Vísir - 06.01.1981, Síða 19

Vísir - 06.01.1981, Síða 19
Flotaforinginn sem þjóðin gleymdi Maðurinn sem stjórnaði Þriðja rikinu i 23 daga eftir að Hitler framdi sjálfsmorð er nú látinn. Karl Dönitz, fyrrum yfirflotafor- ingi Þýskalands, verður jarð- settur i kyrrþey hinn 6. janúar nk. og vestur-þýska varnarmála- ráðuneytið hefur lagt bann við að minningu hans verði sómi sýndur á þann hátt sem tiðkast við út- farir látinna herforingja og fyrir þýskum almenningi var hann löngu gleymdur og grafinn. Dauða Dönitz var getið stutt- lega i lok fréttatima útvarps- og sjónvarpsstöðva i Vestur-Þýska- landi á aðfangadagskvöld. Dæmi- gerð viðbrögð við fréttinni voru þau, að fólk yppti öxlum og sagði sem svo: — „Dönitz, ég hélt að hann hefði dáið fyrir mörgum ár- Flotaforinginn fyrrverandi, sem var 89 ára er hann lést, bjó siðustu æviár sin einn og yfirgef- inn i kyrrlátu sveitaþorpi nálægt Hamborg og fregnir herma, að hann hafi átt við veikindi að striða hin seinni ár. I fyrri heimsstyrjöldinni var Dönitz i þjónustu sjóhers Vil- hjálms 2. keisara og var hann þá kafbátaforingi. Upp úr 1930 fór frami hans að aukast innan sjó- hersins, sem þá var kominn undir stjórn nasista og árið 1935 fól Hitler honum það verkefni, að skipuleggja kafbátaflota Þjóð- verja. Árið 1942 var hann skip- aður yfirmaður þýska sjóhersins og i skeyti frá Martin Bormann, aðstoðarmanni Hitlers og stað- gengli, var hann útnefndur For- ingi Þýska rikisins daginn áður en Hitler framdi sjálfsmorð. Frá 30. april 1945 og þar til 23. mai reyndi hann að ná viðunandi samkomulagi áður en hann neyddist til að undirrita skilyrðis- lausa uppgjöf Þjóðverja. 1 endur- minningum sinum, sem komu út árið 1958, segist hann hafa reynt að ná fram skilmálum, sem tryggðu að Vesturveldin færu með stjórn mestalls Þýskalands eftir uppgjöfina, en þær tilraunir mistókust. Eftir uppgjöfina afplánaði Dönitz fangelsisvist i 10 ár fyrir striðsglæpi og var hann hafður i haldi i Spandau-fangelsinu i Berlin. Siðast kom hann fram i Hamborg opinberlega árið 1975 er hann fór fram á náðun sam- fanga i Spandau. Rudolf Hess. •' itK Miðillinn Gloria James sagði fyrir um morðið á Lennon i tveimur út- varpsþáttum. Nú segirhún, að annar Bítill sé i lifshættu. ekki að hún muni deyja. Ég sé einnig, að yfir einum þeirra þriggja Bitla sem eftir liía, vofir flugslys og ef hann deyr ekki mun hann slasast alvarlega svo að hugsanlega mun hann aldrei fást framar við tónlist”, — segir Gloria. Gloria likir þessum eiginleik- um sinum við martröð. — „Hvað annað er hægt að kalla það þegar maður sér svo hræðilega hluti tengjast mönnum á borð við John Lennon", — segir hún. Miðils- hæfiieikar hennar hafa á vissan hátt eybilagt lif hennar. Hún varð þeirra i'yrst vör er hún var þriggja ára gömul og siðan þá hafa þeir valdið henni óhamingju og einmanaleika. — „Sem barn átti ég enga vini þvi enginn vildi umgangast manneskju eins og mig. Krakkar kölluðu mig norn og ég eignaðist aldrei vini”, — segir Gloria sem er tvigift, en báðir eiginmenn hennar eru látnir og sagði hún fyrir um lát þeirra beggja. Komin á sporið... ( f fy f skemr A sama hátt og LallaDean íhinum hringnum, er Kim Ashfield einnig að stiga sin skernmtyönd^r^^iun^^)^ Nýskipaöur yfirflotaforingi þýska sjóhersins ásamt leiðtog anum Adolf Hitler. „Annar Bítill í bráðri hættu” — segir midill, sem í tveimur útvarpsþáttum sagdi fyrir moróið á Lennon Miðillinn Gloria James sagði fyrir um dauða John Lennons 1 tveimur út- varpsstöðvum meira en mánuði áður en harmleikurinn átti sér stað. Hún hefur nú lýst þvi yfir að mikil hætta vofi yfir öðrum fyrrverandi liðsmanni hljómsveitarinnar Beatles, án þess þó að segja hver það sé. Gloria kom fram i útvarpsþætti Wayne Braverman i WJUL-stöð- inni i Lowell Massachusetts hinn 2. nóvember sl. — „Það var ótrú- legthversu nákvæm Gloria var”, — segir Braverman i viðtali viö bandariskt timarit nýverið. — „Hlustandi hringdi i þáttinn og spurði hvort Bitlarnir kæmu saman á árinu 1981. Gloria svaraði neitandi og sagði að einn þeirra yrði myrtur fyrir jól. Menn urðu henni mjög reiðir fyrir bragðið en þvi miður hafði hún rétt fyrir sér, eins og kom á dag- inn”, — sagði Braverman. Gloria endurtók spádóm sinn i útvarpsþætti Pat Whitley i WITS-útvarpsstöðinni i Boston nokkrum dögum siðar. Gloria fékk hugboð um harm- leikinn á meðan hún horfði á gamla kvikmynd með Bitlunum i sjónvarpi og hefur hún likt þvi atviki við martröð. — „Ég sá fyrir mér veggspjald af „Yellow Submarine”, (sem er heiti á kvik- mynd og lagi eftir Bitlana). Hugur minn reikaði til baka er ég sá fyrir er Paul var tekinn með fikniefni i Tokyo”, — sagði hin 58 ára gamla ekkja i nýlegu viðtali. — „Siðan sá ég fyrir mér Bitilinn látinn og fyrirsögn i dagblaði þar aðlútandi. 1 bakgrunni voru jóla- ljós i gluggum og ég sá dagsetn- inguna desember 1980. Þetta var hræðileg sýn og ég mun aldrei gleyma þessu”, — sagði Gloria. Gloria hefur áður vakið athygli fyrir spádóma sina. Hún komst i fréttir fyrr á árinu 1980 þegar hún sagði fyrir um dauða John Bon- ham, trommuleikara hljóm- sveitarinnar Led Zeppelin. I mai árið 1977 spáði hún þvi að Elvis Presley myndi deyja á árinu og hann lést i ágúst það sama ár. Hún sagði einnig fyrir um dauða Páls páfa, leikarans Bob Crane, og flugslys sem hljómsveitin Lyn- yrd Skynyrd lenti i. Þá sá hún fyr- ir hótelbrunann i Las Vegas nú nýverið og fleira mætti upp telja. Og nú virðist hún sjá fyrir fleiri harmleiki sem tengjast Bitlunum fyrrverandi. „Það er hugsanlegt að Yoko muni skaða sjálfa sig vegna þess harms sem að henni hefur verið kveðinn en ég sé þó

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.