Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 7
ÞÝSKALAND – ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 B 7 FRÉTTAMÖNNUM og öðrum gestum þýska knattspyrnu- sambandsins á AOL Arena í Hamborg, voru sýndar glefs- ur úr gömlum leikjum áður en leikur Þýskalands og Íslands hófst. Gamlar glefsur glöddu menn, en engin eins og þegar var sýnt frá leik Íslands og Austur-Þýskalands á Laug- ardalsvellinum 1975, þegar Ís- land vann A-Þýskaland í und- ankeppni Evrópukeppninnar, 2:1. Jóhannes Eðvaldsson skoraði með hjólhestaspyrnu og síðan Ásgeir Sigurvinsson, eftir langt útspark frá Sigurði Dagssyni markverði. Gamlir taktar sýndir fyrir leik ÞJÓÐVERJAR voru greini- lega búnir að gera ráð fyrir því að komast í lokakeppni Evrópumótsins. Strax eftir sigurinn á Íslendingum í Hamborg á laugardaginn gáfu þeir út að þeir myndu spila sjö vináttulandsleiki og dvelja í æfingabúðum í Svartaskógi síðasta hálfa mánuðinn áður en keppnin hefst í Portúgal næsta sumar. Þjóðverjar eiga eftir að mæta Frökkum í nóvember, Hollandi, Belgíu og óstað- festum mótherja í febrúar, mars og apríl, og meðan þeir dvelja í Svartaskógi mæta þeir Möltu, Sviss og Ung- verjalandi í nærliggjandi borgum. Allt tilbúið hjá Þjóð- verjum ÞAÐ var sorglegt að sjá rúss- neska dómarann Valentin Iv- anov og aðstoðarmenn hans Gennady Krasyuk og Vladimir Eniutin að störfum á AOL Arena á laugardaginn þar sem þeir léku stórt og óskemmtilegt hlutverk í landsleik Þýskalands og Íslands. Dómarinn byrjaði vel, var röggsamur og ákveð- inn, en síðan kom í ljós að hann þoldi ekki spennuna frekar en aðstoðarmenn hans sem veifuðu flaggi sínu í tíma og ótíma – oft þegar það átti ekki við en þess á milli slepptu þeir að lyfta fán- anum þegar átti að lyfta honum og veifa rangstæður á Þjóð- verja. Stundum veifuðu þeir rangstæður en létu síðan flagg- ið falla þegar sjónlaus dómari leiksins, Ivanov, sá ekki eða hafði ekki mat á því hvað var að gerast á vellinum. Dómarinn kórónaði lélegan leik sinn þeg- ar hann dæmdi af löglega skor- að mark Hermanns Hreið- arssonar og braut þar með niður íslenska liðið. Ég verð að segja það að línuverðirnir flögguðu fánum sínum eins og þeir væru að stjórna umferð skipa upp og niður Elbu, en ekki sem línuverðir á knatt- spyrnuleik. Þegar ég sá þessi ósköp kom upp í huga minn. Eru þessir dómarar mættir til Hamborgar til að bæta fyrir mistök rússneska dómarans sem veifaði á Wembley í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar 1966 þar sem England lagði Þýska- land að velli í framlengdum leik, 4:2. Rússneski dómarinn þá – veifaði fána sínum til að tilkynna að Geoff Hurst hafði skorað mark en Hurst átti skot – knötturinn hafnaði á þverslá þýska marksins og hrökk þaðan niður á línuna. Knötturinn fór aldrei inn fyr- ir marklínuna, eins og myndir sýndu og margir leikmenn enska landsliðsins hafa við- urkennt síðar. En línuvörðurinn frá Rússlandi hafði sitt fram og þýska landsliðið varð að játa sig sigrað. Línuvörðurinn á Wembley 1966 sýndi dómgreindarleysi. Það gerði rússneski dómarinn einnig hér í Hamborg á laug- ardaginn. Hann er búinn að bæta fyrir mistök landa síns frá 1966. Þá urðu Þjóðverjar úr leik. Nú fögnuðu þeir en Íslend- ingar eru úr leik. Þeir sem þurftu að blæða fyrir það á Wembley, Hamborgarbúinn Uwe Seeler, fyrirliði þýska landsliðsins, og Franz Becken- bauer, sem var þá að hefja sinn litríka knattspyrnuferil með þýska landsliðinu, urðu vitni að því hér í Hamborg, þegar Rúss- ar bættu fyrir mistökin 1966. Ég efast um að þeir hafi skemmt sér við að sjá gjöfina frá Rússlandi 37 árum síðar. Ef þeir hafa gert það, segi ég: Verði ykkur að góðu! Sigmundur Ó. Steinarsson Bættu fyrir mistökin 1966 á Wembley Við ætluðum að vera þolinmóðir,halda stöðum okkar og loka vel svæðum. En við opnuðumst aðeins of mikið í varnar- leiknum og þeir skora allt of snemma. Það gekk allt upp hjá þeim, þeirra leikaðferð heppnaðist. Í raun og veru gerðum við allt sem við gát- um eins og sagði áður. En það sem Þjóðverjunum tókst ekki að gera sjálfir hjálpaði arfaslakur rússnesk- ur dómari leiksins þeim við að klára þá hluti. Markið sem Hermann [Hreiðarsson] skoraði var löglegt að mínu mati. Það er alltaf eitthvað klafs í teignum í svona leikatriðum og mér sýndist vera haldið meira í Hermann en að hann væri að ýta eitthvað frá sér.“ Þórður bætti því við að kjafts- höggið – rothöggið hefði komið þeg- ar Þjóðverjarnir skoruðu í næstu sókn á eftir. „Þá var þetta nánast búið, þeir gáfu ekki færi á sér eftir það.“ Um leikaðferð íslenska liðsins sagði Þórður: „Það gekk allt að mestu eftir eins og við ætluðum okk- ur – nema eitt, að fá ekki mark á okkur snemma í leiknum. Það gerð- ist því miður. Að leika gegn Þjóð- verjum á útivelli er erfitt og við ætl- uðum okkur að nota fyrstu 20 mínúturnar í leiknum til þess að koma okkur inn í leikinn, gegn gríð- arlega sterku liði.“ Þórður var á því að Rudi Völler hefði spilað út ágætis trompi í upp- hafi leiks þar sem að einn af varn- armönnum þýska liðsins brá sér af og til inn á miðsvæðið, og var þýska liðið ávallt með fleiri leikmenn á því svæði í upphafi leiks. „Þeir gátu spil- að sig í gegnum miðjuna, en samt sem áður fengum við ekki á okkur fyrsta markið eftir slíkt samspil. Markið var af ódýrari gerðinni, eftir innkast er knettinum sparkað með hælnum inn í vítateig, aðdragandinn að því marki var með heppnisstimpil á sér.“ Stór dagur Í stöðunni 1:0 náði íslenska liðið að ná áttum og var Þórður ánægður með þann kafla í leiknum. „Við sköp- uðum okkur færi, Árni varði að vísu mjög vel og bjargaði málunum. En við vorum of ákafir í stöðunni 2:0, skiljanlega, og þeir bæta við þriðja markinu. „Þórður sagði að dagurinn hefði verið stór dagur í hans augum. „Við lögðum okkur allir fram í leik- inn, og eins og alltaf eigum við líka misgóða daga, en baráttan var til staðar og samheldnin er mikil í þessu liði. Við getum í raun verið sáttir við okkar frammistöðu, þrátt fyrir að úrslit leiksins gefi aðra mynd af leiknum. Það vantar grát- lega lítið upp á að við séum að kom- ast í umspil um sæti á stórmóti. Ég var að fá úrslitin úr leik Skota og Litháen og það eru gríðarleg von- brigði að heyra það að Skotar hafi skotist upp fyrir okkur á töflunni. En við töpuðum ekki öðru sætinu í riðlinum gegn Þjóðverjum í Ham- borg, það eru leikirnir gegn Skotum sem eru okkur dýrir. Tvö stig af sex úr þeim leikjum hefði skilað okkur í annað sætið, þetta er gríðarlega svekkjandi.“ Verðum að eiga 8 góða leiki Spurður um þann lærdóm sem ís- lenska liðið gæti dregið af þátttöku sinni í undankeppni EM að þessu sinni sagði Þórður: „Við erum komn- ir einu skrefi ofar en áður en við verðum að eiga átta góða leiki í slíkri keppni ef hlutirnir eiga að enda vel. Við vinnum þær þjóðir sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum, Færeyjar og Litháen, náum einu stigi af Þjóðverjum sem er í raun og veru ágætt, en 0 stig gegn Skotum var okkar banabiti – því miður,“ sagði Þórður Guðjónsson. Fyrsta markið kom á allra versta tíma „VIÐ gerðum það sem við gátum í raun og veru,“ sagði Þórður Guð- jónsson eftir 3:0 tapleikinn á AOL-leikvanginum í Hamborg gegn Þjóðverjum. Þórður hafði fram að þessum leik aldrei tapað með fé- lagsliði sínu, Bochum, á þessum leikvangi í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Hamborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.