Morgunblaðið - 08.10.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.10.2003, Qupperneq 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar hjólatýpur. Sú sportlegasta, götuút- gáfan af Superbike-kappaksturs- hjólinu, heitir nú 999, en fyrir- rennarar þess síðasta áratuginn hétu 916, 996 og 998. Það var 916- hjólið sem í kring um árið 1990 jók hróður Ducati til mikilla muna, enda var hönnun þess næsta byltingar- kennd. Af mörgum er það álitið eitt fallegasta mótorhjól allra tíma. 999-hjólið er toppurinn á hinni svokölluðu Supersport-línu, en til hennar teljast líka léttari „racer“- hjól (með loftkældar vélar; 999-hjól- ið er vatnskælt). Því næst er það klæðningarlausa Monster-línan, sem eru eins konar „cruiser“-hjól. Þá er það ST-línan, sem eru sportleg (malbiks-)ferðahjól með fullklæðn- ingu. Og loks er það nýjasta týpan, sem kom fyrst á markað á þessu ári, en hún ber nafnið Multistrada – sem þýðir svo mikið sem „fjölvega“. Eins og nafnið bendir til er því ætlað að henta til aksturs á flestum gerðum vega. Frá því Multistrada-hjólið kom á markað hefur Ducati vart getað ann- að eftirspurn, en nýja íslenzka um- boðinu tókst að fá eitt eintak af fyrstu árgerðinni til að sýna og selja hér á landi. Sem er mjög heppilegt, þar sem segja má að íslenzka vega- kerfið kalli á „fjölvega“-hjól. Á það var einmitt látið reyna í reynslu- akstrinum, hversu vel Ducati Multi- strada hentar íslenzkum aðstæðum. Hefðbundin flokkun Multistrada erfið Það leynir sér ekki þegar hjólið er skoðað í návígi, að hér er á ferðinni mótorhjól sem erfitt er að flokka. Uppbyggingin – há burðargrindin og tankurinn, tiltölulega hátt stýrið og frekar há fjöðrunin – minnir á enduro-hjól, en breið, fínmunstruð dekkin, sportlega harður hnakkur- inn og stífstillt fjöðrunin eru dæmi- gerð einkenni sportlegs götuhjóls. Ökumaður situr frekar uppréttur og stýrið og fetlarnir eru þannig staðsettir að auðvelt er að stýra hjól- inu af öryggi á mjög litlum hraða – standa upp, ef því er að skipta – ólíkt því sem gerist á hreinræktuðu „rac- er“-götuhjóli þar sem ökumaður sit- ur krepptari, með fæturna aftar og hallar meira fram á stýrið. Tiltölu- lega lágur og miðlægur þyngdar- punktur og góð þyngdardreifing á fram- og afturhjól, í einingu við sportlega stillta fjöðrunina og mjög öflugar og vel „skammtanlegar“ bremsurnar, skapa annars fyrir- myndaraksturseiginleika á hvaða hraða sem er. Kjörlendið er krókóttir þjóðvegakaflar Kjörlendi Multistrada eru bugð- óttir (malbikaðir) þjóðvegakaflar, þar sem það veitir ökumanni ómælda ánægju hvernig hjólið lætur að stjórn – hvernig það beinlínis kallar á að vera hellt inn í hverja beygjuna á fætur annarri og hvernig togmikil vélin rífur hjólið „gráðug“ út úr beygjunum. Það var einmitt á slíkum vegarköflum, í fjalllendi Emiglia-Romagna-héraðsins í ná- grenni Ducati-verksmiðjunnar í Bol- ogna, sem þróunarstjórar hennar prófuðu sig fram til þessarar út- komu, nýja Multistrada-hjólsins. Jafnvægið og stöðugleikinn er svo góður að um leið og tekið hefur verið af stað er eins og þessi 220 kg, sem hjólið vegur fulltankað, séu orðin að fjaðurvigt. Upp á þessa tilfinningu hjálpar hve „mittismjótt“ hjólið er, sem gerir ökumanni kleift að klemma það vel milli læra sér rétt eins og um mun minna hjól væri að ræða. Loft-/olíukæld vélin, sem þjónar ÞAÐ var mótorhjólaáhugafólki á Ís- landi sannkallað gleðiefni er það fréttist í sumar að fyrirtækið Dælur ehf. í Kópavogi hefði hafið innflutn- ing á Ducati-mótorhjólunum ítölsku. Með því að opinber umboðs- og þjón- ustuaðili fyrir þessa frægu og eft- irsóttu mótorhjólategund er tekinn til starfa hér á landi hafa skapazt al- veg nýjar forsendur fyrir Íslendinga að eignast, eiga og reka slík hjól. Ducati er þekkt fyrir að framleiða mjög sportleg hjól með mikinn per- sónuleika og áberandi hönnun sem höfðar beint til ástríðutaugarinnar í þeim sem á annað borð hafa áhuga á mótorhjólum. Ducati hefur skapað sér sérstöðu með því að halda sig við að framleiða sín hjól með L-laga V2-vél, en fyrir því er yfir 40 ára gömul hefð hjá fyr- irtækinu. Þróun þessarar tveggja strokka vélartækni, með svokallaða desmodromic-ventlastýringu (sem verkar þannig að knastásar, drifnir af keðjuknúnu tannhjóladrifi, bæði opna og loka ventlunum í stað þess að gormar loki þeim) hefur náð svo miklum hæðum hjá Ducati, að keppnishjól fyrirtækisins og knapar þeirra hafa á síðustu árum rakað saman heimsmeistaratitlum í Super- bike-kappakstri. Sérstaðan felst líka í því að öll Ducati-hjól státa af burð- argrind sem er soðin saman úr stál- rörum eftir kúnstarinnar reglum, en hún er mjög létt miðað við styrk- leika. Vélin er berandi hluti af burð- argrindinni. Fjórar megingerðir Ducati-hjóla Til notkunar í almennri umferð býður Ducati upp á fjórar mótor- Ítalskar línur. Steyptur einarmur heldur afturhjólinu, miðjufjöðrun. Pústið er lagt upp undir sætið og mikið lagt upp úr út- litshönnun. Út úr púströrunum hljómar einkennandi V2-vélarhljóðskonsert, mengunarhreinsaður skv. nýjustu stöðlum. Það finnst vart lipurra hjól til aksturs á krókóttum íslenzkum þjóðvegi. REYNSLUAKSTUR Ducati Multistrada Auðunn Arnórsson Lögun baksýniss útlitshönnun er f Ítalskt draumahjól fyrir íslenzka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.