Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 2
2 C MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JB Byggingafélag er um þessar mundir með sýningu á húsi sem það hefur látið úbúa á Vatnsenda í Kópavogi, nánar til tekið í Fella- hvarfi 7 við bakka Elliðavatns. En hvers vegna er verið að opna sér- stakt sýningarhús á vegum félags- ins? „Í fyrsta lagi viljum við gefa fólki kost á að sjá innréttingar og tæki sem við bjóðum upp á í okkar íbúð- um, svo og allan frágang íbúða al- mennt að innan sem utan, í öðru lagi viljum við kynna almenningi þetta nýja hverfi við Elliðavatn þar sem við erum byrjaðir að byggja 54 íbúð- ir og sérbýli á landi sem við köllum Milli vatns og vegar, þ.e. neðan nú- verandi Elliðavatnsvegar,“ segir Elfar Ólason, markaðsstjóri JB Byggingafélags. Hvaða nýjungar eru kynntar í þessu sýningarhúsi? „Helstu nýjungar felast í innrétt- ingum. Við erum þarna með eik- arinnréttingar frá HTH. Nýjasta línan frá þeim felur í sér að eining- arnar eru færri en stærri, eins og t.d. í eldhúsi eru stærri skúffur en færri. Efri skáparnir eru líka færri og stærri svo eitthvað sé nefnt. Einnig erum við með þarna renni- hurðir á skápum, en þær eru að koma mikið inn aftur og nú miklu betur útbúnar en þær voru áður fyrr. Þá erum við með gólfefni sem er samspil af parketi og náttúruflísum og einnig kókósteppi sem eru mikið að koma inn aftur, t.d. á stiga. Þau leysa vandamál á borð við hála stiga. Við höfum unnið þetta í samvinnu við Hallgrím Friðgeirsson innan- hússarkitekt og teljum að vel hafi tekist til. Þetta hús er 192 fermetrar á tveimur hæðum og á því eru stórar suðursvalir. Öll húsin í þessum reit, sem við erum að byggja þarna, eru steinuð að utan með granít- eða marmara- salla og eru svo í bland sléttir fletir. B.M. Vallá hefur látið sérhanna garð í kringum húsið og látið útbúa hann. Þar er japanska línan ráðandi, hellur og ljósleit möl á milli.“ Getur fólk fengið ráðgjöf hjá ykk- ur í tengslum við þetta framtak? „Já, við hjá JB Byggingafélagi höfum farið þá leið að leyfa fólki að velja sem mest sjálft innréttingar og fleira í íbúðir sem við byggjum, t.d. getur það valið ýmislegt í innrétt- ingum og tækjum hjá HTH hjá Bræðrunum Ormsson og einnig er hægt að velja flísar, hreinlætistæki og margt fleira. Breyt- ingar á innra skipulagi íbúða fer fram í samráði við okkar verk- efnastjóra.“ Er þetta svæði stórt sem þið eruð að byggja á þarna? „Landið er innan bæjar- marka Kópa- vogs og er 2,5 hektarar og við erum að byggja á þessu svæði 54 íbúðir og sérbýli. Það sem er sér- stakt við staðsetningu þessa lands er lega þess langsum meðfram El- liðavatni. Allar íbúðir snúa að vatn- inu og eru með suðursvölum, útsýni verður því frá öllum íbúðunum yfir vatnið og fjallahringinn. Þetta er með öðrum orðum glæsilegt bygg- ingasvæði sem er í góðum tengslum við náttúruna og býður upp á góða möguleika hvað útivist snertir. Sýn- ingarhúsið í Fellahvarfi 7 var til sýnis síðustu helgi en verður aftur sýnt næstu helgi milli klukkan 13 og 16 báða dagana. Ýmsar nýjungar í sýning- arhúsi við Elliðavatn Margir hafa áhuga á nýju byggingarsvæði meðfram Elliðavatni þar sem JB Byggingafélag hefur nú komið upp sérstöku sýning- arhúsi. Elfar Ólason segir hér Guðrúnu Guðlaugs- dóttur frá þessu framtaki félagsins en í húsinu eru kynntar ýmsar nýjar lausnir og hvað á döfinni er á svæðinu. Morgunblaðið/Ásdís Nýja línan frá HTH býður upp á stærri og færri einingar. Elfar Ólason Í húsinu er samspil parkets og náttúruflísa á gólfum. Ásbyrgi ....................................... 14 Ás ................................................. 17 Berg ............................................ 40 Bifröst ......................................... 15 Borgir ................................. 22–23 Eign.is ........................................ 27 Eignaborg ................................. 44 Eignamiðlun ..................... 24–25 Eignaval ..................................... 26 Fasteign.is ................................ 28 Fasteignamarkaðurinn ..... 16–17 Fasteignamiðstöðin ............... 46 Fasteignasala Mosfellsbæjar ........................................................ 45 Fasteignasala Íslands ............ 29 Fasteignastofan ...................... 39 Fjárfesting ................................ 43 Fold ................................................ 3 Foss .............................................. 12 Garður ........................................... 8 Garðatorg ................................. 44 Gimli ........................................... 34 Heimili .......................................... 4 Híbýli .......................................... 46 Hof ................................................. 5 Hóll ....................................... 20–21 Hraunhamar ........................ 18–19 Húsakaup .................................. 42 Húsavík ....................................... 41 Húsið .......................................... 35 Kjöreign ..................................... 38 Lundur ................................ 32–33 Lyngvík ....................................... 13 Miðborg ............................... 30–31 Remax ...................... 8–7 og10–11 Skeifan ....................................... 47 Smárinn ..................................... 35 Valhöll ................................ 36–37 101 Reykjavík .............................. 9 Xhús ........................................... 45 Efnisyfirlit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.