Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EITTHVAÐ er það í íslenskri dæg-
urtónlist sem Frakkar kunna að
meta eins og sést af því að Björk
Guðmundsdóttir er hvergi vinsælli
en í Frakklandi, Emilíana Torrini
náði líka einna lengst þar í landi og
Bang Gang er í metum. Barði Jó-
hannsson er fremstur meðal jafn-
ingja í Bang Gang, eini liðsmaður
hljómsveitarinnar þegar grannt er
skoðað, og hann á að baki litríkan
feril. Fyrir skemmstu kom út í
Frakklandi, og hér á landi líka, ný
Bang Gang-plata, Something
Wrong, sem á sér sérkennilegan
aðdraganda, en ólíkt því sem geng-
ur og gerist er Barði ekki bara
lagasmiður á plötunni og helsti
hljóðfæraleikari og söngvari, held-
ur sá hann um flest annað sem að
gerð plötunnar kom og á að auki út-
gáfuréttinn sjálfur sem er ekki al-
gengt þegar gefið er út á millj-
ónamarkaði.
Barði Jóhannsson er fæddur og
upp alinn í Hlíðunum þó að sú saga
hafi snemma farið af stað að hann
væri af Seltjarnarnesinu, „óskilj-
anlegt“, segir Barði og rifjar upp að
þegar hann var í Menntaskólanum í
Reykjavík hafi það verið almenn
trú manna að hann væri af Nesinu.
„Ég hlýt að vera eitthvað nesleg-
ur,“ segir hann og kímir. Barði var í
Æfinga- og tilraunadeild Kenn-
araskóla Íslands og segir að það
hafi legið beinast við að fara í
Menntaskólann við Hamrahlíð.
Hann langaði aftur á móti að fara í
skóla með bekkjakerfi og einnig að
kynnast nýju fólki. „Ég vissi að ef
ég færi í MH myndi ég halda mig í
sama vinahópnum og því vildi ég
breyta til. Ég man aftur á móti ekki
af hverju mig langaði í skóla með
bekkjakerfi, það hefur sýnst heilla-
ráð á sínum tíma, en óskiljanlegt í
dag, þó að ég hafi reyndar kunnað
afskaplega vel við mig í MR.“
Þegar Barði kom í MR var hann
kominn vel af stað í tónlistinni,
enda byrjaði hann að músísera sem
barn. „Það voru píanó, gítar og
harmonikka heima hjá afa mínum
og ömmu, en ég var mikið hjá þeim.
Ég fór snemma að reyna að spila á
píanóið og svo gítar og fjölskyldan
tók því vel, var dugleg við að styðja
mig og gefa mér hljóðfæri. Það
hjálpaði kannski einna mest hvað
þau voru þolinmóð varðandi hávað-
ann.“
Ester Thalíu Casey segist Barði
hafa þekkt frá því hann átti lagið
Falskur á barnaplötunni Ekkert
mál, en hún söng einnig lag á þeirri
plötu. Þetta var 1989 þegar Barði
var fjórtán ára og lagið var tekið
upp í stúdíói sem Sverrir Storm-
sker vandi komur sínar í. Eitt sinn
tókst Barða að herða svo upp hug-
ann að hann gat beðið Sverri að
syngja með sér í laginu, enda var
hann mikill aðdáandi hans, en ann-
ars flutti hann lagið með Hildi Guð-
nýju Þórhallsdóttur undir nafninu
Vandamál, sem mótvægi við söng-
hópinn Ekkert mál sem platan dró
nafn sitt af. Barði vill þó ekki tala
mikið um þetta fyrsta lag sitt, segir
að það hafi verið svo slæmt að hann
hafi bannað að það yrði á plötunni
þegar hún var endurútgefin á
geisladisk. „Ég bið þá sem þetta
lesa að eyða þeim plötum sem þeir
finna með þessu lagi, enda er það
eitt versta lag sem samið hefur ver-
ið og illa sungið.“
Gítarinn varð aðalhljóðfærið
Barði byrjaði að læra á píanó,
lærði í eitt ár, en gítarinn varð
snemma aðalhljóðfæri Barða og
hann fór meðal annars í Gítarskóla
Ólafs Gauks og stundaði vís-
indalegt rafgítarnám. „Ég man
ekki hvort ég lærði nokkuð, en ef-
laust hefur það gagnast mér, ég
held að allt gagnist manni þegar
upp er staðið.“ Eftir Gítarskóla
Ólafs Gauks lá leiðin í Tónlistar-
skóla FÍH þar sem hann lærði á
gítar undir handleiðslu Stefáns
Hjörleifssonar og tók þar þrjú stig.
„Mér fannst aftur á móti leiðinlegt
að spila coverefni eftir Mozart og
Bach og endalausa skala, ég vildi
frekar semja mín eigin lög og spila
þau.“
Fimmtán ára gamall stofnaði
Barði sína fyrstu hljómsveit, Öpp
Jors, með félaga sínum Lárusi
Magnússyni. Öpp Jors sendi frá
sér þrjár snældur, Mongolian
Bobo, Plan-B Dauði og Görn
(breskur skemmtistaður). Á síðast-
nefndu snældunni, sem gefin var út
í viðhafnarumbúðum með ítarleg-
um upplýsingum um hvert lag,
ljóðablaði og áritaðri mynd af þeim
Barða og Lárusi, bregður fyrir
aukasjálfinu Barði Fokken, sem
Barði segist hafa notað í útvarps-
þáttum sem hann var með í grunn-
skólaútvarpi. „Mér fannst það gott
á sínum tíma, en í dag finnst mér
það lélegt,“ segir Barði og heldur
svo áfram eftir smáþögn: „Ég hef
gert mjög margt lélegt um dagana,
en það er nú bara til að læra af því,
maður þarf að gera lélegt til að
geta gert gott.“
Barði segist aldrei líta í þetta
gamla lagasafn þó að inni á milli
leynist sjálfsagt góðar hugmyndir
sem mætti nýta betur. „Það endar
nú samt alltaf með því að ég geri
nýtt, ég á fullt af hugmyndum sem
verða aldrei að neinu, sumar góðar
en aðrar ömurlegar,“ segir Barði
og veltir enn fyrir sér hugmyndinni
um að læra af hinu slæma: „Mér
finnst gaman að fara á lélega tón-
leika, því það gefur mér sjálfs-
traust, kennir mér hvað á ekki að
gera og líka að meta betur það sem
er gott; ef maður sér bara það sem
er gott brenglast fegurðarskynið.“
Marsipan og Bang Gang
Barði átti víðar lög á þessum
tíma, því hann samdi lög á árshátíð-
arplötur sem gefnar voru út í skól-
anum og svo tók hann upp nokkur
lög með hljómsveitinni Marsipan
sem hann starfaði með um tíma og
lék á tvennum tónleikum, en þess
má geta að Esther Talía Casey söng
með Marsipani, en Barði hafði
kynnst Esther þegar Ekkert mál
var tekin upp. Þegar Marsipan lagði
upp laupana varð Bang Gang til og
hefur starfað upp frá því.
„Einn af helstu kostum við það að
fara í MR var að kynnast Henrik
Baldvin Björnssyni sem ég stofnaði
með Bang Gang,“ segir Barði.
Hljómsveitin Bang Gang var skipuð
þeim tveim til að byrjað með og þeir
eru einir nefndir á smáskífunni
Listen Baby með The Bang Gang
sem kom út haustið 1996. Síðan
slógust í hópinn Esther Talía og
tveir til viðbótar og þannig skipuð
lék sveitin á tónleikum. Hún tók
upp tvö lög til viðbótar sem Henrik
og Esther Talía syngja saman en
fór síðan hljómsveitin í frí. „Ég hélt
þó áfram að vinna lög með Esther
Talíu og sendi inn lög í samkeppni
um að komast á geisladisk með
ungum tónlistarmönnum sem fyr-
irtækið Sproti stóð fyrir. Mér
bauðst svo að vera með lög á safn-
plötunni, sem hét Spírur, en þá
vantaði mig nafn. Ég fékk því leyfi
frá Henrik að nota Bang Gang og
hef notað það síðan.“ Þess má svo
geta að Henrik er nú höfuðpaur
hljómsveitarinnar Singapore Sling.
„Skemmtilega nýstárleg“
Þessi fyrstu lög Bang Gang voru
talsvert frábrugðin því sem Barði
hafði áður gert, því þó hann léki enn
á gítar var hann farinn að nota tölv-
ur við tónsmíðar og undirleik. „Ég
kunni svo vel að meta að vera eng-
um háður, að geta gert hlutina þeg-
ar mér hentaði.“
Spírur komu út haustið 1997 og
var vel tekið; í gagnrýni í Morg-
unblaðinu í nóvember 1997 eru
Bang Gang lögin tvö sögð:
„skemmtilega nýstárleg, tölvu-
popp með myrkum blæ“.
Snemma árs 1998 hélt Steinar
Berg, sem fyrirtæki hans, Spor,
var móðurfyrirtæki Sprota, á
Midem tónlistarhátíðina í Frakk-
landi með tvöfaldan kynning-
ardisk í fórum sínum, Ice and
Fire, en á þeim disk, sem gerður
var í samvinnu íslenskra útgef-
enda, voru 33 lög íslenskra flytj-
enda. Þar var Bang Gang lagið
Sleep af Spíruplötunni og út-
sendari Warner í Frakklandi
hreifst af, vildi endilega fá meira
af Bang Gang. Á endanum var
samið um að gefa lagið út á smá-
skífu í Frakklandi haustið 1998
og hugsanlega stóra plötu, en
áhuginn frá Frakklandi varð til
þess að ákveðið var að gera plötu
til að gefa út hér heima þó sölu-
plön hafi víst ekki verið nema
upp á 300–500 eintök.
Um sumarið vann Barði því að
stórri plötu, segist hafa samið
lögin nánast jafnóðum og þau
voru tekin upp, en Bang Gang
átti lag á annarri safnplötu
Sprota, Kvistir hét sú, sem kom
út í júlí 1998. Stóra platan You
kom svo út í nóvember 1998 og í
dómi um hana í Morgunblaðinu
féllu þessi orð: „Barði og Ester
hafa náð að setja saman fram-
úrskarandi plötu sem er með því
besta sem komið hefur út á árinu
og markar módernísku íslensku
poppi nýja stefnu.“
Útgáfa í Frakklandi
Þrátt fyrir miklar væntingar
um útgáfu ytra tók allt mun
lengri tíma en ætlað var í upp-
hafi. „Það tekur reyndar allt
langan tíma þegar maður er að
vinna með stórfyrirtækjum í út-
löndum en ég veit ekki af hverju
þetta gekk svo hægt. Ég hafði á
tilfinningunni á þessum tíma að
menn væru ekki að sinna þessu
nógu vel innan Skífunna sem
fékk útgáfuréttinn þegar Spor
rann inn í hana. Svo var ráðinn
þangað maður að nafni Björn
Steinbekk og þá fór allt að ganga
miklu betur, hann stóð sig afar
vel.“ You kom svo út í Frakk-
landi og Þýskalandi í byrjun nóv-
ember 2000.
Þó tekist hafi að koma plötunni
út ytra segir Barði að sér hafi
fundist sem ekki ríkti skilningur
á því hvað væri rétt að gera í
framhaldinu og einnig hafi sér
fundist að menn væru of upp-
teknir við að reyna að koma á
framfæri öðrum listamönnum.
„Það var vissulega áhugi fyrir
því að gera aðra Bang Gang-
plötu, menn voru æstir í það, en
hún mátti ekkert kosta; fjárhags-
áætlun fyrir plötuna var þriðj-
ungur af því sem kostaði að gera
eitt myndband við lag af You.
Mér fannst líka áherslur í samn-
ingamálum úti ver skringilegar
og ekki líklegar til að bera árang-
ur. Á endanum ákvað ég því að
best væri að gera þetta sjálfur og
2001 ákvað ég að rifta samn-
ingnum við Skífuna, borgaði tæp-
ar tvær milljónir króna til að
losna.“
Barði segir að þeir tónlist-
Barði og söngkonan Keren Ann Zeidel hafa verið
áberandi í frönskum tónlistarblöðum undanfarið.
rfitt að eiga sér einkalíf
’ Ég kunni svovel að meta að
vera engum
háður, að geta
gert hlutina
þegar mér
hentaði. ‘