Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 51
STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert dugleg/ur, óttalaus og stórhuga og kannt að njóta lífsins. Félagslífið verður fjörugt á komandi ári. Ný ást gæti kviknað. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þig langar til að hjálpa vini þínum, kunninga eða jafn- vel einhverjum ókunnugum í dag. Láttu verða af því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það var einhver drungi yfir þér í byrjun vikunnar en nú er að létta til. Þú vilt lifa í samræmi við hugsjónir þín- ar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur óvenju sterka til- finningu fyrir þörfum ann- arra. Þetta getur stuðlað að aukinni samvinnu í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að forðast að setja fólk upp á stall. Mundu að sú/sá sem þú elskar er mennsk/ur eins og við hin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú finnur til örlætis og hlýju í garð fjölskyldu þinn- ar. Mundu að kærleikurinn felst meðal annars í vilj- anum til að gefa og þiggja. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að átta þig á því hvað það er sem þú vilt gera í lífinu þannig að þú getir stjórnað ferðinni í stað þess að fljóta með straumnum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig langar til að kaupa eitt- hvað rándýrt. Ef þú lætur verða af því reyndu þá að gera það fyrri hluta dags. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú leitar dýpri skilnings á leyndardómum lífsins. Þú vilt vita hvað býr undir yf- irborði hlutanna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að gefa þér tíma til einveru í dag. Stutt hug- leiðsla, sundsprettur eða nokkrar jógaæfingar geta skipt sköpum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er samkennd í loftinu sem auðveldar alla sam- vinnu í dag. Þú ert tilbúin til að hjálpa öðrum og aðrir eru tilbúnir til að hjálpa þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í góðu jafnvægi og því gæti þér fundist yfir- maður þinn óvenju sann- gjarn í dag. Taktu eftir því hvað hugarfar þitt skiptir miklu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð mikið út úr góð- gerðarstarfi í dag. Þú gætir einnig fengið hjálp frá öðr- um. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK Opnum í Húsgagnahöllinni Bíldshöfða 20 í byrjun desember Verslunin flytur Rýmingarsala • Fjöldi tilboðaUNNUSTAN Hamingjan gæfi ég hefði mér fljóð, en hvörn’ hún skal vera, það man ég nú ekki: tærilát, sparsöm og tryggvasta blóð, tilsýndar viðlíka og hún sem ég þekki; langt betri í geðinu en Gröndal og ég, góðsöm, en dálítið stuttaraleg. Hægra er að óska sér en að fá í henni veröld stúlku þá. Í húslegri sýslan er hagnýtir allt, og hannyrða-steinka sú bezta ég kenni, góðsöm og hugul, ef geð mitt er kalt, gjöri eg það sama, nær stutt er í henni; koss vil ég hafa og kaffi, þá vil, hvort það er nóg, eða slétt ekki til. Hægra er að óska sér en að fá í henni veröld stúlku þá. - - - Benedikt Jónsson Gröndal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 7. nóv- ember, er sjötug Ástrós Eyja Kristinsdóttir frá Vestmannaeyjum, nú bú- sett að Suðurgötu 15, Keflavík. Eiginmaður henn- ar var Hjörleifur Már Er- lendsson er lést 1999. Í til- efni dagsins ætlar Ástrós að taka á móti ættingjum og vinum í Hvammi á Suð- urgötu 15, Keflavík, í dag frá kl. 16 og fram eftir kvöldi. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 7. nóv- ember, er fimmtugur Jón Rafn Högnason, mat- reiðslumeistari, frá Nes- kaupstað og Ísafirði. Hann býður samferðamönnum, vinum og ættingjum til fagnaðar í hótel Glym, Hval- firði, laugardaginn 15. nóv- ember nk. kl 18. Í FYRSTA áfanga keppn- innar um Bermudaskálina spila þjóðirnar 22 innbyrðis 16 spila leiki, eða samtals 336 spil. Úrslit liggja fyrir á laug- ardagskvöld og þá verður ljóst hvaða átta sveitir munu halda áfram í næsta áfanga, sem felst í löngum útslátt- arleikjum. Þegar þetta er rit- að eru 10 umferðir að baki og ítalska stórsveitin komin á toppinn, en bandarísku sveit- irnar tvær í öðru og þriðja sæti. Þessar þrjár sveitir, ásamt Norðmönnum, virðast líklegar til komast áfram í næsta áfanga, en baráttan um hin fjögur sætin getur orðið hörð. Meðal þjóða sem gætu blandað sér í baráttuna eru Egyptar, sem eiga sterku liði á að skipa. Egypt- ar og Ítalir mættust í töflu- leik í þriðju umferð og þótti leikurinn sérstaklega vel spilaður. Hér er spil frá leiknum: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 73 ♥ 93 ♦ 9 ♣ÁKD87532 Vestur Austur ♠ Á109 ♠ KG864 ♥ ÁK87 ♥ 10652 ♦ KG103 ♦ D65 ♣8 ♣43 Suður ♠ D52 ♥ DG4 ♦ Á8742 ♣G4 Á öðru borðinu vakti Egyptinn Naguib blátt áfram á fimm laufum og setti Ítalina Nunes og Fantoni í vanda: Vestur Norður Austur Suður Nunes Naguib Fantoni A. Sadek -- 5 lauf Pass Pass Dobl Pass 5 spaðar Pass Pass Pass -- -- Dobl vesturs er þvingað, en hitt er engan veginn sjálf- sagt að taka út í fimm spaða með austurspilin. Enda gafst það illa. Fantoni fann tromp- drottninguna, en komst ekki hjá því að gefa þrjá slagi til hliðar: einn niður og 100 til Egypta. Á hinu borðinu vakti Laur- enzo Lauria (Lalli lævísi) ró- lega á einu laufi: Vestur Norður Austur Suður T. Sadek Lauria Al Ahmady Versace -- 1 lauf Pass 1 tígull Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass -- Og stökk svo í þrjú lauf eins og hann ætti allan heim- inn! Versace hlaut að segja þrjú grönd og nú reyndi á vörnina. Tarek Sadek kom út með hjartaás og Waleed Al Ahmady vísaði litnum frá með tíunni. Sadek tók samt á hjartakónginn og nú lét aust- ur hjartasexuna til að benda á styrk í spaða. Eftir langa yfirlegu fann Sadek rétta framhaldið, spilaði spaðaníu undan ásnum. Al Ahmady tók með kóng og spilaði spaða um hæl og þegar Vers- ace stakk upp drottningu í örvæntingu fór spilið þrjá niður. Níu IMPar til Egypta, en Ítalir unnu leikinn 16-14. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 7. nóvember, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli hjónin Sigrún Ragnarsdóttir og Haukur Þorbjörnsson, Skarðshlíð 40C, Akureyri. Þau eru stödd á Kanarí. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Rf6 5. Bd3 Be7 6. O-O O-O 7. Re5 c5 8. c3 Rc6 9. Rxc6 bxc6 10. dxc5 Bxc5 11. Bg5 Dd6 12. Rd2 Rg4 13. Rf3 f6 14. Bh4 Re5 15. Bg3 Bg4 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga, Flugfélagsdeildinni, sem lauk fyrir skömmu í Mennta- skólanum í Hamra- hlíð. Magnús Pálmi Örnólfsson (2200) hafði hvítt gegn Jóni Hálfdánarssyni (2215). 16. Bxh7+! Kxh7 16... Kh8 hefði verið hyggilegra. 17. Bxe5 fxe5? 17... Dd7 hefði haldið taflinu gang- andi en sjálfsagt hefur svartur ekki tekið tutt- ugasta leik hvíts með í reikninginn þegar hann lék textaleiknum. 18. Rg5+ Kh6 19. Dxg4 Hf4 20. Dxf4! og svartur gafst upp enda verð- ur hann skiptamuni undir eftir 20...exf4 21. Rf7+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. KIRKJUSTARF Basar í Grens- áskirkju Á MORGUN, laugardaginn 8. nóv., verður haldinn hinn ár- legi basar Kven- félags Grens- ássóknar. Að venju er á basarnum mikið úrval af ýmsum góðum munum, fatnaði og gjafa- vöru, en einnig kökur. Þá er jafnframt selt vöfflukaffi. Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá stofnun Grensássafn- aðar og Kven- félagið er jafn- gamalt. Frá upphafi og allt til þessa dags hefur helsta hlutverk þess verið að styðja safnaðarstarfið og stuðla að bættri starfsaðstöðu. Stuðningur við Kven- félagið er stuðningur við Grens- ássöfnuð. Basarinn er haldinn í safn- aðarheimili Grensáskirkju og hefst kl. 14. Frá Laugalands- prestakalli AF óviðráðanlegum ástæðum verð- ur ekki messað í Saurbæjarkirkju næstkomandi sunnudag, 9. nóvem- ber, heldur verður æskulýðsmessa þann dag í Kaupangskirkju kl. 13.30. Væntanleg fermingarbörn munu sjá um tónlistaratriði og lestur, sama dag er messa í Kristnesi kl. 15. Kvöldguðsþjónusta í Grafarvogskirkju SUNNUDAGINN 9. nóvember nk. verður kvöldguðsþjónusta í Graf- arvogskirkju og hefst hún kl. 20. Tónlistin verður með óhefðbundnum hætti. Unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur. Hljóðfæraleik ann- ast þeir Hörður Bragason organisti, Hjörleifur Valsson á fiðlu og Birgir Bragason á kontrabassa. Sigríður Rún Tryggvadóttir starfsmaður í barnastarfi kirkjunnar prédikar, séra Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Kvöldvaka í Neskirkju Í KVÖLD, föstudag, verður kvöld- vaka kl. 19.30 í Neskirkju. Léttleiki og notarlegt andrúmsloft er ein- kenni þessarar stundar. Tónlistin er í höndum Steingríms Þórhallssonar, organista kirkjunnar, Sveins Bjarka Tómassonar og Jónasar Margeirs- sonar. Guðmunda I. Gunnarsdóttir, sem hefur umsjón með unglinga- starfi kirkjunnar, leiðir vökuna ásamt sr. Sigfúsi Kristjánssyni. Stundin er sérstaklega sniðin fyrir ungt fólk en allir eru hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldri borgara starf. Brids aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Haustfagn- aður í safnaðarheimilinu laugardaginn 25. okt. kl. 14. Bingó, kaffi og söngur með Þorvaldi. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11- 13. Nýstofnaður kór sérstaklega fyrir þá sem hafa lengi langað til að syngja en aldrei þorað. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skrán- ing í síma 896 8192. Kvöldvaka í létt- um moll kl. 20.00. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakk- ar á aldrinum 8-12 ára velkomnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn; barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn æfir í kirkjunni laugardaginn 8. nóv. kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undirleikari Julian Michael Hewlett. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl. 13.20-14.30. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam- veruna í Víkurskóla á morgun, laugar- dag, kl. 11.15. Rebbi refur o.fl. koma í heimsókn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 10-12 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir velkomnir. Nánari uppl. á www.kefas.is Akureyrarkirkja. Hádegistónleikar laugardag kl. 12. Björn Steinar Sól- bergsson leikur á orgel. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4-12 ára. Kl. 10-18 flóamarkaður opinn. Safnaðarstarf Þessi ljóta mynd sem ég var að hengja upp er spegill …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.