Vísir - 06.01.1981, Síða 17
Spennum beltin
ALLTAF
- eKKi stundum
? V_
||U^JFHROAR
Merkja frá Alsír hefur
ekki veriðgetið hér en ný-
lega kom út merki þar til
styrktar nauðstöddum
vegna jarðskjálftanna,
sem lögðu borgina El
Asnam i rúst auk þess að
valda margvíslegu öðru
tjóni.
Þriöjudagur 6. janúar 1981
VÍSIR
Frimerki
50. Oállur
Umsjón: Hálfdan Helgason.
VIKINGAR 0G
GOD ÞEIRRA
Frá Sviþjóö hafa þær
upplýsingar borist aö Þórsdag-
inn 29. jan. n.k. (sá dagur heitir
vist fimmtudagur núna) veröi
gefiö út 10 merkja hefti meö 5
mismunandi myndefnum en
þau eru sótt i norræna goða-
fræöi. Mán þar sjá Öðinn,
æðstan allra guða, riðandi á hin-
um áttfætta Sleipni en förunaut-
ar þeirra eru hrafnarnir Huginn
og Muninn. Frjósemis- og ástar-
gyðjan Freyja er á einu merkj-
anna en hún ræður yfir lifi
manna og dauða. Ekur hún i
vagni, sem dreginn er af köttum
þrem. Eins og vera ber er
þrumuguðinn Þór á einu merkj-
anna en þar sést er hann á veiði-
ferð sinni ásamt jötninum Hymi
hafði dregið sjálfan Miðgarðs-
orminn upp að borðstokk báts-
kænunnar er þeir réru á. Þór
spyrnti svo fast við fótum er
hann reiddi hamarinn Mjölni til
höggs og hugðist keyra i ó-
freskjuna að hann gekk niður úr
bátnum en Hymir skelfdist svo
mjög að hann skar á færið og
rann þar Miðgarðsormur úr
greipum Þórs. Freyr, friðar- og
frjósemisguð er á einu merkj-
anna en hann ræður regni og
sólu. Fimmta myndin sýnir
Heimdall en hann gætir brúar-
innar Bifrastar, sem tengir
mannheima og goðheima.
Heimdallur hefur heyrn svo
góða að hann heyrir gras gróa.
Vafalaust verða þessi fri-
merki vinsæl meðal safnara á
Norðurlöndum, svo virðulegan
sess skipa goöin enn meðal
manna þótt sárafáir séu þeir nú,
sem játa vilja átrúnað á þau
þúsund árum eftir kristnitöku.
Væri ekki annars tilvalið að
nota tækifærið við útkomu þess-
ara sænsku merkja og hefja
söfnun frimerkja þar sem
myndefnið tengist timabili þvi
sem kennt er við vikinga.
Fjöldamörg merki hafa verið
gefin út á Norðurlöndum, sem
tengjast þessu efni og héðan frá
Islandi höfum við nokkur, sem
sóma sér vel i sliku safni. Má
þar nefna merki úr Alþingishá-
tiðarsettinu frá 1930, Orkina
með Leifi heppna frá 1938, Þor-
finn karlsefni og fleiri. Já,
hvaða merki eru það önnur, sem
gefin hafa verið út hér á landi,
sem tengjast þessu söfnunar-
sviði?? Sendið þættinum linu!
Ekki er hægt að hugsa sér
mótifsafn um vikinga án þess að
sérstakur þáttur þess fjalli um
feröir þeirra austur til Garöa-
rikis, suður til Miklagarös, inn-
rásina i England eða ránsferðir
þeirra til Miöjarðarhafslanda
og bætast þá fjöldamörg merki i
safnið og sé heppnin með má
finna skemmtilega stimpla,
sem falla vel aö frásögninni.
Daglegt lif þeirra verður einnig
aö fá sina umfjöllun og má þar
nefna landbúnaöarstörf og veiö-
ar, klæðabúnað, menningu, t.d.
rúnaletrið, og listir og margt
fleira.
Til þess aö safn af þessu tagi
verði skemmtilegt verður
safnarinn að ráða yfir tölu-
veröri þekkingu á viðfangsefn-
inu. Hún fæst vitanlega ekki
nema meö lestri um þetta tima-
bil auk þess sem nauðsynlegt er
að gaumgæfa frimerkjalista en
þá má fá i frimerkjaverslunum
og einnig liggja þeir frammi i
herbergi Félags frimerkja-
safnara að Amtmannsstig 2.
Þar er opið á laugardögum frá
kl. 15 til kl. 18.
WE’RE READY
FOR YOUR
ar
INvASION
Nýjar útgáfur
Auk goðamerkjanna,
sem getið er hér að ofan,
kemur út i Svíþjóð 29.
janúarS króna merki ítil-
efni af því að liðin eru eitt
hundrað ár frá fæðingu
málf ræðingsins og
stjórnmálamannsins
Ernst Wigforss.
Á eynni Mön verða gef-
in út 24. febrúar n.k. 5
merki í tilefni af ári
fiskimannsins. Sýna þau
fiskibáta af ýmsum gerð-
um, sem notaðir voru við
eyna á síðustu öld og
reyndar fram á okkar
daga. Á einu merkjanna
sést báturinn „Flakkar-
inn", sem var nærstaddur
þegar risaskipið „Lusi-
tania" varð fyrir árás
þýsks kafbáts árið 1915 og
yfir eitt þúsund manns
hvarf með þvi í djúpið. Á-
höfn „Wanderer" tókst
að tina saman og bjarga
til lands 160 manns en auk
þeirra björguðust tæp-
lega 800 af skipinu, sem
sökk á aðeins 15 minút-
um.
Arið 1981 hefur verið
nefntár fatlaðra af Sam-
einuðu þjóðunum og
örugglega munu margir
útgáfuaðilar gefa út frí-
merki af þvi tilefni.
islenska póststjórnin
mun fylla þann flokk en
ekki er enn vitað hvernig
það merki verður eða
hvenær það sér dagsins
Ijós en hér fylgir hins
vegar með mynd af
merki vestur-þýsku póst-
stjórnarinnar, sem kem-
ur út 15. janúar. Þess má
geta aðtalið er að yfir 400
milljónir manna í heimin-
um teljist fatlaðir á ein-
hvern hátt.
urraiiOn.URíi
Frímerki
Islensk og erlend,
notuÖ, ónotuð og umslög
Albúm, tangir, stcekkunar -
gler o.fl. ávallt fyrirliggjandi.
Póstsendum.
* FRÍMERKJAMIÐITÖÐIN
™ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 21A, PÓSTHÓLF 78. 121 RVK. SfMI 21170
Vissir þú að
ejc»e|r»ei!-»ö!íi»-»
us
býður mesta
úrva/ ung/inga-
húsgagna
á /ægsta verði
og á hagkvæm-
ustu afborgunar
kjörunum ?
iOICiarycXyc>]\hry Bndshöföa 20, Reykjavik
CJ CT Simar: 81410 og 81199
Miðvikudag 7. janúar kl. 20:30.
Sigriður EHa Magnúsdóttir
syngur lög eftir íslensk tónskáld, m.a. Pál Is-
ólfsson, Árna Thorsteinsson, Sigfús Einars-
son, Emil Thoroddsen, Jórunni Viðar, Karl O.
Runólfsson o.fI. Undirleikari er ólafur Vignir
Albertsson.
Verið velkomin
Norræna húsið
Umboðsmaður
óskast
W
a
Hvammstanga
Upplýsingar i simum
86611 og 28383