Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar PEUGEOT 307 SW er mjög sérstak- ur bíll og greinir sig frá fjöldanum. Peugeot segir okkur að þetta sé lang- bakur, station-bíll, en allur umgang- ur um bílinn og notkun segir að þetta sé fjölnotabíll. Við prófuðum bílinn með dísilvélinni á dögunum. 307 SW er 20 cm lengri en sjálfur fólksbíllinn, sem svo víða hefur fengið góða dóma fyrir skemmtilega aksturseiginleika og mikið innanrými, og var reyndar valinn Bíll ársins 2002 í Evrópu. 5 fermetrar af gleri Og það eru sömu flæðandi línurnar í SW. Stórir, krómaðir hurðarhúnar virka traustvekjandi og stór aftur- hlerinn opnast hátt upp svo þægilegt er að hlaða bílinn að aftanverðu. Far- angursrýmið er líka mikið í fimm sæta útfærslu. En hvað er helst sérstakt við 307 SW? Fyrir það fyrsta er hann með meira gleryfirborð en flestir aðrir bílar; samtals um 5 fermetra. Það er ekki aðeins stór framrúðan og hlið- arrúðurnar sem leggja sitt af mörk- um heldur er samlímt gler í þakinu yfir fyrstu og annarri sætaröð; gler sem sagt er þola högg sem kemur ef bíllinn veltur. Fyrir vikið er bíllinn afar bjartur að innan en fari sterkt sólarljós að angra ökumann er raf- drifin hlíf sem birgir fyrir þakglugg- ann. Mikill búnaður 307 SW er í staðalgerðinni fimm sæta en hægt er að bæta við tveimur sætum aftast í bílinn þannig að hann verði sjö sæta. Hvert aukasæti kost- ar á bilinu 60–70.000 kr. Ókosturinn er hins vegar sá að aukasætin er ekki niðurfellanleg ofan í gólf bílsins, líkt og í Opel Zafira og VW Touran, held- ur verður að fjarlægja þau með öllu úr bílnum ef koma þarf fyrir meiri farangri. Peugeot hefur hugsað fyrir ýmsum smáatrið- um sem gleðja notand- ann. Til að mynda falla hliðarspeglarnir sjálf- krafa að hliðum bílsins þegar honum er læst og hann yfirgefinn. Þetta dregur úr hættu á því að speglarnir verði fyrir hnjaski, t.d. á þröngum bílastæðum. Þeir drag- ast síðan sjálfvirkt út þegar bíllinn er settur í gang á ný. Þá verður að minnast á það að bíllinn er vel búinn í staðalgerðinni, m.a. með loftkælingu, kælingu í hanska- hólfi, skriðstilli, aksturstölvu og ESP-stöðugleikastýringu. 307 SW sver sig í ætt fjölnotabíla og þarf ekki annað en að velta fyrir sér hinni margbreytilegu uppröðun á sætum sem kostur er á. Fyrir það fyrsta eru fremstu sætin með hæð- arstillingu auk annarra stillimögu- leika. Þegar svo stýrið er líka með að- drætti og veltu finnur ökumaður strax sína kjörstöðu undir stýri. Stjórntækin leika öll í höndunum og mælar eru auðlesanlegir. Voldugar armhvílur eru við framsætin. Fyrir aftan framsætin er tveggja fermetra rými og hægt er að fjarlægja öll sæt- in úr bílnum og breyta honum í sann- kallaðan sendibíl á augabragði. En einnig er hægt að breyta staðsetn- ingu á miðjusætum á ýmsa vegu. Þýðgeng dísilvél 307 SW er fáanlegur í nokkrum gerðum hér á landi en mest hefur hann selst með 1,6 lítra bensínvél- inni. Að auki fæst hann með 2ja lítra bensínvél og 2ja lítra dísilvél með for- þjöppu, sem varð fyrir valinu í reynsluakstrinum. Dísilvélar eru ekki algengur kost- ur hjá bílkaupendum hér á landi vegna þungaskattskerfisins, sem þýðir að menn þurfa að aka mun meira en meðaltalið segir til um til þess að það borgi sig. Það hafa því aðallega verið leigubílstjórar sem hafa séð sér hag í því að nota dísilbíla en líklega er SW í það minnsta til þeirra nota. Peugeot hefur lengi ver- ið leiðandi meðal evrópskra framleið- anda í smíði dísilvéla og framleiðir vélar fyrir marga aðra bílaframleið- endur. 2.0 HDi forþjöppudísilvélin er með allri nýjustu tækni. Hún er með samrásarinnsprautun (common-rail) og háþrýstingsforþjöppu. Vélin skil- ar 110 hestöflum að hámarki og eyðslan er sögð 7,2 lítrar að jafnaði í borgarakstri. Vélin er með nýjustu gerð af sótagnasíu, þannig að einnig er tekið tillit til umhverfisins. Dísilvélin í 307 SW er afar þýð- geng og eins og vænta mátti er togið allverulegt; 250 Nm að hámarki við 1.750 snúninga á mínútu. Með dís- ilvélinni fæst bíllinn eingöngu með fimm gíra beinskiptingu. Peugeot 307 SW 2.0 HDi er bíll sem hefur upp á marga góða kosti að bjóða. Hann hefur fjölbreytilegt og bjart innanrými, góða aksturseigin- leika og aflmikla dísilvél. En hann er ekki heldur ódýr; tæpar 2,5 milljónir króna, og þá vantar ennþá sjálfskipt- inguna. En á hitt ber líka að líta að margt fylgir bílnum í búnaði, eins og áður var minnst á. Peugeot 307 SW á sér marga keppinauta og má þar helsta telja VW Touran, Opel Zafira, Renault Scénic, Toyota Corolla Verso og Ford C-Max svo nokkrir séu nefndir. Morgunblaðið/Eggert Laglegar línur eru í 307 SW og þakið er að stórum hluta úr gleri. Öðruvísi fjölnota- bíll frá Peugeot Hér er bíllinn sýndur með sex sætum en hægt er að bæta því sjöunda við. Tveggja lítra dísilvélin er með forþjöppu og togar mikið. Fremur hefðbundin uppstilling er á stjórntækjum og frágangur vandaður. Sætastaðan er há og gott að umgangast bílinn. REYNSLUAKSTUR Peugeot 307 SW 2,0 HDi Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Vél: 1.997 rúmsenti- metrar, fjórir strokkar, common-rail, forþjappa. Afl: 110 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 250 Nm við 1.750 snúninga á mínútu. Gírskipting: 5 gíra, handskiptur. Lengd: 4.419 mm. Breidd: 1.757 mm. Hæð: 1.536 mm. Sætafjöldi: 5 sæti, (hægt að bæta við 1-2 sætum). Eigin þyngd: 1.350 kg. Hemlar: Diskar, kældir að framan, ABS og EBD. Farangursrými: 503/1.673 lítrar. Hröðun: 13,4 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 183 km/klst. Eyðsla: 7,2 l innanbæjar, 5,4 l í blönduðum akstri. Verð: 2.489.000 kr. Umboð: Bernhard hf. Peugeot 307 SW 2,0 HDi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.