Vísir - 06.01.1981, Síða 8
8
vtsm
Þriöjudagur 6. janúar 1981
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvcmdastjóri: Davlft GuAmundsson.
Rijstióri: i
Elkrt B. 'Schram.
Ritstjdrnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson, Ellas Sndand Jónsson. Fréttastfóri er-
lendra frótta: Guómundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup. Arnl Sig-
fússon. Frlða Astvaldsdóttir. Gylfl Krlstjónsson, lílugi Jökulsson. Kristln Þor
steinsdóttir. Pátl Magnússon. Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Pórunn
Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L.
Pálsson. Sigmundúr O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, EHn Ell-
.artsdótttr. Gunriar V. Andrésaon. Kristján Arl Elnarsson. ÚtfHsteiknun: Gunnar
Traustl Guðbjörnsson, Magnús Otafsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Drftif inaarstióri* SickurAur R. PéttfftlML
Ritstjórn: Slðumúll 14, stmiðóóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8.
simarMóll og 82260. AfgreiðsU: Stakkhoitl 2-4. slmi 86611.
Askriftargjald kr. 70.00 á mánuöi innanlands og verð í lausasölu 4.00 nýkrónur
eintakið. Visir er prentaður í Blaöaprenti, Slöumúla 14.
Tomas Guomundsson
Eitt ástsælasta Ijóöskáld
þjóöarinnar, Tómas Guðmunds-
son,á áttræðisaf mæli í dag.
Óþarf i er að fara í mannjöf nuð
þegar Tómas á í hlut, en það er
frá engum tekið þótt fullyrt sé,
að hann sé það Ijóðskáld núlif-
andi, sem ótvíraeðast telst til
höfuðskálda íslendinga fyrr og
síðar.
Á þeirri sömu stundu, sem
f yrsta I jóðabók hans var gef in út,
blandaðist engum hugur um, að
stórskáld hafði kveðið sér hljóðs.
En Tómas gerði meira með
þessum fyrstu Ijóðum og öllum
sínum skáldskaparferli. Hann
varpaði nýju Ijósi á Reykjavík,
hafði hverdagsleikann að yrkis-
efni og gerði bæjarlífið að
rómantískum vettvangi.
Götur og stræti, sem áður
höfðu ekki verið annað en götur
og stræti fengu á sig Ijóðrænan
blæ, hús og hverf i tóku á sig nýja
mynd og jafnvel gamlir sfma-
staurar sungu og urðu grænir
aftur.
Það kvað vera fallegt í Kína.
Keisarans hallir skína
hvítar við safírsænum.
En er nokkuð yndislegra
— leit auga þitt nokkuð fegra —
en vorkvöld í vesturbænum?
Fram að þessum tíma höfðu
Ijóðskáldin ort óð til ættjarðar-
innar, flutt ástarjátninqar til
f jallkonunnar og hafið sveitasæl-
una til skýjanna.
í rauninni hafði Ijóðið verið
bjargvættur þjóðarinnar um
langan aldur. í mestu þreng-
ingum hennar höfðu Ijóðskáldin
haldið lífinu í þjóðinni, stappað í
hana stálinu. Þau brugðu upp
himinbláum myndum af fegurð
náttúrunnar og dýrð átthaganna.
Hugnæmt ættjarðarljóð vakti
meiri hrifningu og þjóðernis-
kennd en nokkur fátækt og vos-
búð megnaði að kveða niður. Þau
héldu eldmóðnum logandi.
Þannig varðveittist þjóðar-
metnaður í Ijóðinu og skáldin
reyndust sjálfstæðisbaráttunni
drýgri liðsmenn með kveðskap
sínum en metið er.
Hinsvegar var Ijóðagerðin
alvarlegs eðlis, þung og angur-
vær, enda þekktu menn ekki
annað.
Einmitt af þeim sökum voru
Ijóð Tómasar líkust vakningu.
Tónninn var léttur og kíminn,
málið vandað en einfalt, hend-
ingarnar eins og þær væru mælt-
ar af munni fram. Samt voru
orðaleikirnir snilldarlegir,
kímnin hárfín og innihaldið
meitlað.
Tómas fléttaði saman til-
finningum og veruleika og gerði
hverdagsleikann broslegan.
Þetta voru Ijóð sem fólkið
skildi og mat. Tómas
Guðmundsson vakti með
Tómas Guðmundsson skáld er áttræður i
dag. Ekki er á neinn hallað þótt fullyrt ád,
aö Tómas sé það ljóðskáld núlifandi,
sem ótvíræðast telst til höfuðskálda
tslendinga fyrr og siðar.
mönnum vonir og bjartsýni.
Hann hofðaði til lífsgleði og
æskudrauma.
,,í dag er eins og sólin
sinni því einu
að seiða fram ástljóð til vorsins
í hjarta mínu
og það er eins og veröldin
nenni ekki neinu
nema því, sem hún aðhefst
að gamni sínu".
Það er vandi að yrkja. En það
er list að yrkja vel. Það er fáum
gefið. íslendingar hafa löngum
þótt Ijóðelskir og meitluð fer-
skeytla segir oft meir en löng
ræða. Um tíma gekk sú tíska að
hafna hinu hefðbundna Ijóði, það
væri of þröngt tjáningarform.
Allt var þetta gott og blessað og
vissulega er ekki nauðsynlegt að
Ijóðið sé rímað og stuðlað til að
það nái tilgangi sinum. Mörg slík
Ijóð hafa verið ort.
En Tómas Guðmundsson hef ur
ekki þurft að hafa áhyggjur af
formum eða bragarháttum.
Hann hef ur reynt það allt án þess
nokkurn tíma að það hafi ráðið
ferðinni. Ljóðagerð Tómasar er
hafin yfir öll form, allar tísku-
stefnur. Hann er skáld af Guðs
náð, bæði í orði og efni.
Tómas Guðmundsson hefur
verið hógvær og lítillátur á
veraldlega vísu, en Ijóð hans
haf a verið af slikri andlegri reisn
og snilld, að þar verður ekki bætt
um betur, jafnvel þótt öllum
mannvirðingum og metorðum sé
til tjaldað.
Þjóðin stendur í þakkarskuld
við hinn áttræða öldung sem
hefur kryddað lífið og tilveruna
með „fangið fullt af yrkis-
efnum".
ÍSLENSKAR ÍÞRÚTTIR EDA?
Peningaleysi
Það sem háir iþróttastarfi hér
einna mest er hið sífellda pen-
ingaleysi, eða svo er manni
sagt. Varöandi almennings-
neöanmóls
Kristinn Snæland skrif-
ar um iþróttahreyfing-
una og fjárhagsvanda-
mál hennar. Hann
bryddar upp á hug-
myndum um starfsemi
hreyfingarinnar, sem
sjálfsagt eru ekki að
allra skapi.
iþróttir, svo sem skiði og sund
er allvel bdið aö landsmönnum
en t.d. skautaiþróttin situr
algerlega á hakanum svo hana
er ekki hægt aö stunda nema I
góðri samvinnu við æðri
máttarvöld. Nær sanni mun að
flestar aðrar iþröttir getur al-
menningur ekki stundað nema
með þvi aö gerast félagar i ein-
hverju iþróttafélagi, enda eru
flest iþróttahús og leikvangar
föstnuð iþróttafélögunum svo
þar er engan frjálsan tima að
finna þeim til afnota sem ella
slæddust af og til i iþróttastúss
án þess aö nenna að binda sig
einhverjum félögum i þvi skyni.
Sé dæmi nefnt, þá varþað svo
á Keflavikurflugvelli I kringum
1955 að iþróttahús þar á vellin-
um var opið öllum og tæki og
búnaður frjáls hverjum sem
vildi.Þetta iþróttahús var vel
sótt og af óliklegustu mönnum
enda var þaö opiö almenningi á
vellinum og heimsóknir þangað
ekki bundnar einhverjum sér-
stökum i'þróttafélögum.
Það peningaleysi sem fyrr
var minnst á stafar kannske af
þvi aö Iþróttastarfið er orðið of
skipulagt og samkeppni millifé-
laga orðin slik að þrátt fyrir
áhugamannastimpilinn eru
a.m.k. sumar iþróttagreinar að
verða hrein atvinnumennska
sem leiðir svo til þess að pen-
ingamál verða æ meiri hluti
þess starfs sem starfsmenn
Iþróttafélaga leysa af hendi. At-
vinnumennsku I iþróttum fylgir
svo sú hætta að öll áhersla sé
lögð á afburðamennina en hinn
almenni i'þróttaunnandi lendir I
skugganum. Mér er nær að
halda að ef skapað væri ,,hæfi-
legt” peningaleysi hjá iþrótta-
félögunum, þá hættu þau dulbú-
inni atvinnumennsku og snéru
sér betur að hinum almenna
áhugamanni.
Boltaleikir
Boltaiþróttir virðast sérlega
viðkvæmar fyrir atvinnu-
mennsku enda er t.d. körfubolt-
inn kominn út I hreina og klára
atvinnumennsku þó enn sé á
honum áhugamennskustimpill-
inn. 1 körfuboltanum eru þegar
nokkrir útlendingar og fjöldi
þjálfara i t.d. knattspyrnu er
innfluttir menn. Upp á síökastið
hefur svo verið talað um að
breyta þurfi reglum um knatt-
spyrnufélög þannig að útlendir
menn megi gerast þar fullgildir
þátttakendur.
Enginn þarf svo að láta sér
detta i hug að ú’tlendingar þeir
sem komnir eru i körfuboltann
eða þjálfarastöður hér séu það
af góðsemi við Islendinga, nei,
þeir eru hér á fullum launum og
það háum og gjarnan hærri en
gerist meðal hálaunaðra Is-
lendinga I ábyrgðarstörfum. 1
körfuboltanum hefur það gerst
að einn og einn svartur Banda-
rikjamaður leikur i einhverju
liðinu en allt eins gætu allir leik-
mennirnir verið Bandarikja-
menn. Sé svo reiknað með þvi
að þeir væru allir svartir (þar
sem þeir eru oft og einatt af-
burðagóöir körfuknattleiks-
menn) þá gæti svo farið að t.d.
Njarðvikingar sendu fyrir sig i
körfuboltakeppni lið sem væri
eingöngu skipað Brooklynbú-
um. Slik uppákoma væri i min-
um augum ákaflega skrýtin en
engan veginn óhugsandi með
auknum atvinnusvip i þessari
iþrótt.
Si"ðan myndi K.R. t.d. koma
með breskt knattspyrnulið og
Valur brasiliskt og Fram með
franskt og af þessu öliu yröi
óskaplega gaman og allir gæt-
um við íslendingar setið á
áhorfendabekkjum og dáðst að
okkar mönnum, hvort sem það
væru breskir K.R.-ingar,
brasiliskir Valsarar eða fransk-
ir Framarar. Þetta myndi að
visu kosta einhvern pening en
kosturinn væri þá sá að við
þyrftum ekki sjálfir að standa i
erfiðum æfingum og puði en
gætum eingöngu helgað okkur
fjáröflun.
Almenningur
Eins og mönnum hefur
væntanlega skilist, þá hefi ég
áhyggjur af þvi að almenningur
(hinn þögli meirihluti) fari
meira og minna á mis við að
njóta iþróttahúsa og leikvanga
vegna skipulagðrar starfsemi
iþróttafélaganna. Með þessu er
ég ekki að leggjast gegn starfi
þeirra heldur einokun þeirra á
iþróttamannvirkjum.
Eins og i upphafi sagði er
skiöa- og sundíþróttinni vel
borgið en um frjálsa þátttöku i
öðrum iþróttum er nánast ekki
að ræða. Litlir opnir Iþróttavell-
ir eða fótboltavellir sjást nánast
alls ekki i Reykjavik eða ná-
grenni og þá á ég við velli sem
hver sem vill getur gengið inn á
ogleikið sér aö vild. Hetjudýrk-
un og atvinnumennska I iþrótt-
um er til þess fallin að fæla
meðalmanninn og þann sem
minna má sfn frá þátttöku i
Iþróttum og sú þróun sem mér
virðist vera hér þykir mér
óheillavænleg. Það jaðrar við að
ég leggi til, með tilliti til fjár-
skorts rikissjóðs aö naistu t.d.
þrjú ár verði engar fjárveiting-
ar til Iþrótta, utan það sem telja
má frjálsar almenningsiþróttir.