Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt veitingahús Starfsfólk óskast í sal og eldhús Heils- og hálfsdagsstörf. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Góð laun í boði fyrir vant og duglegt fólk. Umsóknir sendist til auglýsingad. Mbl., ásamt meðmælum og uppl. um fyrri störf, merktar: „E — 14314“, fyrir hádegi 15. okt. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Svæðisskrifstofa Reykjaness óskar eftir að ráða þroskaþjálfa/ stuðningsfulltrúa á ný heimili í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að heimilin verði opnuð í lok ársins eða byrjun næsta árs. Nýtt starfsfólk tekur þátt í mótun þjón- ustunnar og fær faglegan stuðning. Nánari upplýsingar á http://www.starfatorg.is og í síma 525 0900. Sölumaður Leiðandi fyrirtæki á auglýsingavörumarkaði vill ráða sölumann. Leitað er eftir einstaklingi með reynslu af sambrærilegum störfum. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „T — 2601.“ Furðufiskar ehf. auglýsa eftir fólki Furðufiskar ehf. er ört vaxandi fyrirtæki, sem sér meðal annars um Sælkeraborðið í Hag- kaupum Kringlunni, fiskborðin í Hagkaupum og Kokkana veisluþjónustu. Okkur vantar starfsfólk í eftirtalin störf:  Matreiðslumanni í veisluþjónustuna og til að sjá um allan daglegan undirbúning fyrir Sælkeraborðið (dagvinna).  Afgreiðslumanneskju í Sælkeraborðið í Kringlunni.  Mann í útkeyrslu og fiskvinnslu. Áhugasamir hafi samband eftir hádegi mánu- daginn 13. október. Furðufiskar ehf., Fiskislóð 81a, sími 511 4466. Sölumaður fasteigna Ein af rótgrónari fasteignasölum landsins óskar eftir að ráða sölumann til starfa. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sölu fasteigna og hafa yfir að ráða miklum áhuga, reglusemi, heiðar- leika og samskiptahæfileikum við viðskiptavini. Öllum umsóknum svarað. Fullum trúnaði heitið. Umsóknir skilist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 18. október, merktar: „Haust — 14350.“ Sölumaður Heildverslun með frystivörur óskar eftir vönum sölumanni, allan eða hálfan daginn, helst mat- reiðslumanni. Starfslýsing: Sala til hótela og veitingastaða. Vinnutími: 10—18, þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsóknir með nafni, síma, aldri, menntun og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Frystivara — 14330“, fyrir 17. okt. Ritari óskast Fasteignamiðlun leitar að ritara hálfan daginn. Vinnutími er frá kl. 13.30 til 18 virka daga. Ann- ast þarf afgreiðslu viðskiptavina, símsvörun, gagnaöflun o.fl. Viðkomandi þarf að vera þjónustulipur, stund- vís og hafa frumkvæði. Áhugasamir vinsamlega sendið inn umsóknir á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. október merkt- ar: „Ritari — 14338“. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Glæsilegar skrifstofu- einingar til leigu í lyftuhúsi við Skipholt. Stærri einingin er 224 m² (skiptanleg) og sú minni 137 m². Stærri ein- ingin er nýlega endurnýjuð, parket, flúorsent- lýsing í loftum, lagnastokkar með öflugum tölvulögnum og rekki fylgir ásamt símstöð — bara stinga í samband! Gott aðgengi og næg bílastæði. Tilvalið fyrir hátæknifyrirtæki. Sanngjarnt leiguverð. Sími 511 2900 Læknastofa Meðleigjandi/endur óskast á læknastofu í Garðabæ. Um er að ræða 40 fm fullbúna læknastofu ásamt biðstofu sem er samnýtt. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 517 7700 frá kl. 8—16 eða í síma 846 2246. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR HÚSNÆÐI ÓSKAST Íbúð í Garðabæ óskast til leigu Óskum eftir 3ja—4ra herb. íbúð í Garðabæ til leigu fyrir traustan aðila. Upplýsingar veittar á tölvupósti gtj@fastmark.is og í síma Fast- eignamarkaðarins, s. 570 4500. Stór íbúð með bílskúr óskast til leigu í eitt ár Leita að vandaðri íbúð til leigu, í u.þ.b. eitt ár, helst miðsvæðis í Reykjavík fyrir stjórnanda stórfyrirtækis. Bílskúr ekki skilyrði. Einn í heim- ili. Reyklaus. Góð fyrirframgreidd leiga fyrir rétta íbúð. Atli Vagnsson hdl. og lögg. fasteignasali, Skúlagötu 30 s. 561 4433, 698 4611. KENNSLA Ertu á aldrinum 18-25 ára? Viltu fara í lýðháskóla í Danmörku? Ryslinge højskole á Fjóni tekur vel á móti ungmennum á aldrinum 18-25 ára og býður upp á fjölbreytt námskeiðaval, 40 spennandi fög og að auki dönskukennslu og fræðslu um danska menningu. Svo ef þú hefur áhuga á að stunda nám í Danmörku eða bara kynnast landinu er dvöl í Ryslinge højskole kjörið tæki- færi. Vorið 2004 er boðið upp á dvöl í 21 viku, frá 4. janúar til 31. maí. Góðir möguleikar eru á styrkjum til dvalarinnar og í skólanum er hægt að fá hjálp til að kanna frekari möguleika á námi í Danmörku. Ryslinge højskole er nútímalegur lýðháskóli sem byggir á gömlum grunni. Hann er þriðji elsti lýðháskóli í Danmörku, stofnaður 1866. Skólinn er á miðju Fjóni, 20 km suður af Óðins- véum og þangað er um einnar og hálfrar klukk- ustundar akstur frá Kaupmannahöfn. Ef þú vilt kynnast skólanum nánar getur þú skoðað heimasíðu skólans eða sent tölvupóst á ensku eða dönsku og þú færð bæklinginn okkar send- an með frekari upplýsingum. Heimasíða: www.ryslinge-hojskole.dk Email: mail@ryslinge-hojskole.dk Sími: 0045 6267 1020. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Umsóknir um skólavist á vorönn 2004 Tekið verður við umsóknum um skólavist á vorönn 2004 frá 13. október 2003 til 30. nóvem- ber 2003. Umsóknum má skila á skrifstofu skól- ans eða senda í pósti. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 8.30 og 15.30. Sími 595 5200, netfang mh@mh.is. Umsóknum skal fylgja afrit af grunnskólaprófs- skírteini og upplýsingar um nám að loknum grunnskóla. Gott er að bréf með nánari upplýs- ingum fylgi. Umsóknareyðublöð og almennar upplýsingar um skólann og viðmiðunarreglur vegna innrit- unar nýrra nemenda má finna á heimasíðu skólans http://www.mh.is . Rektor. ATVINNA ÓSKAST Atvinna óskast Þrítugur karlmaður sem stjórnað hefur lítilli rekstrareiningu til fimm ára óskar eftir framtíð- arstarfi, t.d. rekstrarstjórn, sölumennsku eða öðrum áþekkum störfum. Uppl. í s. 891 7187.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.