Vísir


Vísir - 06.01.1981, Qupperneq 4

Vísir - 06.01.1981, Qupperneq 4
VISIR Þriðjudagur 6. janúar 1981 Fólskir bændur eru ekki slikrar vélvæöingar aðnjótandi i búskapar- háttum, en skáka þó rikisbúunum, scm fá opinbera fyrirgreiðslu. Polskir bændur engir búskussar Pólskir bændur, sem þráast við að ganga inn i samyrkjubúskap- inn og hokra á eigin jarðarskik- um, eru landbúnaðarsérfræðing- um vestan tjalds sem austan stöðugt undrunarefni. Þeir þykja spjara sig lygilega vel. Rikið sveltir þá i tækjakosti og svikur þá einatt um áburð. Spilltir embættismenn mjólka þá, og þeir eru hraktir á harðbýlustu jarðirnar, óttaleg nákot. En ávallt slá þeir rikisjörðunum við i framleiðslu, og njóta þær þó opin- berrar fyrirgreiðslu. t Póllandi eru um 3,5 milljónir smábænda, eða sjálfseignar- bænda, sem hyggjast fara að for- dæmi verkalýðsins og stofna eigin óháð stéttarsamtök. Þeir hafa stóráætlanir á prjónunum um að skipuleggja eigið dreifingarkerfi og innkaupastofnanir. Pólland hefur sérstöðu innan kommúnistarikja, hvað þvi við- vikur, að 80% ræktaðs lands er i einkanytjum. Tilraunir til þess á sjötta áratugnum aö innleiða samyrkjubúskapinn, eins og annarsstaðar austantjalds, voru gefnar upp á bátinn. Meðaljarðnæði bændabýla i Póllandi er um fimm hektarar, sem þætti ekki hagkvæmt til bú- skapar i mörgum löndum. Samt voru Pólverjar lengi aflögufærir á landbúnaðarvörur og fram- leiddu til útflutnings allt til ársins 1972, þegar þeir tóku að flytja inn landbúnaðarvörur. Að mati vestrænna landbún- aðarsérfræðinga gætu pólsku bændurnir jafnvel gert enn betur, ef þeir fengju áburð, útsæði og áhöld hjá hinu opinbera i tæka tið. Sjálfir halda þessir bændur þvi fram, að þeir yrki sinar jarðir betur en samyrkjubúin geri, þrátt fyrir þá fyrirgreiðslu, sem þau njóta. Opinberar skýrslur sýnast staðfesta þessar fullyrðingar. Af þeim má t.d. sjá, aö rikisbúin nota þrisvar sinnum meiri tilbú- inn áburð til þess að framleiöa jafnmikið og sjálfstæðir bændur. bá þykir ljóst, að ofmannaö er á rikisbúunum, ef tekið er mið af bændunum. Kostnaður af bú- rekstri þess opinbera reiknast 8 þúsund zlotsium meiri á hvern hektara heldur en i einkabú- skapnum. Nú á að heita aðstööumunur á þessum búum, en i reynd njóta rikisbúin ekki eins góðs af hinni opinberu fyrirgreiðslu og ætla mætti. Þjónustan er svo slök i miðstýringarskrifstofubákninu að oftast er brugðið of seint við. Eins og siðasta ár, þegar komið var að plægingu, þá voru 16% dráttarvéla rikisbúanna óstarf- hæf vegna skorts á varahlut- um. Plæging hófst þvi viða seint, sem getur ráðið úrslitum i þess- um hluta Evrópu, vegna stutts sumars og skammvinnrar sprettutiðar. Varahlutaskortur- inn er þó kannski litilvægari i samanburði við skortinn á nýjum dráttarvélum. Hin risavaxna Ursus-dráttarvélaverksmiðja i útjaðri Varsjár átti að framleiða 55 þúsund dráttarvélar i' fyrra, en skilaði aðeins 1400. Aðallega var þó um að kenna öröugleikum annarsstaðar, eins og svo oft i Póllandi. Málmsteypuverksmiðja i Lublin stóð sig ekki i stykkinu. Horfandi upp á langa biðlista eftir nýjum dráttarvélum, ganga bændurnir ekki að þvi gruflandi, að þeir fá ekki dráttarvél á næst- unni, og notast þvi áfram við gömlu dráttarklárana sina og eldri búskaparhætti. Doitir Sakharovs Þau hafa aldrei sést fella tár eöa barma sér yfir örlögum sinum. Þau hafa ekki annað þekkt en þurfa að standa á eigin fótum gegn rikisvaldinu, og i þvi liggur styrkur þeirra. Þannig lýsti Tatjana Jankele- vitsj stjúpföður sinum Andrei Sakharov og móöur sinni Jelenu G. Bonner i viðtali viö fréttamenn um áramótin. ,,Ég er mjög stolt af þeim”, segir hin þrituga Tatjana, sem býr með manni sinum, tveimur börnum og bróður sinum i útlegð i Bandarikjunum,og fylgist með hetjulegri baráttu foreidranna fyrir mannréttindum af fréttum vestrænna fjölmiðla og stöku bréfum, sem ættmenni þeirra austartjalds ná að smygla vestur yfir járntjaldið. ,,bau gefast ekki upp, þótt þau hafi haft sovésk yfirvöld vakandi yfir sér nótt sem dag svo árum skiptir,” segir stjúpdóttir Sakharovs. Eins og kunnugt er af lréttum búa þau Sakharov-hjónin i einskonar stofulangelsi eða út- legð i Gorkij, þar sem þau eru vandlega einangruð frá umheim- inum og þess gætt, að Sakharov fái ekki komiö á framfæri gagn- rýni sinni á sovéska samfélagið. Að sjálfsögðu er þess um leið gætt, að þau fái ekki haldið neinu sambandi við börn sin i Banda- rikjunum. Það eina sem þau Tatjana og bróðir hennar Alexei Semenov, sem er 23 ára læknastúdent, hafa fengið að sjá af foreldrum sinum var skyndimynd á sjónvarps- skermi i Bandarikjunum fyrir nokkru. —• „Það var hryggilegt að sjá, hve mjög hún hefur elst og látið á sjá,” segir Tatjana. Hún þykist vita, að viðbrigðin vegna einangrunarinnar leggist þungt á Sakharovhjónin. Ibúð þeirra i Moskvu var samastaður andófsmanna og lýðræðissinna. Þangaðiá straumur blaðamanna, rithöiunda og fjölda einstaklinga annarra og gestagangurinn slik- ur, að nær aldrei féll niður skraf um sögufróöleik, bókmenntir eða stjórnmál. „Það eina jákvæða viö ástand þeirra núna er, að vonandi verður Tatjana Jenkelevitsj, stjúpdóttir Andrei Sakharovs, með eigin- manni slnum og börnum þeirra tveim, en þau búa öll I Bandaríkjun- um, meðan foreldrarnir eru i einangrun i Gorkí. hvildin föður okkar til góðs. Hann iðheima i Moskvu var heilsu hans fékk hjartaslag fyrir ári, og álag- hættulegt,” sagði Tatjana. Góður sparnaður Meðan margar stórstjörnur bera sig upp undan því, að vera sýknt og heilagt undir smásjá meðborgaranna, lætur Orson Welles sér hvergi bregða við. Á dögunum gleymdi hann sér eitthvað við matseldina úti I garði á heimíli sinu i Kaliforniu, og nágrönnunum leist ekki á reykjarbólsturinn, sem lagði frá útigriilinu. Hringdu þeir á slökkviliðið. Welles kvaðs vel kunna aö meta slika umhyggju granna sinna og vakandi eftirtekt, enda sparaöi það honum að setja upp brunaviö- vörunarkerfi. Biómaunnendur í pentagon William Proxmire, öldungar- þingmaöur demókrata, gerir aö þvi gys þessa dagana, að her- stjórnin i Pentagon verji árlega um hálfri milljón dollara til garð- yrkju viö bústaði 22-ja hershöfð- ingja og flotaforingja. Hann segir, aöárlegasé variöum hálfri annarri milljón dollara til þess aö skipta um húsgögn, innrétta, veggfóöra og mála, vegna þess að ibúaskipti verði i foringjaíbúöum. Dæmdur fyrlr „lólks’smygl Dómstóll I Potsdam i A-Þýska- landi dæmdi um áramótin V- Þjóöverjann, Friedrich Ebbing- haus, í sex ára fangelsi fyrir hlut- deild sina I hópi smyglara, sem smyglað höfðu A-Þjóðverjum vcstur yfir járntjald. Brottför úr landi án leyfis yfir- valda varðar viö lög i A-Þýska- landi og aðstoö viö slika utanför sömuleiöis. Dómar I slikum málum cru tlðir I A-Þýskalandi. Bo Derek spáö mannlælni Leikkonan Bo Derek, sem mikið er umtöluö vcgna yndis- þokka sins, auk ráðriks eigin- manns, upplýsir aö llnunum heldur hún I réttu lagi meö klukkustundar lyftingaræfingum daglega. Spákonan Jeane Dixon, þessi sem Morgunblaöiö er hætt að taka mark á, spáöi henni núna I tilefni áramótanna, að hún ein- hvern tlina i mars verði gripin mikilli löngun til þess að einangra sig frá umheiminum. Vonandi rætist ekki úr þvl fremur en mörgum öðrum spádómum völvunnar, því að leiðiniegt væri, ef þessi þokka- gyðja geröist nú mannafæla. Frakkar vllia hlutleysl Mikill meirihluti frönsku þjóðarinnar álitur, að Frakkland ætti að verða hlutlaust, ef til þess kæmi, aö strið brytist út mitli Sovétrikjanna og Bandarikjanna. — Nýlega birtar niðurstöður skoöanakönnunar bendatil þessa. Þessi könnun vár á vegunt timaritsins „Actuel" og niður- stöðurnar á þann veg, að 63% voru hlynnt þvi, aö æskja þess af Moskvu, að Frakkland yrði ekki dregið inn i slika deilu, 22% vildu styðja Bandarlkjamenn og 1% vildi styðja Sovétmenn. Alls voru 1000 spuröir og af þeim vildu 78% ekki aö stríði yrði lýst yfir viö Sovétrikin, ef Rauði herinn réöist inn I Pólland. 76% voru þeirrar sömu skoðunar varðandi innrás i Júgóslavlu. Etthvað virðast þessar spurn- ingar hafa verið einkennilega orðaðar, en leynir sér ekki, að friösemin erFrökkum efst Ihuga.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.