Vísir - 06.01.1981, Blaðsíða 13
VISIR
ÞriOjudagur 6. janúar 1981
1
UPPSKRIFTIR
Sigriöur Magnúsddttir fram-
kvæmdastjdri Feröaskrifstofu
stúdenta tekur upp hanskann frá
Þorgrlmi Gestssyni blaöamanni á
Helgarpóstinum og kemur meö
uppskrift aö lambalæri aö frönsk-
um hætti og aprikdsufromage úr
Kóngsins Kaupinhöfn. Konur
hasla sér viöa völl mítildags og
hér i áskorunarþætti Vfsis einnig.
Asta Bjarnadóttir verslunarkona
i Basar mun veija eitthvaö gott úr
sinu pokahorni fyrirnæsta þriöju-
dag.
-ÞG
Lambalæri að frönskum
hætti
Lambalæri
1-2 di Dijon Sinnep
salt
svartur pipar
hvitlauksolia
kjötsoö
6-8 tómatar
6-8 stórar kartöflur
Læriö er best ef þaö fær aö
þiðna róicga, til dæmis meö þvi
aö hanga á köldum staö i ca. tvo
sólarhringa. Allar himnur eru
skornar af lærinu og sömuleiðis
öll fita sem næst til. Siöan er
nuddaö vel inn i þaö blöndu af
salti og pipar (endilega ekki
spara piparinn).
Sinnepinu smurt jafnt yfir allt
læriö og þaö siöan steikt á grind
yfir ofnskúffunni. Ofninn á aö
vera 250 gráöu heitur þegar læriö
er sett inn og þaö á aö steikjast
þannig i 20-25 minútur. Þessar
mínútur eru notaöar 01 þess að
tilreiöa kartöflurnar. Þær eru
flysjaöar, skolaöar og þerraöar
vel. Siðan er skoriö ofan i þær
meö litlu millibili (eins og veriö
sé aö skera þær i sneiöar) þannig
aö þær re'tt hangi saman aö
neöan. Þá er borin á þær örlitil
hvitlauksolia og þeim raöaö á
grindina meö lærinu. Hítinn
lækkaður i 200 gráöur og
kartöflurnar látnar steikjast meö
lærinu i klukkutima. Kjötsoöinu
er helit yfir læriö og kartöflurnar
og ágætt er aö ausa yfir þaö ööru
hvoru,
Tómatarnir cru penslaðir meö
hvitlauksollu, svartur pipar
malaður yfir-þá og þeir settir meö
i ofninn siöasta korteriö. Soöiö úr
skúffunni er siaö og notaö I sdsu,
sem jöfnuö er meö hveiti, og eins
má bæta i hana meira sinnepi, ef
þurfa þykir.
Auðvitaö má steikja læriö leng-
ur eöa skemur cftii' smekk hvers
og eins, en á okkar heimili er vin-
sælast aö þaö sé aöeins rautt viö
beiniö. Meö þessu er afar gott aö
bcra soöiö rósinkál eöa til dæmis
belgbaunir og heilar, soönar gul-
rætur.
Þar sem þessi réttur er fremur
bragðmikil! og sterkur er rétt aö
hafa eitthvað ferskt i eftirrétt, til
dæmis mclónusneiöar meö
kreistri sitrdnu, eöa ef til vill
aprikdsufromage, sem uppskrift
fylgir aö.
Aprikósufromage
1/2 dós aprikdsur
1/2 dds eplamauk
1 peli rjómi
5 blöö matarlim
Byrjaö er á þvi aö stappa apri-
kdsumar í mauk. Eplamaukiö er
hitaö og matarlimiö brætt l þvi,
hrært vel i á meöan. Aprikósunum
blandaö saman viö. Kælt. Þegar
þetta fer aö stifna er þeyttum
rjómanum blandaö varlega sam-
an viðog látiö standa i kæliskápn-
um þar tilþaö er sett á boröið, þvi
þetta þarf aö vera fskalt, þegar
þaö er boriö fram.
Þetta fromage er lika alveg
frábært sem krem i alls konar
tertur.
Þessi uppskrift á upphaflega
ætt sina aö rekja i kokkabækur
Grdtu Petcrsen fyrrverandi
kökkenchef hjá Margréti Dana-
drottningu, en hefur aö visu tekiö
þó nokkrum breytingum i gegn
um árin, svo ég þori ekki aö
treysta aö sú ágæta fröken
Petersen myndi vilja kannast viö
afkvæmiö I þessari útgáfu.
Þar sem ég vil endilega halda
uppi mcrki kVcnna I þætti þessum
skora ég á Astu Bjarnadóttur,
verslunarkonu i Basar, aö sýna
snilli sina næsta þriöjudag. Ekki
endilega einungis vegna þess aö
hún er kona, heldur fyrst og
fremst aö ég veit aö hún á ýmis-
legt gómsætt til I pokahorninu.
DRAUMANOTTIN MIKLA
- þrettAndanöttin
í dag, 6. janúar, er þrettándinn,
siöasti dagur jóla. Hjátrú varð-
andi þrettándann hefur löngum
fylgt okkur mönnunum. Látum
viö nokkur smáatriöi varöandi
hjátrú fylgja hér i tilefni dagsins.
kölluð draumnóttin mikla, þvi þá
átti Austurvegskonunga aö hafa
dreymt um fæöingu Krists, og þvi
eru allir þeir draumar merkileg-
astir og þýöingarfyllstir, sem
menn dreymir þá nótt, en einnig
eiga draumar á nýársnótt aö vera
mjög þýöingarmiklir.
Þrettándinn er siöasti dagur
jólanna, og var þá oftast nokkuö
um dýrðir og vel haldiö til i mat
ogdrykk. Var það stundum kallaö
aö „rota jólin”. Sem minnir á hiö
norræna orötæki „Knut kör Julen
ut” en þaö var gjarnan haft um
athafnir manna i sambandi við
lok jólanna.
Þrettándanótt hefur veriö
Þrettándanóttin hefur stundum
verið kölluö jólanóttin gamla, en
þaö viröist mega rekja til munn-
mæla eða vitneskju um þaö, að 6.
janúar var fyrr haldinn hátið-
legur sem fæöingarhátið Krists.
En annars mun ein elsta helgi
þrettándans vera sprottinn af þvi,
aö menn trúðu þvi víöa, aö þá
tæki sólin aftur aö hreyfa sig eftir
12 daga hvild.
önnur er sú trú, aö kýr tali á
nýárs- og þrettándanótt. Erlendis
er þvi vlöa trúaö, aö vatn veröi
snöggvast aö vini nýárs- eöa
þrettándanótt.
Almennt er taliö, aö jólasvein-
arnir eigi heima uppi á fjöllum.
Kemur hinn fyrsti til byggða 13
dögum fyrir jól og siöan einn á
dag, hinn siöasti á aöfangadag.
Hinn fyrsti fer svo burtu á jóla-
dag, en hinn siðasti á þrettándan-
um, þaö er sem sagt I dag sem
siöasti jólasveinninn heldur á
brott.
Löngum hefur veriö trú manna aö álfar og ýmsar verur séu á kreiki um jdlaleytiö, og bústaöur álfa sé i
stokkum og steinum. Um jólin!,var taliö að álfarnir flyttu búferium og stundum taliö aö sá flutningur
hafi átt sér stað á þrettándanótt.
Nauðungoruppboð
sem auglýst var i 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á
hluta i Suðurlandsbraut 12, þingl. eign Skúla Arnasonar
fer frant cftir kröfu Sparisj. Rvikur og nágr., Gjaldheimt-
unnar i Reykjavik, o.fl. á eigninni sjálfri fimmtudag 8.
jaiuiar 1981 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 22., 24. og 27. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á
hluta i Laugavegi 49, þingl. eign Gylfa Guðmundssonar fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni
sjálfri fimmtudag 8. janúar 1981 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaöog siöasta á hluta i Fifuseli 30, þingl. eign Haraldar
Sigurðssonar fer fram eftir kröfu Gjaldhcimtunnar I
Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 8. janúar 1981 kl.
14.45.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siöasta á hluta I Flúðaseli 94, þingl. eign Hauks
Hallssonar fer fram eftirkröfu Veðdeildar Landsbankans
á eigninni sjálfri fimmtudag 8. janúar 1981 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nouðungaruppboð
seni auglýst var i 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á
hluta i Seljabraut 72, þingl. eign Karls Nikulássonar fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Veð-
deildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 8.
janúar 1981 kl. 13.30.
Borgarfdgetaembættiði Reykjavik.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hdl. og Búnaöarbanka
tslands fer fram opinbert uppboð i dómssal borgarfógeta-
embættisins að Reykjanesbraut 6 þriðjudag 13. janúar
1981 kl. 13.30, scld verða veðskuldabréf meö veði i Skipa-
sundi 50 og Hciömörk 12 G Hveragerði.
Greiðsla viö Hamarshögg.
Uppboðshaldarinn i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á lóö við óseyrarbraut, Hafnarfiröi,
þingl. eign Oliumalar h.f. fer fram á eigninni sjálfri föstu-
daginn 9. jan. 1981, kl. 14.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979
og 1. og 5. tölubl. 1980 á b.v. Jóni Dan GK-141, nú April
HF-347 þingl. eign Samherja h.f. fcr fram eftir kröfu
Tryggingarstofnunar rikisins við eða um borö i skipinu f
Hafnarfjaröarhöfn föstudaginn 9. jan. 1981 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 108., tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979
og 1. og 5. tölubl. 1980 á b.v. Guðsteini GK-140, þingl. eign
Samherja h.f. fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar
rikisins viö eða i skipinu i Hafnarfjarðarhöfn föstudaginn
9. jan. 1981 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn I Ilafnarfirði.