Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 B 9 LEIKMENN Þórs Þorlákshöfn hafa sýnt að þá ber að taka alvarlega á sviði körfuknattleiksins. Þeir eru komnir í hóp þeirra bestu til að berjast og bera enga óþarfa virðingu fyrir and- stæðingunum. Það sýndu þeir gegn ÍR í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla á fimmtudags- kvöldið og undirstrikuðu þá stað- reynd með því að leggja Hauka að velli, 85:79, í fyrstu deildabikar- keppni KKÍ í Þorlákshöfn í gær- kvöldi. Gestirnir úr Hafnarfirði voru einu stigi yfir í hálfleik, 39:38. Billy Dreher, þjálfari og leik- maður Þórs, sagði að leik loknum að sigur á Haukum hefði verið sæt- ur en ekki komið sér á óvart. „Ég var búinn að sjá þá leika og vissi að við ættum góða möguleika gegn þeim. Áhorfendur í Þorlákshöfn eru frábærir og ekki hægt annað en að vinna heimaleikina enda er það stefnan. Síðari viðureignin við Hauka verður baráttuleikur sem við eigum að geta unnið en gott hefði verið að hafa fleiri stig upp á að hlaupa. Við töpuðum boltanum of oft í fyrri hálfleik, vorum of taugaspenntir en í síðari hálfleikur var mun,“ sagði Billy Dreher. Leik- urinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Nokkuð bar á að leikmenn gerðu athugasemdir við dómgæsluna. Dómarar leiksins höfðu góð tök á leiknum. Þórsarar halda áfram að sýna tennurnar FJÁRHAGUR norska liðsins Rosenborg hefur undanfarin ár verið með ágætum enda hafa tekjur liðsins af Meistara- deild Evrópu verið miklar undanfarin sjö ár. Sömu sögu er ekki hægt að segja af öðr- um liðum í norsku úrvalsdeild- inni en norska knattspyrnu- sambandið hefur tekið saman skuldir þeirra 14 liða sem leika í efstu deild. Alls nema skuldirnar um 9 milljörðum ís- lenskra króna og er fyrirséð að mörg þeirra liða sem skulda hvað mest eiga í erfið- leikum með að uppfylla kröf- urnar sem atvinnumannalið- um í Noregi eru settar. Ef Rosenborg er undanskilið skuldar hvert lið um 693 millj. kr. að meðaltali. Rosenborg á hins vegar sjóði upp á hundr- uðir milljóna króna Norsku liðin skulda um 9 milljarða  RAGNAR Óskarsson var með fimm mörk fyrir Dunkerque þegar liðið vann Istres, 29:20, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Dunkerque er í öðru til fjórða sæti deildarinnar.  HEIÐMAR Felixson skoraði tvö mörk þegar Bidasoa vann sinn fyrsta leik á keppnistíðinni í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Þá vann liðið Pilotes Posada, 26:21, á heimavelli. Patrekur Jó- hannesson var fjarri góðu gamni í liði Bidasoa vegna meiðsla í hné.  RÓBERT Gunnarsson skoraði 10 mörk þegar lið hans Århus GF beið algjört skipbrot í heimsókn sinni til AaB í dönsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik, 37:22. Þorvarður Tjörvi Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Ár- ósaliðið. Þrátt fyrir tapið er Århus GF í sjötta sæti deildarinnar.  DAGUR Sigurðsson og lærisvein- ar hans í austurríska liðinu Bregenz unnu Wisla Plock, 27:22, í fyrri leik liðanna í annarri umferð Evrópu- keppni bikarhafa í handknattleik, en leikurinn fór fram á heimavelli Bregenz. Dagur skoraði þrjú mörk í leiknum. Síðari leikur liðanna fer fram í Póllandi um næstu helgi.  LOGI Gunnarsson skoraði 5 stig á laugardaginn þegar lið hans, Gies- sen 46ers, sigraði þýsku meistarana Alba Berlín, 98:96, í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í körfuknatt- leik. Logi spilaði í 16 mínútur í leikn- um.  BJÖRN Hólmþórsson, marka- hæsti leikmaður Breiðabliks í fyrstu leikjum liðsins í 1. deild karla í hand- knattleik í vetur, spilar ekki meira með á þessu tímabili. Björn mun dvelja erlendis í vetur vegna atvinnu sinnar.  MATTHÍAS Stephensen og Hall- dóra Ólafs úr Víkingi sigruðu í meistaraflokkum karla og kvenna á fyrsta stigamóti vetrarins í borð- tennis sem fram fór í íþróttahúsi TBR í gær. Matthías vann Magnús F. Magnússon, Víkingi, 3:0, í úrslita- leik í karlaflokki og Halldóra bar sigurorð af Jóhönnu Elíasdóttur, Víkingi.  JÓHANNA sigraði síðan í 1. flokki kvenna, Einar Geirsson úr KR í 1. flokki karla og Ragnar Ragnarsson úr Erninum sigraði í eldri flokki karla.  HEIMIR Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knatt- spyrnulið FH-inga um að leika með því næstu tvö árin. Heimir, sem er 34 ára, var fyrirliði FH í sumar.  JÓN Arnór Stefánsson lék ekki með Dallas á laugardagskvöldið þegar liðið lék æfingaleik á heima- velli við Charlotte Hornets. Dallas vann leikinn með ellefu stiga mun, 100:89. FÓLK Svíar voru mun betri aðilinn í fyrrihálfleik og náðu forystunni þeg- ar fjórar mínútur voru eftir af hon- um. Þá slapp Hanna Ljungberg inn fyrir þýsku vörnina eftir sendingu frá Victoriu Svensson og skoraði af yfirvegun. Staðan var því 1:0 í hálf- leik. Það voru aðeins 45 sekúndur liðn- ar af síðari hálfleik þegar Þjóðverjar jöfnuðu metin. Maren Meinert fékk þá sendingu í gegnum vörn Svía frá Birgit Prinz og skoraði með hörku- skoti. Þýska liðið tók völdin eftir það og sótti stíft í síðari hálfleiknum en Caroline Jönsson lék mjög vel í sænska markinu og varði nokkrum sinnum glæsilega. Á lokamínútunum í venjulegum leiktíma fékk síðan sænska liðið nokkur góð færi en náði ekki að knýja fram sigur. Nia Künzer kom inn á sem vara- maður þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og það var hún sem færði Þýskalandi heimsbik- arinn, við gífurlegan fögnuð. Þó ekki nærri því allra því Svíar nutu stuðn- ings mikils meirihluta áhorfenda á leiknum. „Við erum gífurlega ánægðar og allir leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir að láta mótlætið ekki buga sig. Bæði liðin fengu góð færi í leiknum og við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Tina Theune-Meyer, þjálfari þýska liðsins. Fyrirliðinn leggur skóna á hilluna „Þetta var frábær leikur sem bauð upp á allt. Fjölda marktækifæra, hörku, jafnræði og spennu. Við lék- um góða knattspyrnu í síðari hálfleik og sköpuðum okkur mörg góð færi. Ég á von á því að fjölmargar ungar knattspyrnustúlkur hafi fylgst með leiknum í sjónvarpi og vilji komast í þessi spor. Þetta var minn síðasti leikur, það er ekki hægt að velja betri tíma til að leggja skóna á hill- una en eftir að hafa unnið heimsbik- arinn,“ sagði Bettina Wiegmann, fyrirliði Þjóðverja, en hún var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Auk hennar hyggst Maren Meinert draga sig í hlé frá knattspyrnunni að þess- ari keppni lokinni. Prinz best og markahæst og fimm þýskar í liði mótsins Birgit Prinz frá Þýskalandi varð markadrotting keppninnar, skoraði 7 mörk, og hún var jafnframt valin besti leikmaður keppninnar. Næstar komu löndur hennar, Maren Meinert og Kerstin Garefrekes ásamt Katiu hinni brasilísku en þær gerðu 4 mörk hver. Þýskaland átti síðan fimm leik- menn í úrvalsliði keppninnar sem til- kynnt var í gær. Markvörðinn Silke Rottenberg, varnarmanninn Sandra Minnert, miðjumennina Bettina Wiegmann, Maren Meinert og hina marksæknu Birgit Prinz. Aðrar í lið- inu eru þær Victoria Svensson og Malin Moström frá Svíþjóð, Shan- non Boxx og Joy Fawcett frá Banda- ríkjunum, Charmaine Hooper frá Kanada og Liping Wang frá Kína. Þær sænsku óhressar með dómarann „Þetta eru vonbrigði, gífurleg von- brigði. En þetta var frábært mót hjá okkur,“ sagði hin sænska Victoria Svensson eftir leikinn. Svíar voru óhressir með dómarann, Christina Ionescu frá Rúmeníu, og töldu að hún hefði gefið Þjóðverjum auka- spyrnuna sem leiddi af sér gullmark- ið. „Ég er afar stolt af okkar leik í dag og hvernig við spiluðum í allri keppn- inni. En ég er mjög sár yfir auka- spyrnunni sem dæmd var á okkur og réð úrslitum. Þýska liðið spilar mjög skipulega og býr yfir mikilli knatt- tækni, en mínar stúlkur börðust af krafti allan tímann og gáfu sig hvergi. Þetta er í annað skipti sem við töpum úrslitaleik gegn Þýska- landi á gullmarki en ég vona bara að við komumst í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði Marika Domanski-Lyfors, þjálfari sænska liðsins. Bronsið til Bandaríkjanna Bandaríkin sigruðu Kanada, 3:1, í leiknum um bronsverðlaunin á laug- ardagskvöldið. Kristine Lilly kom Bandaríkjunum yfir en Christine Sinclair jafnaði fyrir hlé. Shannon Boxx og Tiffeny Milbrett skoruðu síðan í síðari hálfleiknum og tryggðu bandaríska liðinu sigur og sárabót fyrir að missa af því að komast í úr- slitaleikinn. AP Bettina Wiegmann, fyrirliði Þjóðverja, lyftir heimsbikarnum í Carson í gærkvöld. Hún var kjörin besti leikmaður úrslitaleiksins gegn Svíum en hún leggur nú skóna á hilluna. Þýskaland er heims- meistari í fyrsta sinn ÞÝSKALAND varð í gær fyrsta þjóðin til að hampa heimsbikarnum í knattspyrnu, bæði í karla- og kvennaflokki, með því að sigra Sví- þjóð, 2:1, í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar sem fram fór í Car- son í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Áhorfendur þar voru 26 þús- und. Það var varmaðurinn Nia Künzer sem skoraði sigurmarkið, gullmark, þegar átta mínútur voru liðnar af framlengingu – með hörkuskalla eftir aukaspyrnu frá Renate Lingor. Þýskaland hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari en náði nú í fyrsta skipti að fara alla leið í heimsmeistarakeppninni. Jón Sigurmundsson skrifar ■ Úrslit / B10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.