Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMÖNNUN veikra barna fer stöðugt batnandi. Sjúkdómar, sem áður voru ólæknandi, eru nú með- höndlanlegir og ár- angur oft góður. Börn, sem áttu litla lífsvon fyrir fáum áratugum, má nú lækna og eru horf- ur þeirra til eðlilegs lífs oft góðar. Sjúk- dómar, sem áður voru valdir að langvinnum veik- indum, eru nú oft léttbærari. Þá hefur nýr Barnaspítali Hringsins einnig skapað veikum börnum og aðstandendum þeirra betra umhverfi en áður. En betur má … Þótt árangur sé góður og að- stæður batnandi er margt ógert. Nýir sjúkdómar og flókin vanda- mál blasa nú við. Verkefnin fram- undan eru mörg. Betur má ef duga skal. Batnandi árangur og breytt hugarfar og viðhorf til langvinnra sjúkdóma skapa okkur ný tæki- færi. Að mörgu er að hyggja við meðhöndlun langveikra eða alvar- lega veikra barna. Aðstæður fjöl- skyldunnar, félagslegt umhverfi, aðbúnaður systkina og andleg líð- an eru meðal þeirra atriða, sem gefa þarf meiri gaum. Mikilvægt er að vandamálin séu skoðuð frá ýmsum sjónarhólum. Sjónarhóll Yfirstandandi er nú landssöfnun til styrktar Sjónarhóli, þjónustu- miðstöðvar fyrir sérstök börn og fjölskyldur þeirra. Á Sjónarhóli er fyrirhugað að veita börnum og fjölskyldum þeirra mikilvæga þjónustu eins og að framan grein- ir, sem vonandi varðar leiðina til betra lífs. Það er virðingarvert verkefni að bæta þjónustu við veik börn og aðstandendur þeirra. Barnaspítali Hringsins fagnar framtakinu og óskar Sjónarhóli heillaríkrar framtíðar. Nýr Sjónarhóll Eftir Ásgeir Haraldsson Höfundur er prófessor og sviðs- stjóri lækninga barnasviðs Barna- spítala Hringsins. Í HUGA margra er skjalasafn eingöngu geymsla. Það er litið svo á að þar séu geymd gömul, rykfallin skjöl sem engan varði um enda allir dauðir sem þau fjalla um. Allt frá því maðurinn fór að festa í letur hugsanir sínar, framtíðaráform og gerninga milli manna hefur verið kostað kapps um að varðveita gögnin. Þótt fjarstæðukennt sé þá er ekki langur vegur frá leirtöflunum sem varðveittar eru úr skjalasöfnum valdamanna austur í Mesópótamíu og mót- aðar voru mörg þúsund árum fyrir Kristburð og þeirra gagna sem í dag eru varðveitt í tölvutæku formi og send með rafboðum milli heimsálfa á örskotstund. Eðli gagnanna er það sama, gerningar milli manna, stofnana og ríkja. Sumt fánýtt, annað sem veldur hræringum í samfélaginu. Sammerkt er það að þegar gerningurinn er skráður er lítið vitað hversu mikið gildi hann hefur til varðveislu og það sem þó er sérstæðast, sömu vandamálin er við að glíma í varðveislu gagnanna. Varðveisluformið úreld- ist og það veldur vandkvæðum að ráða þau tákn sem notuð eru til að skrá gögnin. Það má færa fyrir því rök að leirtöflur Hammúrabís í Babýlon hafi meira varðveisluþol en tölvugögnin sem verða til í brölti þeirra Bush og Blair á sömu slóðum mörg þúsund árum seinna. Skjalasöfn geyma sögu þjóða, þar má finna gögn sem segja frá vænt- ingum og þrám. Þar finnast gögn um örlagaþrugna atburði sem varða framtíð þjóðar en þar er einnig varðveitt það sem segir sögu einstaklings- ins sem lifir og deyr án þess að af honum gangi viðburðarík saga. Í kynningu á hlutverki skjalasafnanna hef ég tekið sem dæmi um hvernig gildi skjals breytist þegar það eldist, að á Héraðsskjalasafni Austfirðinga er varðveitt fjölritað a4 blað sem geymir auglýsingu um söngskemmtun á Seyðisfirði í janúar 1915, það er karlakórinn Bragi líklega undir stjórn Inga T. Lárussonar sem heldur skemmtunina og þarna eru flutt nokkur lög eftir Inga T., kanski frumflutningur. Ég veit ekki hvaðan þetta blað barst til safnsins, enda skiptir það minnstu máli en mér finnst ég skynja betur hið daglega líf á Seyðisfirði á þessum árum þegar ég handleik þetta lúða blað. Á þeim tímum sem við lifum í dag er magn prentaðs máls að kæfa okkur og hillumetrar í skjalasöfnum fyllast af því að okkur finnst oft gagnslitlu drasli. En hvað er verðmætast af þessu? Stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar standa yfir á hálendi Austurlands, Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur reynt að varðveita sem flest af því sem viðkemur þessum framkvæmdum, og þá m.a. þykka skýrslubunka um rannsóknir, útboðsgögn og annað sem samhliða miklu magni skrifa í blöðum mun verða viðfangsefni sagnfræð- inga, stjórnmálafræðinga, félagsfræðinga og annarra viturra manna sem leggja mat á málið þegar komin er nægileg tímanleg fjarlægð til að hægt verði að meta það á sanngjarnan og hlutlausan hátt. En mig grunar að besta heimildin til að skynja líf fólksins sem þarna tókst á verði auglýsinga- miðillinn Dagskráin sem í dag kemur inn um bréfalúguna einu sinni í viku, liggur við hliðina á sjónvarpinu í vikutíma og fer þaðan í ruslafötuna. Í þessum bæklingi slær hjarta samfélagsins, þar má sjá hvað fólk er að starfa. Því nefni ég þetta dæmi að mér þykir oft lítill skilningur á því hversu mikilvægt það er að halda til haga öllu sem skýrt getur og varpað ljósi á athafnir genginna kynslóða. Norræni skjaladagurinn sem haldinn verður í ár hinn 8. nóvember, er samstarfsvettvangur skjalasafna á Norðurlöndunum. Sama þema er á sýn- ingunum, Er heilsu haldið til haga? Líkami-heilsa-íþróttir. Undir þessum orðum verður sýningarhald í flestum skjalasöfnum lands- ins 8. nóvember nk. en viðfangsefnin verða þrátt fyrir það fjölbreytt. Þar má nefna íþrótta- og ungmennafélög, heilsurækt, íþróttakeppni, ein- staklinga í leik og starfi. Ég hvet alla sem hafa áhuga á samhengi fortíðar og framtíðar að leggja leið sína á næsta skjalasafn á skjaladeginum 8. nóvember. Hvað er skjalasafn? Eftir Hrafnkel A. Jónsson Höfundur er héraðsskjalavörður á Egilsstöðum. Á AKUREYRI er gefinn út Viku- dagur, blað sem undirrituð sér sjald- an, þykir enda ekki mikið til útgáf- unnar koma. Ég hef þó lesið stöku grein- ar í blaðinu, þær sem fjalla um vinnu- stað minn, Leikfélag Akureyrar og ollu þær greinar mér mikilli furðu. Frétta- öflun og frásagnir um LA í Vikudegi virðast vera fjarri öllum vinnubrögðum sem mér eru kunnug, og má helst líkja við róg- burð. Því hefur m.a. verið haldið fram í blaðinu að starfsfólk hafi skipt eigum LA á milli sín! Þá var látið að því liggja að starfsfólk væri á tvöföldum launum og að leikstjórar væru yf- irborgaðir. Þetta er auðvitað allt frá- leitt, skárra væri það nú hjá stofnun sem sýslar með opinbert fé. Blaðamennska af þessu tagi er of fáfengileg til að gefa henni mikinn gaum. Undirrituð vill þó leggja nokk- uð til málanna vegna forsíðugreinar 23. október, en þar beinast dylgj- urnar að henni beint. Í þeirri grein er fjallað um aðalfund LA sem haldinn var nú í október. Hjörleifur Hall- gríms, ábyrgðarmaður og blaðamað- ur á Vikudegi, mætti á fundinn enda er hann meðlimur í félaginu. Hann skrifar svo grein í blaðið sitt um þessa samkomu og hefur greinilega gáfu til að upplifa hluti á mjög skapandi hátt. Hann kallar LA fjölskyldufyr- irtæki og það er reyndar staðreynd að 3 fastráðnir starfsmenn leikhúss- ins eru úr sömu fjölskyldunni, ég undirrituð, Ragna Garðarsdóttir móðir mín og Þráinn Karlsson faðir minn. Þetta kann að þykja sérstakt og er það eflaust, en við sem þessari fjölskyldu tilheyrum störfum öll á faglegum grunni. Í greininni ýjar Hjörleifur að því að fjölskyldan fari með völd í LA líkt og þríhöfða einræðisherra, og að skrímsli þetta hafi stjórnað fund- inum með ægivaldi, meðan formaður LA og fjármálastjóri þögðu þunnu hljóði, líklegast af hræðslu við skrímslið, sem fer offari þegar höfuð föðursins mælir. Hvorki fjár- málastjóri né aðrir mæta á fé- lagsfund LA sem starfsmenn húss- ins, heldur sem félagsmenn. Starfsmenn leikhússins eru hins vegar vel í stakk búnir til að svara ýmsum spurningum, eðli málsins samkvæmt, líkt og bæði fjár- málastjóri og leikhússtjóri gerðu. Faðir minn er í stjórn LA, en stjórnin hefur hvorki með yfirstjórn leikhússins að gera né sýslar við rekstur þess að öðru leyti en því að skipa fólk í leikhúsráð sem svo ræð- ur leikhússtjóra og er yfirstjórn hússins. Undirrituð er fulltrúi starfsmanna í leikhúsráði og er kos- in af starfsfólki. Fulltrúi starfs- manna hefur ekki atkvæðisrétt í ráðinu. Þessi fjölskyldutengsl innan leik- hússins hvetja undirritaða til fag- legra vinnubragða frekar en nokkuð annað, einmitt til þess að tengslin hafi ekki áhrif á störf mín eða annarra. Ætla mætti að félagsmenn í LA séu í félaginu til að vinna að fram- gangi atvinnuleikhúss á Akureyri. Þó kann að vera að Hjörleifur sé þar á öðrum forsendum en hann kvartaði yfir því á fundinum að ekkert væri gert fyrir félagsmenn, svo sem að halda einhverskonar samkomur. Ég tel líklegt að stjórnarmenn í LA hafi öðrum hnöppum að hneppa en að gera LA að einhverjum skemmti- klúbbi, enda ætti hver sem er að geta staðið fyrir slíku. Niðrandi ummæli um fjölskyldu mína eru þó ekki aðalástæða þess- arar greinar heldur þær dylgjur sem Hjörleifur er með um tengsl leikhópsins Hálfs Hrekks í dós og LA, leikhóp sem undirrituð og tveir aðrir stofnuðu síðast liðinn vetur í kringum verkefnið „Búkollu“. Hjör- leifur segir að fjármálatengsl leik- hópsins og LA séu „óljós“ og virðist gruna leikhópinn um einhverskonar misnotkun. Þetta segir hann án rök- stuðnings og klikkir svo út með ein- kennilegri samlíkingu. Hann segir að þessum óljósu tengslum megi líkja við það að starfsmaður Bón- usverslunar seldi í versluninni kál og kartöflur og stingi gróðanum í eigin vasa. Þessi kúnstuga og langsótta líking á augljóslega að benda les- endum á hvernig leikhópurinn hafi misnotað aðstöðu sína til að græða peninga! Hvorki er um „óljós“ fjár- málatengsl né misnotkun að ræða. Verkefnið „Búkolla“ var samstarfs- verkefni leikhópsins og LA, þar sem leikhópurinn greiddi laun og allan annan kostnað sem til féll við upp- setninguna, líkt og aðrir hópar sem fá inni í húsinu. Það ríður enginn feitum hesti frá leikhópastarfi, þar er ekki um neinn gróða að ræða. Innkoma af seldum miðum hrekkur ekki fyrir kostnaði, einmitt þess vegna þiggur leikhús styrki! Samheldið starfsfólk LA var boðið og búið til að hjálpa til við verk- efnið svo það gæti orðið að veruleika, margir gengu svo langt að vinna sjálf- boðavinnu ef með þurfti, ekki vegna misferlis eða einræðis fjölskyldu und- irritaðrar heldur vegna þess að verk- efnið þótti þarft, og starfsfólkið vill búa til leiklist. Það var nefnilega þannig að LA bauð ekki upp á barna- sýningu síðast liðinn vetur, en Bónus bíður upp á bæði kál og kartöflur. Hjörleifur spurði um þessi tengsl á aðalfundinum og undirrituð varð fyrir svörum. Ef honum hefur fundist svar- ið svona óljóst er honum í lófa lagið að spurja frekar, hyggist hann róa á mið rannsóknarblaðamennskunnar, nema hann óttist hin höfuðin tvö á einræð- isskrímslinu. Það upplýsist hér með að meðlimir fjölskyldunnar eru mestu meinleysingjar og lýðræðissinnar. Eins sendi ég Hjörleifi tölvupóst síð- asta vetur þess efnis að starfsfólk LA sé tilbúið að veita upplýsingar, ætli hann sér að skrifa um starfsemina, svona bara til að fá staðreyndir á hreint. Það boð stendur enn. „Fjölskyldu- og fjármálatengsl“ Eftir Hildigunni Þráinsdóttur Höfundur er leikkona. ÞAÐ er með ólíkindum hvernig vinnubrögð meirihluta sveit- arstjórnar og sveitarstjóra Vatns- leysustrand- arhrepps hafa verið í svonefndu „Suð- urkotsmáli“. Hinn 23. október sl. barst undirrituðum greinargerð frá eig- endum landspildna við Akurgerði, Vogagerði og Iðn- dal í Vogum, Vatns- leysustrand- arhreppi en þar segir m.a.; „Und- anfarin fjögur ár hafa eigendur Suð- urkotslands í Vog- um mátt þola óvið- unandi máls- meðferð forsvars- manna Vatnsleysu- strandarhrepps vegna skipulags á landi þeirra og nýtingu þess.“ Í þessari greinargerð rekja máls- aðilar samskipti sín við hrepps- yfirvöld, virðast okkur vinnu- brögðin í þessu máli einkennileg svo ekki sé meira sagt. Það er ljóst að þrátt fyrir að sveitarstjóra hafi verið veitt um- boð til að ganga til samninga við landeigendur á hreppsnefnd- arfundi 1. júní 1999 og þrátt fyrir undirritun viljayfirlýsingar 4. maí 2001 er málinu enn ekki lokið. Á hreppsnefndarfundi 8. maí 2001 er fjallað um viljayfirlýsingu þessa og er þá bókað: „Hreppsnefnd samþykkir viljayfirlýsinguna og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi í samráði við lög- fræðing hreppsins.“ Þetta deilu- mál hefur farið fyrir umhverf- isráðherra sem hafnaði beiðni hreppsnefndar um eignarnám á umræddu svæði, einnig liggur fyr- ir úrskurður frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála sem felldi úr gildi deiliskipulag fyrir umrætt land og segir þar m.a. „Stofnunin telur hins vegar brýnt að sveitarstjórnir leiti eftir sem virkastri samvinnu við landeig- endur og aðra hagsmunaaðila við skipulagsgerð.“ Hreppsnefndinni var í raun sagt að vinna vinnuna sína betur og í samræmi við lög og reglugerðir en án árangurs. Þegar skrifað var undir vilja- yfirlýsingu féllst hreppsnefnd á að ganga frá þessu máli og landeig- endur féllust á að falla frá stjórn- sýslukæru og athugasemdum við deiliskipulag sem fyrir lá. Í vilja- yfirlýsingunni segir m.a. „Land- eigendur lýsa yfir vilja sínum til að selja hlutdeild í landi sínu við Akurgerði og Vogagerði (Suð- urkotsland) og Vatnsleysustrand- arhreppur sömuleiðis viljanum til kaupa. Teknar verða upp samn- ingsviðræður um verð en náist ekki samkomulag um það innan 30 daga frá undirritun þessarar vilja- yfirlýsingar eru aðilar sammála um að láta dómkveðja tvo hæfa og óvilhalla matsmenn, sem sátt næst um, til að meta söluverð landsins.“ 10. júlí 2002 voru í Héraðsdómi Reykjaness dómkvaddir sem matsmenn þeir Dan V.S. Wiium hdl. og Jón Guðmundsson löggilt- ur fasteignasali. Í nóv. 2002 er matsgerð dómkvaddra matsmanna tilbúin til afhendingar. Niður- stöður matsmanna hafa greinilega ekki verið meirihluta hrepps- nefndar eða sveitarstjóra að skapi því matsgerðinni hefur hreinlega verið stungið ofaní skúffu. Hinn 9. janúar sl. sendir lög- maður landeigenda bréf til lög- fræðings hreppsins þar sem m.a. segir „Matsgerð dómkvaddra matsmanna hefur nú legið fyrir síðan í nóvember síðastliðnum. Umbjóðendur mínir lýsa yfir vilja sínum til að ganga nú þegar frá kaupum umbjóðenda yðar, Vatns- leysustrandarhrepps, á ofan- greindum landspildum þeirra í samræmi við matsniðurstöður hinna dómkvöddu matsmanna.“ Og nú í lok október, nærri ári eft- ir að matsgerð lá fyrir, hefur enn ekki verið haft samband við land- eigendur vegna þessara mála. Í greinargerð landeigenda kemur fram að hreppsyfirvöld og lög- fræðingur þeirra hafa ekki svarað hluta þeirra erinda sem send hafa verið skriflega vegna þessa máls og þykir okkur það ólíðandi vinnu- brögð. Forsvarsmenn sveitarfé- lagsins hafa, að sögn landeigenda, ekki mætt á einn einasta fund vegna þessa máls heldur beitt fyr- ir sig lögmanni. Því miður er þetta ekki eina málið sem ratað hefur inn á borð lögfræðinga. Það er forvitnilegt að vita hvað við, íbúar hreppsins, höfum greitt fyrir lög- fræðiþjónustu á síðastliðnum árum en það er án nokkurs vafa óheyri- leg upphæð, af einhverjum ástæð- um virðist forsvarsmönnum sveit- arfélagsins ganga illa að leysa úr þeim deilumálum sem upp koma í sveitarfélaginu án milligöngu lög- fræðinga eins og raunin er í þessu máli. Einkennileg vinnubrögð meirihluta hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps Eftir Halldóru M. Baldursdóttur og Kjartan Hilmisson Höfundar eru fulltrúar V- og T-lista í minnihluta hreppsnefndar Vatns- leysustrandarhrepps. Halldóra Baldursdóttir Kjartan Hilmisson Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn Ljós Gjafavara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.