Vísir - 22.12.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 22.12.1980, Blaðsíða 21
Mánudagur 22. desember 1980 vism 21 ADAUIEIÖUR RARlSOÓTTHt ITIA 6ARD1 RAMMISLENSK ÁSTARSAGA íslensk ástarsaga Út er komin rammislensk ástarsaga eftir Aðalheiði Karls- dóttur frá Garði, Sagan gerist að mestu leyti i sveit.: Aðalsöguhetjan heitir Huld og er æviþráðurinn hennar rakinn i bókinni, en f jölmargir aðrir koma við sögu. í bókarkápu segir, að örlögin spinni sinn vef eins og i daglegu lifi mannanna skiptist á skin óg skúrir, en allt fari vel að lokum. Bókin er gefin út hjá Bókaút- gáfunni Skjaldborg á Akureyri. BIRGIR SVAN LJOÐ ÚR LÍFSBARÁTTUNNI Ljóð úr lífsbaráttunni Fjórða ljóðabók Birgis Svan nefnist „Ljóð úr lifsbaráttunni”. I bók sinni birtir höfundur myndir út lffi reykviskrar sjómannafjöl- skyyldu, miskunnarleysi hvers- dagsleikans, drauma, erjur, sorg og gleði. Sviðið er Vesturbærinn og þar lætur höfundur ekkert gullkornið hjá sér fara. Lestur gaf út. Ný bók um Gust: Gildran í Silfurdalnum I leit að týndum vini gerast spennandi ævintýri, i sögunni um Verum viðbúin vetrarakstri Gust og gildruna i Silfurdalnum. Þessi óviðjafnanlegi hestur og Jói félagi hans, hafa lengi verið eftir- læti margra islenskra ungmenna, eins og unglinga viða um heim. Hér er komin 10. bókin um Gust og ævintýrin tengd honum. Siglu- fjarðarprentsmiðja gaf út. Bókin er 125 blaðsiður að stærð. Tvær spennandi Tarsan- bækur Öhætt er að fullyrða að Tarsan- bækurnar eru með viðlesnasta skemmtisagnaefni sem skráð hefur verið. Ævintýrin sem þessi snjalla hetja hefur ratað i gegn- um árin og þær ótrúlegu þrautir, sem honum tekst ætið að leysa, koma hugmyndafluginu á hreyf- ingu, og lesandinn er kominn með i hinar hættulegu og viðburðariku ferðir Tarsans;,' Nú hafa 10 Tarsansögur komið út i islensrki þýðingu en að þessu sinni hefur Siglufjarðarprentsmiðja hf. gefið út tvær af ævintýrasögum Tarzans. Þær eru Tarzan hinn ógurlegi og Tarzan og týnda borgin. Báðar eru sögur þessar þrungnar spennu frá upphafi til enda. Bækurnar eru i traustu bandi og hinar eigulegustu. 1 Týndu borginni, ferðumst við Með Tarzan i gegnum hættur frumskóganna, fylgjumst með honum i baráttu við villt dýr og menn sem gera allt til þess að komast yfir það sem þeir girnast. Enn á ný fylgjumst við með spennandi ævitýrum Tarzans i bókinni Tarsan hinn ógurlegi og enn á ný tekst honum ætlunar- verk sitt, þrátt fyrir hættur og illa menn er vilja hann feigan. ,BLENSK BOKAMENNING ERVERÐMÆTI ýfWV Duran* BÆKUR MENNINGARSJÓÐS ym\ Ouran' RÓMAVELDII—II eftir Will Durant, höfund GRIKKLANDS HINS FORNA sem kom út á sl. ári. ÞÝDD LJÓÐ FRÁ NORÐUR- LÖNDUM 127 ljóð eftir 75 skáld í þýðingu Þórodds Guðmunds- sonar frá Sandi. LEIKRIT JÖKULS JAKOBS- SONAR (Studia „ Islandica 38) eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur. í bókinni er fjallað um leikrit Jökuls frá bókmenntafræði- legu sjónarmiði. LJÓÐ MATTHÍ ASAR JOCHUMSSONAR Úrval ljóða sr. Matthíasar Jochumssonar kemur nú út á sextugustu ártíð hans. LJÓÐ sr. Matthíasar er sjötta bindið í flokknum íslensk rit. ANDVARI1980 Aðalgreinin er ævisaga Árna Friðrikssonar fiskifræðings eftir Jón Jónsson forstöðumann Hafrannsóknarstofnunar. ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS 1981 Almanak um næsta ár með Árbók Islands 1979 eftir Ólaf Hansson fyrrverandi prófessor. FOLD OG VÖTN Úrval greina um jarðfræðileg efni eftir hinn kunna jarðfræðing Guðmund Kjartansson. ÍSLAND Á BRESKU VALD- SVÆÐI1914-1918 eftir Sólrúnu B. Jensdóttur sagnfræðing. Bókin fjallar um samskipti Breta og íslendinga á árum fyrri heimsstyrjaldar. ALFRÆÐI MENNINGARSJÓÐS Tónmenntir II eftir dr. Hallgrím Helgason tónskáld. ítarlegt og fræðandi uppsláttarrit um sérfræðiheiti og hug tök tónmennta. Nú eru komin út 12 bindi af Alfræðinni. BRÉF TIL JÓNS SIGURÐS- SONAR Bókin flytur safn af bréfum þjóðkunnra manna til Jóns forseta. /%\ Pífl; i $ in nr i m: 11 BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 — Reykjavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.