Vísir - 22.12.1980, Side 4
4
4 •*.<-4'«■*'*'**'* ‘ ' ' * *»4 4 4 # 4 44 4-4
.....................................!-----1-------------------------- ■■■ «-■■■. ' ■
UMBOÐSSALA MEÐ
SKIDA VÖRUR OG HUÓMFLUTNINGSTÆKI
GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290
, l i'*
^ Sl I JA
SUAíi!
t
Tökum i umboðssölu allar gerðir af
skíðavörum fyrir börn og fullorðna.
Seljum einnig hin heimsþekktu skíði,
DYNASTAR og ATOMIC.
Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til
okkar.
Allskyns
hannyrðavörur:
Gobelinsaumur/Tvistsaumur
Krosssaumur, Hálfur krosssaumur
ofl. í pakkningum.
Mottur, myndir, púðar, teppi o.fi.
10% afsláttur af hannyrðavörum
fyrir el/i- og örorkulifeyrisþega
Fyrir jólin
Jólalöberar
Jóladúkar
Gardínuefni
Jólakerti
og gjafavörur
Verslunin
Hof
Ingólfsstræti 1
(gegnt Gamla bíói)
Sími 16764
* »vtsm --'..«•
Ýmsáp
, , • . Mánudagur 22. desentber 1980
verða æviriiár 1
Bókin „Ýmsar veröa ævirn-
ar” eftir séra Bolla Gústafsson i
Laufási var mér kærkomin nú i
skammdeginu. Hún er vönduö
aö innri og ytri gerö og hefur
yfir sér drengilegt yfirbragö. 1
frásögnunum er leitast viö aö
draga upp myndir frá liöinni tiö.
Höfundur staldrar viö hjá fóstru
sinni austur i Báröardal og
heldur siöan vestur á bóginn út
á Kjálka aö Laufási viö Eyja-
fjörö. Aö siöustu kemur hann
viö á Helluvaöi 1 Mývatnssveit
hjá þeim Jóni Hinrikssyni og
Fjalla-Bensa.
Kaflinn um séra Björn Hall-
dórsson i Laufási er mestur
fyrirferöar og feitast á stykkinu
sem vonlegt er. Séra Bolli hefur
lagt sérstaka rækt viö aö kynna
sér sögu hans og Laufásstaöar
og hefur grafiö upp margan
fróöleik, sem hingaö til hefur
legiö i þagnargildi. Svo er t.d.
um þá frægu þingvisu:
Já, mér er um og ó um Ljót,
ég ætla hann bæöi dreng og
þrjót:
þaö er I honum gull og grjót,
hann getur unniö tjón og bót,
sem af ýmsum hefur veriö tal-
inn fullkomnasta skáldverk
sinnartegundar. Fram aö þessu
hefur Páll Ölafsson veriö talinn
höfundur visunnar, en nú hefur
Bolli sem sé dregiö fram bréf
frá Birni i Laufási til Páls, þar
sem þessi visa kemur fyrir, en
aövisu meö strengilegum fyrir-
mælum um, aö höfundi skuli
haldiö leyndum.
Bolli kallar séra Björn mann
mikilla sanöa og sæva, „sem i
upphafi átti sér stóra drauma,
þráir aö neyta hæfileíka sinna
aö sökkva sér niöur I alvarlega
ljóöagerö og ritstörf. en finnur
sárt til einangrunar og ónæöis.
Stopular stundir notar hann til
aö skrifa vinum sinum sendi-
bréf og inn I þau fléttast skáld-
skapur af ýmsu tagi, þó frekar
gamansamar visur en alvarleg
ljóö. Honum veröur flest aö
yrkisefni”.
SU hliö á Birni, sem mér
veröur kærust og eftirminnileg-
ust veit aö þvi hversu barngóöur
hann var og létt um aö kasta
fram stökum, sem minna á
barnagælur Sveinbjarnar Egils-
sonar:
Viltu stafi, veslings Svava,
skoöa?
Viltu læra aö lesa i bók,
litla ærin min i brók?
Jón Hinriksson á Helluvaöi er
meöalþeirraalþýöuskálda, sem
of litill gaumur hefur veriö gef-
inn. Ég er séra Bolla þakklátur
fyrir aö hann skuli hafa dustaö
rykiö af gömlum visum og
kvæöum Jóns.
Virtu þaö, sem þjóölegt er,
þó ég reglu kenni:
ef útlend betur flikin fer,
fleygja þarftu ei henni.
I
Þessi staka er úr heilræöavís-
um, sem Jón nefndi A vordegi
og ortar voru i bjartsýni alda-
mótanna. Ýmsir þeir menn sem
nú státa mest af þvi, hversu
þjóölegir þeir eru og gera þvi
skóna, aö íslendingum farnaöist
bezt meö þvi aö loka sig inni,
bæöi i menningarlegu og at-
vinnulegu tilliti mættu gjarnan
Ihuga þessi visuorö þingeyska
bóndans, sem ekki unni ættjörö
sinni siöur en þeir. Viö erfiö
skilyröi tókst honum að vikka
sjóndeildarhring sinn svo að
undrun vekur og hefja hug sinn
yfir þann gráa hversdagsleika,
sem þá grúföi yfir landinu eins
og dimm þoka, þegar hann var
ungur.
Hiö sama er að segja um frá-
sögu Bolla af Fjalla-Bensa og
fóstru sinni, ólinu Jónsdóttur á
Hliöarenda i Bárðardal, aö þar
fléttar höfundur saman endur-
minningar sinar gömlum sögn-
um með skemmtilegum hætti.
Hann rifjar upp aö Fjalla-Bensi
er kveikjan aö aöventu Gunnars
Gunnarssonar og rekur þá lik-
ingu sem sumum þykir vera
meö þessum ókrýnda konungi
islenzkra öræfa og baráttu hans
viönáttúruöflin og söguhetjunni
i bók Hemingways, Gamla
manninum og hafinu.
„Ýmsar veröa ævimar” er
prýdd fjölda mynda eftir séra
Bolla, sem allar eru haglega
geröar og meö listrænu yfir-
bragði. Ég tek sem dæmi mynd-
ina af Jóni Hinrikssyni eöa af
Heröubreiö og gæti raunar nefnt
ýmsar aörar, sem mér falla
jafnvel i geö. Hafi séra Bolli
heila þökk fyrir hvemig hann
dregur til stafs og myndar og aö
siöustu vil ég bæta þvi við að
þaöermeinlaustaf minnihendi,
hvernig hann afgreiðir
„grautarsagnfræöi” Halldórs
Laxness.
tm mm mm. wbí mm mm mm mm mm mm —i mm m — — mm n ■■ — — íb m hí — h
Borgfirsk lífsblanda frá líöinni tíö
BORGFIRSK BLANDA — 4.
bindi.
Bragi Þórðarson safnaöi.
Sagnir og fróðleikur úr Mýra- og
Borgarfjaröarsýslum.
Hörpuútgáfan Akranesi 1980.
Bragi Þóröarson lætur ekki
deigan siga viö aö draga saman
borgfirskan fróðleik og hagræöa
honum i blöndubækur. Nú er
fjóröa blandan komin. Hann
hefur lika á aö skipa góöum
smalamönnum, sem bera viöa
niöur. Þetta borgfirska sagna-
safn er þegar oröiö drjúgur
sjóöur og ekki ástæöa til aö ætla
annað en hann eigi enn eftir aö
vaxa og dafna, þvi aö varla mun
þurrö veröa fyrst um sinn.
Þessi fjóröa borgfirska
blanda er allvæn bók eins og
hinar fyrri og vel til hennar
vandaö aö pappir og prentun,
letur haft stórt og pappir ekki
sparaöur og mun þaö vel þegiö
af aldraöri kynslóð.
Þetta bindi hefst á þjóölifs-
þáttum, og kennir þar margra
grasa.
Þorsteinn á Skálpastöðum
rekur nokkrar minningar frá
frostavetrinum 1917-18, sagt er
frá veöurfari og viöburöum, svo
sem brunanum á Hvanneyri
þann vetur og minnilegum
lestaferöum á Seleyri og
flutningum yfir fjörö. Þorvaldur
Þorkelsson lýsir kaldsamri
villunótt gangnamanna á Tvi-
dægru fyrir hálfri öld. Kjartan
Bergmann segir- frá skauta-
ferðum og dorgarveiöi i
Noröurá, og Siguröur Guö-
mundsson frá Kolsstööum i
Hvitársiöu bregöur upp mynd-
um af gangnaskilum i Borgar-
firöi um siöustu aldamót og eftir
þau, einkum frá heimarétt
sinni. Fljótstungurétt, og lýsir
störfum viö byggingu hennar.
Karl E. Benediktsson rifjar upp
gamlar minningar af Akranesi
og Ve.lgaröur Lyngdal Jónsson
lýsir ferjum á Hvalfiröi fyrr á
tiö. Þá er i þessum bálki allýtar-
leg frásögn af kirkju og staö i
Hvammi i Noröurárdal eftir
séra Brynjólf Gislason i Staf-
holti.
Næst koma „persónuþættir”
og gildastur þeirra er þáttur af
Oddi Sveinssyni á Akri á Akra-
nesi i samantekt Braga Þóröar-
sonar. Oddur er kunnur borgari
á Skaga og hefur lengi sett svip
á bæinn. Hann varð allfrægur
um skeiö fyrir ismeygilegar og
gamansamar fréttir i Morgun-
blaöinu, þar sem hann sagöi frá
meö mjög persónulegum blæ.
Þarna er Oddi og viðhorfi hans
allvel lýst, birt talsvert af
gamansömum kveðskap hans
og um hann. Þaö er auövitaö
ekki mikill skáldskapur enda
lausaleikur til þess aö létta brún
grárra daga. Sföan eru til tind
nokkur dæmi um fréttasmiö
Oddsog launfyndna gamansemi
hans. Þetta er læsilegur þáttur
og bregður upp ljóslifandi mynd
af brosgjafarmanni meö ábyrgö
i oröi og verki. Magnús Sveins-
son hefur tekið saman smáþátt
af „sagnaritaranum i Þingnesi”
— Jóni Espólin — og koma fleiri
viö þá sögu. Sveinbjörn Bein-
teinsson allsherjargoöi á Drag-
hálsi kynnir og birtir „banaljóð ■
Jóns Sæmundssonar” eftir As- 1
mund Gislason en „banaljóöiö” |
er ort um söguhetjuna i fullu i
fjöri. Þá kemur stuttur kafli ■
með slysfarasögum eftir þá *
P 'a, Guömund Brynjólfsson |
*é Gisla S. Sigurösson og er þar ■
bæöi sagt frá sjóslysum, bruna- ■
slysum og stórhriðarbana.
Siöast i bókinni eru siöan ■
nokkrir draumar og dulrænar ■
sagnir I samantekt Valgarös L. |
Jónssonar, gamanmál i smá- .
skritlum heyjaö og hirt af I
Braga, svo og visnamál Val- |
geirs Runólfssonar. Björn .
Jakobsson á þarna frásögn af I
Surtshelli og Andrés Eyjólfsson I
i Siðumúla segir frá rekstrar-
ferö meö Daviö á Arnbjargar- I
læk. Sigurður Jónsson frá |
Haukagili leggur til visnaþátt i 1
bókarbotn og teflir fram engum |
minni mönnum en skáldunum ■
Guðmundi Böðvarssyni á 1
Kirkjubóli og Halldori Helga- |
syni frá Asbjarnarstööum, ■
Nafnaskrá fylgir bókinni.
Af þvi, sem hér hefur verið ti- |
undað lauslega um efni þessar- -
ar borgfirsku sagnablöndu, má I
sjá, að þar muni ýmislegt girni- I
legt til gamans og fróöleiks eins .
og i fyrri bindum og efniö af I
mörgum toga. Ekki er mynda- I
efni bókaripnar af lakara tagi, .
til aö mynda teikningarnar af I
sveitabæjunum sunnan Skarðs- I
heiöar eftir séra Jón M. Guö- .
jónsson 31 aö tölu. og ýmsar I
gamlar ljósmyndir eru þar |
einnig meö miklu minjagildi. J
Borgfirsk blanda er safnrit sem |
er allra góöra gjalda vert og vel ■
að þvi staöið á flestar lundir. ■
Þaö er ekki ónýtt fyrir stórt og |
sagnarikt héraö aö eiga slikan ■
sameignarsjóö, þar sem haldiö ■
er til góöra haga og varðveitt |
meö jafnmiklum ágætum lifs- .
saga liðinnar tiðar.
Andrés Kristjánsson I
----------J