Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. desember 1980 VÍSIR 13 að standa undir kostnaði af ferð- ínni. Gerhard var ekki mjög skemmt við þessar samræður vina sinna þó svo hann héldi i fyrstu að þeir væru að gera að gamni sinu. En þegar það rann upp fyrir honum að þeim var full alvara með að framkvæma þessa hugmynd sina var honum verulega brugðið. „Þið eruð snargeggjaðir báðir tveir. Við lendum allir i fangelsi með þessu áframhaldi. Þar fyrir utan er þetta ágætisfólk. Hvað haidið þið að þau komi til með að segja um Þjóðverja þegar þau koma heim?” Peter hló kaldhæðnislega og sagði: „Þú gerir þér vist ekki grein fyrir þvi að við erum að verða blankir og ef við tökum peningana þeirra þurfum við ekk- ert að vera að hugsa um að fara strax heim aftur. Ef þetta eru einhverjir verulegir fjármunir sem þau eru með getum við farið til Marseilles og siglt eitthvað út i heim”. Þannig héldu félagarnir áfram að þrátta án þess farþegana grunaði að verið væri að ræða ör- lög þeirra. Þvi var það, að þegar Peter beygði skyndilega út af þjóðveginum, og ók eftir þröng- um stig þar til hann stansaði við malagryfju, voru þau ekki veru- lega hrædd. Þegar Peter skipaði þeim aðstiga útúr bifreiðinni var þeim þó brugðið en fóru þó eftir þvi sem fyrir þau var lagt. Skemmtiferðin breytist i martröð Um leið og þau voru komin út úr bilnum sneri Harman sér að Peter og spurði hann hvað gengi eiginlega á. Hann fékk samstund- is svar og það i tvennum skiln- ingi, Peter dró upp skammbyss- una og skipaði um leið Harman að láta sig hafa þá peninga sem hann hefði meðferðis. Þegar parið hik- aði rétti Peter Achim byssuna og opnaði farangurgeymslu bilsins og dró þaðan upp litla exi. Þegar hann sneri sér aftur að Harman var sá siðarnefndi ekki lengur hikandi við að láta fé af hendi rakna. Hann rétti Peter 100 franka seðil. Peter umhverfðist og æpti „Ég er ekki að biðja um fuglafóður. Láttu mig fá pening- ana ykkar eða...” Hann lauk ekki við setninguna en hóf exina á loft. 1 þvi kom Ger- hard hlaupandi og grátbað félaga sina að hætta þessari fásinnu. „Helvitis hugleysingi getur þú verið” æpti þá Achim. „Hvað varðarokkur um þessa Astrali?” Um leið rak hann byssuhlaupið upp að andliti Harmans. „Viltu að ég skjóti af þér haus- inn?” En þaö var meiri töggur i Har- man en þeir höfðu reiknað með þvi eldsnöggt sló hann byssuna úr hendi Achims, greip i hendi Mel- indu og saman hlupu þau eins og fætur toguðu i átt til malargryfj- unnar. Eitt augnablik stóðu Ach- im og Peter ráöalausir siðan tóku þeir á rás á eftir flóttamönnun- um. Gerhard stóð stjarfur og horfði á ástralska parið hlaupa hönd i hönd upp brekkuna úr mal- argryfjunni og á félaga sina á eft- ir þeim með byssuna og exina á lofti. Þá kvað við skothvellur og Harman hné niður. Stúlkan stans- aði og laut yfir hann. Þá varð Gerhard svo skelfingu lostinn að hann stökk upp i bilinn og brunaði á braut. Hann ók eins og óður 1 maður sömu leið og þeir höfðu komið og beint til lögreglunnar i Pirmasens og sagði þar hvað gerst hefði. Lögreglan hafði þeg- ar i stað samband við starfsbræð- ur sina i Frakklandi. Leitin að Peter og Achim var hafin. Þegar félagarnir komu að þar sem Harman lá og stúlkan yfir honum skaut Peter hann i höfuð- ið. Melinda sneri sér þá i átt til árinnar sem rann þar hjá og hrópaði á hjálp i von að fólk um borð i bátunum sem þar sigldu heyrðu til hennar. Peter lyfti skammbyssunni og skaut i hnakkann á stúlkunni. Félagarnir tóku nú allt fémætt af fórnarlömbunum og gengu sið- an pf stað eftir þjóðveginum þar til þeir komu aö krá. Þar fóru þeir inn og ræddu atburðina yfir glasi af vini. David Ilarman og Melind Park Achim Anstaedt: Mér leiö eins og ég væri að horfa á hryllingskvik- mynd. Ég get ekki hugsaö til þess að lifa lengur með það sem ég hef á samviskunni. megum ekki láta hana bera kenásl á okkur”. Péter var honum sammála svo þeir snéru við til malargryfjunnar Þegar þangað kom sáu þeir að Melinda bærði á sér og stundi. „Hún er lifandi” sagði Peter og beyfiði sig niður að stúlkunni og hóf að berja hana i höfuðið með skammbyssuskeptinu. Hann barði| varnarlausa stúlkuna aftur og aftur svo blóðið lagaði úr höfði hennar þar til hann var þess full- viss að hún væri látin. A meðan var Achim önnum kafinn við að berja á liki Harmans með exinni og nfölbraut á þvi höfuðkúpuna. Að ódæðinu loknu héldu morð- ingjarnir til mannabyggða og tóku til við að eyða hinu nýfengna fé. Ekki var nema sólarhringur liðinn þegar það var uppurið og þá héldu félagarnir heim á leið. Þeir voru handteknir á braut- arstöðinni, en við yfirheyrslu sögðust þeir siðast hafa séð parið i fylgd með Gerhard. Við frekari yfirheyrslur gafst Achim upp og játaði morðin. 1 fyrstu þráaðist Peter við en að lokum játaði hann hlutdeild sina i ódæðisverkunum. Daginn áður en þeir félagarnir voru dregnir fyrir rétt reyndi Achim að fyrirfara sér. Hann sagði þeim sem björguðu lifi hans að hann treysti sér ekki til þess að lifa lengur. Þetta væri eins og að hrærast i stöðugri martröð. Ekki var hægt að merkja það á Peter á meðan á réttarhöldunum stóð að honum væri á einhvern hátt brugðið. Hann sat og glotti kaldhæðnislega og hlýddi á ákær- urnar sem á hann voru bornar. Achim sagði meðal annars við yfrirheyrslurnar: „Þegar ég hugsa til þess sem þarna átti sér stað finnst mér eins og ég hafi verið að horfa á hryll- ingskvikmynd. Ég get alls ekki imyndað mér sjálfan mig sem þátttakanda i þessum voðaverkn- aði. Það er eins og ég hrærist i martröð sem tekur aldrei enda. Ég reyndi að fyrirfara mér i fangelsinu vegna þess að ég get ekki lifað við vitneskjuna um það sem ég hef gert.” Gerhard Langdoll sem upphaf- lega hafði verið ákærður fyrir að vera samsekur þeim Peter og Achim var sýknaður af öllum ákærum. En Peter Melchert og Achim Anstaedt voru báðir sekir fundnir. Þegar dómarinn las yfir þeim dómana, 10 ára fangelsi til handa hvorum, bætti hann þvi við að þetta væri hræðilegasta mál sem hann hefði þurft að hafa afskipti af á löngum staffsferli. Þegar morðingjarnir voru leiddir brott i járnum glotti Peter Melchert enn. Martröðin magnast „^fvað ef helvitis stelpan er ekkl dauð?” sagði Achim. „Við Melchert starir á Gerhard Langdoll sem tilkynnti iögreglunni um morðin. Asbjorn Oksendal ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST. Margföld metsölubók eftir Asbjörn 0ksendal. Hrikaleg, sönn lýsing á flótta úr þrælabúðum nazista í Noregi. Frásögn 0k sendals er engu öðru lík. Hún er svo spennandi að við stöndum bókstaflega á öndinni. ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST, er bók í algjörum sér- flokki. IÍ Hörpuútgáfan smáauglýsingadeild Tekið á móti smáaug/ýsingum og áskriftum alla virka daga frá kl. 9 til 22, laugardaga frá kl. 10 til 14 sunnudaga frá kl. 18 til 22 ATH. Smáauglýsingadeild VÍSIS, Síðumú/a 8, er opin /augardaga frá kl. 10 ti/ 12, en tekið á móti auglýsingum og kvörtunum ti/ k/. 14 i sima 86611 TAKIÐ EFTIR: Vegna 70 ára afmælishófs VÍSIS hefst smáauglýsingamóttaka sunnudaginn 14. des. kl. 19.30

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.