Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. desember 1980 7 krónum ríkari Öngþveiti mikið varð i bönk- um landsins á föstudaginn fyrir viku eins og menn vita og þá var þessimynd tekin. Liklega hefur maðurinn i hringnum verið að taka út pcninga áður en verkfall bankamanna skall á. Aritst.iórn Vísis, Siðumúla 14, Rvík, biður lians ofurlitil viðbót við þá pen- inga, 10 þúsund krónur að venju. Þeir, sem kannast við mann- inn, ættu að láta hann vita þar sem ekki er vist að hann sjái blaðið. Ert þú í hringnum — ef svo er þá ertu 10 þúsund j K h Hringbúi frá Sví- þjóð Hún reyndist ekki vera héðan af Islandi, stúlkan sem var i hringnum i siðustu viku. Þegar hún kom á ritstjórn Visis siðast- liðinn mánudag kom i ljós, að hún var frá Sviþjóð og hét þvi sænska nafni Karin Holgersson. Að sjálfsögðu fékk hún 10 þús- und islensku krónurnar sem hringbúar vanalega fá, enda þar farið eftir öðru en þjóðerni. Verði henni að góðu. vísm krossgátan fréttagetraun 1. Hafinn var undirbún- ingur allsérkennilegra landssamtaka. Hverjir stóðu fyrir því? 2. Islandsmeistari í diskódansi var kjörinn í byrjun þessa mánaðar. Hver var það? 3. 'Mikið fárviðri geisaði á Seyðisfirðí á dögunum. M.a. fauk heilt hús og hvarf út í buskann. Hvaða hús var það? 4. Eitt af ráðuneytunum fékk óvænta heimsókn og dvöldust gestirnir þar næturlangt í mótmæla- skyni við brottvísun Frakkans Gervasoni héð- an. Hvaða ráðuneyti var þetta? 5. Einn af þingmönnum ítrekaði fyrri boðskap um að fella rikisstjórnina vegna máls áðurnefnds Gervasonis. Hvaða þing- maður? 6. Framkvæmdir hófust við byggingu á vegum Háskóla íslands. Hvað verður þar tiI húsa? 7. Vísir tók lauslega saman hversu mikið jóla- bókaauglýsingarnar munu kosta í ár. Hver er upphæðin? 8. Stórmarkaður í Reykjavík opnaði bóka- verslun, þrátt fyrir bann Félags íslenskra bókaút- gefenda þar að lútandi. Hvaða stórmarkaður? 9. Einn af forsvars- mönnum útgerðarinnar gagnrýndi harðlega tog- arakaup til Þórshafnar, á aðalfundi LIO á dögun- um. Hver var það? 10. Á föstudaginn 5. þ.m. skapaðist mikið öngþveiti i bönkum landsins. Hvers vegna? 11. Einum af ráðherrum barst fjöldi stuðnings- yfirlýsinga,vegna Gerva- soni-málsins, sem setti mikinn svip á fréttir í byrjun þessa mánaðar. Hvaða ráðherra var það? 12. Dómur gekk í Fjala - kattarmálinu svokallaða. Hversu há upphæð var dæmd Þorkeli Valde- marssyni i skaðabætur? 13. Fyrsta verkfall sinnar tegundar hér á landi hófst mánudaginn 8. des. Hverjir stóðu að því? 14. Hvaða bók var í efsta sæti á bókalista Vísis? 15. Frumsýnd var kvik- mynd gerð eftir einni af skáldsögum Halldórs Laxness. Hvaða skáld- saga er það? Svör á bls. 22 í Helgar- blaði I.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.