Vísir - 22.12.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 22.12.1980, Blaðsíða 22
Mánudagur. 22. des.epjb^r 1960 22 1 r- VtSXR AF SOfiU- SLfiOUM BABUM MEGIN ALMRNNA- SKABBS Torfi Þorsteinsson i Haga: TÖFRAR LIÐINS TÍMA. Frásöguþættir úr A-- Skaftafellssýslu. Setberg 1980. Þdtt þetta sé fyrsta bók Torfa Þorsteinssonar i Haga i Horna- firöi er hann engan veginn ókunnur sögumaður með þjóð- inni. Hann hefur fyrr og siðar sagt frá mörgu i blöðum, tima- ritum og útvarpi. Torfi er fróður allvel og lagvirkur skrásetj- andi. Hann byggir allmikið á munnlegum heimildum og leggur þaö við 'sitthvað, sem áður hefur birst á prenti, svo sem hjá Þórbergi Þórðarsyni, oglæturþaö falla saman i fyllri þætti Fyrsti þáttur þessarar bókar nefnist Steinar i Suðursveit, og er þar greint frá byggð á þess- um stað undir Steinafjalli. Hún lagðist af með ósköpum, og er þetta bæjarnafn meðal frægustu heita á eyðibýlum svo sem kunnugt er. Þjóðsagan á sina skýringu á eyðingu bæjarins. Tættur hans segir Torfi að enn sjáist i grjóturðinni, sem hrunið hefurúr Steinafjalli, og þar sem túnið var eru aurar eftir Köldu- kvisl sem sótti að bænum að neöan. En þessi þáttur er stuttur og ekki viðamikill þótt hann geymi merkilega sögn. Þessi næst er hvalskurðarþáttur frá Hálsósi 1887, þegar fjórir menn drukknuðu i ósnum fyrir klaufaskap. Þetta er örstuttur þáttur, og þar er eitthvaö mál- um blandaö. Ekki kannast ég við oröið „árarhlunni”, sem þama stendur og vona að sé að- eins prentvilla fyrir „árar- hlummur” en ekki orðabrengl Skaftfellinga, þó aö þeir séu nú sérlegir i munninum eins og al- þjóö veit. Og ég vona að þeir kunni visuorðin: „Þeir hlummana knúðu meö harðspenntri greip svo hrikti i' súðum og marraði 1 keip” Og eitt sinn heyrði ég Mýra- mann aö austan segja frá val- kvendi, sem „röri” alveg á við bræður sina, og það hélt ég, að oft hefði verið tekið rösklega á árarhlummum en hlunnum brugðið undir kjöl á sandi austur þar. Þá er þarna einhver nafnaruglingur, liklega tvitekið nafn en öðru sleppt, þvi að lik „Bjarna á Uppsölum” er sagt reka á fjörur þótt hann sé ekki talinn meðal þeirra fjögurra, sem fórust þarna i ósnum. Nokkrar fleiri prentvillur má finna i bókinni, en þær verða ekki að teljandi meini aðrar. Þátturinn „Drottinn hefur látið ferð mina heppnast” er býsna viðamikill og viða skrif- aður með lyftingu eins og lýs- ingin á brúðkaupinu á Stafa- felli — eða í Volaseli. Skemmti- leger lika lýsingin á sætaskipan i Stafafellskirkju, þar sem sagt er, að „iframkirkjunniáttu sæti konur, hjáleigubændur og þurfamenn”, en „i kór sátu óðalsbændur ... og efnaðasti sauðabóndi sveitarinnar næst altarishorni”. Það hef ég aldrei heyrt úr öörum stað, að „efn- aðasti sauðabóndinn” ætti sæti við altarishorn þótt annars væri raðað i kirkjusæti eftir rikidæmi og annarri virðingu. Það sagöi mér Sigurður Jónsson, kirkju- bóndi á Stafafelli, aö þar i kirkju inundi siðast á landi hér hafa verið raðað I kirkjusæti að hiin- um gamla sið, þar sem konur sátu öðrum megin, og merkis- frúr innar en betri bændur i kór, ogheföiþetta haldist allt fram á þriðja tug aldarinnar. Meðal eftirtektarverðra þátta i bókinni er að nefna Islenska örlagasögu, þar sem brugðið er uppátakanlegri mynd af hrakn- ingsfólki á sveit og umkomu- leysi barns, sem elst upp á slík- um harðangri og endar ævi á vigstöðvum i her Kanada- manna. Þáttur um Almanna- skarð sem illvigan farartálma en jafnframt einstæöan útsýnis- stað, sem birtir fágæta fegurð, er haglega gerður og góður leiðarvisir þeim, sem þar eiga leið um. Þáttur um hornfirska hesta og hestamenn er skemmtilegur fróöleikurog mér finnst hann staöfesta það álit, sem ég hafði áður af spurn og eigin raun, að hornfirskt hesta- kyn væri vænst og vitrast á landi hér. I þessum þætti er all- margt um visur, svo sem vel hæfir. Þátturinn um Pál á H já lm ss tööum , Jörund Brynjólfsson og Bjarna á Laugarvatni er töluvert sér- stæöur, en þar er sagt frá viður- eign Páls og Jörundar á stjórn- málafundi á Laugarvatni á vor- dögum 1937. Siöasti þáttur- inn — Lárus gamli — er hlý- legur minningaþáttur um hug- stæðan alþýöumann, sem vann af trúmennsku búinu á Hólum i Nesjum, átti góðhest og lék á harmoniku. Aftast i bókinni er nafnaskrá. Þótt bók þessi sé allsundurleit og þættirnir misjafnir að gerð, efni og gæðum er hún fróðlegur og skemmtilegur lestur og ber höfundi sinum — glöggum og nærfærnum sagnamanni — gott vitni. Þeir, sem hafa augu og eyru til þess að njóta töfra liðins tima I sögn og sögu eiga Torfa I Haga þökk aö gjalda. Andrés Kristjánsson. Sveit Hjalta Elíassonar frá Brldgefélagl Reykla víkur Mkarmeislarl Orslitaleikur Bikarkeppni Bridgesambands Islands var spilaður fyrir stuttu og sigraði sveit Hjalta Eliassonar sveit Öðais I spennandi leik með litl- um mun. Rak sveit Hjalta þar með endahnútinn á óvenju- glæsilega frammistöðu á s.l. ári, enda hafa þeir félagar inn- anborðs alla meiriháttar titla bridgeiþróttarinnar. Auk Hjalta eru í sveit hans Asmundur Páls- son, Guðlaugur R. Jóhannsson, Þórir Sigurðsson og örn n Arnþórsson. Hér er erfitt og skemmtilegt spil frá úrshtaleiknum. Allir á hættu/ vestur gefur: 2 74 ADG9762 D82 A10986 K54 986 KDG 3 K1084 KG107 A54 DG73 A10532 5 963 A öðru boröinu sátu n-s Simon og Jón, en a-v Þórir og Asmundur. Þar gengu sagnir á þessa leiö: Vestur Norður Austur Suður pass 3T dobl pass 4S pass pass dobl pass pass pass Norður spilaði út tigulás og skipti siðan i lauf eftir nokkra umhugsun. Eins og sést leysti það allan vanda sagnhafa. Skiptir þá ekki máli, þótt norður sé I greinilegri kastþröng, eigi hann laufadrottningu, þvi sagn- hafi verður alltaf að geta rétt I þriggja spila endastöðu. Þetta virtist gott búsilag fyrir sveit Hjalta og biöu menn spenntir eftir árangri af hinu borðinu. Og ekki stóð á fjörug- um vopnaviðskiptum. Þar sátu n-s Guðlaugur og örn, en a-v Jón og Hörður: Vestur Norður Austur Suður pass 2T pass pass 2S pass 3G dobl pass pass pass Norður vantaði svo sem einn ás til viðbótar til þess aö upp- fylla lagmarksstyrkleika op- nunarsagnar sinnar, en sjálf- sagthefurhann ætlað að grugga vatnið ofurlitið. Enda sagði austur pass I fyrstu umferð en tók siðan hressilegt viðbragð, þegar vestur vakti upp sagnir. Er raunar litt skiljanlegt hvers vegna hann redoblaði ekki. NU en hann bætti það upp meö spilamennskunni meö þvi að vinna yfirslag. Suöur spilaði út hjartatvisti ogsagnhafi fór strax I spaðann. Suður komst siðan inn á spaða, spilaði tigli og norður hjarta til baka. Suður drap á ás og spilaði meira hjarta. NU var komið að Jóni. Hann tók nú spaðaslagina oglagði siðan upp kastþröngina á norður, sem hlaut að eiga laufadrottningu. Kjarngóö lesning Briggskipið Bláliljan Ilöfundur: Olie Mattson Þyðandi: Guðni Kolbeinsson Útgefandi: Bjallan, Reykjavik 1980. Bókaútgáfan Bjallan hefur hafið útgáfu nýs bókaflokks. Nefnist hann Sagnaval Bjöll- unnar ogá að innihalda úrvals- sögur frá ýmsum löndum. Það er kannski ekki nein tilviljun, að fyrsta bókin i þessum bóka- flokki er sænsk. Eitt af þvi sem Sviar hafa hlotið alþjóðlega frægð fyrir eru barna og ungl- ingabækur. Það finnst löng hefð fyrir þvi að bestu höfundar Svia skrifi fyrir böm. Bók Selmu Lagerlöf um Nilla Hólmgeirs- son var skrifuð sem landafræði- bók um Sviþjóð að tilhlutan fræðsluyfirvalda. Ein er sú tegund bóka sem i hugum margra fyrst og fremst tengist Svium, en það eru svo- kallaðar vandamálabækur. En svo hafa þær bækur verið kall- aðar, sem taka til meðferðar félagsleg vandamál, eða erfið- leika unglinga i nútimasam- félagi. Það væri þó mikill mis- skilningur að halda að Sviar ættu ekki aðrar tegundir bók- mennta fyrir börn. Börn og unglingar hafa þörf fyrir gott og fjölbreytt lestrar- efni, ekki siður en fullorðið fólk. Mestu máli skiptir að höfundur taki viðfangsefni sitt alvarlega og skrifi af viröingu fyrir væntanlegum lesendum. Einn af þeim höfundum Svia, sem hlotið hefur frægð heima fyrir og verið þýddur á mörg tungumál er Olle Mattson. Hann ' er þekktur fyrir bækur, sem eru meira i ætt við ævintýri gamalla meistara eins og Robert Louis Stevenson og Rudyard KipHng en raunsæislegar eða félagsleg- ar bókmenntir siðari tima. Olle Mattson er fæddur i Uddevalla árið 1922. Uddevalla liggur á vesturströnd Sviþjóðar, en Vesturströndin er i huga Svia einkum tengd fiskveiðum og siglingum. Margar af bókum Olle Mattson gerast einmitt i sliku umhverfi. Einnig sækir hann efnivið i sögu átthaganna. Olle Mattson hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf, svo sem Nilla Hólmgeirsson skjöldinn og verðlaun Bonniers- bókaforlagsins. En þessi verð- laun eru meðal virtustu viður- kenninga, sem sænskir rithöf- undar geta fengið. 1 bókinni Briggskipið Blá- klukkan sækir höfundurefnivið I sögu nitjándu aldar. Sagan ger- istá Vesturströndinni. Söguper- sónurnar eru alþýðufólk, sem býr við sárustu fátækt. Dreng- urinn Mikael Pétursson býr hjá ömmu sinni i yfirgefnu veit- ingahUsi. Móðir Mikaels dó Ur tæringu fyrir hans minni og fað- ir hans sem var i siglingum er talinn af, þvi til hans hefur ekki spurst um árabil. Ofan á allt þetta verður Mikael stöðugt fyrir aðkasti annarra barna, vegna likamslýtis, sem hann ber frá fæðingu. Til að bæta sér upp niðurlægingu fátæktarinn- ar, gerir drengurinn sér glæsta mynd af föður sinum og biður þess fullviss aðhannkomi aftur. Andstæða allrar þessarar eymdar og að hluta til valdur að henni er Auðbjörn útvegsbóndi, sem riður um á stóra Blakk. Þrátt fyrir óblfð kjör er lffið fleira en eymd og basl. Mikael á sér vini og hin ótrúlegustu ævin- týri geta gerst og gerast. Bókin er svo spennandi að ég átti erfitt með að stilla mig um að kikja i endinn, en slikt hendir mig sjaldan. Ég vil þvi ekki gera lesendum þann ógreiða að rekja meira af efni hennar hér. Höfundur þessarar bókar er þekktur fyrir sérstak- an stil á bókum sinum. Hann skirrist t.d. ekki við að nota fornt málfar og jafnvel mállýskur ef hann telur þess þörf. Bækur Olle Mattson eru rikar af óvenjulegum orðum og orðasamböndum, sem börn og unglingar eru óvön. Slikt auðgar málskilning barna, auk þess sem það gerir bækurnar enn skemmtilegri aflestrar. Þýð- andanum Guðna Kolbeinssyni hefur tekist með ólikindum vel að snúa þessari bók til islenskr- ar tungu. Þar að auki ber þýð- ingin þess vott að þýðandinn er góður hagyrðingur, sem kemur sér vel, þvi fók á Vesturströnd- inni lætur gjarnan fljúga i hend- ingum. Dæmi: „Skipstjórinn var Skoti og skipið flutti sild og bossastóra biskupsfrú frá Bakersfield.” Að loknum lestri þessarar bókar, vona ég af heilum hug að „Sagnaval Bjöllunnar” eigi eft- ir að takast jafn vel og fyrsta bók bókaflokksins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.