Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 51

Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 51
STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert dugleg/ur, óttalaus og stórhuga og kannt að njóta lífsins. Félagslífið verður fjörugt á komandi ári. Ný ást gæti kviknað. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þig langar til að hjálpa vini þínum, kunninga eða jafn- vel einhverjum ókunnugum í dag. Láttu verða af því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það var einhver drungi yfir þér í byrjun vikunnar en nú er að létta til. Þú vilt lifa í samræmi við hugsjónir þín- ar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur óvenju sterka til- finningu fyrir þörfum ann- arra. Þetta getur stuðlað að aukinni samvinnu í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að forðast að setja fólk upp á stall. Mundu að sú/sá sem þú elskar er mennsk/ur eins og við hin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú finnur til örlætis og hlýju í garð fjölskyldu þinn- ar. Mundu að kærleikurinn felst meðal annars í vilj- anum til að gefa og þiggja. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að átta þig á því hvað það er sem þú vilt gera í lífinu þannig að þú getir stjórnað ferðinni í stað þess að fljóta með straumnum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig langar til að kaupa eitt- hvað rándýrt. Ef þú lætur verða af því reyndu þá að gera það fyrri hluta dags. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú leitar dýpri skilnings á leyndardómum lífsins. Þú vilt vita hvað býr undir yf- irborði hlutanna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að gefa þér tíma til einveru í dag. Stutt hug- leiðsla, sundsprettur eða nokkrar jógaæfingar geta skipt sköpum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er samkennd í loftinu sem auðveldar alla sam- vinnu í dag. Þú ert tilbúin til að hjálpa öðrum og aðrir eru tilbúnir til að hjálpa þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í góðu jafnvægi og því gæti þér fundist yfir- maður þinn óvenju sann- gjarn í dag. Taktu eftir því hvað hugarfar þitt skiptir miklu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð mikið út úr góð- gerðarstarfi í dag. Þú gætir einnig fengið hjálp frá öðr- um. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK Opnum í Húsgagnahöllinni Bíldshöfða 20 í byrjun desember Verslunin flytur Rýmingarsala • Fjöldi tilboðaUNNUSTAN Hamingjan gæfi ég hefði mér fljóð, en hvörn’ hún skal vera, það man ég nú ekki: tærilát, sparsöm og tryggvasta blóð, tilsýndar viðlíka og hún sem ég þekki; langt betri í geðinu en Gröndal og ég, góðsöm, en dálítið stuttaraleg. Hægra er að óska sér en að fá í henni veröld stúlku þá. Í húslegri sýslan er hagnýtir allt, og hannyrða-steinka sú bezta ég kenni, góðsöm og hugul, ef geð mitt er kalt, gjöri eg það sama, nær stutt er í henni; koss vil ég hafa og kaffi, þá vil, hvort það er nóg, eða slétt ekki til. Hægra er að óska sér en að fá í henni veröld stúlku þá. - - - Benedikt Jónsson Gröndal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 7. nóv- ember, er sjötug Ástrós Eyja Kristinsdóttir frá Vestmannaeyjum, nú bú- sett að Suðurgötu 15, Keflavík. Eiginmaður henn- ar var Hjörleifur Már Er- lendsson er lést 1999. Í til- efni dagsins ætlar Ástrós að taka á móti ættingjum og vinum í Hvammi á Suð- urgötu 15, Keflavík, í dag frá kl. 16 og fram eftir kvöldi. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 7. nóv- ember, er fimmtugur Jón Rafn Högnason, mat- reiðslumeistari, frá Nes- kaupstað og Ísafirði. Hann býður samferðamönnum, vinum og ættingjum til fagnaðar í hótel Glym, Hval- firði, laugardaginn 15. nóv- ember nk. kl 18. Í FYRSTA áfanga keppn- innar um Bermudaskálina spila þjóðirnar 22 innbyrðis 16 spila leiki, eða samtals 336 spil. Úrslit liggja fyrir á laug- ardagskvöld og þá verður ljóst hvaða átta sveitir munu halda áfram í næsta áfanga, sem felst í löngum útslátt- arleikjum. Þegar þetta er rit- að eru 10 umferðir að baki og ítalska stórsveitin komin á toppinn, en bandarísku sveit- irnar tvær í öðru og þriðja sæti. Þessar þrjár sveitir, ásamt Norðmönnum, virðast líklegar til komast áfram í næsta áfanga, en baráttan um hin fjögur sætin getur orðið hörð. Meðal þjóða sem gætu blandað sér í baráttuna eru Egyptar, sem eiga sterku liði á að skipa. Egypt- ar og Ítalir mættust í töflu- leik í þriðju umferð og þótti leikurinn sérstaklega vel spilaður. Hér er spil frá leiknum: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 73 ♥ 93 ♦ 9 ♣ÁKD87532 Vestur Austur ♠ Á109 ♠ KG864 ♥ ÁK87 ♥ 10652 ♦ KG103 ♦ D65 ♣8 ♣43 Suður ♠ D52 ♥ DG4 ♦ Á8742 ♣G4 Á öðru borðinu vakti Egyptinn Naguib blátt áfram á fimm laufum og setti Ítalina Nunes og Fantoni í vanda: Vestur Norður Austur Suður Nunes Naguib Fantoni A. Sadek -- 5 lauf Pass Pass Dobl Pass 5 spaðar Pass Pass Pass -- -- Dobl vesturs er þvingað, en hitt er engan veginn sjálf- sagt að taka út í fimm spaða með austurspilin. Enda gafst það illa. Fantoni fann tromp- drottninguna, en komst ekki hjá því að gefa þrjá slagi til hliðar: einn niður og 100 til Egypta. Á hinu borðinu vakti Laur- enzo Lauria (Lalli lævísi) ró- lega á einu laufi: Vestur Norður Austur Suður T. Sadek Lauria Al Ahmady Versace -- 1 lauf Pass 1 tígull Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass -- Og stökk svo í þrjú lauf eins og hann ætti allan heim- inn! Versace hlaut að segja þrjú grönd og nú reyndi á vörnina. Tarek Sadek kom út með hjartaás og Waleed Al Ahmady vísaði litnum frá með tíunni. Sadek tók samt á hjartakónginn og nú lét aust- ur hjartasexuna til að benda á styrk í spaða. Eftir langa yfirlegu fann Sadek rétta framhaldið, spilaði spaðaníu undan ásnum. Al Ahmady tók með kóng og spilaði spaða um hæl og þegar Vers- ace stakk upp drottningu í örvæntingu fór spilið þrjá niður. Níu IMPar til Egypta, en Ítalir unnu leikinn 16-14. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 7. nóvember, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli hjónin Sigrún Ragnarsdóttir og Haukur Þorbjörnsson, Skarðshlíð 40C, Akureyri. Þau eru stödd á Kanarí. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Rf6 5. Bd3 Be7 6. O-O O-O 7. Re5 c5 8. c3 Rc6 9. Rxc6 bxc6 10. dxc5 Bxc5 11. Bg5 Dd6 12. Rd2 Rg4 13. Rf3 f6 14. Bh4 Re5 15. Bg3 Bg4 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga, Flugfélagsdeildinni, sem lauk fyrir skömmu í Mennta- skólanum í Hamra- hlíð. Magnús Pálmi Örnólfsson (2200) hafði hvítt gegn Jóni Hálfdánarssyni (2215). 16. Bxh7+! Kxh7 16... Kh8 hefði verið hyggilegra. 17. Bxe5 fxe5? 17... Dd7 hefði haldið taflinu gang- andi en sjálfsagt hefur svartur ekki tekið tutt- ugasta leik hvíts með í reikninginn þegar hann lék textaleiknum. 18. Rg5+ Kh6 19. Dxg4 Hf4 20. Dxf4! og svartur gafst upp enda verð- ur hann skiptamuni undir eftir 20...exf4 21. Rf7+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. KIRKJUSTARF Basar í Grens- áskirkju Á MORGUN, laugardaginn 8. nóv., verður haldinn hinn ár- legi basar Kven- félags Grens- ássóknar. Að venju er á basarnum mikið úrval af ýmsum góðum munum, fatnaði og gjafa- vöru, en einnig kökur. Þá er jafnframt selt vöfflukaffi. Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá stofnun Grensássafn- aðar og Kven- félagið er jafn- gamalt. Frá upphafi og allt til þessa dags hefur helsta hlutverk þess verið að styðja safnaðarstarfið og stuðla að bættri starfsaðstöðu. Stuðningur við Kven- félagið er stuðningur við Grens- ássöfnuð. Basarinn er haldinn í safn- aðarheimili Grensáskirkju og hefst kl. 14. Frá Laugalands- prestakalli AF óviðráðanlegum ástæðum verð- ur ekki messað í Saurbæjarkirkju næstkomandi sunnudag, 9. nóvem- ber, heldur verður æskulýðsmessa þann dag í Kaupangskirkju kl. 13.30. Væntanleg fermingarbörn munu sjá um tónlistaratriði og lestur, sama dag er messa í Kristnesi kl. 15. Kvöldguðsþjónusta í Grafarvogskirkju SUNNUDAGINN 9. nóvember nk. verður kvöldguðsþjónusta í Graf- arvogskirkju og hefst hún kl. 20. Tónlistin verður með óhefðbundnum hætti. Unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur. Hljóðfæraleik ann- ast þeir Hörður Bragason organisti, Hjörleifur Valsson á fiðlu og Birgir Bragason á kontrabassa. Sigríður Rún Tryggvadóttir starfsmaður í barnastarfi kirkjunnar prédikar, séra Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Kvöldvaka í Neskirkju Í KVÖLD, föstudag, verður kvöld- vaka kl. 19.30 í Neskirkju. Léttleiki og notarlegt andrúmsloft er ein- kenni þessarar stundar. Tónlistin er í höndum Steingríms Þórhallssonar, organista kirkjunnar, Sveins Bjarka Tómassonar og Jónasar Margeirs- sonar. Guðmunda I. Gunnarsdóttir, sem hefur umsjón með unglinga- starfi kirkjunnar, leiðir vökuna ásamt sr. Sigfúsi Kristjánssyni. Stundin er sérstaklega sniðin fyrir ungt fólk en allir eru hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldri borgara starf. Brids aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Haustfagn- aður í safnaðarheimilinu laugardaginn 25. okt. kl. 14. Bingó, kaffi og söngur með Þorvaldi. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11- 13. Nýstofnaður kór sérstaklega fyrir þá sem hafa lengi langað til að syngja en aldrei þorað. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skrán- ing í síma 896 8192. Kvöldvaka í létt- um moll kl. 20.00. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakk- ar á aldrinum 8-12 ára velkomnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn; barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn æfir í kirkjunni laugardaginn 8. nóv. kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undirleikari Julian Michael Hewlett. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl. 13.20-14.30. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam- veruna í Víkurskóla á morgun, laugar- dag, kl. 11.15. Rebbi refur o.fl. koma í heimsókn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 10-12 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir velkomnir. Nánari uppl. á www.kefas.is Akureyrarkirkja. Hádegistónleikar laugardag kl. 12. Björn Steinar Sól- bergsson leikur á orgel. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4-12 ára. Kl. 10-18 flóamarkaður opinn. Safnaðarstarf Þessi ljóta mynd sem ég var að hengja upp er spegill …

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.