Vísir - 19.11.1980, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 19. nóvember 1980
27
VtSIR
leiklist
Leikhúsunnendur íramlíöarinn-
ar - ungur nemur gamaii temur
Leikfélag Reykjavikur
Hlynur og svanurinn á Heijar-
fljóti
Höf: Christina Anderson
Leikstjóri: Eyvindur Erlends-
son
Leikmynd og búningar: Olaf
Kangas
Ég býst viö aö flestir séu i oröi
sammála um, aö æskilegt sé, aö
allir hafi sem jöfnust skilyröi til
að lifa menningarlifi. Ég sniö-
geng viljandi aö skilgreina,
hvað ég á viö með menningarlifi
og sný mér beint að einum þætti
þess, þ.e. leikhúslifinu.
Aður en lengra er haldiö, vil
ég taka þaö fram, aö mér finnst
meira en sjálfsagt, aö aöstaöa
fólks sé sem jöfnust, ekki bara i
þessu tilliti, heldur i flestu ööru.
Ég er einnig sannfærö um að ef
slikur jöfnuöur á aö nást, þar aö
taka til aögerða, sem ekki ná
bara til menningarlifs.
Ein leiö til að gefa sem
flestum kost á aö sjá leikhús er
sú samvinna sem tekist hefur
meö Leikfélagi Reykjavikur og
skólayfirvöldum hér á höfuö-
borgarsvæðinu.
Leikhúslif barna er undir
ýmsu komið og trúlega ræður
vilji þeirra sjálfra minnstu þar
um. Þaö eru miklar likur til aö,
börn foreldra sem sjálfir eru
leikhúsunnendur fái tækifæri til
að sjá þaö, sem er við þeirra
hæfi, af þvi, sem leikhúsin hafa
á boöstólum. Hvaö önnur börn
kynnast af leikhúslifi, er mest
litið og ærið tilviljanakennt.
Leikhúsferö er dýr og þvi eöli-
legt áö foreldrar taki'ekki þá
áhættu aö kosta börn sin á leik-
sýningar, ef þau eru óviss um
hvort bömin hafi ánægju af
verkinu. Mættu bæöi leikhúsin
sjálf og þeir sem um leikhús
fjalla i fjölmiölum gera meira
af þvi, að upplýsa almenning
um, hvaöa verk leikhúsanna séu
við hæfi barna. Þvi bæöi er, aö
barnaleikrit eru fá og að i sjálfu
sér er þaö engin trygging aö
leikrit sé viö barnahæfi, þó þaö
hljóti nafngiftina barnaleikrit.
Leikfélag Reykjavikur hefur nú
tekið upp þá nýbreytni aö heim-
sækja hina fjölmennu vinnu-
staöi barnanna þ.e. skólana, og
gefa þannig öllum börnum tæki-
færi til aö sjá leiksýningu gegn
hóflegu gjaldi.
Mér gafst nýlega kostur á aö
sjá eina slika sýningu, nánar til-
tekiö þá, sem fram fór i Mela-
skólanum þann 6. nóvember.
Leikritiö, Svanurinn á
Heljarfljóti, er finnskt aö upp-
runa og eftir sama höfund og
barnaleikrit það, sem Alþýöu-
leikhúsiö sýnir um þessar
mundir i Lindarbæ. Þaö gerist i
ævintýraumhverfi og mér hefur
verið tjáö aö þaö byggi á gam-
alli finnskri þjóösögu. Þar segir
frá drengnum Hlyn, sem fæöist
út úr tré. Rikur skinnasali vill
granda barninu, þar sem þvi
hefur verið spáð aö þaö muni
erfa auölegö hans. En dauö-
legur maöur skyldi ekki ætla sér
þá dul að etja kappi viö örlögin.
Hlynur bjargast fyrir tilstilli
tveggja heillakráka og elst upp
sem nokkurskonar Tarzan i
köldum skógum Finnlands.
Bergþóra
Gisiadóttir
skrifar.
Fundum Hlyns og skinna-
salans ber aftur saman þegar
Hlynur er frumvaxta, og enn
vill skinnasalinn koma honum
fyrir kattarnef. Og enn sannast
hiö fornkveðna: ,,AÖ ekki
veröur feigum foröaö né
ófeigum i Hel komiö”. Þvert
ofan i óskir skinnasalans nær
Hlynur ástum dóttur hans. Enn
sér hinn grimmlyndi skinnasali
sér leik á borbi og ginnir Hlyn i
mikla hættuför. sem hann fer i
þeirri trú aö hann sé aö bjarga
lifi unnustu sinnar. Auk
Kristjáns Viggóssonar og Tinnu
Gunnlaugsdóttur, sem fara meö
hlutverk elskendanna eru þrir
leikendur. Þau Jón Hjartarson,
sem leikur skinnasalann og Val-
gerður Dan og Guðrún
Ásmundsdóttir. Reyndar eru
hlutverk leiksins mun fleiri en
nú er upp talið og bregöa allir
leikendur sér I margra kvikinda
liki.
Þrátt fyrir aö sýningin færi
ekki fram i eiginlegu leikhúsi,
áttu sviösmynd og beiting ljósa
stóran þá tt i aö skapa andrúms-
loftið á þessari sýningu.
Fyrir minn smekk var
sýningin heldur sundurlaus, og
ég held aö efniö heföi skilaö sér
betur ef leikendur heföu slegiö á
fleiri strengi en ærsla og
spennu.
Tvo leikhúsgesti mér
nákomna, spuröi ég, hvaö þeim
heföi þótt skemmtilegast á sýn-
ingunni. Svaraöi annar: rimið
og hinn i ormamýrinni.
Rimatriöiö vakti óskipta lukku
allra barnanna, en þar notfærir
Hlynursér rimgleöi vetrarins til
að sleppa úr greipum hans.
Atriðiö i ormamýrinni var bæöi
óhuggulegt ogsorglegt.E.t.v. er
heimskulegt aö spyrja svona, en
mér er ekki grunlaust um aö
upplifun barna og fulloröinna af
verkum sem þessu sé aö þvi
leyti ólikt að viö fullorðnir
leggjum mest upp úr verkinu
sem heild, á meðan börn njóta
einstakra atriða án þess aö
velta vöngum yfir einhverjum
heildarsöguþræði eöa boöskap.
Þaö er ekki langt, siðan að
þjóösagnir og ævintýri fyrir
börn þóttu ýmist heldur ómerki-
leg skemmtun eða heyra fortið-
inni til. Sumir töldu soddan
sögur bókstaflega skaölegar
börnum og rugla dómgreind
þeirra. Aörir töldu að ævintýri
væru grimm og sköpuöu ótta hjá
barninu. Tilraunir voru geröar
til aö ..lagfæra” ævintýrin meö
þvi aö hreinsa þau af grimmd og
ööru þvi sem menn töldu að
börnum gæti orðið meint af. T.
d. man ég eftir tiltölulega nýrri
útgáfu, þar sem Rauöhetta var
látin færa ömmu sinni saft i staö
vins, til aö koma nú engri vin-
dýrkun inn hjá börnunum. 1
öskubuskusögunni, sem ég las,
sem barn var vonda stjúpan
látin dansa sig i hel á glóandi
járnskóm, sem bornir voru til
hennar með eldtöngum. Þetta
atriði er mér sérstaklega
minnisstætt, þar sem ég var vel
kunnug bæöi glóandi járni og
eldtöngum úr smiöju fööur
mins. Þetta atriði hef ég ekki
rekist á lengi.
Núhafa þjóösögur og ævintýri
aftur hlotið náö fyrir augum
uppeldisfræöinga. Þekktastar
eru skoðanir Bruno Bettelheim.
Hann og fleiri halda þvi fram,
aö ævintýri séu ekki bara mein-
laus börnum, heldur beinlinis
gagnleg. Þau hafi aö geyma
djúpan mannlegan sannleik,
sem ekki veröi tjáöur á annan
eöa betri hátt. Þeir segja, aö
ævintýrin skapi ekki sjálf
hræöslu hjá börnum, þvi heil-
brigö börn gera sterkan
greinarmun á ævintýri og veru-
leika. Aftur á móti geti þau
hjálpað börnum aö hafa hemil á
og skilja hræöslu, sem skapast
hefur af öðrum orsökum, þ.e.
raunverulegum. En barn sér og
reynir margt sem gerir þaö
hrætt, bæöi af eigin raun og i
gegnum fjölmiöla.
Ahorfendur á sýningunni, sem
ég sá voru úr yngstu bekkjum
grunnskólans. Þeir virtust
skemmta sér vel. Ekki veit ég
hvernig verkið höföar til eldri
barna. Ég hef séö þvi haldiö
fram, aö börn þurfi aö læra aö
meta ævintýri- komist á
bragðiö- áður en heilinn nái
yfirhöndinni yfir hjartanu. Ef
þetta er rétt, ættu viöbrögö eldri
barna og fulloröinna aö fara eft-
ir þvi, hvort þau hafa verið möt-
uð á ævintýrum meö „pabló-
inu”. Og þó, ég þekki fjöldann
allan af fólki, þar sem skynsem-
in veröur alltaf aö láta i minni
pokann fyrir hjartanu.
Aö lokum viö ég benda á aö
viö tslendinar eigum sjálf mik-
inn rikidóm, hvaö varöar ævin-
týri og þá sérstaklega Þjóö-
sögur. Ég heflengi beöiö þess aö
einhver færi upp búkollusöguna.
^íCaupmcnn
VÚaupJélög
GJAFAPAPPIR
JÓLAUMDÚÐAPAPPÍR
í 40cm 09 57cm breiðum
rúllum fyrirliggjondi
ALMANÖK
i9Qi
Dorð — Vegg
JRttilínprent
HOFI/ SELTJARNARNESI/ SIMI 15976.
Vélaqsprenfsmíðjatt
SPITALASTIG 10, SIMI 11640
HJARTALAGID GOTT EN ÓFRIÐUR
Þá hefur prenturum tekist
rétt einu sinni aö sprengja
launaramma þann, sem settur
var meösamningum viö velflest
launþegasamtök innan ASl á
dögunum. Verkfall er hafiö viö
Hrauneyjafossvirkjun, farmenn
hafa skellt á yfirvinnubanni.
Blaöamenn eru ýmist aö fá yfir
sig verkbann eöa fara I verkfall,
en svo viröist sem ekki sé hægt
aö stunda samningaviöræöur
nema á nóttunni eftir aö launa-
ramminn er sprunginn. Um
áramótin þurfa sjómenn aö fá
sinar launahækkanir. Þannig
stefna launamál fjölmennra
stétta I algert óefni áöur en
blekiö er oröiö þurrt á samning-
um, sem kveöa á um sex
prósent kauphækkun.
Engu aö siöur er ekki aö
heyra á oddvita rikisstjórnar-
innar, aö hún eigi I nokkrum
erfiöleikum. Stjórnmálamenn
fjalla nú einkum um Flugleiöir
og þau átján barneignaleyfi sem
flugfreyjum eru heimii á þess-
um vetri. Fer ekki á milli mála
aö hjartalag rikisstjórnarinnar
er meö besta móti, þótt þaö dugi
ekki til aö milda skap einstakra
forkólfa verkalýösfélaga sem
vilja fyrir alla muni efla verö-
þensiuna i landinu.
Verkfall Rangvellinga sem
starfa viö Hrauneyjarfossvirkj-
un veröur nokkur prófsteinn á
styrkleika þeirra samninga sem
geröir voru á dögunum viö ;vel-
flest félög innan ASt. Rangvell-
ingar munu ekki undir neinum
kringumstæöum sætta sig yiö
sex prósentin, og munu heldur
kjósa aö eiga köld jól þar eystra
en láta sig I samningaviöræö-
um. Komi þeir hins vegar út úr
deilunni meö umtalsveröa
kauphækkun, liggur alveg ljóst
fyrir aö timi kemur fyrir
ASl-menn aö krefjast leiörétt-
ingar meö sama hætti og banda-
lag háskólamanna, sem þegar
er byrjaö aö tala um óréttlæti,
°g leggur þar til grundvaliar
nokkuö hærri kaupprósentu en
hér hefur veriö getiö. Vert er aö
taka fram, aö þótt nefnd séu sex
prósent, hafa æöstu reikniheilar
haröneitaö aö staöfesta þá tölu
eöa hærri tölur i þessu sam-
bandi. Bandalagsmenn telja
kauphækkanir nema 9-11
prósentum.
Sérkennilegt er fyrir vinstri
stjórn þá, sem nú situr eöa
rikisstjórn launþegasamtak-
anna aö horfa upp á þaö ósætti
sem nú blasir viö innan laun-
þegasamtakanna. Þaö hlýtur aö
koma rikisstjórninni á óvart
hvaö hinn faglegi stéttar-
skilningur er litill, þegar á
hólminn er komiö. Hjartalag
Gunnars Thoroddsen heföi átt
annan og meiri skilning skilinn,
enda haföi hann hugsaö sér aö
gera allt fyrir alla og halda
veröbólgunni niöri á sama tima.
Árangurinn blasir viö. Vinstri
stjórn er þvi aöeins vinstri
stjórn, aö hún hafi sæmilegan
friö viö launþegasamtökin. Aö
visu hafa margir forustumenn
launþegasamtakanna gengiö
fram i þvi meö oddi og egg aö fá
EFLIST
launþega til aö fallast á
samninga sem eftir atvikum
gátu hentaö rikisstjórninni. En
sá vináttutimi viröist liöinn.
Bræöralag „öreiganna” nær nú
aöeins austur aö Þjórsá.
Menn horfa um sinn nokkuö til
Steingrims Hermannssonar um
framhald stjórnarsamstarfs.
Framundan eru leiöréttingar-
kröfur á borö viö þá, sem
bandalag háskólamanna hefur
lagt fram, og þeim fylgir beinn
og óbeinn skæruhernaöur. Þaö
er alveg ljóst aö Alþýöubanda-
lagiö situr I kyrröum trútt þeirri
hugsjón aö rjúfa aldrei vinstri
stjórnir. Skiptir þá ekki máli
frekar en I Póllandi, þótt verka-
fólk sé óánægt. Hjartalag Gunn-
ars Thoroddsen býöur honum aö
sitja meöan sætt er, enda ekki
alveg ljóst þrátt fyrir Varöar-
fund aö hann sé i meirihluta i
flokknum. Þess vegna er þaö á
valdi Steingrlms Hermannsson-
ar hvort setiö veröur áfram viö
vaxandi vandkvæöi eöa hvort
Framsókn tekur sig fram um aö
vefa nýtt mynstur þjóömálanna
áöur en nætur veröa öllu lengri
en þær eru þegar orönar.
Svarthöföi
k