Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 16
16 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 7|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýi vestrinn hans Kevins Cost- ner er gott, eða réttara sagt vont, dæmi um mikilvægi þess að enda bíómynd rétt. Open Range þekkir nefnilega ekki sinn vitjunartíma. Eftir afar hæga, á köflum slyttislega, framvindu er loka- uppgjörið snarpur og prýðilega sviðsettur byssubardagi. Þar fá vondu kallarnir makleg málagjöld, eins og vera ber að klassískri hefð, og góðu gæjarnir standa uppi sem sigurveg- arar, nokkuð laskaðir en lifandi. Þá er eftir að ljúka tveimur efnisþáttum: Hvað framtíðin ber í skauti sínu fyrir frjálsu og óháðu kúrekana sem hetjurnar Robert Duvall og Costner standa fyrir og hvað framtíðin ber í skauti sínu fyrir hina hik- andi elskendur Costner og Annette Bening. Fyrra atriðið fær bærilega úrlausn en það síð- ara óbærilega. Næstum því svona: Costner kveður Bening og heldur á braut, Bening horfir á eftir Costner, Costner nemur staðar, hikar, snýr aftur til Bening, hættir við og kveður Ben- ing, heldur á braut, Bening horfir á eftir Cost- ner, Costner nemur staðar, hikar, snýr aftur til Bening, hættir við og hættir svo við að hætta við og hættir svo við að hætta við að hætta við- …Og þau mala og mala og masa og hika og hiksta. Í staðinn fyrir að áhorfandi kveðji bíómyndina saddur og sáttur gengur hann út þungur og þreyttur og leiður. Hvernig bíómynd skilur við áhorfanda sinn – eða bók við lesanda sinn – er án efa mikilvæg- asti þátturinn af þeim þremur: Upphafi, miðju og endi. Það liggur við að í lyktum myndar felist tilgangur hennar. Sagan er sögð til að ná ákveðinni dramatískri niðurstöðu. Allt of oft er eins og höfundar kasti þá til höndum eða lypp- ist niður eða viti ekki hvert ferðinni var í upphafi heitið. Dramatískt úrræðaleysi að leiðarlokum kvik- mynda hefur orðið æ algengara á und- anförnum árum, ekki síst í Hollywoodmyndum. Þær halda áfram og áfram út af engu, löngu eftir að þær hafa sagt það sem þær hafa að segja, sem oft er reyndar ekki mikið. Um þetta mætti nefna mörg dæmi en ég læt nægja að minna á A.I. eftir Steven Spielberg, sem var áhugaverð framtíðarfantasía lengi framan af en kunni sér ekki hóf og bætti endi við endinn og öðrum við þann. Um hið gagnstæða mætti líka nefna ágæt dæmi: The Sixth Sense, The Usual Suspects, Seven. Tvennt kann að valda þessari útvötnun endalokanna: Annars vegar er skugginn af hinni yfirvofandi framhaldsmynd, þ.e. sögulok mega ekki útiloka nýtt upphaf svo unnt sé að græða meira á sömu hugmynd og sömu per- sónum. Hins vegar er sú vaxandi markaðs- væðing listgreinarinnar sem felst í því að prófa myndir á tilteknum, völdum markhópum áður en þær eru settar í dreifingu. Á slíkum prufu- sýningum eru gerðar tilraunir með myndir og áhrif þeirra á áhorfendur. Ef meirihluta hópsins líkar til dæmis ekki endirinn er honum einfald- lega breytt svo hann falli betur í kramið. Með þessari aðferð verða að öðru jöfnu ekki til lista- verk heldur tískuvarningur, einhvers konar merkjavara í tiltekinni númerastærð, jafnvel fjölskyldupakkningu. Tilgangur höfundarins með verkinu verður aukaatriði andspænis því aðalatriði að sem flestum líki við það. Því er ekki furða að menn fái á tilfinninguna að í loka- köflum kvikmynda séu höfundar í vaxandi mæli að prófa sig áfram án þess að vita hvernig og hvenær þeir eigi að skilja við. Þetta var ekki svona. Á fyrstu áratugum kvik- myndaframleiðslu voru endalokin yfirleitt skýr og tær, jafnvel svo mjög að þau voru fyr- irsjáanleg: Það góða sigraði það illa, elskendur féllust í faðma og héldu út í sólarupprás eða sólsetur eftir því sem við átti, og hikuðu ekki og hikstuðu, öfugt við Kevin Costner og Annette Bening. „The Happy Ending“ var föst stærð í útreikningum framleiðenda, gjarnan með bernskum ræðuhöldum í myndarlok um gildi fjölskyldunnar, ástarinnar, frelsisins og amer- íska draumsins. Á seinni hluta 7. áratugarins og fyrri hluta þess 8. myndaðist óræðra list- rænt andrúmsloft. Kvikmyndirnar, eins og sam- félögin, glötuðu sakleysi sínu; veröldin var ekki annaðhvort rósrauð eða dimmblá, ekki ann- aðhvort svört eða hvít. Yfir vötnum sveif tor- tryggni gagnvart einföldum lausnum og yfirvöld- um, kvikmyndirnar urðu myrkari, spegluðu óvissu um framtíð og forlög. Og nú er þessi óvissa orðin að listrænni fötlun innan greinar sem ofurseld er markaðsöflum. Sú tíð er löngu liðin að bíómyndir endi með þeim afgerandi texta THE END/ENDIR/FIN og svo framvegis. Kannski er ástæðan sú að höf- undar eða framleiðendur treysta sér ekki til svo ákveðinnar niðurstöðu. Kannski ættu þeir að láta standa í staðinn: OG SVO FRAMVEGIS. Það virðist engin leið að hætta. Endirinn endalausi „Það er engin leið að hætta,“ raulaði Valgeir Guðjónsson í popplagi í G-dúr sem engin leið er að hætta að raula þótt laginu sé í rauninni lokið; það er auðvitað aðeins til marks um hversu gott lagið er. Hins vegar er einhver mesta kúnstin í öllum listum, og reyndar lífinu líka, að vita hvenær á að hætta – og hvernig. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson KEVIN COSTNER Í OPEN RANGE: HVERNIG Í ÓSKÖP- UNUM GET ÉG LOKIÐ MÉR AF? Í augum hins 14 ára gamla Walters (Haley Joel Osment) er afskekktur bóndabær frænda hans tveggja (Robert Duvall, Michael Caine) í Texas ömurlegasti staður á jarðríki til að eyða sumrinu. En þangað er hann kominn því móðir hans (Kyra Sedg- wick) ætlar að freista gæfunnar í Las Vegas. Notuð ljón (Seconhand Lions) er óvenju- leg og gamansöm þroskasaga ungs pilts og frumsýnd í Laugarásbíói um helgina. Adaptation (’02) Nicholas Cage fer á kostum í hlutverki tvíbura. Annar er frægur handritahöf- undur sem þjáist af ritstíflu. Orðaflaum- urinn streymir frá hinum – sem að flestra áliti er einskis nýtur ruglu- kollur. Á eyrinni (On the Waterfront) (’54) Uppreisnargjarn hafnarverkamaður snýst gegn maf- íuleiðtoga (J. Lee Cobb) þegar bróðir hans (Rod Steiger) er myrtur. Regnmaðurinn (Rain Man) (’88) „Uppi“ (Tom Cruise) og innhverfur bróðir hans (Dustin Hoff- man) eru ólíkir, en ná engu að síður eftirminnilega sam- an á Ódysseifsreisu um Bandaríkin. Straight Story (’00). Richard Farnsworth endar leikferilinn á ógleymanlegan hátt. Aldurhniginn bóndi leggur í lang- ferð til að kveðja dauðvona bróður sinn – á örsmárri garðdráttarvél. Hvað nagar Gilbert Grape? (What’s Eat- ing Gilbert Grape?) (’93) Johnny Depp leikur „stóra bróð- ur“, sem heldur saman furðulegri fjölskyldu í bestu mynd Lasse Hallström í Vest- urheimi. Bræður koma við sögu MICHAEL CAINE Árið 2000 var Michael Caine einkar eftirminnilegt. Hann vann sín önnur Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í The Cider House Rules og Englandsdrottning aðlaði þennan stór- sjarmör – sem eftirleiðis er titlaður sir Michael. Ekki sem verst fyrir cockney-strák úr fátækra- hverfum Suður-Lundúna þar sem Caine fæddist í fjölskyldu alþýðufólks og lífið snerist um að eiga fyrir mat. Caine ákvað að leggja fyrir sig leiklistina um leið og hann útskrifaðist úr herþjónustu í Kór- eustríðinu. Fetaði síðan frægðarbrautina upp á við á hefðbundinn hátt. Byrjaði í leikhúsi, hvarf þaðan í sjónvarp og stal senunni í bíómyndinni Zulu (’63). Var fyrst tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir Alfie og hefur leikið í á níunda tug kvikmynda. Hann hlaut Óskarsverðlaunin í fyrra skiptið fyrir leik í mynd Woodys Allen; Hannah and Her Sisters; verðlaun Bresku kvikmyndaakademíunnar fyrir Rita gengur menntaveginn (Educating Rita); Golden Globe fyrir Dirty Rotten Scoundrels og Taktu lagið Lóa (Little Voice). Auk þess hefur hann fengið fjórar Óskarsverðlaunatilnefningar. Samleikur Roberts Duvalls og Michaels Caines fær hjarta kvikmyndaunnenda til að slá hraðar. Þeir eru goðsagnir í lifanda lífi. Tveir konfektmolar í kassa kvik- myndanna. Sem gömluðum sérvitringum, grófum á ytra borðinu, ganga af þeim hrikalegar tröllasögur. Þeir eiga að vera fyrrum leigumorðingjar mafíunnar, banka- ræningjar og stríðsglæpamenn á sínum yngri árum. En smám saman komast þeir í uppáhald hjá ungum dreng. FR UM SÝ NT Robert Duvall Robert Duvall hefur verið í fremstu röð bandarískra leikara frá því í klassíkinni To Kill A Mockingbird (’61). Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína sem lögmaður Corleone-fjölskyldunnar í Guðföðurn- um I og II og jafnframt fyrir Apocalypse Now, en öllum þremur var leikstýrt af Francis Ford Coppola. Duvall var tilnefndur fyrir The Great Santini og hlaut að lokum hin eftirsóttu verð- laun fyrir myndina Tender Mercies. Líkt og Caine barðist Duvall í Kóreustríðinu og hélt að því loknu í leiklistarnám – þrátt fyrir mótmæli föður síns, sem var aðmíráll í Sjó- hernum. Duvall hélt beinustu leið til New York, háborgar leikhússlífsins og nam m.a. hjá Stellu Adler og í Actor’s Studio Lees Srasberg. Þar dvaldist hann við nám og störf við leik- húsin á og við Broadway um áratug. Duvall stóð á þrítugu er honum bauðst hlutverk í To Kill a Mockingbird og hefur verið allar götur síðan einn traustasti og virtasti skapgerð- arleikari Bandaríkjanna. FRÆNDUR ERU FRÆNDUM BESTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.