Morgunblaðið - 07.11.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
1
0
0
3
FRÉTT ehf. hefur keypt eignir
þrotabús DV og réttinn að útgáfu
þess af Hömlum og er stefnt að út-
gáfu DV í næstu viku og mun blaðið
koma út á morgnana, frá mánudegi
til laugardags. Starfsfólk DV verður
þó ekki allt ráðið aftur en haft verður
samband við það á næstu dögum.
Ekki hefur verið greint frá kaup-
verðinu að öðru leyti en því að Höml-
ur fá greitt með nýju hlutafé í Frétt
en þó ekki meira en 25% að því er
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri
Fréttablaðsins, sagði á blaðamanna-
fundi. Hann sagði markmiðið vera að
koma DV aftur út í næstu viku og
sem fyrst og þá væntanlega áfram
undir nafni DV.
Starfsfólk DV ekki
allt ráðið aftur
Gunnar sagði að eitthvað af fólkinu
verði ráðið aftur en örugglega ekki
allt. Fyrir liggi að mikið tap hafi ver-
ið á rekstri DV og ekki sé gerlegt að
leggja út í jafnumfangsmikinn rekst-
ur og var áður. Útgáfa blaðsins verði
fyrst um sinn á sama stað og hún var
en markmiðið verði þó að flytja alla
starfsemi Fréttar á sama stað.
„Hugmyndin er sú að nýta sam-
legðaráhrif sem eru af því að gefa út
tvö blöð af sama útgáfufélagi þannig
að dreifing, skrifstofa, auglýsinga-
deild, ljósmyndir o.fl. verði sameig-
inleg. Það felur í sér betri nýt-
ingu á starfsfólki. Við gerum
okkur grein fyrir því að til
þess að ná blaðinu á flug aftur
þarf ákveðna endurnýjun í
hópinn.“
Gunnar segir að ekki sé búið
að ráða ritsjóra að DV en það
verði gert á næstu dögum og
þeir verði væntanlega tveir.
Hann segir óljóst hvar blaðið
verði prentað, haft verði sam-
band bæði við Prentsmiðju
Morgunblaðsins og Ísafoldar-
prentsmiðju sem fyrst og leit-
að eftir samningum um prent-
un blaðsins.
Gunnar segir blaðið verða
annarrar tegundar en Morgunblaðið
og Fréttablaðið, það verði byggt upp
svipað og síðdegisblöð sem séu gefin
út í löndunum í kring en mjög mörg
þeirra séu nú gefin út á morgnana.
„Við trúum því að með því að gefa út
gott slíkt blað getum við náð miklum
árangri og náð að auka áskrift og
lausasölu.“
Frétt ehf. gefur DV
út í næstu viku
Morgunblaðið/Sverrir
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Frétta-
blaðsins, kynnir útgáfu DV undir merkjum
Fréttar ehf. á næstunni.
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing frá Hömlum,
dótturfélagi Landsbanka Íslands:
„Gengið hefur verið frá samningi
milli skiptastjóra þrotabús Útgáfu-
félags DV og Hamla hf., sem er dótt-
urfélag Landsbanka Íslands, um að
Hömlur leysi til sín eignir þrotabús-
ins og rekstur félagsins. Þá hafa
Hömlur selt Frétt ehf. eignir þrota-
búsins og þar með réttinn til útgáfu
DV.
Landsbanki Íslands hefur frá því
að til gjaldþrots Útgáfufélags DV
kom sl. þriðjudag lagt á það höfuð-
áherslu að framtíðarútgáfa DV verði
tryggð með eins skjótum hætti og
kostur er. Þannig yrði skaði útgáf-
unnar sem minnstur, óvissu starfs-
fólks yrði eytt og hagsmunum bank-
ans best borgið. Þá gæti endurreisn
DV hafist hið fyrsta og blaðið öðlast
það hlutverk sem það áður hafði í ís-
lensku þjóðlífi og menningu.
Útgáfufélögin Frétt ehf. og Árvak-
ur hf. höfðu sett sig í samband við
Hömlur og sýnt útgáfu DV áhuga.
Raunar var áhugi Fréttar ehf. þegar
ljós á greiðslustöðvunartímanum þar
sem til umræðu var þátttaka þeirra í
hlutafjáraukningu Útgáfufélags DV.
Þær viðræður leiddu af sér að fyrir lá
rammi að samkomulagi um aðkomu
Fréttar að útgáfu DV í kjölfar nauða-
samningsins. Þegar greiðslustöðvun
félagsins rann út, varð hins vegar
ljóst að ekki hafði tekist að afla nægi-
legs hlutafjár frá öðrum aðilum. Á
þeim tíma lá fyrir að Árvakur hafði
ekki áhuga á að gerast hluthafi í Út-
gáfufélagi DV ehf. Þegar Útgáfufélag
DV hafði verið tekið til gjaldþrota-
skipta barst bréf frá Árvakri hf. þar
sem boðið var upp á viðræður milli
bankans og Árvakurs án þess að sett-
ar væru fram ákveðnar hugmyndir
um með hvaða hætti atbeini Árvakurs
að útgáfu DV gæti orðið. Í ljósi þessa
þótti líklegt að nokkurn tíma mundi
taka í viðræðum við Árvakur á þessu
stigi að fullmóta hugmyndir um að-
komu félagsins að DV. Í ljósi þess að
hagsmunir málsins kröfðust þess að
framtíðarútgáfu DV yrði mótaður
farvegur eins fljótt og nokkur kostur
væri, taldi Hömlur ráðlegast að taka
upp þráðinn við fulltrúa Fréttar ehf.
fremur en að hefja frá grunni viðræð-
ur við Árvakur um málið. Þeim við-
ræðum lauk með áðurnefndum samn-
ingum Hamla og Fréttar ehf.
Landsbanki Íslands óskar DV vel-
farnaðar í höndum nýrra útgefenda.“
Yfirlýsing Hamla hf. um
samkomulag vegna DV
STARFSMENN DV hafa verið
í mikilli óvissu um réttarstöðu
sína í kjölfar gjaldþrots útgáfu-
félags blaðsins. Að sögn Erlings
Kristensson, trúnaðarmanns
starfsmanna hjá DV, var ekkert
rætt við starfsmenn í gær um
hvert framhaldið verður en
hann segir að útlitið sé þó betra í
ljósi þess sem fram hafi komið af
hálfu nýrra eigenda í fréttum í
gærkvöldi um að rætt verði við
starfsfólkið á næstu dögum.
Starfsfólk DV hittist í hádeg-
inu í gær til að bera saman bæk-
ur sínar og fara yfir réttarstöðu
starfsmanna með lögfræðingi og
framkvæmdastjóra Blaða-
mannafélagsins. Að sögn Er-
lings fengu nokkrir starfsmenn,
sem voru fyrir tilviljun staddir í
DV-húsinu í gærmorgun, upp-
sagnarbréf frá skiptastjóra.
Gera megi ráð fyrir að aðrir fái
sent uppsagnarbréf í pósti.
Að sögn hans er um rúmlega
70 starfsmenn að ræða. „Það er
áframhaldandi óvissa. Fólkið er
án atvinnu en vonandi fá allir
vinnu áfram á sínu sviði.“
Óvissa
starfs-
fólks
Hann sagðist ekki geta greint frá
því á þessari stundu hvað Hömlur
greiða fyrir eignirnar. „Þeir voru
þeir einu sem sýndu þessu áhuga og
það er reyndar kannski skiljanlegt.
Landsbankinn, sem á Hömlur, er
eini veðhafinn í búinu og á veð í öll-
um eigum. Það er því eins og oft á
sér stað, að veðhafinn leysir til sín
eignir,“ sagði hann
Spurður hvernig gætt yrði hags-
muna annarra kröfuhafa sagði Þor-
steinn að hans hlutverk væri að há-
marka eignirnar og koma þeim í
sem mest verð til þess að unnt sé að
greiða sem mest upp í kröfur. ,,Það
verður líka að greiða upp í veðkröf-
ur. Það eru einhverjir peningar til
upp í aðrar kröfur en væntanlega er
það eitthvað óverulegt. Það skiptir
hins vegar einnig máli að selja
reksturinn, þannig að þetta snúist
áfram og þá fá vonandi margir
vinnu áfram og ekki verða kröfur
um laun í uppsagnarfresti. Þetta
spilar allt saman.“
Frestur til að lýsa kröfum í búið
er ekki runninn út og sagðist Þor-
steinn því ekki hafa nákvæmar upp-
lýsingar um hversu háar forgangs-
kröfur eru í búið.
Áætlar að veðkröfur bankans
nemi allt að 300 milljónum kr.
Ákveðið hafði verið eftir að Út-
gáfufélagið DV var úrskurðað gjald-
þrota að gefa blaðið út næstu daga
en sl. miðvikudag var hins vegar
ákveðið að gera hlé á útgáfu blaðs-
ins og kom það ekki út í gær. Spurð-
ur um ástæður þessa sagði Þor-
steinn það hafa verið ákvörðun
veðhafans [Landsbankans], sem
réði því. „Búið á enga peninga til
þess að reka blað þannig að það var
gert af hálfu þess sem mestra hags-
muna átti að gæta.“
Eins og fram hefur komið óskaði
Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðs-
ins, eftir viðræðum við Landsbank-
ann um áframhaldandi útgáfu DV sl.
þriðjudagskvöld. Þorsteinn segir að
Árvakur hafi ekki sóst eftir viðræð-
um við sig vegna þessa.
Spurður hvort áhugi Árvakurs
hafi engin áhrif haft á ákvörðun
hans að ganga til samninga við
Hömlur um að Hömlur leysi til sín
eignir þrotabúsins og rekstur fé-
lagsins sagði Þorsteinn: „Það sem
ég hafði fregnað var að Árvakur
hefði áhuga á að ræða við Lands-
bankann um framhaldið. Það var
hins vegar ekki rætt við mig af hálfu
Árvakurs um mögulega aðkomu þar
að, enda kannski mjög erfitt því veð-
kröfur eru svo háar að það er bank-
inn sem ræður þar ferðinni.“
Þorsteinn segir að ætla megi að
veðkröfur í búið nemi allt að 300
milljónum kr. og að Landsbankinn
eigi kröfur upp á 500 til 600 millj-
ónir kr.
Áhersla á að afgreiða launa-
kröfur svo fljótt sem verða má
Þorsteinn segir spurður um fram-
hald málsins á vettvangi skipta-
stjóra að hann vinni m.a. að því að
segja upp ráðningarsamningum við
starfsmenn og samningum um leigu
á fasteignum o.fl. í þeim tilgangi að
losa búið undan skuldbindingum.
„Þá hef ég auglýst eftir kröfum og á
að sjálfsögðu eftir að fara yfir þær.
Ég mun leggja áherslu á að afgreiða
launakröfur eins fljótt og unnt er ef
til koma. Það verður síðan haldinn
skiptafundur í byrjun febrúar til að
fjalla um kröfuskrána.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starfsfólk DV fór í gær yfir réttarstöðu sína með fulltrúum stéttarfélaga, en flestir eru í Blaðamannafélagi Íslands, VR og Félagi bókagerðarmanna.
Öllum starfsmönnum DV
sent uppsagnarbréf
ÖLLUM starfsmönnum DV var í gærdag og gærkvöldi sent uppsagnarbréf
samkvæmt upplýsingum Þorsteins Einarssonar, skiptastjóra þrotabúsins.
Spurður um ástæður þess að ákveðið var að semja við Hömlur hf., dótturfélag
Landsbankans, um að Hömlur leysi til sín eignir þrotabúsins og rekstur fé-
lagsins, sagði Þorsteinn að Landsbankinn hafi verið sá eini sem sýnt hafi
áhuga á að kaupa eignir búsins og rekstur félagsins.