Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DARREN Fletcher, leikmaðurinn ungi frá Manchester United, er þjóðhetja í Skotlandi þessa dagana. Hann tryggði Skotum sigur á Litháen, 1:0, á Hampden Park á laugardaginn, kom með því skoska landsliðinu í umspilið um sæti í lokakeppni EM og gerði um leið vonir Íslendinga um að ná þangað að engu. Fletcher kom inn á sem varamaður hjá Skotum um miðjan síðari hálfleik og aðeins fjórum mínútum síðar var hann réttur maður á réttum stað – fékk bolt- ann á miðri vítateigslínunni og þrumaði honum með jörðunni í markhornið vinstra megin. Markið bætti upp köflótta frammistöðu skoska liðsins en Litháar sóttu meira á köflum og virtust líklegri til að skora lengi vel. Jafntefli hefði nægt Íslandi til að hreppa annað sætið í riðlinum og komast í umspilið. Skotar virt- ust ekki líklegir til að skora mark fyrr en Fletcher tók til sinna ráða. Draumur allra að skora sigurmark á Hampden „Það er draumur allra skoskra knattspyrnumanna að skora sig- urmark á Hampden. Þetta var fyrsti leikur minn á vellinum og þar með verður þetta enn eftir- minnilegra. Ég held að markið hafi róað taugar áhorfenda og þeir voru svo sannarlega í góðu skapi eftir það. En það var talsvert eftir af leiknum og taugarnar voru þandar á lokakaflanum en okkur tókst að halda þetta út,“ sagði Fletcher. Berti Vogts, þjálfari Skota, sagði fyrir leik að hann vildi ekki vita stöðuna í leik Þýskalands og Ís- lands fyrr en í leikslok. Þegar á hólminn var komið vissi hann vel hvað á gekk í Hamborg. „Ég sagði við strákana í hálfleik að Þýska- land væri að vinna 1:0 í Hamborg og það blés þeim baráttuanda í brjóst,“ sagði þýski þjálfarinn. „Ég er sérstaklega ánægður fyrir hönd leikmannanna. Þetta var ekki auð- velt, það var mikið álag á þeim en þeir stóðust það. Nú er annað sætið okkar og við bíðum spenntir eftir drættinum á mánudag,“ sagði Vogts en í dag verður dregið um hvaða lið mætast í um spilinu. Varamaðurinn Fletcher gerði vonir Íslands að engu SVEN-GÖRAN Eriksson, hinn sænski landsliðsþjálfari Eng- lands í knattspyrnu, staðfesti í gær að hann myndi halda áfram störfum og stýra enska liðinu í lokakeppni Evrópu- mótsins í Portúgal næsta sum- ar. Að undanförnu hefur verið sterklega látið að því liggja að hann hætti innan skamms og taka við stöðu knattspyrnu- stjóra Chelsea. „Það hefur ekkert breyst, þið verðið að trúa mér,“ sagði Eriksson við enska frétta- menn þegar þeir höfðu þrá- spurt hann um málið eftir jafnteflisleikinn í Tyrklandi á laugardaginn sem tryggði enska liðinu sætið í loka- keppni EM. Eriksson var mjög ánægður með frammistöðu enska liðs- ins í Tyrklandi en það þurfti á stiginu að halda til að vinna sigur í 7. riðli. „Við höfum sýnt hvað eftir annað undanfarin tvö ár að við þurfum ekki að óttast neina mótherja. Ég ætla ekki að lýsa því yfir að við verðum Evrópumeistarar, en ég tel að við séum nógu góðir til þess. Við erum eitt af nokkrum lið- um sem eiga möguleika á að vinna keppnina í Portúgal,“ sagði Sven-Göran Eriksson um stöðuna hjá enska lands- liðinu. Eriksson heldur áfram  ATLI Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, var á meðal áhorfenda á landsleiknum í Hamborg á laugardaginn þegar Ís- lendingar öttu kappi við Þjóðverja en Atli er öllum hnútum kunnugur í Þýskalandi enda lék hann þar árum saman á sínum ferli sem knatt- spyrnumaður.  BRÓÐIR Atla og fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, Jóhannes, fylgdist hins vegar grannt með leik Skota og Litháa í Glasgow þar sem hann býr.  ATLI var reglulega í sambandi við bróður sinn til að fá fréttir frá Glas- gow. „Ég var í stöðugu sambandi við Búbba bróður á meðan leikurinn hér í Hamborg fór fram. Ég var á vell- inum, en hann horfði á leik Skota og Litháa í sjónvarpi. Lengi vel vorum við inni en Skotar úti. Það var þá sem ungur strákur frá Manchester United, Darren Fletcher, var settur inn á og hann skoraði sigurmarkið með sinni fyrstu snertingu við knött- inn. Það var áfall fyrir mig og aðra Íslendinga,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ís- lands.  HANS Krankl, landsliðsþjálfari Austurríkis í knattspyrnu, ætlar að halda áfram starfi sínu fram yfir undankeppni HM eftir tvö ár, en Krankl þótti valtur í sessi eftir að honum tókst ekki að stýra Austur- ríkismönnum inn í úrslitakeppni EM í knattspyrnu. Krankl tók við starf- inu í mars.  NILS Johan Semb, landsliðsþjálf- ari Norðmanna, hefur sent löndum sínum þau skilaboð að þeir þurfi ekki að vænta þess að landslið þeirra leiki „samba“-knattspyrnu í leikjun- um tveimur í umspilinu fyrir und- ankeppni EM. Semb segist ætla að tryggja sér farseðilinn til Portúgals og til þess að það megi takast verði landsliðið að leika varnarsinnaða knattspyrnu, af því verði væntan- lega lítil skemmtun en Semb væntir þess að árangurinn verði þeim mun ánægjulegri.  BÆÐI karla- og kvennalandsliðið í skylmingum er úr leik í liðakeppni á heimsmeistaramótinu í skylmingum með höggsverði sem stendur nú yfir á Kúbu. Karlasveitin tapaði fyrir Grikkjum 41:25 í fyrstu umferð og kvennasveitin beið lægri hlut fyrir Rúmenum, 45:31, einnig í fyrstu um- ferð.  RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir komust í undanúrslit á Opna Slóvakíu-meistaramótinu í badminton um helgina. Þar féllu þær úr keppni gegn rússnesku stúlkunum, töpuðu 3:15, og 4:15. Áður höfðu þær unnið Olsen og Kristensen frá Danmörku í átta manna úrslitum, 15:10 og 17:15. FÓLK Englendingar náðu stiginu semþeir þurftu í úrslitaleiknum margumtalaða gegn Tyrkjum í Ist- anbúl. Leikurinn endaði 0:0 en var samt nokkuð líflegur og talsvert var um marktækifæri á báða bóga. Eng- land fékk besta færið, vítaspyrnu þegar Steven Gerrard var felldur á 35. mínútu. David Beckham tók spyrnuna en brást illilega bogalistin því hann rann til um leið og hann spyrnti og boltinn fór himinhátt yfir markið. „Ég er afar stoltur af mínum mönnum og óska þeim innilega til hamingju. Síðasta vika var mjög sér- stök og viðbrögð þeirra í leiknum í dag voru nákvæmlega þau sem ég vonaðist eftir. Þeir léku sem heil- steypt og reynslumikið lið,“ sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga. Danir náðu stiginu og Norðmenn skriðu í umspil Danir gerðu jafntefli við Bosníu- menn í Sarajevo, 1:1, en með sigri hefðu heimamenn unnið riðilinn. Thomas Gravesen var rekinn af velli undir lokin en Danir héldu fengnum hlut. „Þetta var mjög erfiður leikur en mínir menn léku nákvæmlega eins og við vonuðumst eftir. Við stóðumst líka pressuna sem þessir mögnuðu áhorfendur settu á okkur,“ sagði Morten Olsen, þjálfari Dana. Norðmenn þurftu á þessum úrslit- um að halda, og þeir náðu öðru sæt- inu með 1:0 sigri á Lúxemborg á heimavelli þar sem Tore Andre Flo skoraði sigurmarkið. 30 þúsund sungu afmælissönginn Sviss vann Írland, 2:0, og skákaði þar með Rússum sem unnu Georgíu, 3:1, en fara í umspilið. Köbi Kuhn, þjálfari Svisslendinga, varð sextugur í gær og var afar hamingjusamur. „Ég fékk afmælisgjöfina fyrirfram, það fá ekki margir að upplifa það að 30 þúsund manns syngi fyrir þá af- mælissönginn,“ sagði Kahn. Rehhagel ætlar Grikkjum stóra hluti Grikkir verða í lokakeppninni í fyrsta skipti í 24 ár. Þeir voru lengi að brjóta Norður-Íra á bak aftur en Vassilios Tsartas skoraði markið sem dugði, 1:0, úr vítaspyrnu 20 mín- útum fyrir leikslok. „Við vorum betri, en þegar illa gengur að skora getur margt farið úrskeiðis. Við ætl- um ekki til Portúgals bara til að vera með, heldur til að ná árangri,“ sagði Otto Rehhagel, Þjóðverjinn reyndi, sem nú stýrir liði Grikkja. Spánverjar fara í umspilið en þeir urðu að vonast eftir því að Grikkir misstigju sig. Spánverjar unnu Arm- ena auðveldlega í Yerevan, 4:0. Auðvelt hjá Ítölum Ítölum nægði að vinna Aserbaíd- sjan á heimavelli og þeir gerðu það á sannfærandi hátt, 4:0. Filippo Inz- aghi skoraði tvö markanna. „Þetta var góður leikur, vorum frábærir í vörn og á miðju,“ sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Ítala. Lettar komu á óvart Lettar komu verulega á óvart með því að ná öðru sætinu í 4. riðli og komast í umspilið. Þeir unnu Svía, 1:0, í Stokkhólmi og skákuðu með því Pólverjum sem unnu í Ungverja- landi, 2:1. Svíar höfðu þegar unnið riðilinn og máttu þola sitt fyrsta tap í undankeppni stórmóts frá 1997. „Hróður lettneskrar knattspyrnu eykst verulega með þessum sigri og það er ég afar ánægður með,“ sagði Aleksandr Starkov, þjálfari Letta. Króatar náðu að vinna Búlgara, 1:0, og komust með því í umspilið á kostnað Belga, sem unnu Eistlend- inga, 2:0. Frakkar og Tékkar, sem þegar voru komnir áfram, unnu góða sigra. Frakkar 3:0 heima gegn Ísrael og Tékkar 3:2 í Austurríki. Geimskot Beckhams kom ekki að sök DANIR, Englendingar og Svisslendingar tryggðu sér sæti í loka- keppni Evrópumótsins í hreinum úrslitaviðureignum í síðustu um- ferð riðlakeppninnar á laugardaginn. Grikkir og Ítalir gerðu það sem þeir þurftu á heimavelli gegn lægra skrifuðum mótherjum til að vinna sína riðla og verða sömuleiðis í hópi þeirra 16 þjóða sem leika um Evrópumeistaratitilinn í Portúgal næsta sumar. Reuters Leikmenn enska landsliðsins fögnuðu að leikslokum í Istanbúl er ljóst var að þeir hefðu tryggt sér farseðilinn á EM í Portúgal á kostnað heimamanna sem voru að vonum vonsviknir. ■ Úrslit / B10 ÞJÓÐIRNAR tíu sem tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppni Evrópu- mótsins í Portúgal næsta sumar með því að vinna riðlana tíu eru eftirtaldar: Frakkland, Danmörk, Tékkland, Svíþjóð, Þýskaland, Grikkland, Búlgaría, Sviss, Eng- land og Ítalía. Portúgal öðlaðist sjálfkrafa þátt- tökurétt sem gestgjafi. Liðin tíu sem lentu í öðru sæti leika um fimm síðustu EM-sætin dagana 16.–20. nóvember, heima og heiman. Dregið verður í dag um hvaða lið mætast en þau eru eftir- talin: Slóvenía, Noregur, Holland, Lettland, Skotland, Spánn, Tyrk- land, Króatía, Wales og Rússland. Ellefu EM- sæti ráðin, fimm eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.