Vísir - 22.10.1980, Qupperneq 14
14
Miðvikudagur 22. október 1980,
VÍSIB
einstðk útlán
1 Landsbanka Islands er það
bankastjórn, .skipuð þremur
bankastjórum og tveimur
aðstoðarbankastjórum, sem
setur reglur um útlán. Þessi
sama bankastjórn tekur á
fundum sinum ákvörðun um öll
einstök útlán, sem máli skipta.
Yfirumsjón meö starfsemi bank-
ans er i höndum bankaráðs, sem
skipaðer fimm mönnum kjörnum
af Alþingi og er þvi a.m.k.
mánaöarlega gefið itarlegt yfirlit
um þróun innlána og útlána og
stöðu bankans. Það hlýtur þess
vegna að vera fleirum en mér
ráðgáta, hvernig einn bankastjóri
getur „misnotað Landsbankann
af stjórnmálaástæðum”.
Um leið langar mig til að spyrja
Visi og önnur islenzk dagblöð,
hvenær þau ætli að taka upp þann
sjálfsagða siö aö birta ekki önnur
lesendabréf en þau, sem skrifað
er undir fullu nafni?
Virðingarfyilst,
JónasH. Haralz
Ég legg þaö ekki I vana minn að
elta ólar við óhróöur og dylgjur.
Lesendum Vfsis til upplýsingar
vil ég þó taka þetta fram:
Jónas H. Haralz bankastjóri
Landsbankans.
Jónas H. Haralz. bankastlóri:
Bankastjórn tekur
ákvörðun um öll
HætUO með ensku knaitspymuna
Knattspyrnuáhuga-
maður hringdi
Ég er einn þeirra sem er búinn
að fá meira en nóg af þessari
ensku knattspyrnu i Sjónvarpinu.
Þessar myndir eru orðnar ansi
leiðinlegar enda enska knatt-
spyrnan örugglega ein sú allra
þreyttasta i heiminum. Þetta er
oröið svo leiöigjarnt efni að
maður er farinn að sofna yfir
þessum þáttum hvað eftir annaö,
enda hver leikur öðrum likur og
leiðinlegri.
Hvernig er það, er ekki hægt að
fara aö sýna okkur myndir af
alvöru knattspyrnuleikjum t.d.
frá Þýskalandi, Hollandi eða
Belgi'u. Þar er leikin knattspyrna
sem gleður augað og þótt ekki
væri nema að fá tilbreytingu, þá
er kominn timi til að skipta um
knattspyrnumyndir i Sjón-
varpinu.
FYRIR HVERJA ERU
TEIKNIMYNDIRNAR?
MINNIR A LÝS-
INGAR Á MEÐFERÐ
Ein óánægð með dag-
skrá sjónvarpsins fyrir
allra minnstu börnin.
Hvernig væri að þeir hjá sjón-
varpinu færu að hugsa nefi sinu
lengra. Já, fýrir hverja eru
teiknimyndirnar Tommi og
Jenni?
Fyrir börnin ekkisatt? En
hvað með þau börn sem vakna
klukkan6.45eða þar um bil og eru
á aldrinum 3-4 ára? Ég er móðir
eins sliks barns og það er yfirleitt
sofnaö milli 19.-19.30 en er i sifellu
að tala um Tomma og Jenna sem
talaö er svo mikiö um i leik-
skólanum. Ég fæ ekki skilið af
hverju þeir hjá sjónvarpinu geta
ekki gefiö þeim allra minnstu
smátima, eins og t.d. kl. 18 á
kvöldin þegar dimmt er oröið úti
og foreldrar uppteknir við mat-
reiðslu. Skyldi það kosta mikið að
sýna þá teiknimyndirnar og
endursýna hina stórkostlegu
Barbapapa? Þvi þau allra
minnstu þreytast aldrei á þeim.
Þetta er nú gert á öllum hinum
Norðurlöndunum, yfirleitt korter
á dag, viö erum jú alltaf aö miða
okkur við þau. Ég skora á þá hjá
sjónvarpinu aö gera eitthvað i
þessu máli.
Guðmundur J. Guðmundsson.
Söngelskum svarað:
HANN HLUSTAR GREINILEGA
EKKI A LÖG UNGA FÓLKSINS
„Hneyksluð” skrifar
Alveg finnst mér þetta fárán-
legt bréf frá Söngelskum 16. októ-
ber siöastiiðinn. Hann byrjar á
þvi aö tala um hvað Björgvin
Halldórsson sé frábær og allt það
sem ég er alveg sammála. Það er
mjög góöur árangur að verða
fjórði I söngvakeppninni á Ir-
landi.
En svo kemur brandarinn. Að
ieggja lög unga fólksins undir
óperusöngkonur! Þessi Söng-
elskur hefur greinilega ekki
hlustað á Lög unga fólksins ný-
lega. Þar er búið aö grátbiðja for-
ráöamenn útvarpsins i langan
tima um að lengja þáttinn eða að
hafa hann tvisvar i viku, en ekk-
ert hefur verið gert. Það sem
Söngelskur segir að unga fólkið
myndii fegið vilja aö leggja þenn-
an þátt niður er svo mikil þvæla
að það er engu likt.
Svo er það staöreyndin að popp-
þættir séu einn eða fleiri á dag.
Söngelskur heföi nú getaö lesið
útvarpsdagskrána fyrir vikuna
áður en hann skrifaði þetta bréf.
Poppþættir eru i mesta lagi fimm
I viku: Löng unga fólksins, mánu-
dags- og fimmtudagssyrpur,
Afangar og Bitlaþátturinn nýi.
Það er nú allt og sumt.
Ég getekkiað þvi gert, en ég er
svo yfir mig hneyksluð á þessu
lesendabréfiaðégkemstekki yfir
það. Og ég bara vona aö það hafi
verið skrifað í grini.
STRÍ8SFANGA
Hvernig er þaö, ætla þessir
menn sem talaö er um i „Stattu
þig drengur” (bókinni um Sævar
Ciesielski) ekki aö svara fyrir
sig? Lýsingarnari bókinni minna
einna helst á lýsingar á meðferð á
striðsföngum nasista i heimstyrj-
öldinni siöari. Eftir lestur bókar-
innar er ég ekki i nokkrum vafa
um að sögurnar um fantaskap
lögreglunnar og fangavaröanna
séu sannar. Þaö er veriö að taia
um aö það hafi veriö misræmi á
milli framburðar sakborninga i
Geirfinnsmálinu og að þeir hafi
dregið fyrri framburö til baka.
En þannig er þvf nú lika variö i
málum fangavarða og rann-
sóknarlögreglumanna. Þeim
finnst sjálfsagt best að þegja
málið í hel, eða hvað?
Ein óhress
Sævar Ciesielski.
Af Guðmundi heiln-
um og Guðmundl J.
Guðmundur heitinn Guömunds-
son, er lengi var læknir i Stykkis-
hólmi, fluttist til Ameriku á gam-
als aldri og þá að nokkru kominn
út úr heiminum. Sú gamansaga
hefir viða flogið, aö þá er Guð-
mundur leit New York borg af
skipsfjöl, hafi hann heyrst segja:
„Ja, það er aldeilis, að þeir eru
búnir að byggja hér i Hólmin-
um”.
Nú vikur sögunni til annars
Guðmundar (J.) Guðmundsson-
ar. Sá er sagður hafa flúið til
Stykkishólms á næstliðnu vori, er
núverandi rikisstjórn þurfti að
ieggja byröar nokkrar á „al-
þýðuna”. Sá hinn sami Guömund-
ur hafði og ráögert för til New
York, en hefur nú frestaö henni
um sinn (alltaf vilja þessir „alla-
ballar” ólmir komast i Ameriku-
sæluna, ef færi gefst). — Nú er
liklegt, að búiö verði aö leggja
viðbótar-pinkla á alþýðu manna
hér heima, er Guðmundur kemur
vestur. — Kannske honum verði
þá að orði: „Ja, það er aldeilis að
maöur fréttir aftur af drápsklyfj-
um hér i Hólminum”?
Guðm. Guðmundsson,
Flyðrugranda 4,
Rvk.