Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 27
„Við byrjuðum á að setjast niður og teikna upp þær hugmyndir sem við höfðum og svo var bara farið í BYKO og keypt inn,“ segir Ríkey. Þau Ríkey og Birgir smíðuðu allar innréttingar í húsið sjálf á staðnum. „Á tímabili var heimilið hreinlega allt undir lagt,“ segir Birgir og hlær. „Við hönnuðum baðherbergið og eldhúsið með notagildi í huga, til að mynda er karfa fyrir óhreint tau innbyggð á baðinu og þegar hún er dregin út þá er plexigler í báðum hliðum svo auðveldara sé að flokka allan þvott. Eldhúsið unnum við í þremur áföngum. Það var upphaf- lega lokað og mun minna en það er í dag. Við brutum niður vegg og stækkuðum eldhúsið til muna. Ég lagði upp með að hafa mikið og gott vinnupláss og einnig að hafa alla hluti við hendina. Það er eins með það og allt annað hér inni – þegar búið var að teikna voru verkfærin tekin upp og byrjað að smíða,“ segir Ríkey. Er húsið þá fullbúið? „Já, það mætti að vísu halda áfram en það helsta er búið. Það er gegnheilt parket á öllum gólfum en flísar á baði, forstofu og þvottahúsi. Engir skápar voru í húsinu þegar við tókum við því en í þeim höfðum við spónlagða eik sem ég lakkaði sjálf,“ segir Ríkey, en Birgir setti allar innréttingarnar upp með að- stoð konu sinnar. Fyrir öllum inn- réttingum mældu þau á staðnum og komu saman í hverju herbergi fyrir sig, þær eru því sannarlega „sér- smíðaðar“. „Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og ein stofa og sjónvarpshol. Eld- húsið er orðið samliggjandi við opið rými þar sem við höfum borð sem er áfast við innréttinguna. Núna fyrir jólin ætlum við að flísaleggja fyrir opið sem áður var inn í hina íbúðina sem nú er. Í þeim Svona leit Lyngheiði 21 út um það leyti sem það var að breytast í íbúðarhús. Rauða klæðningin sem svignaði í sólinni er enn á húsinu. Morgunblaðið/Jim Smart Sami bílskúrsrétturinn var seldur með báðum íbúðunum á Lyngheiði 21. Leyfi fékkst fyrir öðrum skúr við eignina – sem nú hefur tvö númer – 21 og 23. Ríkey hefur innréttað skemmilega aðstöðu fyrir hárgreiðslustarfsemi sína í hluta bílskúrsins. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 C 27Fasteignir Dvergholt - 2ja herb. 51,2 fm ósamþykkt íbúð á neðri hæð í þríbýlishúsi með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í góða stofu með fal- legu útsýni, eldhúskrók, borðkrók, svefnherbergi og baðherbergi m. sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð 6,2 m. - áhv. 3,4 m. Urðarholt - 3ja herb. 91 fm íbúð á jarðhæð í 3ja hæða fjölbýli á mjög góðum stað í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í stóra stofu, eldhús með borðkrók, stórt hjónaher- bergi og gott barnaherbergi, baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Sérgeymsla og sam- eiginlegt þvottahús á sömu hæð. Stór timb- urverönd með skjólgirðingu er við íbúðina. Mjög stutt í alla þjónustu og verslanir. Verð 12,9 m. - áhv. 7,5 m. Þverholt - 3ja herb. Erum með fal- lega 114 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Eldhús með góðum borðkrók, stór stofa, baðherb. m. kari og sturtu. Ágætt barna- herbergi og stórt hjónaherbergi með fataherbergi. Úr eldhúsi eru svalir í suðvestur með útsýni yfir óbyggt svæði. Eikarparket er á allri íbúðinni, en marmari á baði og forstofuholi. Verð 12,1 m. - áhv. 6,3 m. í Byggsj., 4,9% vextir. Klapparhlíð - 4ra herb. Rúm- góð 4ra herbergja, 97 fm íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli með sérinngangi af svölum. 2 góð barnaherbergi, hjónaherbergi með stór- um fataskáp, flísalagt baðherbergi með sturtu og sérþvottahús inn af því. Stór stofa og sér- lega fallegt eldhús frá Brúnási. Mahóní í öll- um innréttingum og innihurðum, flísar á eld- húsi, baði, þvottah. og forstofu. Verð 14,5 m. - áhv. 9,0 m. Jörfagrund - endaraðhús m. bílskúr 145 fm endaraðhús ásamt 31 fm inn- byggðum bílskúr á stórri hornlóð með miklu út- sýni. Í íbúðinni eru 3 mjög stór svefnherbergi, baðherbergi m. kari, sérþvottahús, stór og björt stofa og gott eldhús með borðkrók. Stór og mikil lóð er afgirt með góðri girðingu, timburverönd er við stofu og eldhús. Verð 16,9 m. - áhv. 8,5 m. í húsbr. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 fm íbúðir auk 44 fm bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. Súluhöfði - efri hæð í tvíbýli m. bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 181,7 fm íbúð á tveimur hæðum ásamt 41 fm bíl- skúr innst í botnlanga við golfvöllinn í Mosfellsbæ. Á aðalhæð er gert ráð fyrir stofu, eldhúsi, borðstofu, tveimur svefn- herbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu og á neðri hæð eru tvö svefn- herbergi og sjónvarpshol. Húsið er í byggingu í dag, en miðað er við að af- henda húsið fullbúið án gólfefna, lóð verður grófjöfnuð. Verð 24,9 m. Súluhöfði - neðri hæð í tvíbýli *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 115 fm íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi innst í botnlanga við golfvöllin í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, 2 góð svefnherbergi, baðherbergi m. hornbað- kari og saunu, þvottahús og geymslu. Íbúðin er í byggingu í dag, en miðað er við að afhenda húsið fullbúið án gólf- efna og lóð verður grófjöfnuð. Verð 14,9 m. Arnartangi - raðhús *NÝTT Á SKRÁ* Rúmgott 94 fm raðhús á einni hæð með fallegri aðkomu. Í íbúðinni eru 3 svefnherb., ágætt eldhús með borðkrók, baðherbergi með sturtu og stór stofa, auk útigeymslu. Gott bíla- plan og verönd fyrir framan húsið sem er hellulögð m. snjóbræðslu. Úr stofu er gengið út á timburverönd og í skjólgóð- an og gróinn suðurgarð. Verð 14,2 m. VANTAR EIGNIR Í MOSFELLSBÆ • Erum með ákveðinn kaupanda að einbýlis- eða tvíbýlishúsi í Tanga- eða Holtahverfinu, með 5-6 svefnherbergjum og 35-50 fm bílskúr. • Vantar 4ra herbergja Permaform íbúð á jarðhæð í Hjallahlíð, Hulduhlíð, Skeljatanga eða Björtuhlíð fyrir konu sem búin er að selja sína íbúð. • Óskum eftir 3ja herbergja íbúð á jarðhæð, með bílskúr í Fálka- höfða, Blikahöfða eða Björtuhlíð fyrir hjón á besta aldri. Dalatangi - stórt einbýli m. aukaíbúð 361 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 52,5 fm bílskúr, með möguleika á aukaíbúð. Aðalhæðin er 155 fm auk bíl- skúrs og skiptist í eldhús, stofu, sjón- varpshol, 4-5 svefnherb., baðherb., gestasalerni og þvottahús. Kjallarinn er 207 fm með sérinngangi og fjórum her- bergjum, baðherbergi m. sturtu, stofu og stórri geymslu. Steypt bílaplan og verönd með heitum potti. Verð 33,5 m. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA SÉRBÝLI Birkigrund 196 fm raðhús á tveimur hæðum, 5 svefnherb., suðursvalir og garður, í kjallara er tveggja herbergja ósamþykkt íbúð. 25 fm bílskúr. Miðsalir Parhús í byggingu, 177 fm á tveimur hæðum, 3 svefnherb. Afhent til- búið að utan, fokhelt að innan. Innbyggð- ur bílskúr. Hvannhólmi 16 205 fm einb. á tveimur hæðum, vandaðar innréttingar, hægt er að hafa séríbúð á neðri hæð, 25 fm bílskúr. Birkihvammur 160 fm einbýli á tveimur hæðum, mikið endurnýjað, 4 svefnherb., 56 fm tvöfaldur bílskúr og einnig er 56 fm rými undir bílskúrnum með gluggum. 3JA TIL 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Hlíðarvegur sérhæð, 69 fm, 3ja herb. á 1. hæð ásamt 27 fm bílskúr, laus strax. Hamraborg 70 fm, 3ja herb. á 3. hæð í lyftuhúsi, nýflísalagt baðherbergi, parket á stofu. 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Engihjalli 97 fm á 10. hæð, 3 rúmgóð svefnherb., tvennar svalir, mikið útsýni. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR Reynihvammur 60 fm sérhæð í ný- byggðu húsi, íbúðin er tilbúin til innréttinga og afhendingar strax. Lautasmári Stórglæsileg 82 fm, 2ja herb. á 3. hæð, parket á gólfum, vandaðar innréttingar . Dynsalir 78 fm með sérinngangi á 1. hæð, glæsilegar innréttingar. Laus strax. Freyjugata 43 fm einstaklingsíbúð á 1. hæð. Íbúðin er öll endurnýjuð, parket á gólfum, til afh. strax Njálsgata 46 fm í kjallara í þríbýli. Verð 6,8 m. ATVINNUHÚSNÆÐI Smiðjuvegur Nýtt atvinnuhúsnæði í byggingu. Um er að ræða tvær hæðir sem báðar eru með innkeyrsludyrum samtals 2,519 fm. Hægt er að skipta húsnæðinu í marga eignahluta, allt niður í 162 fm. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.