Vísir - 22.12.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 22.12.1980, Blaðsíða 16
16 Mánudagur 22. desember 1980 PERSðNUSAGA LISTASKALDSINS -„PERSðNUSAGA TILTEKINS ■ GðÐA, ff Vilhjálmur Þ. Gislason: JÓNAS HALLGRÍMSSON OG FJÖLNIR. Almenna bókafélagiö 1980. Vilhjálmur Þ. Gislason, fyrr- verandi útvarpsstjóri, hefur lengi kannaö af alúö og elju gögn og ritaöar heimildir um æviferil Jónasar Hallgrims- sonar og er löngu oröinn manna fróöastur um hann. Hann hefur einnig tekið saman ýmislegt fleira og birt um Jónas og Fjölni, bæöi sem útvarpserindi og námsefni. Nú hefur Almenna bókafélagið gefið út þessa Jón- asar- sögu Vilhjálms i stórri og vandaöri bók. Vilhjálmur biður lesendur i inngangorðum að minnast þess, aö þetta sé ,,ævi saga en ekki almenn saga, þjóð- arsaga eða bókmenntasaga”. Hann segir, að þetta sé ,,per- sónusaga tiltekins manns, verka hans og hugsana”. Hann segist fylgja að mestu timaröð i frásögn. en þó ekki i annáls- formi. „Saga Jónasar Hall- grimssonar er um margt glæsi- legsaga, kannski hins mikilhæf- asta mannsefnis sins tima i lifi lista og fræða, en lika saga um mann i brotum og vanhirðu”, segir Vilhjálmur ennfremur, og er sú lýsing vafalaust sönn og nærfærin. Sagan hefst á æskuárum Jónasar i Eyjafirði, siðan dvöl hans I Bessastaöaskóla og kynnum hans þar af klassisk um kveðskap og er sá kafli góð ur lykill að skilningi á kvæðum Jónasar. Vilhjálmur ritar sér- stakan kafla um kvæðið Ferða- lok og aðdraganda minna þess, og er hann fróðlegur með hlið- sjón af ýmsum nýlegum skrif- um og ágreiningi um aldur þess kvæðis. Vilhjálmur kveður engan lokadóm upp um aldurinn en bendir á gild rök um að það sé ekki ort sumarið eftir ferðina norður, segir að handrit þess sé ekki að finna i fyrstu kvæðabók Jónasar frá þessu ári, en eigin- handritið sé i kvæðabók Jónasar frá 1845. Hann getur ýmissa munnmæla um þessa sögu og arfsagna, en treystir þeim með mikilli varúð. Um þetta segir hann siðan: „Óbrotnast er um uppruna Ferðaloka að trúa um- mælum skáldsins sjálfs blátt Andrés Kristjánsson. áfram eftir orðanna hljóðan i eiginhandritinu, að kvæðið er „gömul saga” og um „ástina mina”, og „breytt kvæði”, sem siðast var kallað Ferðalok. Lik- legast er, að það sé upprunnið i VELJIÐ ÍSLENSKT Nú leysum við VANDANN Allt í herbergið fyrir unglingana ■i i i i i i ■ i i SKRIFBORÐ — HILLA — STEREÓBEKKUR VERÐIÐ ER FRÁBÆRT SAMSTÆÐAN, SEM SLEGIÐ HEFUR í GEGN SVEFNBEKKURINN ER MEÐ ÞREM PÚÐUM. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR. PÓSTSENDUM UM LAND ALLT. ^f^^Laugavegi 166 Símar 22222 og 22229 HÚSGAGNAVERSLUN GUÐMUNDAR Smiðjuvegi 2 Sími 15100 einhverju formi sinu rétt eftir þau ferðalok, sem það fjallar um, en ekki lokið fyrr en löngu seinna i endanlegri gerð sinni”. A það veröur að fallast, að þetta sémjögskynsamleg niðurstaða, og sú staðreynd að kvæðið er ekki að finna i kvæðahandrita- bók Jónasar frá ári ferðarinnar, bendir eindregið til, að það hafi ekki verið til þá i heillegri mynd, þótt einhver brot og hendingar séu frá þvi sumri. Þessu næst rekur Vilhjálmur Reykjavikur-sögu Jónasar „á kontórnum og i klúbbnum” og aðdraganda og úrslit i ástamál- um og bónorði Jónasar þá. Siöan taka við háskólaárin, Hafnar-dvölin og þáttur Jónas- ar i lifi Hafnar-stúdenta, og eftir það tslandsferðir, fræðastörf og félagslif. Fjölnir og hræringarn- ar umhverfis hans eru þar gild- ur þáttur. Vafalitið er þarna að finna eina greinarbestu og ýtar- legustu sögu, sem nú er völ á i bók um Fjölni og Fjölnismenn, þar sem sú saga er sögð i nánu samhengi við aðra framvindu i lifi Jónasar, og af þvi verður hún miklu gleggri en ein sér án þess samhengis. Skáldskapur Jónasar og snerting hans við stefnur og strauma i álfunni er sem rauður þráður i allri sög- unni. Loks er fróðlegur kafli um ljóðaþýðingar Jónasar og i bókarlok nafnaskrá og heim- ilda. Nokkrar ágætar myndir eru i bókinni. Þessi ævisaga Jónasar Hall- grimssonar vekur margar spurningar og greiðir einnig úr mörgum. Fróðlegt væri að bera þar sitthvað saman við það, sem áður hefur verið ritað um Jónas, en til þess vinnst enginn timi nú. A þessa merku bók skal aðeins minnt hér og fullyrt, að hún sé mikill fengur öllum þeim, er enn stunda Jónas Hallgrimsson — hugsa um lif hans og njóta skáldskapar hans. Þrátt fyrir allt, sem um hann hefur verið ritað af viti, fræðilegri könnun eða getspeki einni.hefur ekki fyrr verið kostur á vandaðri og heillegri ævisögu hans. Um hann hafa að vonum myndast arfsagnir, munnmæli sem fylgja manni, og þegar minnst varir er maður flæktur i neti þeirra og greinir vart milli þeirra og hins, sem kalla verður nokkurn veginn staðfasta stafi. Bók Vilhjálms um Jónas er mikilvægt hjálpargagn i þess- um villum, og hún er lika skemmtilestur og ber þess merki að gagna hefur verið leit- að viða og lengi, svo að jafnvel mætti kalla ævileit. Það dylst engum, að sú leit hefur boriö mikinn og góðan árangur, og er i bókinni vitnað til ýmissa heim- ilda, sem ekki hafa verið á glámbekk. Handrit bókarinnar hefur legiö tilbúið nokkur ár, segir höfundur i eftirmáli. Þá segir hann einnig, að Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður hafi lesið handritið og veitt margs konar aðstoð, en Aðalgeir er sem kunnugt er manna fróðast- ur um timabil Fjölnis i Höfn og Fjölnismenn. Vilhjálmur Þ. Gislason hefur með þessu verki sinu, og Almenna bókafélagið með útgáfunni, lagt mikilvægan skerf til góðrar samleiðar þjóðarinnar og Jónasar i fram- tiðinni. A fero með Láru á sléttunni Húsið á sléttunni Höfundur: Laura Ingalls Wilder Útgefandi: Setberg 1980 Þýðandi: Herborg Friójónsdótt- ir. Ljóðaþýðandi: Böðvar Guð- mundsson. bókmenntir A n n a K . Brynjólfsdótt- ir skrifar. 1 fyrra kom út bókin HUsiö i Stóru-Skógum og nú framhald af þvi, HUsið á sléttunni. Báöar þessar bækur eru i bókaflokk- ; numLittlehouseontheprairie, sem Laura Ingalls Wilder skrif- aði um bernskuminningar sinar. Hún fæddisti bjálkakofa i Stóru-Skógum, Wisconsin7. fe- brúar 1867. Laura Ingalls Wild- er var kennari og ritstjóri blaðs- ins Missouri Ruralist og skrifaði greinar i mörg timarit, áður en hún skrifaöi sina fyrstu bók, en þá var hún 65 ára. Það var árið 1932, sem fyrsta bókin af „Láru” bókunum kom út, en þær hafa náö miklum vinsæld- um og hinn vinsæli myndaflokk- ur „Húsiöásléttunni” er gerður. eftirþeim. Laura Ingalls Wilder lést áriö 1957, þá nýlega nlutfu ára gömu. Lauru tekst sérlega vel að ná til lesandans. Lesandi fer inn i söguna, ef svo má segja. Hann fylgist með flutningi Ingalls fjölskyldunnar frá Stóru- Skógum til sléttunnar i Kansas, þar sem reist er bjálkahús. Mikil var gleði fjölskyldunnar að eignast hús, þó að húsið væri þaklaust i byrjun, en aðeins tjaldaö yfir með segldúknum af vagninum,sem þau ferðuðust á. En seinna kom svo þak á húsið og nim og borð inn i það. Það var glaðst yfir hverjum áfanga, sem náöisUFriðsælt var inni i litla hUsinu á sléttunni, þegar öll fjölskyldan, mamma og pabbi, Lára, Maria og Kata litla, voru heima saman. En óttinn sótti oft að landnemunum. Það voru margar hættur sem leyndust úti fyrir. Lifsbaráttan á sléttunni er hörð og það er aldrei setið auð- um höndum. Siöast verður fjöl- skyldan enn að halda af stað i leitaðnýjulandi. Það er tjaldað yfir vagninn og bjálkahúsiö sem haföi verið heimili þeirra, er yfirgefiö. Þó að ég hafi horft á marga þætti um Láru og fjölskyldu hennar í sjónvarpinu, finnst mér i sögunni veröa um aöra fjölskyldu að ræöa. Sjónvarps- þættimir ná ekki ferskleika sögunnar. Húsið á sléttunni er ágætis bók og það er óhætt að mæla með henni. Hún er með skemmtilegum myndum eftir Garth Williams. Prentvillupúkinn hefur slett úr klaufunum á nokkrum stöö- um i bókinni, og er það miður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.