Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 C 9 ÚU T B O Ð Rammasamningsútboð nr. 13239 Einmenningstölvur og skyldur búnaður Ríkiskaup, fyrir hönd aðila að rammasamninga- kerfi Ríkiskaupa, óska eftir tilboðum í einmenn- ingstölvur og skyldan búnað, þ.m.t. netþjónar, prentarar, íhlutir, ýmiss jaðarbúnaður, rekstrar- vörur fyrir tölvur og prentara og staðlaður hugbú- naður. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.000 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eftir kl. 13:00, miðvikudaginn 22. október nk. Tilboð verða opnuð á sama stað hinn 27. nóvem- ber nk. kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. SALA 13415 Tilboð óskast í fyrrum starfsmanna- hús þjóðgarðsins á Þingvöllum — Húsið er selt til brottflutnings Húsið var byggt 1984, en flutt á núverandi stað við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum 1995, þar sem það stendur nú á gangstéttarhellum, tilbúið til flutnings. Húsið er ca 50 m² timburhús með áföstum palli á tvo vegu, panelklætt að utan og innan. Útvegg- ir eru einangraðir og klæddir innan með panel, gluggar eru með tvöföldu gleri. Í húsinu er eld- húsinnrétting og snyrting, með vöskum salerni og sturtu. Upplýsingar eru veittar hjá Ríkiskaupum, Borgart- úni 7, Reykjavík, í síma 530 1412. Hægt er að óska eftir að fá að skoða húsið í símum 482 2660 og 482 3609. Kauptilboðseyðublöð liggja frammi hjá framangreindum aðilum ásamt reglum um útfyllingu kauptilboðseyðublaða. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 4. nóvember 2003. Áskilinn er rétt- ur til að hafna þeim tilboðum sem ekki teljast viðunandi. ÚTBOÐ Aðalstræti, endurbygging við Minjasafn Tækni- og umhverfissvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Bæjarsjóðs Akureyrar, óskar hér með eftir tilboðum í endurbyggingu Aðalstrætis við Minja- safn. Tilboðið nær til endurbyggingar um 120 lengd- armetra af götu, bifreiðastæða og stétta. Innifalið í verkinu eru jarðvegsskipti, lagning rafstrengja og uppsetning ljósastaura, jöfnun undir malbik, vél- og forsteyptur kantsteinn, hellulagning ásamt frágangi gróðurbeða og hliðarsvæða. Helstu magntölur eru áætlaðar: Burðarlög 1.500 m³ Jöfnun undir malbik 1.300 m² Hellulögn 900 m² Uppsetning ljósastaura 15 stk. Lagning rafstrengja 300 m. Skiladagur verksins er 1. júní 2004. Útboðsgögn verða seld í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með miðvikudegi 22. október nk. kl 10.00 á 3.000 kr. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir opnun tilboða sem fer fram í fundarsal á fyrstu hæð miðvikudaginn 5. nóvember 2003 kl. 13:00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is TILBOÐ / ÚTBOÐ ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205 Tilboð óskast í uppsteypu og utanhúsfrágang leikskóla við Finnmörk 1 í Hveragerði. Grunnflötur hússins er 394,6 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Íslenskra aðalverktaka Höfðabakka 9, 110 Reykjavík frá og með 21. október gegn 2000 kr. óafturkræfu gjaldi. Opnun útboða fer fram á skrifstofu Hveragerðisbæjar 3. nóvember. ÚtboðAuglýst er eftir tilboðum í þessa Mercedes Bens 303 rútubifreið 33 farþega árgerð 1985, ekin 795.000 km. Bifreiðin er úr eigu þrotabús Rútuferða ehf. og selst í núverandi ástandi, sem væntanlegir tilboðsgjafar eru beðnir að kynna sér rækilega. Upplýsingar eru veittar hjá skiptastjóra þrota- búsins, Sveini Skúlasyni hdl., Ármúla 15, Reykjavík, sími 588 1040, fax 588 1042, netfang sveinn@loglist.is Skriflegum tilboðum sé skilað til skiptastjóra í síðasta lagi 24. október 2003. ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: * Nýtt í auglýsingu 13409 Lyfta í Borgartún 7A. Opnun 28. október 2003 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 3.500. 13387 Kaup á sjúkraflugsþjónustu á Vest- mannaeyjasvæði. Opnun 5. nóvember 2003 kl. 11.00. Verð gagna kr. 3.500. Forval arkitektastofu Alcoa á Íslandi, í samvinnu við verkfræðifyrir- tækin Bechtel og HRV (Hönnun, Rafhönnun og VST), óskar eftir áhugasömum arkitektum til að taka þátt í uppbyggingu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Leitað er að arkitektastofu sem hefur á að skipa mannafla og nægri reynslu í verkefni af þessari stærðargráðu. Stofan mun sjá um vinnu við mótun umhverfis, útlits og innra rýmis verksmiðjunnar. Umsækjendur skulu skila inn upplýsingum um fyrirtækið, starfsfólk þess og fyrri verkefni. Úr hópi umsækjenda verða valdir þrír til fimm aðilar, sem munu taka þátt í hönnunarsam- keppni. Allur kostnaður við þátttöku í þessu forvali er á ábyrgð þeirra aðila, sem taka þátt í því, en hins vegar verður greitt fyrir þátttöku í lokasamkeppninni. Það fyrirtæki, sem telst hæfast til verksins eftir samkeppnina, mun hefja starfið í byrjun janúar 2004 undir stjórn Bechtel og HRV. Frekari upplýsingar og forvalsgögn er að finna á heimasíðu Alcoa á Íslandi, www.alcoa.is und- ir liðnum „atvinnutækifæri“. Þau fyrirtæki, sem hafa áhuga á að taka þátt í forvalinu, skulu leggja fram umbeðin gögn, samkvæmt þess- um forvalsgögnum, til Alcoa á Íslandi, Hallv- eigarstíg 1, 101 Reykjavík, eigi síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 28 október 2003 Förgun hjólbarða Verkefni nr. 13260 Ríkiskaup, fyrir hönd Úrvinnslusjóðs, auglýsa hér með eftir áhugasömum umsækjendum sem hafa hug á að gerast þjónustuaðilar við verkefnið sem lýtur að söfnun og förgun hjólbarða sem til falla á Íslandi á hverjum tíma. Áætlað er að milli 5.000—7.000 tonn af hjólbörð- um berist til landsins árlega. Úrvinnslusjóður gefur út gjaldskrá sem er að finna í gögnum á vefsíðu sjóðsins. Væntanlegir umsækjendur geta nálgast frekari upplýsingar um verkefnið og þar með talið um- sóknareyðublað, á vefslóðinni, www.urvinnslusjodur.is, einnig má nálgast út- prentun á upplýsingum, á skrifstofu Úrvinnslu- sjóðs, Suðurlandsbraut 24, 108 Rvík, og hjá Ríkis- kaupum, Borgartúni 7, 105 Rvík. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn mánudaginn 20. október kl. 13.00 í Borgartúni 6, 4. hæð, 105 Rvík. Skrifstofa Úrvinnslusjóðs tekur á móti umsóknum og gengur frá samningum við þá sem uppfylla skilyrði sjóðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.