Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 C 5
Glerárgötu 36, 3. hæð, 600 Akureyri,
sími 460 5300, fax 460 5301.
Netfang: skrin@skrin.is - www.skrin.is
Þjónusta við tölvukerfi
Vegna aukinna verkefna leitar Skrín ehf. nú að starfsfólki til að sinna verkefnum á sviði
tölvuþjónustu á Akureyri. Skrín sérhæfir sig í hýsingu, rekstri tölvukerfa, internetþjón-
ustu og víðneta. Skrín leggur höfuðáherslu á öryggi og traust vinnubrögð og hefur á að
skipa hæfu starfsfólki, sem hefur mikla þekkingu og reynslu á rekstri tölvukerfa og upp-
lýsingatækni. Skrín er með starfsstöðvar á tveimur stöðum, á Akureyri og Grundartanga.
Höfuðstöðvar eru á Glerárgötu 36, Akureyri.
Skrín gerir kröfur um menntun og reynslu í starfi, góða þjónustulund, að starfsfólk séu
virkir þátttakendur, geti unnið sjálfstætt og stýrt verkefnum í liðsvinnu.
Víðnetssérfræðingur
Sérfræðingur í uppsetningu og rekstri víðneta. Þekking á Cisco víðnetsbúnaði, s.s. bein-
um og eldveggjum, er skilyrði og æskilegt að viðkomandi hafi menntun á háskólastigi og
einhverja þekkingu á UNIX stýrikerfum. Starfið fellst í viðhaldi og rekstri internetsbúnað-
ar, víðnets og uppsetningu gagnasambanda Skríns.
Sérfræðingur í Microsoft nethugbúnaði
Sérfræðingur í stýrikerfum og staðarnetum frá Microsoft. MSCE gráða er skilyrði og
menntun á háskólastigi er æskileg. Starfið fellst í þjónustu við viðskiptavini Skríns, upp-
setningu, viðhaldi og rekstri miðlægra kerfa ásamt almennri rekstrarþjónustu.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 5300.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til framkvæmdastjóra Skríns, Glerárgötu 36,
600 Akureyri, fyrir 3. nóvember nk.
Laust embætti
Sjávarútvegsráðuneytið auglýsir embætti
ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu
laust til umsóknar.
Sjávarútvegsráðherra skipar í embættið til
fimm ára frá og með 1. janúar 2004.
Um embættið gilda lög nr. 73/1969, um Stjórn-
arráð Íslands, með síðari breytingum, og lög
nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins með síðari breytingum, að öðru leyti.
Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt
ákvörðun kjaranefndar, sbr. lög nr. 120/1992,
um kjaradóm og kjaranefnd.
Umsóknir skulu hafa borist sjávarútvegsráðu-
neytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, eigi síðar
en 6. nóvember 2003.
Umsóknir, þar sem umsækjandi óskar nafn-
leyndar, verða ekki teknar gildar.
Sjávarútvegsráðuneytinu,
16. október 2003.
Sjúkrahúsið Vogur
Móttökuritari
Laus er til umsóknar staða móttökuritara við
Sjúkrahúsið Vog. Æskilegt er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun og
fyrri störf sendist til skrifstofu SÁÁ, Ármúla
18, 108 Reykjavík, merktar: „Móttökuritari“,
eigi síðar en 28. október nk.
Störf í grunnskólum
Reykjavíkur
Austurbæjarskóli, sími 561 2680
Þroskaþjálfi eða aðili með aðra uppeldismennt-
un til að sinna nemanda með einhverfu.
Breiðagerðisskóli, sími 510 2600
Skólaliðar í almenn störf og skóladagvist.
Hluta- eða fullt starf.
Fellaskóli, sími 557 3800
Sérkennsla í 5.—10. bekk, 67% starf.
Ingunnarskóli, sími 585 0400
Kennsla á miðstigi. Þroskaþjálfi. Skólaliðar í
hluta- eða fullt starf.
Korpuskóli, sími 525 0600
Skólaliði, 50% starf.
Laugalækjarskóli, sími 588 7500
Stuðningsfulltrúi, 100% starf.
Vogaskóli, sími 553 2600
Starfsmaður til að sinna gangavörslu o fl.
75% starf.
Upplýsingar veita skólastjórar, aðstoðarskóla-
stjórar eða aðrir tilgreindir í viðkomandi skól-
um. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv.
kjarasamningum Reykjavíkurborgar við við-
komandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar-
frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna
á netinu undir www.grunnskolar.is.
Sölu- og
markaðsmál
Rótgróið og traust fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu, sem stundar viðskipti með fiskafurðir
frá Íslandi og fjölmörgum öðrum löndum,
óskar eftir sölu- og markaðsmanni til starfa.
Leitað er að einstaklingi til að taka þátt í og/eða
leiða fyrirtækið í nýjum og spennandi sölu-
og markaðsmálum.
Hæfniskröfur: Við leitum að hæfileikaríkum
einstaklingi með mjög góða enskukunnáttu;
bæði í töluðu og rituðu máli. Kunnátta í öðrum
tungumálum er æskileg.
Viðkomandi þarf að hafa einhverja þekkingu
og/eða reynslu í vinnslu og meðferð fiskafurða.
Fyrirtækið er fámennt og gerir því kröfur um
sjálfstæð vinnubrögð, en umfram allt er óskað
eftir vönduðum starfskrafti.
Laun samkvæmt samkomulagi.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðar-
mál.
Umsóknum skal skilað til augldeildar Mbl., eða
á box@mbl.is, merktum: „SM — 14364“,
fyrir 30. október.
Tölvunarfræðingur
Krabbameinsfélag Íslands óskar eftir tölvunar-
fræðingi til starfa hjá félaginu.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi mikla
reynslu af vinnu með Oracle gagnagrunn, upp-
setningu venslagrunna og af hlutbundinni
hönnun og forritun. Umsækjendur þurfa að
geta sýnt fram á góðan árangur í námi og fyrri
störfum, geta unnið sjálfstætt og af nákvæmni
og hafa til að bera hæfni í mannlegum sam-
skiptum, auk áhuga á og helst reynslu af vinnu
sem tengist heilbrigðismálum. Nauðsynlegt
er að umsækjendur hafi gott vald á íslenskri
og enskri tungu.
Krabbameinsfélag Íslands hefur rekið Krabba-
meinsskrá frá árinu 1954 og Leitarstöð frá árinu
1964. Mun tölvunarfræðingurinn starfa fyrir
bæði sviðin. Félagið notar í dag tvenns konar
gagnagrunnskerfi, Adabas og Oracle, og stend-
ur fyrir dyrum að byggja upp nýjan gagna-
grunn í Oracle.
Umsóknarfrestur er til 31. október 2003.
Skriflegar umsóknir skulu sendar til Krabba-
meinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, pósthólf
5420, 125 Reykjavík, merktar:
„Tölvunarfræðingur“.
Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700
Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is
Verslunarstjóri
Öflugt fyrirtæki á höfu›borgarsvæ›inu
leitar a› verslunarstjóra til a› st‡ra
sérvöruverslun á fyrirtækjasvi›i.
Starfssvi›:
Verslunarstjóri er ábyrgur fyrir rekstri verslunarinnar,
innkaupum, framsetningu vara ásamt daglegri stjórnun
starfsmanna. Hann er auk fless ábyrgur fyrir flróun
verslunarinnar, er talsma›ur hennar út á vi› og kemur
a› marka›smálum í samstarfi vi› marka›sdeild
fyrirtækisins.
Hæfniskröfur:
Menntun tengd verslun og vi›skiptum er æskileg og
reynsla af verslunarstörfum er skilyr›i. Vi›komandi
flarf a› vera drífandi, hugmyndaríkur og tilbúinn a›
lei›a vaxandi starf hjá traustu fyrirtæki.
Uppl‡singar veitir Rannveig Haraldsdóttir,
netfang: rannveig@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
merktar ,,Verslunarstjóri 3504“ fyrir 25. október nk.
Ferðaskrifstofustarf
innanlands
Iceland incoming sérhæfir sig í hvataferðum
fyrir erlend fyrirtæki. Við erum með starfsemi
á Íslandi ásamt Svíþjóð og Noregi.
Okkur vantar vanan starfsmann til að sjá um
sölu/úrvinnslu á hvataferðum á Íslandi.
Kröfur:
Lágmark tveggja ára reynsla í skipulagningu
á hópferðum/fyrirtækjaferðum um landið.
Ensku-, sænsku- eða norskukunnátta æskileg.
Jákvæðni.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Umsóknir sendist til info@icelandincoming.is.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Sveins-
son í síma 533 2278 eða Benedikt Kristinsson
í síma 0046 70 6636696.
Sjáið einnig www.icelandincoming.is eða
www.vulkanresor.se .