Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 16
16 vtsnt Laugardagur 13. desember I«8ft íetöir og ferðctmtíd Éf þér byöist vetrarfri í í skammdeginu virðist næsta sumar svo óralangt i burtu með sumarfríi/ ferðalögum og annarri tilbreytni. Flest okkar hugsa ekki um frí frá störfum nema i sumar- leyfum og vinsælast er að einn mánuó, hvaö þá? taka sumarfri í júlí eða ágúst/ enda veður þá best hérlendis. A dögunum hitti ég kunningja minn sem var að kikna undan skamm- deginu og óhóflegri vinnu. Hann var svo svartsýnn að hann dró i efa að honum auðnaðist að lifa fram á vorið/ ekk- ert nema myrkur og streita. Af hverju tekur þú þér ekki bara frí í mánaðartíma í vetur? spurði ég. Hann horfði þegjandi á mig um stund og svaraði svo: Hvað í ósköpunum gæti ég gert í frii um hávetur, ég sem fer aldrei á skíði. En hvað um það, von- andi tekst honum að þreyja þorrann og góuna en ég sló á þráðinn til nokkurra nafnkunnra manna og kvenna og spurði: Hvernig myndir þú verja tímanum ef þér byðist vetrarfri í einn mánuð? Hér eru svörin. Sr. Halldór Gröndal í sveit til að hvilast Sr. Halldór Gröndal, sóknarprestur Það vill nú svo til að ég var ein- mitt að segja hér heima í gær- kvöldi að ég myndi gjarnan vilja komast á góðan sveitabæ hjá góðu fólki og fá að hvilast þar. Borða góðan mat ,njóta góðra samvista ,fara i gönguferðir og lesa góðar bækur. Hvila mig frá skarkalanum hér i bænum. Þetta er kannski af þvi þaö er svo mikiö að gera i skammdeg- inu, þá kemur manni i hug að fá sér hvild. Nei, ég hefi ekki sér- stakan landshluta I huga en Borgarfjörðurinn er nú minn uppáhaldsstaður. Sigrún Stefánsdóttir Til Noregs á skiði Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður: Þvi er fljótsvarað: ég færi til Noregs á skiöi. Það er mitt uppá- haldsland, fór þangað i fyrravet- ur i skiöaferð og gæti vel hugsað mér að fara þangaö aftur. Þá var ég i 10 daga I Osló og fór út úr bænum á daginn til skiðaiðkana en þarna er mikið af góðu skiða- landi. Þetta var mjög skemmtilegur timi og ég hefði gjarnan viljaö vera lengur. Auður Haralds Til Sikil- eyjar eða gera hreint Auður Haralds, rithöf- undur: Ef einhver gæfi mér fyrir ferð til Sikileyjar eöa Grikklands er ég næstum viss um að þangað færi ég. Það er aö visu ekkert mjög hlýtt á Sikiley á þessum árstima en nógur hiti fyrir mig. Annars mundi ég gera hreint hjá mér, þá á ég við að ég hefði frið fyrir börnunum, frið fyrir fólki og friðfyrirsima. Svo mundi ég lesa og éta, þetta væri mann- skemmandi þvi ég myndi éta lika, ég er klár á þvi. Lesa og fara i fjall- göngur Gestur ólafsson, arkitekt: Helst vildi ég verja þessum mánuði til að lesa allar þær bæk- ur sem ég hefi ekki komist yfir að lesa á undanförnum 2-3 árum. Það er búið að skrifa svo mikið af áhugavekjandi ritum, bæði skáld- sögum og greinum um arkitektúr og skipulagsmál sem ég hefi ekki komist yfir að lesa að undanförnu, meöal annars út af þvi að ég hef verið aö taka við nýju starfi og endurbyggja húsið hjá mér. Það liggur á mér eins og farg að ná þessu upp. Það siðasta sem ég gerði væri að fara af landi brott. Helst vildi ^gvera einnmeðGuði óg sjáiíum mér lesa og hugsa,fara i göngu- feröir. Það væri nauðsynlegt i viðbótað fara I fjallgöngur, ég hef mjög gaman af að ganga á islensk fjöll. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Vera meira meö fjöl- skyldunni Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son framkvæmdastjóri SAÁ: Ef ég væri hreinlega skikkaður i fri þá héldi ég mig hér heima. Sennilega reyndi ég að sinna hús- byggingunni betur en ég hefi gert undanfarin tvö ár. Svo færi ég i gönguferðir og á skiði, en það er mjög heilbrigð iþrótt jafnvel þótt maður sé ósköp fákunnandi i þeirri iþróttagrein. Svo gæfist mér timi til að vera meira með fjölskyldunni, það væri stærsti kosturinn. En þaö væri lika möguleiki á að ég hrein- lega hafnaði þvi að fara i fri og héldi bara áfram aö vinna. Helga Bachman Útá land i nánd viö jökul Helga Bachman, leikkona. Helst vildi ég fara út á land og vera þar. Gjarnan á sveitabæ i Hreppum þar sem ég þekki til. Auðvitað mundi ég reyna að taka þátt I bústörfunum. Ef ég færi ekki i Hreppana þá eitthvað annað út á land einhvers staðar þar sem ég gæti verið I nánd við jökul. Ég vil endilega njóta hvers tima og mér finnst að það ætti að leika tragediur I skammdeginu! Nei, nei. Þetta stendur ekki til, ég er að þvo gardínur fyrir jólin. Einar Karl Haraldsson. Spássera meö dótturina Einar Karl Haraldsson rit- stjóri Þjóöviljans: Það vill svo til að ég á inni þriggja mánaðafri sem ég ætla að taka á útmánuðum. Þessu frii ætla ég að verja til endurhæfingar i barnauppeldi/halda heimili og ferðalög verða fólgin i spássitúr- um um Fossvoginn með ungri dóttur minni. Ég er mjög ánægður með að geta varið friinu á þennan hátt, það er gott að eiga þess kost að kynnast börnunum og ég állt þetta vera góða endurhæfingu fyrir blaðamennskustarfið. Jú, eflaust getur það reynst erfitt að slita sig frá vinnunni og pólitikinni fyrst maður verður I bænum, en nú á heimilið og dóttirin að ganga fyrir. Svo er spennandi að kynnast Fossvogin- um. Meðan konan var ólétt gekk hún mikið þarna um og þá hafa eflaust fleiri veriö á ferð þvi hún kvaðst vera i Ferðafélagi fram- settra kvenna. Sveinn Sæmundsson Á Kanari og Héraði Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða: Hluta af sliku frii mundi ég helst verja i sól og bliðu á Kanari- eyjum eða á Flórida. Hinn hlut- ann vildi ég helst dvelja i kofa minum austur á Héraði,alveg sama þótt væri kafsnjór og ófærð. Þar gæti ég stundað göngur og skiðaferðir laus við sima.útvarp og allt daglegt amstur. Konan sammála? Já, ég tala fyrir munn okkar beggja i þessu efni, það held ég sé alveg öruggt. Sumir vilja helst nota vetrarfri til skiðaiðkana

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.