Vísir - 19.11.1980, Síða 2

Vísir - 19.11.1980, Síða 2
2 Hvernig helst þér á pening- unum þínum? Haraldur Hermannsson setjari: „Bara mjög vel, ég vinn tals- verða aukavinnu og hef þess vegna góöar tekjur”. Stefán Guömundsson sjómaöur: „Svona frekar slælega, ég hef þó séö minni tekjur en um þessar mundir”. Magnús Gunnarsson hvalmaöur: „Ég held aö mér haldist bara frekar vel á þeim”. Guöbjörg Þóröardóttir húsmóöir: „Mjögilla, þaö er allt oröiö svo dýrt”. Anna Þ. Stefánsdóttir neml: „Illa, ég fer ekki út i búö nema til aö gera mig blanka”. VtSIR Miövikudagur 19. nóvember 1980 PP Okkur fæddist sonur á frumsýningardagínn” rætt við valgarð Egilsson lækni og rithðfund Leikritiö „Dags hriöar spor”, sem sýnt er á litla sviöi Þjóöleik- hússins hefur vakiö töluveröa at- hygli fyrir nýstárlega fram- setningu. Höfundur leikritsins er Valgaröur Egilsson læknir. Okk- ur lék hugur á aö vita nánari deili á Valgaröi, og náöum því til hans viö störf á Rannsóknarstofu Há- skólans við Barónsstig. Fór ekki i skóla fyrr en á 16. ári Valgarður er fæddur 20. mars 1940 og uppalinn á Grenivik viö Eyjafjörö, sonur Egils Askels- sonar bónda og kennara, og Sigurbjargar Guömundsdóttur. Valgarður er bróöir Egils Egilssonar kennara viö verk- fræöideild Háskólans sem einnig hefur fengist við ritstörf og að- spuröur sagöi'Valgaröur aö faöir þeirra hefði einnig fengist nokkuö við slik störf. Um skólagönguna sagöi Val- garöur: „Ég fór ekki i skóla fyrr en á 16. ári. Fræðslulögunum var ekki fylgt sérstaklega vel fyrir noröan á árunum eftir striöiö. Ég tók landspróf frá Laugarvatni og hélt siöan i Menntaskólann i Reykja- vik. A þessum árum keppti ég i Valgaröur Egilsson. sundi og ætlaöi aö standa mig þar og þvi taldi ég betra að vera i Reykjavik. £n ég héU sjöan noröur á Menntaskólann”. segir Valgarður. „Jú, jú, ég hef ennþá gaman af sundi, þótt ég sé löngu hættur aö keppa”. 1968lauk Valgaröur læknanámi sinu viö Háskólann og haföi skömmu áöur kvænst Katrinu Fjeldsted sem einnig er læknir. „Allt skrifað úti”. Ariö 1979 kom fjölskyldan heim frá Englandi eftir 8 ára veru þar en Valgarður stundaöi rann- sóknarstörf I London. „Þetta er allt skrifað úti og það elsta reyndar skrifaö áriö 1969”, sagöi Valgarður um það efni sem fram kemur i leikritinu, en þáð er frumraun Valgarös i leikritun. Valgarður og Katrin eiga nú tvö börn, ellefu ára dóttur og þeim hjónum fæddist sonur einmitt á frumsýningardag leikritsins. „London er skemmtileg borg fyrir fulloröna en Island er mun betra fyrir börnin. Annars töluðum við alltaf islensku á heimilinu, svo máliö hefur ekki verið vandamál fyrir dóttur okk- ar” sagöi Valgaröur þegar við inntum hann eftir þvi hvort ekki væri erfitt að koma meö dóttur þetta stálpaða i fyrsta sinn i skóla á Islandi. Valgaröur er lektor viö lækna- deiid Háskóla Islands og kennir þar frumuliffræöi. 1 starfi sinu við Rannsóknarstofu Háskólans vinnur hann aö þvi aö skipuleggja tilraunarannsóknir en slikar rannsóknir hafa veriö litt stundaöar hér á landi. „Þetta er mitt áhugamál auk þess sem ég held áfram að skrifa”, sagöi Valgaröur Egils- son. —AS L- Svavar er haröskeyttur... svavar er sá sterkasti Svavar Gestsson er nú að taka viö formennsku i Aiþýðubandalaginu af gamla haröjaxlinum hon- um Lúövik. Þaö er svo sannarlega sjónarsviptir aö Lúövik Jósepssyni úr pólitikinni en hins vegar er Svavar eflaust heppi- iegasti arftaki hans ef lit- iö er á málið af sjónarhóli Alþýðubandaiagsmanna. Svavar er hörkudug- legur i kappræöum og kemur fram af þeirri ákveöni sem stjómmála- foringjar veröa aö hafa. Ekki er vafi á aö and- stæöingar Alþýöubanda- lagsins heföu frekar kosiö aö Hjörleifur Guttorms- son tæki viö for- mcnnskunni. Þá hafa á skömmum tima átt sér staö foringja- skiptí í öllum stjórnmála- fiokkunum nema einum. Þar viröist allt stefna f eitthvert allsherjarupp- gjör á Landsfundi næsta vor meö tilheyrandi brauki og bramli. Mun þvi Þóröargieöi and- ...og tekur nú viö af harö- jaxlinum. stæöinga Sjálfstæöis- flokksins ekki linna i all- an vetur. Gert*vlð smóklng t hópferö til l.ondon á dögunum fann einn far- þega til lasleika eftir dagsdvöl i London og leitaöi þvi til læknis. Skömmu siöar kom hann aftur heim á hótel, sót- rauöur af vonskuog sagöi þennan lækni hafa veriö annaö hvort drukkinn eöa geöveikan. — Hvers vegna heldur þú þaö? var spurt. — Hann sagöi mér aö fara heim og stoppa i smókinginn minn. . — Þaö getur ekki veriö? — Vist. Ég er nú ekki sterkur i enskunni en ég skildi þó þegar hann margendurtók: You sjúdd stopp smókíng. • Nú voru 30 á mótl Þá eru prentarar búnir aö semja og voru samningarnir samþykkt- ir á aimennum féiags- fundi meö 137 atkvæöum gegn 30 sem voru á móti. Þetta rifjar upp fyrir mér aö I Sandkorni fyrir nokkru var sagt aö 30 prentarar heföu ráöiö því aö prentarafélagiö boöaöi verkfall ef samningar tækjust ekki. Brugöust prentarar reiöir viö og höföu uppi brigslyröi viö skrifara Sandkorns af þessu tiiefni. Þaö kom í ljós aö heimildir minar I þessu máli voru ekki áreiöanlegar og þaö voru þrisvartil fjórum sinnum fleiri sem samþykktu verkfallsboöun en taliö var í Sandkorni. Er beöist veiviröingar á þessum mistökum. Tðnlistar- unnandi Sum veitingahúsin i höfuöborginni hafa ráöiö tónlistarmenn tii aö halda uppi hljóöfæraslætti fyrir matargesti og hefur þetta mælst mjög vel fyrir meöal gesta. Hafa þeir getaö komið fram meö óskir um sérstök uppá- haidslög sem hljóöfæra- leikarar reyna aö veröa viö. Um siöustu heigi var matargestur aö fá sér sæti viö borö sitt eftir aö hafa skroppiö frá. Kallar þá pianóleikari hússins til hans: — Varst þú aö biöja um Strauss? Nokkurt fát kom á gest- inn viö spurninguna og svaraöi hann i flýti: — Nei, nei. Ég baö um grfsakótelettu. „Jaörar við Hölmæir Bókin Valdatafl i Vai- höll hefur þegar vakiö deilur og sýnist sitt hverj- um um innihald hcnnar. Jón Þ. Þór skrifar um bókina i Tímann og er óánægöur meö hvernig höfundar fjalla um Gunn- ar Thoroddsen og hans mál. Segir gagnrýnand- inn meöal annars i um- sögn sinni: Hitt er svo aftur á móti I hæsta máta óeölilcgt, hvernig fjailaö er um Gunnar og einkennist frá- sögnin öll af dæmalausri hlutdrægni, þar sem á stundum er svo nærri Gunnari gengiö aö jaörar viö fjölmæli”. Jón Þ. Þór teiur helstu kosti bókarinnar vera hispursleysi i frásögn og upplýsingar sem ekki hafi komiö fram áöur. Megin- gallinn sé sá aö frásögnin einkennist af hlutdrægni, einhiiöa lýsingum, lélegri úrvinnslu heimilda og oft á tföum hreinu slúöri. • íslensk tunga er í öidudal Ilögni Torfason sem lengi var fréttamaöur á útvarpinu er mikill unn- andi islenskrar tungu og hefur gert sitt tii aö færa erlend orö og heiti til fc- lensku. Til dæmis var þaö Högni sem kom meö þaö ágæta orö þyrla inn I mál- iö en áöur var ýmist talaö um þyrilvængju eöa heli- kopter. Nokkur umræöa hefur átt sér staö i Vestfirska fréttablaöinu um Islenskt mál og á dögunum birti blaöiö skorinoröa grein eftir Högna Torfason þar sem hann veltir þvi fyrir sér hvers vegna islensk tunga sé nú I öldudal. Högni bendir á aö upp- haf og endir alls náms sé aö kunna aö lesa en ekki fari mílii mála aö lestrar- kunnáttu barna og unglinga hafi stórhrakaö á undanförnum árum. „Þrátt fyrir sllengda skólagöngu og sívaxandi bákn menntakerfisins, veröur námsárangur al- mennt ekki aöeins iestrarkunnáttan, lakari ár frá ári og skóiarnir eru aö útskrifa fólk meö viröulegar lærdóms- gráöur sem er fjarri þvi aö jafnast\á viö gamla gagnfræöaprófiö”. Þetta segir Högni meöal annars i sinni ágætu grein og væri fengur aö ef útvarpiö og dagbiööin færu aö dæmi Vestfirska fréttablaösins og tækju upp almenna umræöu um Islenska tungu og hvernig megi best koma I veg fyrir áframhaldandi misþyrm- ingu hennar. Heim úr skólanum — Mikil skömm er þetta drengur. Núll I hegöun! Hvaö helduröu aö hann pabbi þinn segi þegar honum veröur slcppt út á föstudaginn? Sæmundur Guövinsson blaöamaöur .skrifar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.