Vísir - 06.01.1981, Síða 27
Þriö’udagur 6. janúar 1981
VÍSIR
27
HVAÐ
Konur skrifa
til heiðurs
önnu Sigurðardóttur
Ritnefnd: Valborg Bentsdóttir
Guðrún Gísladóttir
Svanlaug Baldursdóttir
tJtgefandi: Sögufélagið,
Reykjavik 1980.
Það hefur lengi tiðkast i „vis-
indaheiminum” að afmælis
merkra fræðimanna sé minnst
með þvi, að gefa út rit þeim til
heiðurs. Rit þessi eru gjarnan
safn visindagreina tengdra
fræðigreinþesssem heiðra skal.
Flestar bækur af þessu tagi,
sem mér eru kunnar, eru skrif-
aðar til heiðurs körlum og eru
greinarnar einnig flestar eftir
„karl-fræðimenn”, þótt ein og
ein kona slæðist með sem höf-
undur. Ekki kemur þessi kyn-
skipting neinum áóvart, þvi hún
speglar þann veruleika sem við
búum við.
Sögufélagið hefur nú sent frá
sér bók, sem er að þvi leyti sér-
stök, að þar skrifa konur til
heiðurs konu. Þessi bók er
skrifuð til heiðurs önnu Sigurð-
ardóttur og i þakklætisskyni
fyrir framlag hennar til að
vekjaáhuga á kvennasöguog þá
einkum það einstaka framtak
að stofna Kvennasögusafn ís-
lands. En þeim til fróðleiks,
sem ekki vita það þegar, stofn-
aði Anna Kvennasögusafn Is-
lands við upphaf kvennaárs
1975, ásamt þeim Else Miu Ein-
arsdóttur og Svanlaugu Bald-
ursdóttur. Nú kann einhver að
spyrja: Hvað er kvennasögu-
safn og eiga konur sér ein-
hverja sérstaka sögu? Þeim vil
égbenda á að lesa tvær greinar
þessararbókar, þ.e. grein Svan-
laugar Baldursdóttur: Kvenna-
sögusöfn og grein Ingu Huldar
Hákonardóttur: Að þegja konur
i hel..
Þegar ég hafði lesið formáls-
orð og efnisyfirlit bókarinnar
ákvaðég að láta þaðeftirmér,
að lesa fyrst þær greinar, sem
af einhverjum ástæðum höfðuöu
mest og beinast til min. Ég
býst við að margir hagi lestri
sinum svipað, þótt áhugasviöin
séu ólik og valið eftir þvi. Fyrst
fletti égupp grein Helgu Kress:
Um sagnahefð og kvenlega
reynslu í Laxdæla sögu. Það er
alltaf jafn gaman að lesa grein-
ar Helgu Kress. Hún sameinar
alla þá kosti sem einkennt geta
góðan fræðimann. Hún er hug-
ER KVENNASMM?
myndarik og áræðin. Og þegar
við þetta bætist óvenju góð
þekking á viðfangsefninu og
gömlum og nýjum fræðikenn-
ingum varðandi það, er ekki við
öðru en góðu að búast. Og lestur
greinarinnar veldur siður en svo
vonbrigðum. Ég hafði sjálf ný-
lega lesið Laxdæla sögu og
ýmsar spurningar höfðu vakn-
að. Mér var það sönn ánægja að
sjá að Helga var að velta fyrir
sér sömuhlutum, þótt ég sé ekki
alltaf viss um að svör hennar
séu réttari en annarra, en ég
sannfærð um að hún kann að
spyrja rétt.
Næst verður fyrir valinu
greinarkorn eftir minn gamla
kennara Oddnýju Guðmunds-
dóttur. Ég les alltaf allt sem
ég sé eftir Oddnýju, ekki bara
af þvi hún kenndi mér i barna-
skóla, heldur af því hún hefur
óvenju miklu að miðla. Ég hef
oft velt þvi fyrir mér, hvers
vegna nafn Oddnýjar er svo
sjaldan nefnt, þegar fjallað er
um rithöfunda, sem sett hafa
svip á bókmenntir þessarar
aldar.
Grein Oddnýjar heitir: Or
dagbók farkennara.Hér eins og
svo oft áður, hefur Oddný miklu
að miðla því sjónarhorn hennar
er sérstakt. I greininni vfkur
húnm.a. að þvi hvernig bömum
er mismunað i skólamálum
vegna búsetu. Og satt er þaö.
Sveitabörnin áttu ekki margra
kostavöli menntunarlegu tilliti.
En ég sem þetta krifa, og þekki
þó nokkuð til skóla höfuðborgar-
innar og reyndar fleiri stór-
borga, veit að þessir stóru skól-
ar standast engan samanburð
við „skólann” hennar Odd-
nýjar. Þetta veit Oddný lika. Ég
vildi að sama mætti segja um
forráðamenn islenskra mennta-
mála. Oddný segir á bls. 156 frá
vinnubrögðum sinum og nem-
enda : „Næstu daga skrifum við
visur i bækur, klippum myndir
og limum hjá. Ég skrifa visurn
ar á laus blöð handa þeim, sem
óvanireruað skrifa. Þetta þyk-
ir þeim skemmtilegra en for-
skriftarbók. Visnabókin á að
frikka með hverri blaðsiðu.
Skriftareinkunn að vori er mið-
uð við útlit þessarar bókar.” Og
ég veit að Oddný fer meö rétt
mál. Það er meira gaman að
skrifa eitthvað sem máli skiptir.
Núna 27 árum seinna fletti ég
stundum vfsnabókinni, sem ég
geröi veturinn með Oddnýju.
Þessu næst les ég grein Svövu
Jakobsdóttur: Reynsla og raun-
veruleiki. — Nokkrir þankar
kvenrithöfundar. Hún segir frá
þvi endurmati á veruleika, sem
kvenrithöfundar standi frammi
fyrir, ef þeir vilji vera sjálfum
sér trúir. Karlrithöfundar hafa
ævagamla sagnahefð að styðj-
ast við. Flest sagnaminni
heimsbókmenntanna miðast við
karlmenn. Og mér verður allt I
einu ljóst hvers vegna mér finn-
ast „kvennabókmenntir” svo
spennandi. Það er ekki bara
vegna þess að f jallað er um lif
kvenna, heldur einnig vegna
þess að þar fer mest bók-
menntaleg nýsköpum fram.
A eftir grein Svövu les ég
greinElsu G. Vilmundardóttur:
Konur og raunvísindi og grein
Guðrúnar ólafsdóttur:
Reykviskar konur i ljósi mann-
talsins l880.Þessar greinar vel
ég af þvi, að ég sé, þegar ég
fletti bókinni,að þær eru fullar
af tölum. Fátt er eins skemmti-
legt i sagnfræöi og tölfræðilegar
upplýsingar. En grein Guörúnar
var ekki hægt aö hraðlesa. Mér
tókst ekki við fyrsta lestur að
átta mig fyllilega á myndum
sem eiga aö sýna „Aldur og
kynskiptingu ibúa Reykjavikur
og tslands, samkvæmt manntali
1880” svo ég ákvað að lesa
greinina betur seinna.
Ég ætla ekki að rekja frekar
hér lestur minn og viðbrögð við
þessari ágætu bók. En að lestr
inum loknum, er mér enn ljós-
ara en fyrr hversu mikið verk
enn er óunnið á þessu sviði.
Vonandi verður bokin hvatning
bæði körlum og konum að taka
til við þær rannsóknir, sem til
þarf. Með tið og tima fáum við
þá heildstæða viðsýna sagn-
fræði, þar sem mið er tekið af
báðum kynjum, börnum og
alþyðu, en ekki einungis af
valdastétt og hefðarfólkieins og
oft hefur viljað við brenna.
r ■**
Lausaskuldir
húsbyggenda
í föst lán
„Ég held að mér sé óhætt að
segja að framkvæmd þessa
ákvæðis sé mjög litið formuð enn-
þá," sagði Ólafur Jónsson for-
maður stjórnar Húsnæðismála-
stofnunar rikisins, þegar Visir
spurði hann um hvaðfelist i þeirri
grein efnahagsráðstafana rikis-
stjórnarinnar, sem segir: „Vegna
ibúðabygginga og kaupa skal
stefnt að þvi að breyta skamm-
timalánum og lausaskuldum i
föst lán til lengri tima.”
Einnig segir að viðskiptaráðu-
neytið, félagsmálaráðuneytið,
Seðlabankinn og Húsnæðismála-
stofnun skuli vinna aö þessari
skuldbreytingu.
„Það er vitað að allmargir eru
með vaxtaaukalán og vixla i við-
skiptabönkunum, vegna hús-
bygginga, meira heldur en þeir
ráða við. Meining þessa ákvæðis
er að bæta úr fyrir þessum ein-
staklingum. Hvernig þetta verði
gert, er ekki formað.”
Ólafur var spurður hvort ekki
hafi legið fyrir hugmyndir um
framkvæmdina, þegar ákvæðið
var tilkynnt.
„Jú, vafalaust hefur það verið
hjá þeim, sem sömdu þetta
ákvæði, en við sem eigum að
framkvæma það, höfum ekki far-
ið ofan i framkvæmdaatriðin enn-
þá.”
Ólafur var þá spurður hvenær
búast mættti við að reglugeröir
um framkvæmdina verði tilbúnar
og skuldbreytingin geti hafist.
„1 minum huga er að svona
stórt mál hljóti að taka þennan
mánuðað forma, það getur varla
orðið minna.” Ólafur taldi liklegt'
að bankar mundu fara sér rólegar
en ella með strangar innheimtu-
aðgerðir á húsakaupalánum,
meðan beðið væri eftir að fram-
kvæmd laganna gæti hafist.
SV
svo mœlir Svarthöfði
Tao-lsma haldið undir helmshlaningu
Þá er hin lotulanga þýska út-
gáfa af Paradisarheimt búin.
Við höfum setið við, íslending-
ar, og horft á bókmenntaverkíð
liða hjá i rólegheitum, sem
mjög teljast i anda Steinars
undir Steinahliðum. Paradisar-
heimt er skrifuð undir merki
Láo-tse, og byggð að nokkru á
ævisögu Eiríks frá Brúnum,
scm telst einn af fjölmörgum
Tao-istum islenskum. Eitt af þvi
sérkennilega við Lao-tse er aö
hann boðar ekki þjáningu. Hann
er of afsleppur til að þjáningin
nái taki á honum. Svo er um
Steinar undir Steinahiiðum,
sem birtist manni eins og lábar-
inn hnullungur mitt I amstri
mannlifs þeirra Björns á Leir-
um og sýslumanns. Það getur
orðið erfitt um tök á slikum
manni. Til að útlendingar skilji
verkið til hlitar þurfa þeir að
kunna einhver skii á Islenska
Tao-ismanum undir Steinahlið-
um. Og ekki er fyrir það að
synja að Tao-isminn er lykillinn
að fleiri sögum höfundar, eink-
um þeim sem hafa á sér ein-
kenni ólikinda.
Þýskur maður, sem stjórnar
svona verki til kvikmyndunar, á
i sýnilegum erfiðleikum. Þaö
sem eru skrítin islensk tilbrigði
verða að heimsþjáningu i hönd-
um hans. Gieðileikur torfs og
grjóts veröur að harmleik upp á
heiminn. Kemur þar að þvi einu
sinni enn, og blessunarlega, aö
við fjöllum um svo sérleg efni
tslendingar á hinu sögulega
menningarsviði, að útiendingar
vaða hreinlega uppfyrir þegar
þeir ætla að fara að svamla um
heimalönd okkar. Þaö er skaði
að ekki skuli islenskur leikstjóri
hafa tekið sig til og filmað eitt-
hvað af verkum Laxness. Von er
þó til að úr rætist, fari svo að
Hrafn Gunniaugsson taki til við
Gerplu, sem iika er brot af tao.
Margt hefur verið skrifað um
Paradisarheimt og ekki óvitur-
lega. Visl er það gleðiefni okk-
ur, sem búum á norðurhjara, að
horfa á lærða menn útienda fara
höndum um islenskt verk, jafn-
vel þótt það henti okkur ekki ails
kostar. Heyrt hef ég fólk býsn-
ast yfir þvi að stúlkukindin skuli
látin halda fram meyfæðingu
þarna i torfbænum. Einkum
hafa það verið konur, sem ekki
hafa trúað. En þessi útgáfa
getnaöar er ekki einsdæmi.
Varla höfðu andmælendur lokið
saman munni sinum þegar sýnd
var i sjónvarpinu kvikmynd um
markgreifafrúna i O. Hún varð
ófrisk i svefni aö manni skilst,
en um það þarf auðvitað ekki aö
deila af þvi sagan er útlend og
þar að auki um markgreifafrú.
Björn á Leirum er kannski
mestur maður Paradisarheimt-
ar. Hann er það sterka island,
sem þolir eldgos og bláar plágur
eða móður. Hann er sá maður
sem lætur ekki ósnertan
meyjarkroppinn verði hann á
vegi hans, og þvi erum við hér
að til voru menn sem héldu kyn-
stofninum við mitt i lifsskilyrð-
um, sem við mundum frábiðja
okkur. Slikan mann gat enginn
útlendur leikstjóri misskilið. En
leiksljóranum skaust heldur
betur þegar sýnd var þjóðhátið-
in. Ekki hafa fariö af þvi tíðindi
að á Þingvöllum 1874 hafi Is-
lenskir bullukollar ætlað kóng-
inn lifandi að drepa meö skáld-
skaparþrugli. Mig minnir að
þar hafi Grimur Thomsen flutt
konungi ljóð að fornum hætti,
tiginmannlegur og þrautvanur
hirðlifi. Hafi leikstjórinn hins
vegar haft spurnir af þvi þegar
Asmundur frá Skúfsstööum
flutti Kristjáni t'iunda Ijóð sitt á
striösárunum, og auk þess frétt
af samanlögðum Ijóða flutningi
vegna danskra kónga, þá gat
Þingvailasenan passað. En hún
snerti þó ekki þjóðhátiðina á
Þingvöllum.
Þannig getur ókunnugleiki
sett rangan stuðul i annars gott
verk. í fyrsta lagi að skilja ekki
að Steinar undir Steinahliöum
er Tao holdi klætt en ekki
heimsþjáning, og i ööru lagi, að
þótt við séum skáld þá erum við
ekki óöamála á mannþingum.
Svarthöfði