Vísir - 22.12.1980, Qupperneq 3
Mánudagur 22. desember 1980
3
Míufélögin fá leyn
tll að selja trésplra
„Þaö þótt ekki fært að standa
gegn þvi að oliufélögin gætu selt
metanól til notkunar á flugför,”
sagði Ingimar Sigurðsson hjá
Heilbrigðis- og tryggingarráðu-
neytinu. i spjalli við Visi. Tilefni
spjallsins var auglýsing frá
ráðuneytinu um undanþágu frá
lögum um innflutning og sölu á
metanóli, eða tréspira eins og
menn þekkja það betur, en það
flokkast undir eiturefni i lögun-
um.
„Metanól var flutt á svokall-
aðan eiturefnalista árið 1974,”
sagði Ingimar, „en var áður
talið hættulegt leysiefni. Eitur-
efnin lúta strangari reglum,
þau eru undantekningarlaust
talin hættuleg. Samkvæmt þvi
var öll sala á metanóli bundin
við þá aðila, sem lögin taka til.
Þeir eru framleiðendur eitur-
efna, sem til þess hafa fengið
leyfi, forstöðumenn efnagerða
og verksmiðja, sem þurfa efnin
i framleiðslu sina,Lyfjaverslun
rikisins, lyfjagerðir, lyfjaheild-
verslanir, lyfjabúðir og læknar,
sem hafa lyfsöluleyfi og síðan
sérstakar verslanir, sem þurfa
leyfi ráðherra til að selja eitur
og hættileg efni til nota i land-
búnaði og garðyrkju og til að
útrýma meindýrum, siðan eru
það spitalar og viðurkenndar
rannsóknarstofnanir, og að
lokum einstaklingar, 18 ára og
eldri, sem fá úthlutað svokall-
aða eiturbeiðni, sem gefin er út
i hverju einstöku tilviki. Þetta
eru þeir, sem leyfi hafa til að
veita þessum efnum viðtöku.
Siðan kemur i ljós að nauð-
synlegt er að nota metanól-
blöndu á flugför, einkum i flug-
taki, og það er talið að aðrir en
oliuinnflytjendur geti ekki ann-
ast sölu þess til þeirra nota. A
þeirri forsendu er undanþágan á
sölu metanóls veitt,”sagði Ingi-
mar Sigurðsson.
Iðnaöarframlelðsia á slðasta
ársfjórðunai 1980:
Mlnnkun
mannafla
Likur eru á þvi að iðnaðarfram-
leiðsla hér á landi aukist fremur
á siðasta ársfjórðungi 1980. Á
þriðja ársfjórðungi þessa árs
jókst iðnaðarframleiðsla nokkuð
miðað við sama timabil i fyrra.
Þetta eru niðurstöður Hagsveiflu-
vogar iðnaðarins, á könnun á
ástandi og horfum i iðnaði. Við
samanburð á 2. og 3. ársfjórðungi
kemur i ljós að á þessum tima
hefur átt sér stað 2,6% fram-
leiðsluminnkum, en iðnaðarstarf-
semi er að jafnaði minni á 3. árs-
fjórðungi en á öðrum árstima.
í könnuninni er gert ráð fyrir
fækkun manna á 4. ársfjórö-
ungi en fækkun varð einnig á 3.
ársfjórðungi.
Þegar allar þessar upplýsingar
eru bornar saman við árið i' fyrra,
kemur i ljós.að ástandið á 3. árs-
fjórðungi i ár er slæmt, og litur
ekki vel út á siðasta fjórðungi
ársins. Könnun þess náði til 23
iðngreina. — AS
vísm
Cv'
f V,’ ‘ , I ’ ]
Dire Straits — Making Movies
Making Movies er þriðja plata Mark Knoplers
og félaga hans í hljómsveitinni Dire Straits.
Þetta er án efa besta hljómplata þeirra og það
er almennt mál manna að Making Movies sé
ein alvandaðasta plata þessa árs, og hún á
tvímælalaust erindi til allra sem vilja vandaða
og þægilega rokktónlist.
Fæst í verslunum um land allt.
FÁLKENN
Suðurlandsbraut 8 — sími 84670
Laugavegi 24 — sími 18670
Austurveri — sími 33360