Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILKYNNINGAR BI MANAGEMENT COMPANY S.A. Rekstrarfélag Alþjóðasjóða Búnaðarbankans (BI Investment Fund) 39, Allée Scheffer L-2520 Luxemborg RC Luxemborg B 66 681 Stjórn rekstrarfélags Alþjóðasjóða Búnaðarbankans hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á Nýtæknisjóðnum (New Technology Fund of Funds) sem er sjóðdeild Alþjóðasjóða Búnaðar- bankans (BI Investment Fund). 1. Eins og kunnugt er hafa markaðir Nýtæknisjóðsins orðið fyrir verulegum lækkunum sem hefur leitt til þess að eftirspurn eftir afurðum sem þessum hefur dregist saman. Í ljósi framangreinds hefur stjórn Rekstrarfélags Alþjóðasjóða Búnaðarbankans ákveðið í samræmi við 19. gr. samþykkta sjóðsins, að sameina Nýtæknisjóðinn við aðra sjóðdeild Alþjóðasjóða Búnaðarbankans, Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðinn (Global Sector Fund of Funds), frá og með 20. nóvember 2003. Markmiðið er að lækka kostnað við rekstur sjóðsins og byggja upp alþjóðlegt safn af hluta- bréfasjóðum, sem aðallega tengjast einkavæðingu í ýmsum geirum atvinnulífsins, nýmörkuð- um og hvers konar öðrum tækifærum innan hinna ýmsu geira atvinnulífsins. Með samrunanum mun hámark stjórnunarkostnaðar lækka úr 2,5% í 1,5% að meðaltali af innra virði sjóðsins. 2. Sameining sjóðdeildanna fer fram með þeim hætti að hlutdeildarskírteinishafar í Nýtækni- sjóðnum munu fá hluti sína flutta yfir í Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðinn á þeim degi sem slit sjóðdeildarinnar á sér stað. Hlutir hlutdeildarskírteinishafa í Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðnum munu hafa sama verðgildi og innra virði Nýtæknisjóðsins á þeim degi sem sameiningin tekur gildi. Skiptihlutfall milli sjóðdeildanna verður ákvarðað á innra virði þeirra á sameiningardegi. Hlutföllin verða reiknuð með fjórum aukastöfum og mun skiptihlutfallið verða staðfest af óháðum löggiltum endurskoðanda. Kostnaður vegna sameiningarinnar verður greiddur af Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðnum. 3. Hlutdeildarskírteinishafar sem ekki samþykkja samruna framangreindra tveggja sjóðdeilda, geta sætt innlausn hluta sinna í reiðufé án innlausnargjalds fram til 20. nóvember nk. í sam- ræmi við 19. gr. samþykkta sjóðsins. Útboðslýsing frá nóvember 2003, þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um sjóðinn og þær breytingar sem hér hefur verið lýst, verður til afhendingar á starfsstöð Kaupþings Búnaðarbanka hf. Virðingarfyllst, Stjórn Rekstrarfélags Alþjóðasjóða Búnaðarbankans. Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva 2004 Ríkisútvarpið-Sjónvarp auglýsir eftir lagi til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva sem fram fer í Tyrklandi í maí 2004. Lagið má ekki hafa verið flutt opinberlega og hámarkslengd þess skal vera 3 mínútur. Dómnefnd skipuð fagfólki á sviði tónlistar mun velja eitt lag til að keppa fyrir hönd Íslands. Sjónvarpið áskilur sér rétt til að velja flytjendur þess lags sem valið verður. Heimilt er að senda lögin inn á geisladiski, kass- ettu eða á nótum og ekki er þörf á að þau séu fullunnin. Texti lagsins skal fylgja með á blaði. Höfundar skili lögum til Sjónvarpsins, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, eigi síðar en 17. nóvember, merktum „Söngvakeppnin 2004“. Lögin skulu merkt dulnefni höfundar en rétt nöfn fylgi í lokuðu umslagi. Frekari upplýsingar veitir Jóhanna Jóhanns- dóttir, Innlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins. Úti er ævintýri... ...í Kolaportinu Síðasti dagurinn! Allt á að seljast! Sjáumst á Klapparstígnum. Gvendur dúllari — ennþá betri Klapparstíg 35, s. 511 1925 Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Finnlandi, Hollandi og Noregi Íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki sem stjórnvöld í Finnlandi, Hollandi og Noregi bjóða fram til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í þessum löndum. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver styrkur kemur í hlut Íslendinga. Umsækjendur skulu hafa lokið BA- eða BS-prófi eða öðru sambærilegu prófi. Menntamálaráðuneytið framsendir um- sóknir er uppfylla skilyrði sem nánar eru til- greind í upplýsingum um styrkina. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og einnig á eftirgreindum vefsíðum: Í Finnlandi eru styrkir veittir til 3—9 mánaða og nemur styrkfjárhæðin 725 evrum á mánuði. Upplýsingar og eyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu CIMO (Centre for International Mobi- lity) http://finland.cimo.fi/studying/ Í Hollandi er um svokallaða Huygens-styrki að ræða og eru þeir veittir til 3—10 mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæðin er 702 evrur á mánuði og skulu umsækjendur vera yngri en 35 ára. Upplýsingar og eyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu NUFFIC (Netherlands organ- ization for international cooperation in higher education) http://www.nuffic.nl/huygens/ Í Noregi eru styrkir veittir til 1—10 mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæð er 8.000 n.kr. á mánuði og skulu umsækjendur vera yngri en 40 ára. Upplýsingar og eyðublað fást á vefsíðu Rannsóknarráðs Noregs www.rcn.no/english/is/ Umsóknir um ofangreinda styrki, ásamt stað- festum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember nk. á sérstökum umsóknareyðublöðum. Menntamálaráðuneytið, 17. október 2003. menntamalaraduneyti.is www.fulbright.is Styrkir til rannsókna í Bandaríkjunum Fulbright-stofnunin veitir 2 rannsóknarstyrki að upphæð 6.000 dollarar hvor. Styrkirnir eru ætlaðir vísinda- og fræðimönnum til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum skólaárið 2004- 2005. Skilyrði er að viðkomandi hafi lokið dokt- orsnámi. Miðað er við að rannsóknardvöl í Bandaríkjunum sé a.m.k. þrír mánuðir. Umsóknareyðublöð og upplýsingar: Nánari upplýsingar fást hjá Fulbright-stofnun- inni og hægt er að óska eftir umsóknareyðu- blöðum með tölvupósti: lara@fulbright.is . Skilafrestur umsókna er til 15. nóvember nk. Með umsóknum skulu fylgja staðfesting á að- stöðu við rannsóknarstofnun í Bandaríkjunum og þrjú meðmælabréf. Einnig hefur stofnunin milligöngu um tvo aðra styrki: New Century Scholars Program og Alumni Initiatives Awards Program. Nánari upplýsingar: www.cies.org FULBRIGHT-STOFNUNIN, LAUGAVEGI 59, 101 REYKJAVÍK. Happdrætti Gigtarfélags Íslands Útdráttur 9. október 2003 1. Bifreiðavinningur. Volkswagen Touran 20411 2.—15. Dell fartölvur. hver að verðmæti kr. 229.900 10169 20560 41176 51743 57353 14095 21238 44109 54324 58297 17333 29383 44161 55590 16.—43. Ferðavinningar Hver að verðmæti kr. 140.000 2820 5846 8240 11846 14115 14269 20933 22706 23584 24934 31001 31422 35895 36151 38513 38773 38917 40742 40917 41198 44269 46079 47945 49337 50568 53159 58637 59014 44.—170. Kenwood kaffivélar hver að verðmæti kr. 29.900 408 820 970 2231 3688 3845 4389 4655 4828 5470 8185 8735 9324 9675 9737 9840 10263 10905 11089 11626 12292 12480 12709 13402 14137 14209 14363 14474 14675 14936 16500 16695 16744 16775 17514 17602 17862 18049 18158 18196 18534 18592 18629 18698 19638 20363 20544 21631 22515 22932 23996 24064 24303 24329 25056 25166 25853 26641 26676 27122 27359 27641 27661 27784 28046 28618 29437 29987 30307 31704 32120 32368 32781 33406 33846 35909 37708 37878 38104 39016 40028 40167 40532 40964 41789 42086 42937 43975 44675 44765 45051 45311 45432 45559 45844 46535 47090 47341 47786 48283 48946 49068 49312 49328 49644 50153 50399 53203 53487 53931 54461 54641 55349 55509 55757 55874 56290 56498 56647 57165 57248 57381 57476 57511 58406 58639 59748

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.