Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 8
8 C MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 EINBÝLISHÚS SKIPASUND Mjög vel staðsett og gott timburhús á steyptum kjallara 150 fm. Á hæðinni eru 3 samliggjandi stofur og eldhús með fallegri innréttingu. Í kjallara eru 3 svefnherbergi, flísalagt baðherbergi og þvottahús. Parket og flísar á gólfum. Fallegt gróðurhús fylgir á lóðinni og góður bílskúr 40,4 fm með sjálfvirkum opnara. Verð 20,5 millj. HEIÐARGERÐI Fallegt einbýlishús, sem hefur verið mikið endurnýjað, hæð og ris ásamt bílskúr. Skiptist í rúmgóðar stofur, eldhús með nýrri innréttingu, fallegt flísalagt baðher- bergi, garðskáli og fallegur garður með verönd og heitum potti. Vinsæl staðsetning í mjög góðu skólahverfi. Stutt í alla þjón- ustu. Áhvíl. húsbr. 8 millj. Verð 27,5 millj. HÆÐIR BARMAHLÍÐ Fjögurra herb. íbúð 103,2 fm á 2. hæð í fjórbýli. Skiptist í 2 samliggjandi stofur, 2 svefnherb. eldhús og bað. Parket á stof- um, holi og hjónaherb. Áhvílandi 6,1 millj. BREKKULÆKUR - M/BÍLSKÚR Falleg 115 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýli. Bjart- ar samliggjandi stofur með svölum, þrjú góð svefnherb. eldhús með borðkróki og þvottahúsi inn af. Flísalagt baðherb. Parket og flísar á gólfum. Bílskúr fylgir 22,8 fm. Áhvílandi húsbr. 6 millj. Verð 16,9 millj. NÝBÝLAVEGUR - M/BÍLSKÚR Gullfalleg 83,3 fm íbúð á 1. hæð ásamt 32,5 fm bílskúr. Falleg stofa með svölum. Hjóna- herbergi og rúmgott herb. bæði með skáp- um. Þvottahús í íbúð Flísalagt bað. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Verð 16,9 millj. 4RA HERBERGJA KLEPPSVEGUR Stór og falleg 121 fm endaíbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Skiptist í stofur, tvö stór svefnherb. geta verið þrjú, flísalagt bað- herb., gott eldhús með borðkróki, rúm- góðu þvottaherb. og búri innaf. Góð áhvíl. lán 3,4 millj. Verð 15,5 millj. 3JA HERB. VÍÐIMELUR Góð 3ja herb. íbúð 60 fm í kjallara öll ný- uppgerð. Endurnýjuð eldhúsinnrétting. Nýtt á baði Nýtt gler og gluggar. Nýtt parket og flísar á gólfum. Laus við kaup- samning. Verð kr. 10,9 millj. 2JA HERB. LEIFSGATA Falleg 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Endurnýjaðar lagnir og raf- magn. Nýlegt gler og parket og nýlegt járn á þaki. Áhvílandi húsbr. 4,5 millj. EINSTAKLINGSÍBÚÐIR TRYGGVAGATA - HAMARS- HÚSIÐ Einstaklingsíbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Skiptist í alrými með eldhúsaðstöðu, bað- herbergi með sturtu og tengi fyrir þvotta- vél. Suðursvalir. Sérgeymsla á jarðhæð. Áhvíl. 500 þús. Verð 8,5 millj. Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali S. 562 1200 F. 562 1251 3 herbergja Skipasund - bílskúr Stórglæsileg 3ja herb. íbúð á 1. hæð (aðalhæð) í þríbýli. Glæsilega endur- nýjuð íbúð. Stór bílskúr fylgir. LAUS. Verð 15,9 millj. 4ra herbergja og stærra Naustabryggja 5-6 herb. 190 fm falleg íb. á 3. hæð og í risi í 3ja hæða fjölb. Stæði í bílgeymslu. Í risi er hátt til lofts, sem gefur íbúðinni skemmtil. yfirbragð. Spennandi íb. fyr- ir ungt fólk sem vill búa rúmt. Góð lán. Raðhús - Einbýlishús Frostaskjól Vorum að fá í einkasölu þetta fallega og vandaða raðhús. Húsið er tvær hæðir og lítið ris, samt. 215,4 fm með innb. bílskúr. Á neðri hæð eru stofur, eldhús, snyrting, forst. og bílskúrinn. Á efri hæð er hjónaherb. með fataherb., 3 rúmg. barnaherb. og baðherb. Í risi er sjón- varpsstofa/fjölskylduherbergi. Arinn í stofu. Gegnheilt parket. Mjög góð eign á einum eftirsóttasta stað í vest- urbænum. Verð 31,0 millj. Goðheimar 5 herb., 129,7 fm íbúð á 2. hæð í fjórb. Íbúðin nýtist einstaklega vel, er stofa, 4 svefn- herb., gott eldhús, baðherb., hol o.fl. 25,4 fm bílskúr. Góð eign í góðu hverfi. Hagstæð lán. Sólvallagata - laus 3ja herb. 58,4 fm kjallaraíbúð í góðu þrí- býlishúsi. Íbúðin er með sérinngangi og sérhita. Mjög snotur og notaleg eldri íbúð á frábærum stað. Hörpugata Spennandi húseign, sem er 332,9 fm með tveimur íbúðum. Stórar glæsilegar stofur, rúmgóð herbergi. Sólskáli. Sér 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Með í kaup- um fylgir byggingalóð fyrir einlyft ein- býlishús. Leitið frekari upplýsinga. Atvinnuhúsnæði Laugavegur Mjög góð götuhæð ásamt hluta í kjall- ara, samt. 640 fm. Tilvalið verslunar- húsnæði eða t.d. kaffi-/veitingahús. Reykjavíkurvegur Gott 408,8 fm atvinnuhúsnæði á annarri hæð. Vel staðsett. Laust. Verð 21,0 millj. Sumarhús Sumarhúsalóðir Höfum til sölu sumarhúsalóðir í Grímsnesi, stærðir 0,5-1,0 ha. Mjög gott tæki- færi til að eignast lóð á mjög góðum stað á sanngjörnu verði. Smiðjuvegur Atvinnuhús- næði, götuhæð og önnur hæð, samt. ca 335 fm. Á götuhæðinni er upplagt lagerhúsnæði og uppi skrif- stofu/þjónusturými. Laust. Verð 16 millj. Vitastígur Áhugaverð húseign, járnklætt timburhús, tvær hæðir og kjallari, samt. 152,1 fm. Hús, sem býður upp á ýmsa möguleika. Mikið uppgert, fallegt hús í mið- borginni. 3 einkabílastæði. Áhv. húsbr. ca 7,2 m. UM þessar mundir stendur yfir sýn- ing á íslenskri list, hönnun og hand- verki í Norræna húsinu. „Við köllum þetta jólasýningu Norræna hússins 2003 með það í huga að hafa framhald á þessu verk- efni, halda áfram að vera með jóla- sýningar,“ sagði Guðrún Dís Jón- atansdóttir, upplýsinga- og verkefnafulltrúi hjá Norræna hús- inu. „Í ár erum við eingöngu með ís- lenska listamenn, hönnuði og hand- verksfólk. Segja má að þetta sé til- raun en ef vel tekst til munum við á næsta ári færa aðeins út kvíarnar og vera með verk eftir listafólk og hönn- uði á öllum Norðurlöndum.“ Eru svona sýn- ingar í hinum Norrænu húsun- um? „Ekki svo ég viti til. Forstjór- inn okkar, Gro Kraft, er list- fræðingur og starfaði á Sam- tímalistasafninu Osló, áður en hún réðst til starfa hér í Norræna húsinu. Í Noregi er rík hefð fyrir jólasýningum af þessu tagi. Henni þótti því tilvalið að setja upp eina slíka hér og hún sér um val á verkum og upp- setningu sýning- arinnar. Við erum með á sjötta tug þátttakenda í sýning- unni og það kennir ýmissa grasa. Fjölbreytni er mikil Óhætt er að segja að fjölbreytnin sé mjög mikil og endurspegli það sem er að gerast í heimi handverks og hönnunar. Óhætt er að segja að verk úr íslenskri ull séu nokkuð ráð- andi, bæði lambsskinn og fiskroð er líka nokkuð áberandi. En svo er að finna margt spennandi og skemmti- legt af öðru tagi, svo sem leirlist. Fólkið sem tekur þátt í sýningunni er bæði úr þeim hópi sem skapað hefur sér nafn á sínu sviði og líka fólk sem er að feta sín fyrstu spor, er jafnvel nýútskrifað úr listaskól- um, sem og sjálfmenntað hand- verksfólk. Breiddin er því mjög mik- il. Við erum ekki með mjög dýra hluti á sýningunni, sem er sölusýn- ing. Við hugsuðum sem svo að þetta væri sýning sem fólk gæti komið og keypt spennandi jólagjafir og þess vegna eru hlutirnir á verðbilinu 3.000 til 15.000, þótt finna megi ein- staka stærri hluti og dýrari. Þess má geta að kaffistofa Norræna hússins tekur þátt í sýningu að vissu leyti, með því að hafa á boðstólum jólaglögg og hópar sem vilja gera sér dagamun geta pantað jólalegar veitingar þar um helgar. Þótt þetta sé sölusýning er opn- unartími sá sami og á venjulegum sýningum, þ.e. þriðjudaga til sunnu- daga frá klukkan 12 á hádegi til 17 og lokað á mánudögum. Á heimasíðu Norræna hússins www.nordice.is eru frekari upplýsingar um fólkið sem á verk á sýningunni.“ Fyrsta jólasýning Norræna hússins Fyrsta jólasýning Norræna hússins í Reykjavík var opnuð fyrir helgi undir yfirskriftinni: List – hönnun – handverk. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Guðrúnu Dís Jónatansdóttur um þessa nýju starfsemi hússins, en það er Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins, sem er sýningarstjóri. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Ásdís F.v. Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins, og Guðrún Dís Jónatansdóttir, upplýsinga- og verkefnafulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.