Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 B 7 „ÞAÐ er lítið hægt að segja eftir svona leik, þetta snerist um hvor- um megin fyrsta markið myndi detta og fyrst við gerðum það ekki í fyrri hálfleik tókst þeim það,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Hafnfirðinga. „Leikurinn þróaðist eins og við áttum von á, eins og hinir tveir leikirnir við þá í sumar. Það var síðan rætt um hefð en hún á ekki að skipta neinu máli inni á vellinum. Við vorum daprir í fyrri hálfleik en ég veit ekki út af hverju það er. Við vissum að Skagamenn eru alltaf á fullu fyrstu tuttugu mín- úturnar og við ætluðum að halda það út. Það gekk ágætlega en svo var bara spurning um hvorir myndu skora markið og fyrst þeir skora ekki þá áttum við ennþá líf. Mér fannst við í lagi í seinni hálf- leik og þeir ekkert að fá færi, ekki frekar en við svo það var frekar jafnt á komið með lið- unum. Við vorum jafnvel heldur meira með boltann en náðum ekki að skapa okkur nógu afgerandi færi. Til að skerpa á baráttunni á að vera nóg að benda mönnum á að þeir séu að fara að keppa í bikarúrslitum. Ég sagði að vísu meira en það dugði ekki því mið- ur,“ bætti Ólafur við en var sáttur við sína menn. „Sumarið hefur verið fínt. Auðvitað er ég ekki sáttur við að missa af bikarnum en þegar sumarið er gert upp get- um við verið stoltir og sáttir, við erum komnir í Evrópukeppni og ég er ánægður með mína menn.“ „Ekki sáttur við að missa af bikarnum“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH. Kári Steinn sagði að Skaga-menn hefðu átt að vera búnir að skora fyrr í leiknum. „Mér fannst við eiga meira í fyrri hálf- leik, betri færi og hefðum átt að vera búnir að skora. Seinni hálfleikurinn var svipaður, FH-ingar komust inn í leikinn og það var mikil barátta en lítið að gerast svo að sigurinn hefði getað fallið hvoru liði sem var í skaut.“ Rætt var um hvort hefð fyrir að komast í bikarúrslitaleik myndi skipta sköpum en Kári Steinn gaf ekki mikið út á það. „Ég veit ekki hvort hefð eða slíkt skiptir neinu máli þegar komið er inn á völlinn. Annaðhvort eru menn tilbúnir eða ekki og eru þá ekkert að hugsa um einhverja gamla sigra, þá er bara þessi leikur í boði og ef menn vilja hann ekki geta þeir sagt takk fyrir og bless. Það var rætt um að við værum saddir en það var bara rugl þó að við hefðum unnið einhverja titla. Hér voru jöfn lið og þeir leik- menn sem vilja frekar sigra upp- skera í samræmi við það. FH-ing- ar komu í þennan leik frekar óreyndir í bikarúrslitum en það var varla að sjá úti á vellinum að þeir væru eitthvað taugaóstyrkir,“ bætti Kári Steinn við. „Það var mikið rætt um leikinn á Skaganum en samt enginn pressa á okkur. Við lögðum upp með að vera í toppbaráttunni þetta tímabil en fórum illa af stað. Samt náðum við að bjarga einhverju af sumrinu og þetta er góður bónus en fyrst við vorum komnir alla þessa leið var ekki annað að gera en taka bik- arinn. Það er alltaf jafngaman að vinna enda þess vegna sem menn hanga í þessu, eru þá ekkert að hugsa um silfur eða brons – það er í svona leiki sem menn vilja fara og vinna þá. Eftir þennan sigur getum við verið sáttir við sumarið. Við ætluðum okkur að vera í bar- áttunni á toppnum en um mitt sumar var það frá svo að miðað við það og bikarinn í bónus var það gott en tap hér í dag hefði litið mun verr út.“ Morgunblaðið/Kristinn Skagamenn kampakátir að leik loknum – með enn einn bikarinn í safn sitt. Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot „MAÐUR hefur verið heitur í þrumuskotunum seinni hluta sumars og það varð að halda því áfram,“ sagði Skagamaðurinn Kári Steinn Reynisson, sem átti þrumuskotið að marki FH-inga. Skot sem lagði grunn að sig- urmarki Garðars Gunnlaugs- sonar undir lok bikarúrslita- leiksins, 1:0. Eftir Stefán Stefánsson Morgunblaðið/Kristinn Kári Steinn Reynisson og Unnar Örn Valgeirsson fagna að hætti Skagamanna í leikslok eftir sigurinn á FH í bikarnum. ÉR var sagt að sjá um Heimi, sem mjög klókur leikmaður og ég held það hafi gengið vel alveg þar til í n þegar hann náði að gera eitthvað við þurftum að hafa mikið fyrir rinum því FH-ingar létu okkur na rækilega fyrir honum,“ sagði reyingurinn Julian Johnsson, sem k til liðs við Skagamenn í sumar. Mér fannst leikmenn okkar vera í um ham þegar þeir komu til leiks. tímabilið höfum við verið í basli í ri hluta deildarinnar en núna leyfð- við okkur að spá ekki í það heldur njóta leiksins. Þegar ég kom til Skaga- manna fannst mér við byrja illa en svo bættum við okkur mikið eftir því sem leið á mótið og í dag vantaði okkur ekki viljann en náðum ekki að spila mjög vel,“ bætti Julian við og líkar vel á Skaganum. „Mér finnst gott að vera á Akranesi. Þar snýst allt um fótbolta og svo fisk, svipað og í Færeyjum. Mér finnst Landsbankadeildin góð deild og það hefur sýnt sig að íslenska lands- liðið er að ná langt í Evrópukeppni, svo það er verið að gera eitthvað rétt hér.“ „Ég átti að sjá um Heimi“ i, yfirvegaður og skynsamur. Stefán Þórðarson er alltaf hættulegur þegar n nær að einbeita sér að leiknum og i Steinn er maður stóru leikjanna. na mætti lengur telja. Mörg sigurlið gamanna frá fyrri tíð hafa spilað betri ttspyrnu en þetta Skagalið er komið ð sama „sigurelementið“ og hin höfðu. H-ingar höfðu skorað 13 mörk gegn u frá því þeir lentu 0:2 undir í undan- italeiknum gegn KR en núna var narleikur þeirra ekki svipur hjá sjón. r söknuðu vissulega Jóns Þorgríms fánssonar af hægri kantinum, en hann ekki heldur með í hinum þremur junum svo ekki dugir sú afsökun. naraðgerðirnar miðuðust fyrst og fremst við að finna Borgvardt en félagi hans í sókninni, Jónas Grani, sást hvergi. Danann vantaði mun meiri aðstoð, það var eins og FH-ingar treystu á að hann leysti málin upp á eigin spýtur. Þeir náðu á köflum ágætu spili og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson var einna virkastur af miðju- mönnunum, en það skilaði ekki miklu. Nei, reynslan af stórum leikjum og hefðin af bikarsigrum er ekki til staðar í Hafn- arfirðinum. Þegar um hægist hjá FH- ingum og vonbrigðin yfir ósigrinum fara að réna geta þeir aftur á móti horft þokkalega ánægðir til nýliðins tímabils. Þeim var spáð falli í upphafi Íslandsmóts- ins en þeir enduðu í öðru sæti tveggja stærstu móta tímabilsins. Ekki slæmt. Morgunblaðið/Kristinn hjá Daða Lárussyni, markverði FH. Markið tryggði Skagamönnum sigur. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.