Vísir - 06.01.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 06.01.1981, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 6. janúar 1981 VÍSIR manniíf Fyrstu sporin Svo virðist sem John Lennon hafi haft fyrir- boða um að hann myndi láta lifið með voveifleg- um hætti. Þetta kemur m.a. fram i frásögn breska blaðsins Sunday Mirror, þar sem leiddur er til vitnis Chris Hut- chins, sem var náinn vinur Bitlanna og þá einkanlega Lennons i tuttugu ár. í frásögninni segir Hutchins m.a.: — Lennon ræddi oft viö mig og aöra vini sina um ótta sinn við aö hann myndi deyja meö voveifleg um hætti. Hann virtist haldinn eins konar þráhyggju um að hann yrði myrtur. Fyrir tveimur árum sagði hann við mig á götu i New York, að þessi ótti sinn um morð, væri ein af ástæðunum fyrir þvi að Bitlarnir hættu. — „Við vorum ekki orðnir leiðir hver á öðrum og ekki skorti okkur efni”, sagði hann. „Hins vegar var ég miður min af ótta við að einhver brjálæðingur myndi vinna okkur mein og þess vegna vildi ég að við leystum hljómsveitina upp til að draga úr þessari hættu”, segir Chris að John hafi sagt við sig. Og Chris heldur áfram frásögn sinni: „Þessi ótti hvildi á John eins og martröð allan sjöunda áratuginn, þegar bitlaæðið stóð sem hæst. Ég heyrði hann tala um þetta i hvert skipti sem lagt var upp i hljómleikaíerð, ég heyrði hann ræða þetta hugboð sitt við Elvis Presley og sá hann gráta þegar hann frétti að fyrrum að- stoðarmaður Bitlanna hefði verið skotinn af lögreglunni i Los Ange- les. „Ég verð næstur, ég er viss um það”, sagði hann aftur og aftur. Lennon kappkostaöi aö gera konu sina Yoko og fimm ára son þeirra Sean, hamingjusöm. Meðfylgjandi mynd er tekin i haust er þau eyddu nokkrum fridögum á Palm Beach á Florida, en John haföi á oröi aö þar væri ákjósanlegt að ala udd hnrn spor 1 <onur j Þær eru orönar nokkuð marqar, ungu þokkadisirnar, sem stigiðhaía sin fyrstu spor á hvíta tjaldinu sem fylgikonur njósnaransJames Bond. Einþeirra er hin tvítuga LallaDean, sem við sjaum á meðfylgjandi mynd, en hun hefur fengið aukahlutverk í nýrri 007 mynd sem ber heitið ,,For Your Eyes Only". Við skulum vona, að þessi fyrstu spor Lallu i kvikmyndunum verði ekki jafnframt þau síðustu eins oq i rauninhefur oft orðið á hjá A morgum, sem byrjað hafa Æ feril sinn i Bond-myndum.... Umsjón: Sveinn Guöjónsson. 1 fyrsta skipti sem ég heyrði hann tala um, að hann óttaðist um lif sitt, var i Amerikuferð Bitl- anna árið 1963. Flugvélin sem ílutti hljómsveitina hafði lent i Dallas og hafði stoppað fyrir framan flugstöðvarbygginguna þar sem lögreglan reyndi að halda aftur af 20 þúsund aðdáend- um. Mannfjöldinn braust i gegn og hljóp út á brautina. Sumir klifruðu upp á vængina og hróp- uðu inn um gluggana. Ég sat við hliðina á John þegar hann sagði: „Ef einhver gerir ekki eitthvað róttækt strax, mun- um við allir deyja. Þaö þarf ekki nema einn með logandi sigarettu og við munum syngja „She loves you” i himnari'ki eftir nokkrar minútur”. Nokkrum mánuðum seinna ræddi ég við hann um þetta atvik á heimili hans i Waybridge, Surreyogþá sagöiJohn: „Dallas, þar skaut Lee Harvey Oswald Kennedy forseta. Kennedy var myrtur á föstudegi, svo var einn- ig um Lincoln. Þeir voru báðir skotnir aftan frá i höfuðið, á föstudegi og að viðstöddum eigin- konum sinum”. John skrifaði eitthvað á bréf- miöa og hélt siðan áfram: „Morð- ingi Lincolns skaut hann i leikhúsi og hljóp i vöruhús. Oswald skaut Kennedy úr vöruhúsi og hljóp sið- an i leikhús. Ég er að velta þvi fyrir mér hvort Kennedy hafi nokkru sinni hugsað út i, að þetta gæti komið fyrir sig....” Árið eftir fór ég með Bitlunum er þeir heimsóttu Elvis Presley i fyrsta skiptið en Elvis var þá staddur á heimili sinu i Beverley Hills i Hollywood. John og Pres- ley ræddu saman um þessi mál og Elvis sagðihonum frá þeim hætt- um sem biðu hans sjálfs, viö hvert fótmál. Ariö 1965 léku Bitlarnir á hljóm leikum i Atlanta i Georgiufylki. Lögreglan hafði þá fyrr um dag- inn tekið riffla af tveimur mönn- um nálægt flugvellinum. Það þurfti miklar fortölur til að fá John upp á sviðið þetta kvöld. Þegar Mal Evan, fyrrum að- stoðarmaður Bitlanna var skot- inn i Los Angeles áriö 1976 fékk það m jög á John og gaf honum á- stæðu til að rifja upp dauðsföll manna sem tengdust Bitlunum, s.s. Stuart Sutcliffe, sem lék með hljómsveitinni i upphafi en lést úr heilablóðfalli árið 1962, Brian Ep- stein, umboðsmaður Bitlanna, sem lést af ofneyslu eiturlyfja 1967, David Jacobs lögfræðing hljómsveitarinnarsem hengdi sig árið 1968, o.fl. En siðast þegar þegar ég hitti John var hann kátur og hress og hann var greinilega þeirrar skoð- unar að þessi hætta væri liðin hjá og hann var kominn yfir þennan ótta við að hann yrði myrtur, — en þar skjátlaðist honum, þvi miður”, segir fornvinur Lennons, Chris Hutchins i áðurgreindri frá- sögn Sunday Mirror.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.