Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 11 á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Póstsendum Frábærar ullarsængur og koddar - gott fyrir gigtveika Austurrísk gæðavara Laugavegi 32 sími 561 0075 20% afsláttur af glerjum í dag og á morgun fiökkum gó›ar móttökur og vi›skipti á árinu sem li›i› er sí›an verslunin okkar brann Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið laugardaga kl. 10-16 Yfirhafnir í úrvali Ullarúlpur Heilsársúlpur Hattar og húfur Á FUNDI stúdenta við Háskóla Ís- lands og þingmanna Framsókn- arflokks, Frjálslyndra, Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokki um hugsanlega upptöku skólagjalda við skólann kom fram að það er ekki stefna stjórnarflokkanna að taka upp skólagjöld við HÍ. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikla fjölgun nemenda í HÍ á undan- förnum árum hafa kallað á háar fjárhæðir og útgjöld til skólans hefðu því stóraukist undanfarið. „Auðvitað er alveg ljóst að skóla- gjöld geta komið til greina við þennan skóla eins og svo víða ann- ars staðar. [...] Slíku hlytu að fylgja ákveðnar aðrar breytingar, svo sem trygging á því að slík skóla- gjöld væru lánshæf og hugsanlega auknir styrkir til nemenda sem annaðhvort standa fram úr á ein- hverjum sviðum eða ættu í erf- iðleikum við að standa straum af greiðslu skólagjalda.“ Ljóst er að slík breyting yrði ekki gerð nema með víðtæku samþykki háskólans, stúdenta og stjórnvalda, sagði Birg- ir. Hann ítrekaði að það væri ekki á stefnu ríkisstjórnarinnar og stjórn- arflokkanna að taka upp skólagjöld við HÍ. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segist ekki viss um að skólagjöldin muni skila skól- anum því sem þeir halda. „Við vilj- um ekki sjá að háskólanám hér sé bara fyrir suma og ekki alla.“ Hún ítrekaði að það séu ekki stjórnvöld sem hófu umræðuna um skólagjöldin heldur háskólarektor. „Ég vona innilega að HÍ haldi skólagjaldakröfunni ekki til streitu og ég vona að ég muni ekki upplifa það sem varaformaður mennta- málanefndar að fá inn erindi frá HÍ þess efnis að breyta lögum um HÍ og taka upp skólagjöld. Ég ítreka það aftur að stefna Framsókn- arflokksins er jafnrétti til náms fyr- ir alla og engin skólagjöld.“ Á fundinum sagði Katrín Júl- íusdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, að skólagjöld myndu gera nám að forréttindum hinna efna- meiri. „Samfylkingin hafnar skóla- gjöldum í öllu námi í grunn- og framhaldsskólum og í háskólum hins opinbera.“ Katrín sagði að upptaka skóla- gjalda myndi skapa óverulegar tekjur en myndi auka enn á þunga skuldastöðu nemenda. Hún gaf ekki mikið fyrir þau rök að með því að taka upp skólagjöld væri verið að efla kostnaðarvitund nemenda, og sagði nám dýrt fyrir nemendur m.a. vegna annars kostnaðar en af skólagjöldum og vegna þess að þeir hafa ekki tekjur meðan á náminu stendur. Nemendur spurðu þingmennina spjörunum úr, og vildu meðal ann- ars vita þeirra skoðun á því sem þeir kölluðu skerta samkeppn- isstöðu lagadeildar HÍ og hvernig væri hægt að leiðrétta hana. Birgir minnti á að HÍ hafi ákveðið sam- keppnisforskot í formi meira fjár- magns til rannsóknarstarfsemi, umfram einkareknu skólana. Hann sagði að þess vegna þyrfti að bera saman alla fjármögnun til skól- anna, ekki bara framlög til kennsl- unnar. Skólagjöld ekki á stefnu stjórnvalda Morgunblaðið/Jim Smart Um 50 stúdentar við HÍ hlýddu á mál þingmanna og spurðu þá um hugsanlega upptöku skólagjalda. ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur að hluta fallist á þá kröfu hf. Eimskipafélags Íslands að upplýsingar, sem félagið veitti Samkeppnisstofnun vegna rann- sóknar á meintum brotum gegn samkeppnislögum, teljist trúnaðar- upplýsingar sem ekki megi kynna Samskipum hf. Um er að ræða upp- lýsingar sem tengjast viðskiptum við bílaumboð en öðrum upplýsing- um telur áfrýjunarnefndin ástæðu- laust að leyna. Málið hófst þegar Samskip kvört- uðu til Samkeppnisstofnunar á síð- asta ári yfir því að Eimskip hefði með ýmsum hætti misnotað mark- aðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir sjóflutninga til og frá Íslandi. Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á málinu og sendi m.a. erindi Sam- skipa til Eimskips til umsagnar. Með bréfi Eimskips til Sam- keppnisstofnunar í desember sl. voru gerðar athugasemdir við er- indi Samskipa og var farið fram á að hluti bréfsins yrði meðhöndlaður sem trúnaðarmál. Samskip gerðu þá kröfu eftir að hafa fengið bréf Eimskips til umsagnar, þar sem felldar höfðu verið út þær upplýs- ingar sem Eimskipafélagið taldi njóta trúnaðar, að fyrirtækið fengi aðgang að þeim upplýsingum. Taldi Samskip að bréf Eimskips væri sundurlaust og því væri í mörgum tilvikum erfitt eða ómögulegt fyrir fyrirtækið að koma að athugasemd- um. Fallist á sjónarmið Samskipa Samkeppnisstofnun féllst á þetta sjónarmið Samskipa og með bréfi stofnunarinnar í janúar var Eim- skipafélaginu sent afrit af um- ræddu bréfi félagsins þar sem þær upplýsingar sem stofnunin féllst á að nytu trúnaðar voru sérstaklega auðkenndar. Með bréfum Eimskips dagsettum í janúar og júlí voru færð nánari rök fyrir því að upplýs- ingar sem Samkeppnisstofnun hafði ekki fallist á að nytu trúnaðar teld- ust trúnaðarupplýsingar og var að hluta til tekið tillit til þeirra sjón- armiða með ákvörðun Samkeppn- isstofnunar frá 10. september 2003. Eimskipafélagið sætti sig ekki að fullu við þá ákvörðun og krafðist þess að áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála kæmi frekar á móts við kröf- ur þess en Samkeppnisstofnun hef- ur þegar gert. Eins og áður sagði var fallist á þær kröfur að hluta. Fallist að hluta á kröfu Eimskips um upplýsingaleynd HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Kaupgarð hf. til að standa við hluta- fjárkaup í Líftæknisjóðnum MP BIO sem gerð voru á árinu 2000 en þá fór fram almennt hlutafjárútboð sem MP Verðbréf sáu um. Kaupgarður taldi að fullyrðingar sem komu fram í útboðslýsingu hefðu ekki staðist og vildi því falla frá kaupunum. Í málinu var deilt um gildi áskrift- arloforðs Kaupgarðs sem skráði sig fyrir hlutafé að nafnvirði 500 þúsund krónur á genginu 1,5 eða 750 þúsund að kaupverði. Starfsemi MP BIO, sem nú heitir Líftæknisjóðurinn, fólst í að festa fé í lyfja-, líftækni- og erfðafyrirtækjum. Í útboðslýsingu kom meðal annars fram að stærsta eign MP Bio væri eignarhlutur í bandaríska félaginu BioStratum Inc., en það félag ætti nokkurn fjölda einkaleyfa. Vitað um viðskipti á hærra gengi Útboðsgengi í útboðinu var ákveð- ið 1,5 og kom fram í útboðslýsingu að vitað væri um viðskipti með bréf fé- lagsins á verulega hærra gengi. Kaupgarður byggði einkum á því í málinu að þessi fullyrðing stæðist ekki og að MP Verðbréfum hafi þvert á móti verið kunnugt um við- skipti með bréfin á lægra verði á út- boðstímanum. Einnig hafi verið of- mælt um einkaleyfaeign Bio- Stratum. Hæstiréttur taldi, að ekkert hefði komið fram í málinu sem styddi full- yrðingar í útboðslýsingu um sölu hlutabréfa á verulega hærra gengi en 1,5 en Kaupgarður hefði hins veg- ar ekki fært sönnur á að hlutabréf í félaginu hefðu verið seld undir út- boðsgengi á útboðstímanum. Var tal- ið að röng lýsing á einkaleyfaeign BioStratum í útboðslýsingu yrði að skoðast í því ljósi að Kaupgarður hefði ekki verið að kaupa hlut í því félagi. Meta yrði útboðslýsinguna heild- stætt, enda hefði þar verið skýrlega varað við þeirri áhættu sem fælist í fjárfestingu af þessu tagi og sérstak- lega tekið fram að tapsáhætta væri mikil. Í tilboði Kaupgarðs hefði kom- ið fram að tilboðsgjafi hefði kynnt sér rækilega öll útboðsgögn og að hann gerði sér sérstaka grein fyrir þeim áhættuþáttum sem fylgdu fjár- festingunni. Var kröfu Kaupgarðs um sýknu því hafnað. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður Kaupgarðs var Hróbjartur Jónatansson hrl. Lögmenn MP Verðbréfa voru Sig- urmar K. Albertsson hrl. og Halldór Backmann hdl. Kaup- garði gert að standa við hluta- fjárkaup PREDRAG Nikolic og Ivan Sokolov eru efstir og jafnir með 6,5 vinninga í meistaraflokki Mjólkurskákmótsins en níunda og síðasta umferðin verður tefld í dag. Nikolic sigraði Hannes Hlíf- ar Stefánsson í áttundu um- ferðinni í gær og Sokolov sigr- aði Fransisco Vallejo Pons. Sokolov og Nikolic mætast í lokaumferðinni. Í áskorendaflokki er Tomas Oral efstur með sex vinninga. Nikolic og Sokol- ov leiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.