekar- akyté, hægrihandar stórskyttu í liði Hauka. Guðríður Guðjónsdóttir, þjáfari Vals, brá á það ráð að láta taka Ramune úr um- ferð og lét Brynju Steinsen um það. En það breytti litlu því Pekarakyté fann ætíð leið til að koma boltanum í markið. Undir lok fyrri hálfleiks komust Valsstúlkur yfir og í hálfleik höfðu þær naumt forskot, 14:13. Valur hóf síðari hálfleik með látum og náði fljótlega fjögurra marka for- ystu sem liðið lét aldrei af hendi. Haukar voru þó aldrei langt undan og fengu Valsstúlkur að hafa fyrir sigrinum allt til loka. Í liði Hauka sáu Ramune Pekar- akyté og Harpa Melsteð um marka- skorun. Ramune gerði 13 mörk og Harpa 8. Ramune, sem kemur frá Litháen, er einhver öflugasti leik- maður sem komið hefur hingað á land. Hún er mjög hávaxin og hefur yfir góðum skotum að ráða. Harpa átti einnig mjög góðan leik og var sú eina sem lét til sín taka þegar Ram- une var tekin úr umferð. Það hlýtur að vera Ragnari Hermannssyni, þjálfara Hauka, áhyggjuefni hversu mikla ábyrgð þessir tveir leikmenn bera í liðinu og ljóst að aðrir leik- menn verða að taka meira af skarið í leikjum liðsins. Sigur Vals var sigur öflugrar liðs- heildar eins og áður hefur verið vikið að. Valur hefur breiðan leikmanna- hóp fram yfir mörg önnur lið í deild- inni, ef leikmaður stendur sig ekki er ætíð einhver á bekknum sem getur fyllt skarðið. Það væri ósanngjarnt að taka einhverja leikmenn fyrir í Valsliðinu og hrósa sérstaklega því allar stóðu þær sig vel. Í fljótu bragði virðist Valur vera með það lið sem geti veitt ÍBV hvað mesta keppni í ár. Guðríði Guðjónsdóttur þjálfara Vals var létt í lund í leikslok. „Þetta var góður sigur. Markmið okkar í Val er að fara í alla leiki til að vinna þá og það tókst hér á Ásvöllum. Við áttum í miklum erfiðleikum með Ramune í liði Haukanna. Satt best að segja veit ég ekkert hvað hún er að gera hér á landi. Hún er líklega besti leikmaður sem ég hef séð leika hér á landi og með ólíkindum að hún sé ekki að leika í Danmörku eða Nor- egi þar sem deildarkeppnin er sterk- ari en hjá okkur,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals. Morgunblaðið/Kristinn Hafrún Kristjánsdóttir, línumaður Vals, komin í upplagt marktækifæri og skorar eitt fjögurra marka sinna án þess að Ramone Pekarekyté og Harpa Melsted komi vörnum við. Sigur sterkrar liðsheildar Vals á Ásvöllum VALSSTÚLKUR fylgdu eftir góðum sigri á Íslandsmeisturum ÍBV, með því að leggja bikarmeistara Hauka að velli, 29:27, á Ásvöllum í gær í RE/MAX-deild kvenna í handknattleik. Valur er þar með komið í efsta sæti deildarinnar, eina liðið sem unnið hefur alla sína leiki. Óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sigur sterkrar liðsheildar Vals því alls komust níu leikmenn liðsins á blað í markaskorun. Hjörvar Hafliðason skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.