Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 37 MIKIÐ ÚRVAL Ný sending af Lloyd skóm fyrir dömur og herra FYRIR FJÖLSKYLDUNA KRINGLUNNI - SMÁRALIND textann að aðstæðum hér. Það er þekkt aðferð að notast við staðal- ímyndir til að ná að bregða upp spaugilegri mynd af ákveðnum hóp- um. En þegar hóparnir samanstanda af hálfu mannkyninu er í raun hálf- ótrúlegt að meðlimir þeirra eigi margt sameiginlegt. Til að virkja áhorfendur var þeim skipt upp eftir kynjum og látnir humma sem merki um samþykki við ýmsum staðhæfingum sem Helga kastar fram. Þetta er sniðug aðferð og fær áhorfendur til að taka betur eftir og finnast þeir vera hluti af sýn- ingunni. Sá er hængur á máli hér að þessi aðferð er ofnotuð. Eftir fyrstu tíu skiptin eru áhorfendur orðnir leiðir á endurtekningunni og vonast eftir að fyrirlesarinn komi fram með eitthvað nýtt og skemmtilegt í stað- inn. Það kemur ekki á daginn, sýn- ingin verður hálfrislítil eftir hlé og virðist hálfendaslepp fyrir vikið. Einnig truflaði töluvert á frumsýn- ingunni hve Helga Braga gluggaði oft í handritið milli atriða, nokkuð sem dregur úr trúnni á hana sem flytjanda og dempar stemmninguna með því að hefta flæði textans. Fyrirlestrarformið er í sjálfu sér ekki mjög dramatísk lausn á að koma efni á framfæri. Leikræn spenna í sýningunni fólst fyrst og fremst í samskiptum við áhorfendur sem – eins og þegar hefur verið tekið fram – voru nokkuð einsleit. Eini áberandi leikmunurinn, gríðarstór skrifblokk sem kom í stað skólatöflu, EINS og komið hefur fram í við- tölum við Helgu Brögu kallar hún sýningu sína í tónlistarhúsinu Ými „kabarettnámskeið“. Hugmyndin er sú að áhorfendur geti haft af henni bæði gagn og gaman, þ.e. losað um hömlur í kynlífinu og fundið lausn á vandamálum sínum með því að finna leið til að sjá þau í spaugilegu ljósi. Upphafsmaður þessarar tegundar hláturmeðferðar á kynlífsvandamál- um ku vera höfundurinn, Bernhard Ludwig. Grunnhugmyndin og uppi- staðan í verkinu mun vera hans en Helga Braga og Þór Tulinius, leið- beinandi hennar, hafa lagað textann að íslenskum aðstæðum og væntan- lega að persónuleika leikkonunnar, tekið þau atriði út sem þeim þótti ekki eiga við og bætt við öðrum frá eigin brjósti. Það er kannski það ánægjulegasta við sýninguna hve vel hefur tekist að steypa Helgu Brögu í mót hins gam- ansama fyrirlesara. Hún er bæði af- slöppuð og örugg á sviðinu og bráð- fyndin án þess að þurfa að nýta nema brotabrot af þeim fjöldamörgu svip- brigðum og tiktúrum í tali sem hún hefur safnað í sarpinn á ferli sínum sem gamanleikari. Í staðinn er hún blátt áfram og ber með sér svipmót fræðimannsins sem veit hvað hann er að tala um og býr að ríkri reynslu á sínu fræðasviði en getur miðlað því til meðaljónsins af yfirvegun og innsæi. Þessi persóna er að sjálf- sögðu jafn mikill tilbúningur og ýkt- ar farsapersónur en í stað þess að kalla einungis fram hlátur kemur hún inn hjá áhorfendum tilfinningu fyrir myndugleika og áhrifavaldi. Textinn er settur fram sem um- fjöllun um ákveðið efni – þ.e. vanda- mál tengd kynlífi, sem fyrirlesarinn reynir að leysa með því að breyta viðhorfi áhorfenda til þeirra. Uppi- stand einkennist gjarnan af því að uppistandarinn gerir grín að sjálfum sér og/eða aðstæðum sínum og um- hverfi. Hér er því ekki að heilsa held- ur er persóna fyrirlesarans ekki í sviðsljósinu nema að litlu leyti held- ur beinist spaugið hér að áhorfend- um sjálfum. Það mætti halda að svona löng dagskrá um kynlífstengt efni hefði upp á fátt það að bjóða sem áhorf- endur hefðu ekki heyrt ótal sinnum. Það kemur því skemmtilega á óvart að stór hluti efnisins er ferskur og nýr og til þess líklegur að kitla hlát- urtaugarnar. Neikvæðu hliðarnar eru gömlu lummurnar þar sem hamrað er á hve karlar og konur eru ólík og í framhaldi af því hve margt mætti betur fara í samskiptum þeirra – nokkuð sem fjallað hefur verið um í fjölmörgum bókum, uppi- standi, hellisbúaleikritum og hver má vita hvað síðustu árin. Þessar til- vísanir stinga svolítið í stúf við meg- inefni textans og það væri gaman að vita hvort þær eru komnar frá Bern- hard Ludwig sjálfum eða einhverj- um þeirra sem unnið hafa við að laga var ekki notuð á áhrifamikinn hátt og bendingar Helgu Brögu með priki voru hálffálmkenndar. Uppistand getur verið spennandi þegar áhorf- endur eru sannfærðir um að hluti efnisins sé mótaður og spunninn upp á staðnum eftir því hvernig bregðast verður við aðstæðum hverju sinni. Þessi sýning er aftur á móti um of njörvuð niður í fyrirlestrarformið. Sýningin hefur orðið tilefni mikilla vangaveltna hjá undirrituðum um skilin milli kynlífsfræðslu og gaman- mála og hvort það sé líklegt til að vera árangursrík aðferð að blanda þessu tvennu saman. Niðurstaðan er helst sú að það fari eftir vægi þess- ara tveggja þátta. Tilhneigingin er a.m.k. sú að efast um fræðilegt gildi margra fróðleiksmola sem Helga Braga ber á borð í sýningunni. Ef þeir eru fyndnir er líklegt að þeir hafi verið færðir í stílinn til að ná fram mestu mögulegu áhrifum og um leið missa þeir fræðigildi sitt. Þessu var t.d. öfugt farið í Píkusög- um þar sem áhorfandinn gat gengið út frá því að verkið væri byggt á sönnum frásögnum og fræðilegum staðreyndum þó að einstaka sinnum væri þetta sýnt í spaugilegu ljósi. Hér er gamanið í fyrirrúmi og ein- hvern veginn verður að draga í efa að áhorfendur hafi komið einhverju bættari eða fróðari af sýningunni – nema ef vera skyldi með léttari lund. Gagn og gaman? „Það er kannski það ánægjulegasta við sýninguna hve vel hefur tekist að steypa Helgu Brögu í mót hins gamansama fyrirlesara.“ LEIKLIST Leikhúsmógúllinn ehf. í tónlistarhúsinu Ými Höfundur: Bernhard Ludwig. Þýðandi: Þórarinn Kristjánsson. Ráðgjöf: Auður Haralds. Staðfærsla og aðlögun: Helga Braga Jónsdóttir og Þór Tulinius. Leið- beinandi: Þór Tulinius. Hljóð og ljós: Bergsveinn Jónsson. Leikari: Helga Braga Jónsdóttir. 100% „HITT“ Sveinn Haraldsson SIR Peter Hall, fyrrum þjóðleik- hússtjóri Breta, skrifaði í dagbók sína 20. febrúar 1979 eitthvað á þá leið að Eugene O’Neill væri án efa besti vondi leikritahöfundurinn. Með því á hann við að þrátt fyrir klisjur, melódrama, skort á undir- texta og almenn klunnalegheit í byggingu verka sinna nái hann áhrifum með spennunni og heið- arlegri túlkun tilfinninga sem ein- kennir hans helstu verk. Sömu höf- undareinkenni má sjá hjá hans helsta lærisveini á Norðurlöndum, Lars Norén, og Nóttin er móðir dagsins er afar gott dæmi um þetta – kannski það hreinrækt- aðasta sem hingað hefur rekið hér á fjörur, enda held ég að þessi leik- lestur sé þrátt fyrir allt það stefnumót við höfundinn sem hefur sagt mér mest – haft mest áhrif. Við fylgjumst með lítilli fjöl- skyldu, foreldrum og tveimur son- um, sem reka lítið hótel í litlum bæ. Daginn sem við kíkjum í heim- sókn er hótelið reyndar lokað, því nú er ársuppgjör – dæmi um yf- irborðskenndan symbólisma Nor- éns og erfðagóss frá O’Neill. Vita- skuld er allt í kaldakoli og allir hata og elska alla af mikilli sann- færingu. Fljótlega eru helstu fjölskyldu- draugar dregnir út úr skápnum; samkynhneigð yngri sonarins og tilheyrandi andstyggð þess eldri, hið ástlausa samband foreldranna, krabbamein hennar og síðast en ekki síst alkóhólismi hans. Allt þetta og tilheyrandi ofsafengin samskipti er síðan viðrað fyrir áhorfendum í eins og þrjá klukku- tíma – enginn undirtexti, engin til- raun til að segja aðra sögu en að lýsa smásmyglislegu tilfinningaróti hjá fólki á síðasta snúningi. En vegna þess að Norén er fyllsta alvara, meinar það sem hann segir, þá snýst efnið ekki upp í hjákátlega sápuóperu – þótt það rambi á brúninni – heldur þröngv- ar áhorfandanum til að horfast í augu við tilfinningarótið sem að- ferð höfundar og efni þyrlar upp. Viðar Eggertsson er ekki sér- lega hlýðinn leiklestursforminu og fer ansi nálægt því að sviðsetja einfaldlega verkið. Og það töluvert áhrifamikið. Þá er athyglisvert hvernig hann snýr ágöllum leik- lestursins upp í merkingarbæra þætti í því sem fyrir augu ber. Þannig var upphaf sýningarinnar til marks um það, að það voru persónurnar sem komu inn með handritin, ekki leikararnir – með öðrum orðum – persón- urnar fóru eftir handriti í brölti sínu. Annað stíl- bragð sömu ætt- ar var beiting blýantanna, hjálp- artækis leikaranna, við ýmis tækifæri. Allt hjálpaði þetta til við að sætta áhorfandann við frum- stæðar kringumstæðurnar og nálg- ast þannig sanna leikhúsupplifun en losna undan dauðri hönd bók- menntakynningarinnar. Leikhópurinn var vel skipaður og kemur ekki á óvart að hann náði firnatökum á efninu. Sjálfum þótti mér kannski mest spennandi að sjá Baldur Trausta Hreinsson ná þeim áhrifum sem hann náði með jafn hófstilltum leik en kraft- mikilli nærveru í hlutverki eldri sonarins. Þá naut Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir sín vel í hlutverki móðurinnar. Atli Rafn Sigurðarson var kannski dálítið óræður sem yngri sonurinn, hann náði ekki al- veg að gera æsku hans og því sem henni fylgir nægilega skýra. Hjalti Rögnvaldsson var fantagóður sem hinn drykkfelldi heimilisfaðir. Þetta var vel heppnuð kynning á Lars Norén. Hún náði kannski ekki að sannfæra mig um að hann sé óviðjafnanlegur snillingur, en gerði stöðu hans sem óvægins og heiðarlegs listamanns algerlega skýra með skarpri og sterkri allt- að-því sviðssetningu á áleitnu verki. Ársuppgjör Þorgeir Tryggvason LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Lars Norén. Þýðandi: Birgir Sigurðsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikendur: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Hjalti Rögnvaldsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Leiklestur á Smíðaverkstæðinu 1. 11. 2003. NÓTTIN ER MÓÐIR DAGSINS Lars Norén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.