Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 B 11
Íþróttafélagið Fylkir
Knattspyrnudeild
Þjálfarar óskast
Barna- og unglingráð knattspyrnudeildar Fylkis
óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka.
Áhugasamir eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við íþróttafulltrúa Fylkis
í símum 567 6467/861 3317 og/eða senda
upplýsingar um menntun og fyrri störf
á netfangið hordur@fylkir.com.
Barna- og unglingaráð „BUR“ sér um sameiginleg
málefni yngri flokka og fylgir eftir stefnumótun félagsins
og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hvað varðar
þjálfun barna og unglinga, keppni og þjálfaramenntun.
Knattspyrnudeild Fylkis
ÚRSLIT
Michael Schumacher hjá Ferrarisýndi meistaratakta í banda-
ríska kappakstrinum í Indianapolis
og hefur nú aðra hönd á heimsmeist-
aratitli ökuþóra – þeim sjötta sem
félli honum í skaut – þar sem hann
þarf einungis eitt stig út úr loka-
mótinu til að vinna titilinn fjórða ár-
ið í röð. Kimi Räikkönen hjá McLar-
en á enn tölfræðilega möguleika á
titlinum. Stefndi hann um tíma til
sigurs en rigningarskúr – og vel
heppnuð taktík Ferrari á því augna-
bliki – gerði út um vonir hans.
Þá eru Juan Pablo Montoya hjá
Williams úr leik í titilslagnum vegna
eigin akstursmistaka og taktískra
mistaka liðsins, en hann var aðeins
sjötti á mark, hefði dugað að vera
einu sæti framar til að eiga enn
möguleika. Endanlega fóru vonir
Montoya í vaskinn er honum var
gert refsivíti fyrir samstuð við Rub-
ens Barrichello hjá Ferrari í upphafi
þriðja hrings en Barrichello féll við
það úr leik.
Räikkönen varð í öðru sæti á end-
anum en hann hóf keppni á ráspól.
Framan af stefndi hann til sigurs
með góðum akstri og sól Schumach-
ers hneig um stund er hann átti erf-
itt með að fóta sig á hálum brautum
vegna örlítillar vætu. Þegar hins
vegar byrjaði að rigna af krafti eftir
rúma 20 hringi af 73 varð hann
fyrstur fremstu manna til að skipta
yfir á millidekk og þar réðust í raun
úrslitin. Räikkönen beið í nokkra
hringi til viðbótar að skipta, veðjaði
á að um stutta skúr yrði að ræða, en
tapaði á því og missti fjölda bíla
fram úr en vann sig smám saman á
ný upp í annað sætið.
Þriðji varð svo Heinz-Harald
Frentzen hjá Sauber sem með ein-
staklega vel heppnaðri keppnisáætl-
un komst af með tvö þjónustustopp
meðan flestir aðrir urðu að taka þrjú
vegna veðurbreytinga. Var þetta í
fyrsta sinn í þrjú ár sem hann kemst
á pall, en það átti sér síðast stað ein-
mitt í bandaríska mótinu. Var þetta
góður endir á keppnisferli Frentzen
en hann mun hætta kappakstri að
öllum líkindum eftir næsta mót þar
sem hann fær samning sinn við
Sauber ekki endurnýjaðan.
Frentzen og félagi hans Nick
Heidfeld öfluðu liðinu 10 stiga í Ind-
ianapolis en höfðu aðeins unnið 9
stig í fyrstu 14 mótum vertíðarinnar.
Dugðu stig þeirra tveggja til að lyfta
liðinu úr níunda sæti í það fimmta í
keppni bílsmiða.
Schumacher segist stefna að því
að vinna lokamótið í Japan eftir
hálfan mánuð; vinna sinn sjötta
heimsmeistaratitil með sigri í Suz-
uka þrátt fyrir að honum dugi að-
eins eitt stig úr mótinu eða áttunda
sætið. „Við erum í mjög góðri stöðu
fyrir lokamótið,“ sagði hann eftir
sigurinn í Indianapolis. Er hann nú
með níu stiga forskot, 92:83, á sinn
eina keppinaut um titilinn, Räikkön-
en.
„Við þurfum í raun bara eitt stig
en maður veit aldrei fyrirfram
hvernig fer. Til að verða fyrstur þarf
maður fyrst að komast á mark. Tak-
mark mitt verður að vinna mótið,“
sagði Schumacher sem farið hefur
með sigur af hólmi í Suzuka und-
anfarin þrjú ár. Lokamótið í ár fer
þar fram 12. október næstkomandi.
Montoya kenndi akstursvítinu
fyrir samstuðið við Barrichello um
að möguleikar hans á hagstæðum
úrslitum í bandaríska kappakstrin-
um í Indianapolis fóru forgörðum.
Dómnefnd keppninnar úrskurðaði
honum vissa sök á því að Barrichello
snarsnerist og festist út í sand-
gryfju. Gerði hún honum að aka í
gegnum bílskúrareinina. Þó ekki
fyrr en á 21 hring eða fjórum eftir
að hann hafði tekið sitt fyrsta þjón-
ustustopp. Varð Montoya að aka í
gegnum bílskúrareinina og taka út
vítið eftir að byrjaði að rigna og gat
hann ekki stoppað í leiðinni til að
taka regndekk, eins og þá var orðin
brýn nauðsyn. Ók því áfram og kom
hring seinna inn til að setja þau und-
ir en það var þriðja stoppið hans og
hann því orðinn langt á eftir fremstu
mönnum eftir aðeins þriðjung
keppninnar.
Fyrir vikið voru möguleikar hans
á áframhaldi í keppninni um heims-
meistaratitil ökuþóra að engu orðn-
ir. Lauk Montoya keppni í sjötta
sæti og er með 82 stig, eða 10 færri
en Schumacher. Myndi ekki duga
honum að jafna þá tölu í lokamótinu
því Schumacher ynni titilinn út á
fleiri mótssigra.
Reuters
Michael Schumacher fagnar sigrinum í gær ásamt þeim Kimi Raikkonen, til vinstri, og Heinz-
Harold Frentzen, sem urðu í öðru og þriðja sætinu í Indianapolis.
Schumacher
með aðra hönd á
sjötta titlinum
Parma 4 2 2 0 9:5 8
Inter 4 2 2 0 3:0 8
Lazio 4 2 1 1 10:7 7
Chievo 4 2 1 1 8:5 7
Siena 4 1 2 1 7:4 5
Reggina 4 1 2 1 8:9 5
Bologna 4 1 1 2 5:6 4
Sampdoria 4 1 1 2 5:6 4
Modena 4 1 1 2 3:4 4
Udinese 4 1 1 2 2:4 4
Lecce 4 1 0 3 5:10 3
Brescia 4 0 2 2 6:12 2
Perugia 4 0 2 2 4:10 2
Empoli 4 0 2 2 4:12 2
Ancona 4 0 1 3 2:9 1
Belgía
Lokeren – Westerlo ..................................1:3
Charleroi – St-Truiden .............................1:1
Club Brugge – Beveren............................3:0
Lierse – Genk ............................................3:5
Moeskroen – Antwerpen ..........................2:0
Mons – Cercle Brugge..............................0:0
Standard Liège – La Louviere ................0:2
Staðan:
Anderlecht 7 7 0 0 25:5 21
Club Brugge 7 4 2 1 16:7 14
Genk 7 4 2 1 13:6 14
Moeskroen 7 3 3 1 14:9 12
Gent 7 3 3 1 13:9 12
St-Truiden 7 3 3 1 9:7 12
Lierse 7 3 2 2 10:9 11
La Louviere 7 2 4 1 8:5 10
Standard Liège 7 3 1 3 8:8 10
Germinal B. 7 2 3 2 7:5 9
Westerlo 7 2 3 2 10:12 9
Cercle Brugge 7 2 3 2 3:6 9
Antwerpen 7 2 1 4 4:14 7
Beveren 7 2 0 5 9:16 6
Charleroi 7 0 4 3 2:6 4
Mons 7 0 4 3 5:12 4
Heusden-Zolder 7 0 2 5 2:11 2
Lokeren 7 0 2 5 4:15 2
Holland
Ajax – Willem II........................................6:0
Nijmegen – Den Haag..............................1:2
Roda – Groningen .....................................0:0
Utrecht – Vitesse ......................................1:3
Waalwijk – Breda......................................2:0
Zwolle – Feyenoord ..................................0:3
Heerenveen – Twente...............................3:0
PSV Eindhoven – Alkmaar ......................0:1
Roosendaal – Volendam ...........................1:1
Staðan:
Ajax 6 5 0 1 16:6 15
PSV 6 4 1 1 15:6 13
Alkmaar 6 4 1 1 11:5 13
Waalwijk 6 4 0 2 11:6 12
Heerenveen 6 4 0 2 7:5 12
Feyenoord 6 3 1 2 10:8 10
Willem II 6 3 1 2 7:14 10
Nijmegen 6 3 0 3 9:10 9
Roosendaal 6 2 2 2 7:7 8
Groningen 6 2 2 2 4:5 8
Breda 6 2 1 3 8:8 7
Roda 6 1 4 1 6:6 7
Twente 6 2 0 4 6:12 6
Vitesse 6 1 2 3 7:9 5
Volendam 6 1 2 3 7:9 5
Utrecht 6 1 2 3 5:8 5
Den Haag 6 1 2 3 5:8 5
Zwolle 6 0 1 5 1:10 1
Frakkland
Strasbourg – Nantes.................................1:0
Bordeaux – Ajaccio ...................................1:0
Bastia – Sochaux .......................................2:0
Lille – Montpellier ....................................1:1
Marseille – Nice ........................................2:1
Metz – Guingamp ......................................1:1
Monaco – Toulouse....................................3:0
París SG – Auxerre ...................................1:0
Rennes – Le Mans ....................................2:0
Lyon – Lens...............................................4:0
Staðan:
Monaco 8 6 1 1 16:7 19
Marseille 8 6 0 2 13:4 18
Lyon 8 4 2 2 12:5 14
Nice 8 4 2 2 10:7 14
Nantes 8 4 1 3 8:5 13
Strasbourg 8 4 1 3 12:10 13
Sochaux 8 4 1 3 11:9 13
París SG 8 4 1 3 10:9 13
Bastia 8 4 1 3 10:10 13
Lens 8 4 1 3 5:9 13
Lille 8 3 3 2 9:7 12
Rennes 8 3 2 3 8:6 11
Auxerre 8 3 1 4 11:11 10
Bordeaux 8 3 1 4 7:8 10
Ajaccio 8 3 1 4 8:10 10
Metz 8 2 2 4 6:7 8
Montpellier 8 2 2 4 8:11 8
Guingamp 8 2 1 5 7:13 7
Toulouse 8 1 2 5 3:12 5
Le Mans 8 0 2 6 1:15 2
Austurríki
Admira - Grazer AK................................. 1:1
Sturm Graz - Mattersburg...................... 0:1
Salzburg - Bregenz .................................. 0:1
Austria Vín - Kärnten .............................. 3:0
Pasching - Rapid Vín ............................... 1:2
Rapid 26 stig, Austria 22, Grazer AK 17,
Bregenz 17, Mattersburg 16, Admira 12,
Pasching 11, Salzburg 10, Kärnten 8,
Sturm Graz 6.
Noregur
Brann – Molde...........................................3:2
Rosenborg – Bodö/Glimt ..........................5:4
Sogndal – Lyn............................................1:2
Tromsö – Bryne.........................................2:0
Ålesund – Lilleström ................................2:1
Vålerenga – Stabæk..................................2:2
Staðan:
Rosenborg 22 17 4 1 61:19 55
Bodö/Glimt 22 11 5 6 36:25 38
Odd Grenl. 21 10 3 8 39:32 33
Stabæk 22 8 9 5 35:30 33
Viking 21 7 10 4 40:28 31
Sogndal 22 8 7 7 36:36 31
Brann 22 7 7 8 38:40 28
Lilleström 22 7 7 8 25:33 28
Molde 22 8 3 11 27:34 27
Tromsö 22 7 5 10 28:43 26
Lyn 22 6 5 11 27:40 23
Vålerenga 22 4 10 8 22:26 22
Bryne 22 7 1 14 30:43 22
Ålesund 22 5 6 11 24:39 21
Svíþjóð
Djurgården – Helsingborg.......................1:0
Malmö – AIK .............................................3:0
Öster – Örebro...........................................1:2
Staðan:
Djurgården 23 15 2 6 49:22 47
Malmö 23 13 6 4 48:19 45
Hammarby 22 12 5 5 39:29 41
Halmstad 22 11 3 8 35:26 36
Helsingborg 23 10 4 9 27:29 34
Gautaborg 22 9 6 7 32:21 33
Örebro 23 9 6 8 27:30 33
Örgryte 22 10 3 9 33:37 33
AIK 23 8 7 8 32:32 31
Elfsborg 22 7 7 8 23:30 28
Landskrona 22 6 7 9 19:32 25
Sundsvall 22 2 10 10 19:33 16
Öster 23 3 7 13 26:44 16
Enköping 22 3 5 14 21:46 14
Danmörk
Bröndby – Midtjylland .............................1:3
AaB – AGF.................................................2:1
Esbjerg – Herfølge ...................................2:0
København – Frem ...................................2:0
Nordsjælland – Viborg.............................2:1
OB – AB .....................................................2:1
Staðan:
Esbjerg 10 6 3 1 18:9 21
Bröndby 10 6 2 2 15:7 20
København 10 5 3 2 16:9 18
Midtjylland 10 5 2 3 15:13 17
AaB 10 5 2 3 12:11 17
OB 10 5 1 4 18:14 16
Viborg 10 3 4 3 18:17 13
AGF 10 4 1 5 16:19 13
Nordsjælland 10 2 4 4 11:13 10
Herfølge 10 2 2 6 7:13 8
Frem 10 2 1 7 10:19 7
AB 10 2 1 7 10:22 7
HM kvenna
Leikið í Bandaríkjunum:
A-RIÐILL:
Svíþjóð - Nígería...................................... 3:0
Hanna Ljungberg 56., 79., Malin Moström
81.
Bandaríkin - Norður-Kórea ................... 3:0
Cat Reddick 48., 66., Abby Wambach 17.
Lokastaðan:
Bandaríkin 2 2 0 0 8:1 6
Svíþjóð 3 2 0 1 5:3 6
Norður-Kórea 2 1 0 1 3:1 3
Nígería 3 0 0 3 0:11 0
B-RIÐILL:
Noregur - Suður-Kórea .......................... 7:1
Dagny Mellgren 24., 31., Linda Ormen 80.,
90., Solveig Gulbrandsen 5., Marianne Pet-
tersen 40., Brit Sandaune 52. - Jin Hee
Kim 75.
Frakkland - Brasilía................................ 1:1
Marinette Pichon 90. - Katia 58.
Lokastaðan:
Brasilía 3 2 1 0 8:2 7
Noregur 3 2 0 1 10:5 6
Frakkland 3 1 1 1 2:3 4
Suður-Kórea 3 0 0 3 1:11 0
C-RIÐILL:
Kanada - Japan ........................................ 3:1
Christine Latham 36., Christine Sinclair
49., Kara Lang 72. - Homare Sawa 20.
Þýskaland - Argentína............................ 6:1
Maren Meinert 3., 43., Bettina Wiegmann
24., Birgit Prinz 32., Conny Pohlers 89.,
Martina Müller 90. - Yanina Gaitan 71.
Lokastaðan:
Þýskaland 3 3 0 0 13:2 9
Kanada 3 2 0 1 7:5 6
Japan 3 1 0 2 7:6 3
Argentína 3 0 0 3 1:15 0
D-RIÐILL:
Síðustu leikir, Ghana - Ástralía og Kína -
Rússland, voru leiknir í nótt.
Staðan fyrir þá:
Rússland 2 2 0 0 5:1 6
Kína 2 1 1 0 2:1 4
Ástralía 2 0 1 1 2:3 1
Ghana 2 0 0 2 0:4 0
8-LIÐA ÚRSLIT:
Bandaríkin - Noregur......................... 1. okt.
Brasilía - Svíþjóð................................. 1. okt.
Þýskaland - Kína/Ástralía.................. 2. okt.
Rússland/Kína - Kanada .................... 2. okt.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Reykjavíkurmót kvenna
KR - ÍS .................................................. 55:69
Lokastaðan:
ÍS 4 4 0 261:178 8
KR 4 1 3 206:228 2
ÍR 4 1 3 188:249 2
ÍS er Reykjavíkurmeistari.
Reykjanesmót kvenna
Úrslitaleikur:
Keflavík - Haukar................................. 56:52
ÓLAFUR Örn Bjarnason, landsliðs-
maður í knattspyrnu úr Grindavík,
æfir með enska Íslendingafélaginu
Stoke City fram að landsleiknum í
Þýskalandi 11. október. Hann hefur
dvalið í Noregi frá því á laugardag,
þar sem hann er í boði úrvalsdeild-
arfélagsins Brann, en á morgun held-
ur Ólafur til Stoke. Ásgeir Sigurvins-
son landsliðsþjálfari er stjórnar-
maður í Stoke og því hæg heimatökin
fyrir hann að koma Ólafi þangað til
æfinga.
Ólafur fylgdist með Brann sigra
Molde, 3:2, í norsku úrvalsdeildinni í
gær og mun ræða við forráðamenn fé-
lagsins í dag en þeir hafa mikinn
áhuga á að fá hann til liðs við sig.
„Við vitum hvað Ólafur kann fyrir
sér í knattspyrnunni en við buðum
honum hingað til að kynnast honum
betur,“ sagði Mons Ivar Mjelde, þjálf-
ari Brann, við Bergensavisen í gær.
Ólafur æfir
með Stoke