Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 C 11
STJÓRN Landverndar fagnar
framkomnum drögum að til-
lögu að náttúruverndaráætlun
fyrir tímabilið 2004–2008. Sam-
tökin segja ætlunina vera
metnaðarfulla og byggjast á
vísindalegum grunni. Komist
hún til framkvæmda mun hún
styrkja stöðu náttúruverndar á
Íslandi.
Í yfirlýsingu frá Landvernd
kemur fram að þó stjórn sam-
takanna lýsi yfir stuðningi og
fagni tillögunni, telur hún að
gerðar verði á henni viðbætur
og breytingar.
„Í fyrsta lagi er bæði tíma-
bært og nauðsynlegt að treysta
verndun Þjórsárvera. Náttúru-
farslegt mikilvægi Þjórsárvera
er óumdeilt. Verin hafa afar
hátt verndargildi, bæði á lands-
vísu og alþjóðlega. Það er jafn-
framt staðreynd að núverandi
mörk friðlandsins eru alls ófull-
nægjandi þar sem þau endur-
spegla hvorki náttúrufarslega
né landfræðilega heild ver-
anna,“ segir í yfirlýsingunni.
Í öðru lagi vekur stjórn
Landverndar athygli á því að í
framlögðum drögum að áætlun
eru aðeins tvö svæði sem
vernduð eru vegna jarðhita.
Í þriðja lagi telur stjórn
Landverndar tímabært að tek-
ið verði tillit til verndunar nátt-
úrulegs landslags og búsetu-
landslags. „Landslag á Íslandi
kann að vera ein helsta ástæð-
an fyrir því hve margir ferð-
menn sækja landið heim og
jafnframt mikilvæg ástæða fyr-
ir ferðalögum Íslendinga í eigin
landi.“
Að lokum telur stjórn Land-
verndar ástæðu til að minna á
að reynslan sýni að ekki sé
nægjanlegt að friðlýsa svæði og
vernda. „Svo vernd á friðlýst-
um svæðum sé markviss og ár-
angursrík þarf að ráðstafa til
hennar nægjanlegs fjár til að
merkja svæðin, til að veita upp-
lýsingar og til að sinna eftirliti.
Einnig verða verndunarskil-
málar að vera með þeim hætti
að ekki sé auðsótt að aflétta
vernd þótt upp komi áform um
framkvæmdir á viðkomandi
svæði. Hafa ber í huga að nátt-
úruvernd er byggð með lang-
tímahagsmuni að leiðarljósi en
framkvæmdir oft á tíðum vegna
stundarhagsmuna.“
Drögum
að tillögu
að náttúru-
verndaráætl-
un fagnað
SUZANNE Gordon hefur starfað viðblaðamennsku síðan 1971. Hún hefurskrifað hundruð greina í bandarísk dag-blöð og tímarit um heilbrigðiskerfið og
málefni innan þess og situr í ritstjórn virtra
hjúkrunartímarita, auk þess sem hún hefur marg-
oft verið viðmælandi í bandarísku útvarpi þegar
fjallað er um málefni heilbrigðiskerfisins. Hún var
stödd hér á landi á vegum Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga ásamt eiginmanni sínum, Steve
Early, til að heimsækja íslenskar heilbrigðisstofn-
anir og ræða við hjúkrunarfræðinga um ímynd
hjúkrunar og stöðu hennar þegar kemur að nið-
urskurðum. Gordon hélt einnig afar vel sótta
vinnusmiðju með íslenskum hjúkrunarfræðingum
um leiðir til að rjúfa þagnarmúrinn sem umlykur
hjúkrunarstéttina.
Hluta af vandamálinu telur Gordon mega rekja
til þess að hjúkrunarfræðingar tala ekki mikið um
starf sitt. „Læknar tjá sig mun meira í fjölmiðlum
auk þess sem fjölmiðlar tala sjaldnast við hjúkr-
unarfræðingana, heldur einbeita þér sér að „vald-
höfunum“, læknunum. Þess vegna eiga hjúkr-
unarfræðingar sér sjaldnast neina tilveru í
fjölmiðlum. Blaðamenn fjalla líka meira um at-
burði en ferli, kannski er það í eðli frétta.“
Gordon telur almennt gæta mikillar fáfræði um
hlutverk og gildi hjúkrunar í heilbrigðiskerfinu.
„Ég hef verið að skrifa um þau áhrif sem nið-
urskurðir í heilbrigðiskerfinu hafa á hjúkrun, en
hjúkrun er oft það fyrsta sem er skorið niður, því
hún mætir gjarnan litlum skilningi þeirra sem
fara með fjármál í heilbrigðiskerfinu. Ég hef
skrifað mikið um af hverju almenningur hefur svo
lítinn skilning á mikilvægi hjúkrunar. Almenn-
ingur treystir og líkar vel við hjúkrunarfræðinga,
en fólk skilur ekki hið mikilvæga hlutverk sem
hjúkrunarfræðingar hafa í heilbrigðiskerfinu.“
Hjúkrun er lífsnauðsynlegt starf
„Í Bandaríkjunum njóta hjúkrunarfræðingar
mikils trausts og fólk lítur svo á að þeir veiti sjúk-
lingum ást og umhyggju. En það sem fólk skilur
ekki er að umhyggja hjúkrunarfræðingsins bjarg-
ar mannslífum. Við höldum að við þurfum lækni
þegar við erum lasin, en fólk þarf líka hjúkrun
þegar það er virkilega veikt. Hjúkrunarfræðingar
fylgjast með öllum vísbendingum um þróun sjúk-
lingsins og eru í mjög náinni snertingu við ástand
hans. Fólk undrar sig á því hvað starf hjúkr-
unarfræðinga er í senn fjölbreytt, þarft og lífs-
nauðsynlegt.“ Hjúkrunarfræðingar halda utan
um mikilvæga eftirfylgni, lyfjagjöf og eftirlits-
starf auk þess sem gríðarleg stjórnunarábyrgð er
á þeirra höndum. Meðal annars leiddi nýleg
bandarísk rannsókn í ljós að ef of margir sjúkling-
ar eru á hvern hjúkrunarfræðing minnka lífslíkur
þeirra umtalsvert. Þannig er hjúkrun afar mik-
ilvægur hluti lækningar- og bataferlis fólks. „Í
raun má segja að niðurskurður á hjúkrun sé
skammgóður vermir, því kostnaðurinn sem þar
sparast er ekki neitt miðað við þann efnahagslega
og félagslega skaða sem niðurskurðurinn orsakar
til langs tíma. Þannig spara reyndir hjúkr-
unarfræðingar mikið fjármagn með því að vita á
hárréttum tíma hvenær á að útskrifa sjúklinga og
sóa ekki tíma. Það er ótrúlegur kostnaður að hafa
fólk á gjörgæslu og í öndunarvél og með góðri
hjúkrun er hægt að stytta þennan tíma umtals-
vert,“ segir Gordon. Hún segir lækninn aðeins
fyrsta skrefið í langri leið að bata. Hjúkrunin er
gangan sjálf. „Auk þess gleymist að líta til þess að
lækningar og hjúkrun glíma við afleiðingar viss
orsakasamhengis. Aukningu á kostnaði í heil-
brigðiskerfinu má að miklu leyti rekja til lífsstíls-
breytinga, offita og sykursýki eru orðin landlæg í
vestrænum löndum og gríðarlegur heilsukostn-
aður sem fylgir þessu, neyslulífsstíllinn veldur
sjúkdómum.“
Haltur leiðir blindan
Um muninn á bandaríska og íslenska heilbrigð-
iskerfinu segir Gordon að þar sé himinn og haf á
milli. „Ég furða mig alltaf á því að fólk frá Banda-
ríkjunum er að koma til Norðurlandanna að reyna
að selja bandaríska hugmyndafræði í heilbrigð-
ismálum þegar okkar eigið heilbrigðiskerfi er í
molum. Bandaríkjamenn eyða í heildina þrefalt
stærri hluta landsframleiðslunnar í heilbrigðismál
en þjónustan og árangurinn er helmingi verri á
mann. Um sextán prósent Bandaríkjamanna,
fjörutíu milljónir manna, hafa engan raunhæfan
aðgang að heilsugæslu, þar sem þau hafa ekki efni
á tryggingum. Tryggingarnar sjálfar eru jafnvel
þannig að fólk sem er rammtryggt getur ekki ver-
ið visst um að fá neina hjálp ef það verður lang-
veikt, því þá getur það misst trygginguna og þá
fær það engin lyf og enga umönnun sem það þarf
á að halda. Kerfið hvetur líka til sóunar sem á sér
hvergi hliðstæðu. Einkareknu sjúkrahúsin skera
niður lífsnauðsynlega þjónustu en rukka fólk síð-
an fyrir fullt af þjónustu sem það þarf ekki. Fólki
er haldið lengur inni en það þarf að vera og
sjúkrahúsin sjúga úr því peninga með alls konar
brögðum. Flest gróðasjúkrahúsin eyða um ellefu
prósentum minna í umönnun en þau sem eru rek-
in af góðgerðarsamtökum. Áttatíu og fjögur pró-
sent elliheimila eru einkarekin og það eru alltaf að
koma upp hneyksli varðandi meðferð á gömlu
fólki, þ.e. ef það er ekki þeim mun efnaðra.“
Sexhundruðþúsund gjaldþrot
á ári í BNA vegna veikinda
Gordon segir að meira en helmingur einka-
gjaldþrota í Bandaríkjunum sé vegna heilbrigð-
iskostnaðar. „Sex hundruð þúsund manns á ári
verða gjaldþrota vegna heilbrigðiskostnaðar.
Fólk þorir ekki að fara í læknisskoðun þegar því
líður illa af ótta við kostnaðinn og vegna þess að
það er ekki nógu vel tryggt og endar á því að vera
lagt inn á spítala löngu seinna, með sjúkdóm sem
hefði verið hægt að grípa snemma og koma í veg
fyrir mikinn skaða. Það er svo mikið af fólki sem
verður veikt að óþörfu vegna þess að það kostar
svo mikið að fara ótryggður til læknis.“
Þótt íslenska heilbrigðiskerfið hafi vissa galla
segir Gordon að í raun væri hægt að færa það allt
yfir til Bandaríkjanna og spara gríðarlega fjár-
muni auk þess sem það myndi auka velmegun og
hamingju til muna, enda sé almenn og frí heil-
brigðisþjónusta nokkuð sem Norðurlöndin geti
verið stolt af. „Allt það sem Bandaríkjamenn hafa
verið hræddir með þegar sósíalistagrýlan er dreg-
in fram í umræðum um ríkisrekið heilbrigðiskerfi
hefur löngu komið fram í einkarekna heilbrigð-
iskerfinu og vel það. En það er samt erfitt að
sannfæra Bandaríkjamenn um að setja upp nokk-
uð sem er á ábyrgð hins opinbera. Í raun ættu
norrænir hjúkrunarfræðingar miklu frekar að
fara í víking vestur um haf og selja sitt heilbrigð-
iskerfi, því það stuðlar að mun meiri farsæld og
velmegun en hið bandaríska.“
Óskynsamlegt að
skera niður hjúkrun
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðamaðurinn Suzanne Gordon hefur ákveðnar skoðanir á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum.
Blaðamaðurinn Suzanne
Gordon hefur rannsakað
bandaríska heilbrigðiskerfið í
áratugi og skoðað sérstaklega
stöðu hjúkrunar innan þess.
Hefur hún hlotið fjölda verð-
launa fyrir skrif sín um þessi
viðkvæmu mál. Svavar Knút-
ur Kristinsson hitti Suzanne
að máli og ræddi við hana um
kosti og galla mismunandi
heilbrigðiskerfa og mikilvægi
hjúkrunar.
svavar@mbl.is
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur
veitt UNIFEM á Íslandi styrk að
upphæð 500.000 kr. sem renna mun
til rannsóknar á samþættingu jafn-
réttissjónarmiða í starfi íslensku
friðargæslunnar. Framkvæmdaaðili
rannsóknarinnar er Rannsóknastofa
í kvenna- og kynjafræðum við Há-
skóla Íslands. Með styrkveitingunni
er utanríkisráðuneytið að bregðast
við tilmælum sem fram koma í álykt-
un Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna nr. 1325 frá 2000 og skýrslu
UNIFEM, Women, War, Peace, frá
2002.
Styrkveitingin var tilkynnt á ráð-
stefnunni Konur, stríð og öryggi þar
sem Elisabeth Rehn, fyrrverandi
varnarmálaráðherra Finnlands,
kynnti ofangreinda skýrslu UNI-
FEM. Birna Þórarinsdóttir, BA í
stjórnmálafræði, vinnur rannsókn-
ina undir leiðsögn dr. Vals Ingi-
mundarsonar, dósents við Háskóla
Íslands, og Irmu Erlingsdóttur, for-
stöðumanns Rannsóknastofu í
kvenna- og kynjafræðum.
Styrkur til
rannsókna á
íslensku frið-
argæslunni
ÁKVÆÐISVINNUSTOFA rafiðna
og Origo ehf., dótturfyrirtæki Tölvu-
Mynda hf., undirrituðu nýlega verk-
samning um þróun á nýju upplýs-
ingakerfi fyrir skráningu ákvæðis-
vinnu rafvirkja. Gengið var til
samninga við Origo ehf. að loknu út-
boði á verkefninu en ellefu tilboð bár-
ust í úrvinnslu kerfisins og sá Raf-
teikning hf. um útboðið. Nýtt kerfi
mun auðvelda útreikninga launa-
greiðslna rafvirkja sem starfa hjá
verktökum. Áætlað er að í næstu
áföngum geti rafverktakar meðal
annars unnið kostnaðaráætlanir, til-
boðsgerð og uppgjör við verkkaupa í
kerfinu. Kerfið, sem er keyrt á Net-
inu, er skrifað í .NET og verður hýst
hjá Skyggni hf. sem er samstarfsaðili
Origo.
Að Ákvæðisvinnustofu rafiðna
standa Rafiðnaðarsamband Íslands
og Samtök atvinnurekenda í raf- og
tölvuiðnaði. Þessi samtök hafa gert
með sér samning þess efnis að allar
nýjar raflagnir skuli vinna í ákvæð-
isvinnu og því mikilvægt að þeir hafi
upplýsingakerfi til þess að uppfylla
ákvæði samningsins. Félagsmönnum
verður veittur aðgangur að hinu nýja
kerfi á Netinu þeim að kostnaðar-
lausu og þeir geta því fylgst sjálfir
með verkum og uppgjöri vegna
þeirra, segir í fréttatilkynningu.
Nýtt upplýsinga-
kerfi fyrir rafvirkja
Efri röð frá vinstri: Guðjón Guðmundsson og Guðbrandur Benediktsson frá
Samtökum atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði (SART) og Þorvarður G.
Hjaltason frá Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR). Neðri röð frá vinstri: Stefán
Þór Stefánsson frá Origo ehf., Árni Jón Eggertsson frá Skyggni hf. og Guð-
mundur Gunnarsson frá FÍR og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.