Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 7|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Eftir því sem dreifingu á kvikmyndum vex fiskur um hrygg verður sú krafa háværari að DVD- spilarar geti spilað allar gerðir af hreyfimynda- skrám. Einnig taka margir afrit af eigin DVD- myndum, „rippa“ þær, sem avi-skrár til að eiga afrit til að spila í fartölvum og svo má telja. Hingað til hafa menn þurft að varpa avi- myndum yfir í mpeg og brenna sem VCD eða SVCD og þá tapað gæðum um leið. Nú eru aftur á móti að koma á markað spilarar sem geta spil- að allar gerðir af myndaskrám og þar framarlega í flokki eruKiSS DVD-spilararnir, en Epal hefur flutt inn KiSS DP-500-spilarann. Það verður að segjast eins og er að KiSS DP-500-spilarinn er ekki mikið fyrir augað, en ekkert vantar upp á virkni, ekki er bara að þetta er fyrirtaksgræja til að spila mynd- og tónlistrar- diska, heldur er hann einnig með nettengingu sem gerir að verkum að hægt er að streyma efni beint frá tölvu í spilarann. Það var auðvelt að setja það upp, leiða netkapal á milli með nöf á milli, en ef menn búa svo vel að hafa þráðlaust net á heimilinu er hægt að streyma efni á milli, en reyndar ekki kvikmyndum nema netið styðji 820g-staðalinn. Sáraeinfalt var að uppfæra stýrikerfi spil- arans í nýjustu útgáfu. Ég sótti zip-skrá á vefset- ur framleiðandans, opnaði hana og í ljós kom .iso-skrá. Brenndi hana sem Disc Image í Nero og skellti svo í spilarann sem uppfærði sig snemmhendis. Það er reyndar einn af helstu kostum spilarans hve auðvelt er að uppfæra stýrkerfið í honum því það tryggir að hann geti lesið nýjar gerðir af DivX;) Ýmsir hafa nýtt sér hversu auðvelt er að fá spilarann til að uppfæra stýrikerfið og þannig er að finna á Netinu hugbúnað til að breyta spil- aranum svo hann spili öll svæði. Kóðinn er þá brenndur á disk og síðan settur í spilarann sem les hann og eftir það er hægt að spila diska frá öllum svæðum. Einnig er til Java-pakki sem auð- veldar að skoða myndir í spilaranum og svo má telja. Með uppfærslum er hægt að tryggja að spil- arinn spili allar gerðir af DivX;), en með nýjustu uppfærslu spilar hann allar gerðir af DivX;), 3.11, 4 og 5 og XviD, RMP4 og 3ivX og einnig DVD, MPEG-4, VCD, SVCD, CD, MP3, CD-RW, DVD-RW og DVD+RW. (Vert er að taka fram að hann spilar ekki diska sem ekki fylgja CD- staðlinum og þar af leiðandi ekki diska með svo- nefndri „afritunarvörn“, sem er í raun spil- unarvörn, þ.e. það er ekki hægt að spila slíka diska í nýjustu gerðum DVD-spilara sem spila DivX;) og ekki heldur í ferðaspilurum sem spila MP3-skrár.) Það er líka ákveðinn galli að ekki er hægt að hafa ólík gagnasnið á diskum, þ.e. ef maður er til að mynda með .jpg af umslagi í möppu með mp3-lögum telur spilarinn að um sé að ræða möppu með myndum og sér því aldrei mp3- skrárnar. Hægt er að hafa texta með myndurm ef þeir eru til staðar, þ.e. ef textaskrá er brennd á disk sem .sub skrá og heitir það sama og .avi mynd- in koma textarnir með. Með fylgir hugbúnaður til að taka við tengingu frá spilaranum á tölvunni, PC-Link, en með hon- um er hægt að búa til myndapakka á tölvunni sem síðan er hægt að sýna í spilaranum. Spil- arinn styður líka netútvarp, þ.e. útvarpsstöðvar sem senda út á Netinu, en óneitanlega ókostur að tengjast þurfi vefsetri KiSS til að ná í lista yfir stöðvar. Kostar 49.500 hjá Epal. Kostir: Frábær græja sem spilar allt. Auðvelt að uppfæra, fínar myndir. Gallar: Ljótur. Stirðbusalegt að lesa inn skrár af tölvu. Ekki hægt að hafa ólík gagnasnið á diski. |arnim@mbl.is Spilari sem spilar allt GRÆJURNAR  http://www.annall.is/arni „Á laugardaginn var sat ég málstofu um guðræknisbækur Jóhanns Ger- hards. Þar flutti Einar Sigurbjörnsson afar fróðlegt erindi. Hann benti með- al annars á hvernig greina má að- greininguna milli lögmáls og fagn- aðarerindis í 12. passíusálmi.“ 3. nóvember 13.43.  http://www.glymur.com/osk/ „Þreif ónefnda íbúð hátt og lágt í dag. Ónefndur eigandi viðkomandi íbúðar var í framhaldi af því þving- aður til að henda fullt af drasli sem tekið hafði sér bólfestu í íbúðinni. Margir fullir svartir ruslapokar þar á ferðinni. Gamanið endaði svo með því að fyrr- nefndur eigandi tók til í þar til gerðri geymslu, en endaði sú tiltekt á þann veg að hann þarf að öllum líkindum að fá sendiferðabíl undir allt helvítis draslið sem á ruslahaugana skal fara. Way to go! :)“ 4. nóvember 22.30  http://haffi.hobbiti.is/blog/ „Jæja, ég og Vera nældum okkur í pestina í gær :s ojj, Vera reyndar virðist hafa fengið verri útgáfuna. Vonandi náum við að hrista þetta úr okkur. Verst mar hefur engan tíma í svona veiki, það er bara allt of mikið að gera!“ 3. nóvember 15.51. Kæri blogger.com… BÆKUR JONATHAN LETHEM – THE FORTRESS OF SOLITUDE Margir telja Jonathan Lethem einn efnilegasta og besta rithöf- und Bandaríkjanna um þessar mundir og byggja það mat sitt á The Fortress of Solitude sem kom út í september síðast- liðnum. Í bókinni segir Lethem sögu Dylan Ebdus sem býr á Dean Street í Brooklyn í New York. Ebdus flyst þangað með fjölskyldu sinni á áttunda áratugnum, eini hvíti strák- urinn í hverfinu, og sú saga hans sem rakin er í bók- inni er líka saga Brooklyn og New York, saga tónlist- ar, allt frá pönki í rapp, fíkniefnaneyslu, þjóðfélagsbreytingar, ást og vináttu. MICHAEL MOORE – DUDE, WHERE’S MY COUNTRY? Skelmirinn Michael Moore hefur verið duglegur við að gagnrýna það sem honum sýnist að í bandarísku þjóðlífi. Bush, Repú- blikanaflokkurinn og hægrimenn almennt eru vinsælt skotmark hans eins og lesa mátti í bókinni Stupid White Men sem kom ein- mitt út á íslensku um daginn und- ir nafninu Heimskir hvítir karlar. Í nýrri bók, Dude, Where’s My Country? er Moore við sama heygarðs- hornið, hamast að Bush og hægrimönnum yfirleitt, en á sama tíma er bókin eins konar leiðarvísir fyrir bandaríska vinstrimenn um hvernig þeir eigi að ná frumkvæðinu af hægrimönnum, komast til valda og hreinsa til í þjóðfélaginu. Víst er Moore umdeildur, en hann er líka vinsæll – bókin er ofarlega á öllum metsölulistum vestan hafs. GEISLAPLÖTUR R.E.M. – IN TIME: THE BEST OF R.E.M. 1988–2003 Bandaríska hljómsveitin R.E.M. hefur verið að í á þriðja áratug og sent frá sér fjórtán breiðskíf- ur. Undanfarin fimmtán ár hefur hún verið hjá Warner-útgáfunni og sendir í tilefni af því frá sér safnskífu með úrvali helstu laga af þeim sex breiðskífum sem Warner hefur gefið út með henni, tveimur nýjum lögum og einu end- urgerðu. Fyrsta skammti af plötunni fylgir fjörutíu síðna bók með upplýsingum um lögin eftir Peter Buck, aukadiskur með ýmsu sjaldheyrðu frá sveit- inni og myndbandinu við nýja lagið að auki og vegg- mynd af hljómsveitinni. WYCLEF JEAN – THE PREACHER’S SON Fljótlega eftir að Fugees lagði upp laupana kom í ljós hver var aðaltónlistarpælarinn í sveit- inni því plötur Wyclef Jean hafa allar verið fjölsnærðar og upp fullar af grípandi tónlist. The Preacher’s Son er þriðja breið- skífa hans og ekki eins fjölbreytt og fyrri verk, þéttari og lagasmíðar sterkari, blanda af reggí, kalypsó og hiphopi. COLDPLAY – LIVE 2003 Íslenskir tónlistarvinir voru svo heppnir að fá bresku hljómsveitina Coldplay hingað til lands rétt áður en hún varð ein vinsælasta rokksveit heims. Eftir helgi kemur út DVD-diskur með tónleikaupp- tökum með sveitinni og að auki geisladiskur með tónlist- inni af DVD-diskinum. Á DVD- diskinum eru 90 mínútna tón- leikar sem settir eru saman út tvennum tónleikum, 21. og 22. júlí sl. í Sydney í Ástralíu. Einnig er með í pakkanum ferðadagbók og ýmislegt myndefni tengt tónleikunum. Á DVD-tónleikunum og á geisladisk- inum eru tvö tónleikalög sveitarinnar sem ekki hafa áður komið út, The One I Love og Moses. TÖLVULEIKIR TRUE CRIME: STREETS OF LA True Crime: Streets of LA segir frá sérsveitarlöggunni Nick Kang, en meðal verk- efna hans er að ganga á milli bols og höfuðs rússneskum og kínverskum glæpasam- tökum. Til þess eru flest meðul leyfð, en leikurinn er eins konar blanda af Max Payne, Mafia og Grand Theft Auto. Alls þarf leikandi að leysa 100 mál til að klára leikinn, ýmist í bílaelting- arleik að hætti GTA, eða hann þarf að laumast og láta lítið fara fyrir sér eða þá að hann þarf að taka óþokkana fangbrögðum. Ef Kang tekst ekki að leysa verkefni þarf ekki að fara aftur í það heldur breytist söguþráðurinn í samræmi við það. Í leiknum er auka- borð, Dogg Patrol, þar sem leikandinn getur spilað sem Snoop Dogg, ekið um borgina á geggjuðum blæjubíl og barist við glæpona. ÚTGÁFAN– BÆKUR – GEISLAPLÖTUR – TÖLVULEIKIR Með helstu tónleikum í langri og æv- intýraríkri sögu írsku rokksveit- arinnar U2 eru tónleikar hljómsveit- arinnar við Slane-kastala í Boyne-dal um 30 kílómetra frá Dyflinni haustið 2001 á Elevation-tónleikaferðinni. Aðsókn að tónleikunum var gríð- arleg en alls er talið að um 160.000 manns hafi séð hljómsveitina spila, 80.000 hvorn dag sem var mesta að- sókn sem hljómsveitin hafði fengið á tónleika á Írlandi. U2 hafði reyndar áður leikið við Slane-kastala, árið 1981, en þá sem upphitunarsveit. Eftir helgi kemur út DVD-diskur með upptökum frá tónleikunum, alls með nítján lögum í PCM Stereo, DTS og Dolby 5.1. Einnig er U2 dagatal á diskinum, skjásvæfa, þrjú lög í spin- cam og veftenglar. U2 Go Home – Live From Slane Castle REUTERS BONO, SÖNGVARI U2 Á TÓNLEIKUM SVEITARINNAR VIÐ SLANE CASTLE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.